Morgunblaðið - 28.06.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
LEXUSNOTAÐIR BÍLAR
Kauptúni 6
RX 450 hybrid
3,5 Bensín/Rafmagn
Sjálfskiptur. Skráður 05/12
Ekinn 9.000 km.
Verð 13.290.000 kr.
LUXURY
lexus@lexus.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Skaðabótamáli slitastjórnar gamla Landsbankans
á hendur fyrrverandi stjórnendum og bankaráðs-
mönnum og breskum trygg-
ingafélögum var vísað frá dómi
í gær með úrskurði Héraðs-
dóms Reykjavíkur. Slita-
stjórnin krafðist tuga milljarða
í skaðabætur vegna ábyrgðar
umræddra einstaklinga og
tryggingafélaga á ráðstöfun-
um sem gerðar voru haustið
2008 þegar bankinn var að
komast í þrot. Upplýsinga-
fulltrúi skilanefndar bankans
telur yfirgnæfandi líkur á að
málinu verði vísað til Hæstaréttar.
Skaðabótakröfurnar grundvallast á ábyrgð
mannanna á ráðstöfunum sem gerðar voru 6.
október 2008 þegar fyrir lá að bankinn var ógjald-
fær en það var síðasti dagurinn áður en Fjármála-
eftirlitið tók hann yfir. Um er að ræða kaup á kröf-
um af Landsvaka hf. fyrir tæpa 20 milljarða kr.,
útborgun til Straums fjárfestingarbanka fyrir
rúma 7 milljarða og uppgjör á viðskiptum við MP
banka að fjárhæð 7,5 milljarða kr. Landsvaki var
dótturfélag bankans. Fram kemur í stefnunni að
þrátt fyrir lokun viðskipta í sjóðum Landsvaka
hafi þennan dag átt sér stað umtalsverð viðskipti
milli bankans og verðbréfasjóða í umsjón Lands-
vaka. Bankinn hafi keypt skuldabréfakröfur á
yfirverði og orðið fyrir tjóni af þeim sökum.
Fjárhæð kröfu í reynd getgátur
Dómarinn telur að kröfugerð slitastjórnarinnar
sé óljós um ákveðin atriði. Nefnir hann að sú fjár-
hæð skaðabóta sem stefnandi kveðst krefja
bankastjórana og bankaráðsmennina um, rúmir
28 milljarðar króna, komi hvorki fram berum orð-
um í kröfugerð né annars staðar í stefnu. Byggist
málatilbúnaðurinn í reynd á því að skilja beri kröfu-
gerðina andstætt því sem leiðir af orðanna hljóðan.
Til stuðnings tjóni sínu vísar bankinn til endur-
gjalds sem hann hefur þegar fengið við sölu eigna,
til væntanlegra endurheimta krafna við gjaldþrota-
skipti skuldara eða verðmætis krafna við yfirfærslu
þeirra til nýja Landsbankans samkvæmt ákvörðun
Fjármálaeftirlitsins. Í niðurstöðu dómara segir að
hvergi sé að finna gögn um ætlað tjón sem gæti orð-
ið grundvöllur undir mat dómsins á tjóni bankans.
Þá hafi stefnandi höfðað mál til riftunar á þeim
kröfum sem keyptar voru af Landsvaka. Tjónið sé
því ekki að fullu komið fram.
Telur dómarinn að mjög skorti á að stefnandi
hafi gert reka að því að fá tjón sitt staðreynt með
þeim úrræðum sem honum eru tæk að lögum. „Er
tjón stefnanda því vanreifað og grundvöllur fjár-
hæðar kröfugerðar hans í reynd getgátur. Lúta
þessir annmarkar að málinu í heild og eru þeir svo
verulegir að ekki verður úr þeim bætt á síðari stig-
um. Er því skylt að vísa málinu í heild frá dómi.“
Tuga milljarða skaðabótakröf-
um skilanefndar var vísað frá
Dómari telur fjárhæðir krafna á hendur Landsbankamönnum getgátur
Skaði Háar fjár-
hæðir voru í húfi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fiskiskipið Þórsnes II náðist af
strandstað við Skoreyjar á flóðinu í
gærkvöldi. Skipinu var siglt til Stykk-
ishólms þar sem skemmdir verða
kannaðar.
Þórsnes II er á beitukóngsveiðum,
gert út frá Grundarfirði. Áhöfnin var
að leggja krabbagildrur í gærmorgun
við Skoreyjar á Breiðafirði, skammt
frá Stykkishólmi, þegar skipið
strandaði á skeri. Níu eru í áhöfn og
var þeim bjargað fljótt í land. Við
björgunina voru nýttir hraðbátar sem
notaðir eru til skemmtisiglinga um
Breiðafjörð.
Skipið sat á skerinu og fjaraði
næstum alveg undan því. Umhverf-
isstofnun sendi bráðameng-
unarbúnað á staðinn og var farið með
flotgirðingu út að skipinu en hún var
ekki notuð þar sem ekki varð vart við
neina olíumengun.
Lögreglan tók skýrslu af skipstjór-
anum og starfsmenn rannsókn-
arnefndar samgönguslysa skoðuðu
aðstæður og hófu gagnaöflun vegna
rannsóknar sinnar á óhappinu. Sker-
in sem skipið strandaði á eru merkt á
sjókort. Samkvæmt upplýsingum
blaðsins er talið að mistök hafi valdið
óhappinu.
