Morgunblaðið - 22.06.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.06.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is Sú hækkun á sérstaka veiðigjald- inu í uppsjávarfiski sem lagt er upp með í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur sér verulega illa fyrir þau byggðarlög þar sem uppsjávarútgerðir eru. Þetta segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru gríðarlegar upphæðir sem fara út úr Vestmannaeyjum, Fjarðabyggð, Hornafirði og eins út úr Reykjavík vegna þessarar hækkunar,“ segir Adolf og bætir við að hann sé ekki hissa á því að sveitarstjórnir hafi verulegar áhyggjur af umræddri hækkun. Þá bendir hann á að jafnframt sé mikil óvissa í kringum uppsjávarveiðarn- ar, þannig sé t.d. ekki enn búið að gefa út loðnukvóta og óvíst sé hvort loðnuvertíð verði eða ekki. „Það er náttúrlega gríðarleg fjár- festing sem liggur þarna á bak við í bræðslum, skipum, búnaði og vinnslu í landi,“ segir Adolf. Að- spurður hvaða áhrif það myndi hafa á minni útgerðir í landinu ef veiðigjaldafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra næði ekki í gegn og veiðigjaldalögin héldust óbreytt segir Adolf að það sé alveg skýrt að slíkt myndi þýða að mörg útgerðarfyrirtæki færu á hausinn. „Mörg fyrirtæki myndu ekki standa það af sér og færu bara á hausinn,“ segir Adolf. Erfitt fyrir minni útgerðir „Það hefur náttúrlega áhrif á all- ar útgerðir en minni útgerðir eiga oft erfiðara með að greiða gjaldið,“ segir Eiríkur Tómasson, forstjóri útgerðarfélagsins Þorbjörns hf., aðspurður hvaða áhrif sérstaka veiðigjaldið hafi á rekstur minni útgerða. Hann bendir á að mark- miðið hjá mörgum minni útgerðum sé að skapa atvinnu frekar en ein- hverja mikla hagnaðarvon. Spurður hvaða áhrif það hefði fyrir Þorbjörn hf. ef frumvarp Sig- urðar Inga yrði óbreytt að lögum segir segir Eiríkur að slíkt myndi fela í sér talsverða leiðréttingu fyr- ir fyrirtækið. „Við höfum verið að greiða mjög hátt hlutfall af fram- legð rekstrarins í þetta og enn hærra af hagnaði,“ segir Eiríkur og bætir við að sérstaka veiðigjald- ið hafi haft þau áhrif að það sé ekki einu sinni inni í myndinni fyrir út- gerðir að endurnýja hluti eða fjár- festa. „Miðað við ástandið í dag væri verið að hirða allan hagnað af rekstrinum og meira til og mjög mörgum bolfiskútgerðum myndi blæða út við slíkan gjörning. Þeir hafa aldrei þótt miklir búmenn sem blóðmjólka kýrnar sínar en að minnsta kosti hluti þjóðarinnar virðist telja að það sé bara allt í lagi að blóðmjólka sjávarútveginn,“ segir Eiríkur aðspurður hvaða áhrif það hefði ef frumvarp Sig- urðar Inga yrði ekki að lögum. Agnar Kristján Þorsteinsson og Ísak Jónsson, sem standa fyrir undirskriftasöfnun á netinu um óbreytt veiðigjald, funduðu með Sigurði Inga í gærmorgun. Á fundinum sagði ráð- herrann m.a. að ekki hefði verið möguleiki að gera ekki neitt og standa uppi með óframkvæmanleg lög. „Hirða allan hagnað“  Formaður LÍÚ segir hækkun á sérstaka veiðigjaldinu í uppsjávarfiski koma sér illa fyrir sum sveitarfélög  Útgerðarmaður segir veiðigjaldið hindra endurnýjun Morgunblaðið/Ómar Fiskveiðiflotinn í Reykjavíkurhöfn Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að fyrirhuguð hækkun sérstaka veiði- gjaldsins í uppsjávarfiski muni m.a. kosta Reykjavík