Morgunblaðið - 28.06.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
„Aðsókn í bæði leikskólakennara-
námið og í grunnskólakennaranámið
hefur dregist saman. Þessi þróun
hefur verið í gangi nokkuð lengi,“
segir Anna Kristín Sigurðardóttir,
forseti kennaradeildar Háskóla Ís-
lands. Í ár hafa 160 nemendur skráð
sig til náms við kennaradeild háskól-
ans, samanborið við 234 árið 2010, en
þessi fækkun nemur 31,6%.
„Það eru auðvitað margar ástæður
fyrir þessu. Líklega er ein sú að í
gegnum tíðina hafa mjög margir far-
ið í kennaranám án þess að ætla sér
endilega að verða kennarar,“ segir
Anna Kristín. Hún segir einnig að
námið hafi faglega breidd og í því sé
hægt að sérhæfa sig á mörgum svið-
um auk þess sem auðvelt hafi verið
að fá vinnu að námi loknu.
„Nú er aftur á móti komið meira
framboð á námsleiðum með þessa
breidd. Fólk sem vill vinna með
börnum og unglingum hefur mun
fleiri möguleika í dag en það hafði
áður. Ég get til dæmis nefnt nám í
tómstundafræðum, sem fer mjög
vaxandi,“ bætir Anna Kristín við.
Mikið brottfall
úr náminu
Umsóknum um kennaranám hefur
fækkað mikið undanfarin ár en auk
þess hefur verið mikið brottfall úr
náminu. Til að mynda hófu 189 nem-
endur nám í grunnskólafræðum árið
2010, en úr þessum sama árgangi út-
skrifuðust núna 80 nemendur, eða
einungis 42,3% þeirra sem upphaf-
lega hófu nám við deildina. Sömu
sögu er að segja um nám í leikskóla-
kennarafræðum, en árið 2010 hófu
45 nemendur slíkt nám og nú í vor
útskrifuðust 20 nemendur úr sama
árgangi.
Anna Kristín telur að lenging
námsins sé ein ástæða þess hvers
vegna brottfallið er eins mikið og
raun ber vitni, en einnig spili aðrar
ástæður þarna inn í. „Lenging náms-
ins er ein og sér ekki ástæða brott-
fallsins, enda eru mörg nágranna-
lönd okkar með jafnlangt og lengra
nám og ekki hefur lengdin teljandi
áhrif þar. Við teljum þetta vera tíma-
bundið ástand,“ segir Anna Kristín.
Spurð að öðrum ástæðum fyrir
brottfallinu nefnir hún að laun,
starfsaðstæður og neikvæð umfjöll-
un fjölmiðla um kennarastarfið hafi
áhrif: „Þetta hefur því miður ekki
góð áhrif. Ungt fólk velur sér alla
jafna það starf sem það vill vinna við
í framtíðinni. Ég held að launin
skipti ekki aðalmáli þegar náms-
brautin er valin. En við þær að-
stæður sem við búum við á Íslandi í
dag þá kunna launin og starfsað-
stæður hugsanlega að skipta meira
máli en ella.“
Ekki stendur til
að stytta námið
„Það stendur ekki til
að stytta námið aftur í
þrjú ár. Ísland hefur
verið með styttra
nám en í flestum nágrannalöndum,
en námið er fjögur ár mjög víða, og
þegar við lítum á skýrslur OECD
ríkjanna sést að við erum í hópi
þeirra sem hafa námið einna styst.
Algengt er að það sé í 4-6 ár,“ segir
Anna Kristín.
Hún segir að fjölmargar rann-
sóknir hafi leitt í ljós að styrkur
menntakerfisins felist í þekkingu og
hæfni kennara og bætir við að í ljósi
þess hve flókið starfið er og sam-
félagslega mikilvægt sé mikilvægt
að námið haldist í núverandi mynd.
Nemendur fresta meistaranámi
Af þeim 119 grunnnemum sem út-
skrifuðust á laugardaginn síðastlið-
inn með B. Ed.-gráðu hafa einungis
81, eða 68%, sótt um áframhaldandi
nám til meistaragráðu, en slík gráða
er skilyrði fyrir kennararéttindum
samkvæmt núgildandi lögum.
„Töluverður hluti fer út á vinnu-
markaðinn og kennir í 1-2 ár og kem-
ur svo aftur í meistaranámið,“ segir
Anna Kristín, en núverandi lög
kveða á um að ef ekki fáist kennari
með réttindi ráðinn þá hafi þeir sem
lokið hafa 3ja ára bakkalárgráðu for-
gangsrétt umfram aðra í kennslu-
störf.
Fleiri hafa skráð sig í meistara-
nám í ár heldur en í fyrra, en deildin
hefur einungis þessi tvö ár til viðmið-
unar.
Brottfall úr kennaranámi
Af þeim 189 nemendum sem hófu nám árið 2010 útskrifuðust 80 Umsóknum í
kennaradeild fækkar árlega Lengd náms, laun og starfsaðstæður skipta máli
„Þetta er það sem kallað hefur verið
biðstöðuverkefni,“ segir Hrólfur
Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda-
sviðs hjá Reykjavíkurborg, og vísar
til leiktækja sem sett hafa verið upp
á auða reitnum vestan við slippinn
við Mýrargötu í Reykjavík.