Helgi hjálpaði til
Flóðið í gærkvöldi var 30-40 senti-
metrum hærra en morgunflóðið.
Þórsnesið flaut upp nærri klukku-
tíma fyrir háflóðið. Togarinn Helgi
frá Grundarfirði togaði létt í skipið og
sneri því. Björgunarbátar Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar voru
einnig á staðnum. Landhelgisgæslan
stjórnaði aðgerðum.Vélar Þórsness-
ins voru ræstar og það sigldi fyrir
eigin vélarafli til Stykkishólms. Skip-
ið virtist óskemmt en það verður
skoðað betur.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Á þurru landi Mikill munur er á flóði og fjöru í Breiðafirði og koma skerin við Skoreyjar vel uppúr á fjöru. Myndin
var tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug yfir strandstað í gær.
Þórsnes II komst lítt
skemmt til hafnar
Níu manna áhöfn bjargað eftir strand við Skoreyjar
Fékk ekki kaffið
» Pétur Guðmundsson vél-
stjóri á Þórsnesi sagði verst að
nýtt kaffi hefði verið á könn-
unni þegar skipið strandaði og
kokkurinn ekki náð að ljúka við
að sjóða Bayonne-skinkuna.
„Ég er ennþá svangur,“ sagði
Pétur við mbl.is og taldi að það
yrði sitt fyrsta verk að fá sér
steikarbita þegar vélin yrði
gangsett.
Í samantekt á skýrslu OECD um
efnahagsmál á Íslandi er mælst til
þess að dregið verði úr þeirri hækk-
un sem var fyrirhuguð á sérstöku
auðlindagjaldi á sjávarútveginn, sér-
staklega botnfiskveiðar. Gjaldið
verði þannig að atvinnugreinin
standi undir því og er það í sam-
ræmi við fyrirætlanir ríkisstjórnar.
Frumvarp sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra um breytingar á
lögum um veiðigjöld var afgreitt úr
atvinnuveganefnd í gær og lagði
meirihluti nefndarinnar til að frum-
varpið yrði samþykkt óbreytt. Í áliti
meirihlutans segir „Að mati meiri-
hlutans er óumdeilt að nokkur
ákvæði laga um veiðigjöld eru hald-
in verulegum ágöllum. Þessir ágall-
ar virðast gera það að verkum að
ómögulegt er að óbreyttum lögum
að leggja veiðigjald á með lögmæt-
um hætti. Án vafa er rétt að bregð-
ast við slíkum aðstæðum.“ Málið
verður tekið til
annarrar um-
ræðu á Alþingi í
dag.
Bíða forsetans
Frumvarp um
veiðigjöld hefur
vakið hörð við-
brögð undan-
farna daga. Pírat-
ar hóta málþófi á
Alþingi en Jón Þór Ólafsson, þing-
maður Pírata, sendi í gær Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta Íslands,
bréf sem hann birti á heimasíðu
sinni þar sem hann segir Pírata
munu beita sér fyrir málþófi þar til
forsetinn snýr heim frá útlöndum.
„Nú er aftur gjá milli þings og þjóð-
ar,“ segir Jón og vísar til þess þegar
Ólafur Ragnar hafnaði staðfestingu
fjölmiðlalaga árið 2004.
mariamargret@mbl.is
Frumvarp um
veiðigjöld úr nefnd
OECD mælir með lægri veiðigjöldum
Veiðigjöld eru á
dagskrá þingsins.
Samningur innanríkisráðuneytis og
velferðarráðuneytis við þyrlulækna
hefur verið framlengdur að því er
fram kemur í tilkynningu frá Land-
helgisgæslunni. Þar segir að næstu
mánuðir verði nýttir í að skapa fjár-
hagslegan grundvöll fyrir sjúkraflutn-
inga með loftförum Landhelgisgæsl-
unnar.
Óvissa hefur ríkt undanfarið um
stöðu þyrlulækna en uppsögn samn-
ingsins átti að taka gildi þann 1. ágúst.
Viðræður á milli ráðuneytanna hafa
staðið yfir í nokkurn tíma um fjár-
mögnun og framhald samstarfsins.
Ljósmynd/Jón Sigurðsson
Landhelgisgæslan Þjónusta lækna um
borð í þyrlum er tryggð enn um sinn.
Samningur þyrlulækna framlengdur
Slitastjórnin gerði kröfu um
skaðabætur á hendur Sigurjóni
Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristj-
ánssyni bankastjórum og fjór-
um bankaráðsmönnum, þeim
Andra Sveinssyni, Kjartani
Gunnarssyni, Svöfu Grönfeldt
og Þorgeiri Baldurssyni. Fimmti
bankaráðsmaðurinn, Björgólfur
Guðmundsson, var ekki sóttur
til greiðslu bóta þar sem hann
var talinn ógjaldfær. Einnig var
forstöðumanni fjárstýringar,
Jóni Þorsteini Oddleifssyni,
stefnt. Þá var 25 breskum vá-
tryggingafélögum stefnt vegna
ábyrgðartryggingar fyrir stjórn-
endur. Andri, Kjartan og Þorgeir
kröfðust frávísunar málsins og
málskostnaðar. Héraðsdómari
féllst á það og taldi svo mikla
ágalla á kröfugerð að málinu í
heild var vísað frá dómi.
Gegn sjö
stjórnendum
SKILANEFND