miklar fjárhæðir. Hann segist ekki vera hissa á því að sveitarstjórnir hafi áhyggjur af þessari hækkun. Morgunblaðið/Rósa Braga Fundur með ráðherra Forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar funduðu með Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Eiríkur Tómasson Adolf Guðmundsson Mikill meirihluti valnefndar þings Evrópuráðsins vegna væntan- legrar kosningar dómara við Mannréttinda- dómstól Evrópu mat Róbert Ragnar Spanó hæfastan þriggja íslenskra kandídata sem tilnefndir voru af íslenskum stjórnvöldum. Auk Ró- berts voru tilnefnd þau Guð- mundur Alfreðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir. Þau voru tekin í viðtöl og farið yfir ferilskrár þeirra í valferlinu. Valnefndin lagði að þessu sinni mat á kandídata frá Íslandi, Litháen og Slóvakíu, þrjá frá hverju landi. Einn Litháanna var metinn hæfastur úr hópi samlanda sinna en kandídatarnir frá Slóvak- íu voru ekki taldir fullnægja kröf- um til verðandi dómara og lagði valnefndin til að þeim yrði öllum hafnað. Davíð Þór Björgvinsson er að hætta við dómstólinn. Kosið verð- ur um nýja dómara við Mannrétt- indadómstól Evrópu í næstu viku. gudni@mbl.is Róbert Spanó met- inn hæfastur  Valnefnd þings Evrópuráðsins Róbert R. Spanó Jórunn Harð- ardóttir, jarð- fræðingur og framkvæmda- stjóri, var kjörin formaður Skot- félags Reykjavík- ur (SR) á aðal- fundi félagsins 20. júní sl. Hún er fyrsta konan sem gegnir embætti formanns í SR en það er elsta íþróttafélag landsins, stofnað 1867. „Ég er búin að sitja í stjórn SR í nokkur ár, fyrst sem meðstjórnandi og svo sem varaformaður,“ sagði Jórunn. Hún keppir einnig í íþrótta- skotfimi fyrir félagið. „Það er margt spennandi á næstunni, það verða Smáþjóðaleikar á Íslandi árið 2015 og þar verður skotfimi stór þáttur. Það er mikil uppbygging hjá félag- inu, bæði innanhúss og í útigreinum. Þetta er skemmtileg áskorun.“ Jórunn sagði pláss fyrir fleiri kon- ur í skotíþróttum og hún sagðist gera sitt besta til að hvetja konur til að prófa skotfimi. gudni@mbl.is Jórunn for- maður SR Jórunn Harðardóttir „Með nokkurri einföldun má segja að hægrimenn hafi í gegnum tíðina barist fyrir tvennu í sjávarútvegsmálum: 1. Hagkvæmu markaðskerfi framseljanlegra veiðiheimilda. 2. Að auðlindaarðurinn renni til eigenda útgerðarfyrirtækja. Og vinstrimenn hafi í gegnum tíðina einnig barist fyrir tvennu: 1. Að auðlindaarðurinn renni til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. 2. Boðum, bönnum og pottum sem myndu grafa undan hag- kvæmni í greininni. Ég tel að góð sátt milli þessara aðila feli í sér að báðir aðilar slái af kröfum sínum og sammælist um: 1. Hagkvæmt markaðs- kerfi framseljanlegra veiði- heimilda. 2. Að auðlindaarð- urinn (rentan) renni til þjóðarinnar, eiganda auðlind- arinnar,“ segir í umsögn Jóns Steinssonar, hagfræðings við Columbia-háskóla í Bandaríkj- unum, um veiðigjaldafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra. Þar segir jafnframt að Jón leggi til farsælan endi á þessu erfiða deilumáli sem felist í því að hægrimenn fallist á að lækka ekki veiði- gjaldið gegn því að vinstri- menn falli frá áformum um frekari breytingar á kvótakerfinu. Leggur til málamiðlun HÆGRI OG VINSTRI Jón Steinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.