Lóðin var áður í eigu Faxaflóa-
hafna en Reykjavíkurborg hefur
keypt hana og áformar að byggja
þar allt að 250 íbúðir í náinni fram-
tíð. Segir Hrólfur nú unnið að gerð
nýs deiliskipulags sem kynnt verður
innan tíðar. Á meðan er reiturinn í
biðstöðu og hefur því umhverfis- og
skipulagssvið látið koma fyrir leik-
tækjum til þess að lífga upp á svæðið
og gera það meira aðlaðandi.
Aðspurður segir Hrólfur borgina
áður hafa staðið fyrir sambærilegum
verkefnum, t.a.m. á Hljómalind-
arreitnum svokallaða. khj@mbl.is
Fjölbreytt
leiktæki
við slippinn
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt konu, sem er fyrrverandi
starfsmaður Kaupþings, til tveggja
ára skilorðsbundinnar fangels-
isvistar fyrir fjárdrátt.
„Brot hennar er stórfellt,“ segir í
dómnum. Auk þess segir dómurinn
að konan hafi brotið gróflega gegn
trúnaðarskyldum sem starfi hennar
fylgdu. „Þykir refsing ákærðu hæfi-
lega ákveðin fangelsi í tvö ár. Langt
er liðið frá brotunum og ákærða er
roskin að aldri,“ segir í dómi héraðs-
dóms.
Konan var sökuð um fjárdrátt
með því að hafa í starfi sínu í einka-
bankaþjónustu á eignastýringarsviði
Kaupþings dregið sér 50 milljónir
kr. í 18 skipti á tímabilinu 30. apríl
2004 til 24. janúar 2008.
Dæmd fyrir
stórfellt brot
„Eftir því sem líður lengra á milli þess að katlarnir tæma
sig, því stærri verða hlaupin,“ segir Gunnar Sigurðsson,
hópstjóri vatnamælakerfis Veðurstofu Íslands. Undir
Skaftárjökli eru jarðhitasvæði þar sem vatn safnast síðan
í tvo katla. Sá eystri er stærri og hefur hlaup úr honum
átt sér stað á um tveggja ára fresti. Sá vestri er minni og
hlaup úr honum geta verið árleg.
„Nú eru þrjú ár síðan hlaup varð síðast úr eystri katli
jökulsins og það er alveg líklegt að hlaup þaðan verði
nokkuð stórt,“ segir Gunnar. Lítið hlaup varð úr vestri
katlinum í fyrra. Það er því líklegt að hlaup þaðan á þess-
um tímapunkti yrði aftur frekar lítið.
Hræringar undir jöklinum í síðustu viku
Gunnar segir hræringar undir jöklinum geta verið fyr-
irboða hlaups. Veðurstofan fylgist með mælingum á
skjálftavirkni jöklinum og leiðni í Skaftá, en hækkuð
leiðni í ánni getur einnig verið undanfari hlaups.
„Það voru einhverjir ísskjálftar í jöklinum í síðustu
viku, en við sjáum engin merki þess að það séu að koma
hlaup ennþá.“ Gunnar segir einnig möguleika á að hlaup
verði úr báðum kötlum á svipuðum tíma. „Það er oft
þannig að þegar einn hleypur þá fylgir hinn fljótlega á
eftir.“ bmo@mbl.is
Skaftá safnar kröftum
Ekki komið hlaup úr eystri katli Skaftárjökuls í þrjú ár
Hlaup kom úr vestri katli í fyrra, en þau geta komið árlega
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Kraftmikið Frá síðasta hlaupi úr eystri Skaftárkatli.
Anna Kristín segir að
nemendur í kenn-
aradeild finni fyrir
því að deildin sé að
fara í gegnum
breytingatímabil.
„Það er verið að
breyta náminu og
þessi hópur
upplifir
kannski
óvissu í
deild-
inni, til dæmis hvaða réttindi þau
hafa og hafa ekki,“ segir Anna
Kristín. Hún segir að meðal kenn-
ara í deildinni sé mikil áhersla
lögð á stuðning við nýnema. „Við
viljum tengja þá betur við kenn-
arastarfið og kynna hvað í því
felst, og vekja þannig áhuga
þeirra strax í upphafi. Við viljum
að nemendur komi af krafti inn á
vinnumarkaðinn og sýni meiri
áhuga og áræði til kennarastarfs-
ins.“
Meiri stuðningur við nýnema
NEMENDUR FINNA FYRIR ÓVISSU Í NÁMINU
Umsóknir nemenda í kennaradeild Háskóla Íslands eftir árum
Líklegur fjöldi miðað við hlutfall útskrifaðra
sem hófu nám árið 2010Fjöldi sem hefur útskrifast
Fjöldi sem sótti um nám
Ath. Ofangreindar tölur eru yfir fjölda umsókna til náms og endurspegla því ekki endilega hversu margir nemendur hófu námið.
200
150
100
50
0
154
80
234
71
137
208
65
128
193
55
105
160
2010 2011 2012 2013
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
2010 2011 2012 2013
20
69
89
12
43
55
13
46
59
18
63
81 40%
30%
20%
10%
0%
-10%
-20%
-30%
-40%
2010-2011 2011-2012 2012-2013
Breyting á milli ára
LeikskólakennarafræðiGrunnskólakennarafræði
-11,1%
- 8,2%
-16,2%
-38,2%
7,3%
37,3%
Grunnskólakennarafræði Leikskólakennarafræði
Heimild: Háskóli Íslands
Anna Kristín
Sigurðardóttir