Morgunblaðið - 28.06.2013, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
Auðvinnanleg
Fín áferð
1-10mm
Aukin vörn gegn myglu
Vatnsfráhrindandi
Þolir sterk hreinsiefni
FYRIR ÞÁ SEM ELSKA HÖNNUN
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
waterdrop
effect
easy to
clean effect
resistance
effect
protection
effect
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Útgjöld til heilbrigðismála jukust
nokkuð ört hér á landi á seinasta
áratug en eftir 2008 urðu mikil um-
skipti og er Ísland í hópi ríkja inn-
an OECD þar sem heilbrigðis-
útgjöldin drógust mest saman á
árunum 2010 og 2011 í kjölfar
kreppunnar og aukins aðhalds og
niðurskurðar.
Í nýjum samanburði OECD á
stöðu heilbrigðismála í aðildarríkj-
unum, OECD Health Data 2013,
kemur fram að 2010-2011 minnk-
uðu útgjöld til heilbrigðismála að
raungildi í tíu löndum, mest á
Grikklandi og Írlandi en Ísland er
hið þriðja í röð landa þar sem sam-
dráttur varð. Áframhaldandi vöxt-
ur var hins vegar á útgjöldum til
heilbrigðismála í 22 ríkjum á þess-
um árum þó verulega hafi dregið úr
honum miðað við vöxtinn á umliðn-
um áratug.
Drógust saman um 7,5% 2010
og stóðu í stað á árinu 2011
Heilbrigðisútgjöld jukust árlega
að raungildi um rúmlega 3% að jafn-
aði hér á landi frá 2000 til 2009. Að
meðaltali nam árlegur vöxtur út-
gjalda til heilbrigðismála í OECD
löndunum um 5% á þessu tímabili.
Útgjöldin hér á landi drógust hins
vegar saman um 7,5% á árinu 2010
og stóðu í stað 2011.
Ef heilbrigðisútgjöldin eru skoðuð
sem hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu kemur í ljós að þau voru að
meðaltali um 9% af landsframleiðslu
hér á árinu 2011 og lækkaði hlut-
fallið frá árinu á undan þegar það
var 9,3%. Var Ísland í 19. sæti meðal
OECD landanna þegar þessi mæli-
kvarði er notaður á heilbrigðis-
útgjöldin, og nokkuð undir meðaltali
OECD.
Sé hins vegar útgjöldum til heil-
brigðismála deilt niður á íbúana er
samanburðurinn örlítið hagstæðari,
þó Ísland sé enn undir meðaltali
OECD. Útgjöldin hér á landi skv.
samanburði OECD, umreiknuð í
bandaríkjadali og reiknuð á svo-
nefndu jafnvirðisgildi að teknu til-
liti til mismunandi kaupmáttar í
hverju landi, voru 3.305 Banda-
ríkjadalir á hvern Íslending á árinu
2011. Það samsvarar rúmlega 400
þúsund krónum á mann miðað við
gengi í loks þess árs. Þar er Ísland
lítið eitt undir meðaltali OECD
landanna.
Útgjöld á mann voru mest í
Bandaríkjunum (8.508 Bandaríkja-
dalir), í Noregi, Sviss og Hollandi.
Hér á landi er langstærsti hluti
útgjalda til heilbrigðismála greiddur
af hinu opinbera eða 80,4%.
Samanburðurinn verður Íslandi
hagstæðari þegar bornar eru saman
aðstæður í heilbrigðisgeiranum
Fullyrt er í skýrslu OECD að Ísland
hafi á að skipa fleiri sérhæfðu starfs-
fólki í heilbrigðisþjónustunni en er í
flestum öðrum löndum innan
OECD. Á árinu 2011 voru 3,5 starf-
andi læknar á hverja 1.000 íbúa á Ís-
landi en meðaltalið innan OECD var
3,2 læknar. Samanlagður fjöldi
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða var
14,8 á hverja 1.000 íbúa á Íslandi
samanborið við 8,7 að meðaltali í
löndum OECD.
Ástand heilbrigðismála er að
mörgu leyti gott hér og ævilíkur
langar. Meðalævilengd var komin í
82,4 ár á Íslandi 2011, sem er tveim-
ur árum hærri lífslíkur en nemur
meðaltalinu innan OECD. Bestar
lífslíkur eru í Sviss, Japan og á Ítal-
íu.
Í hópi þjóða sem ná
bestum árangri í baráttu
gegn reykingum
Athygli er vakin á að náðst hefur
verulegur árangur í baráttunni gegn
reykingum. Dregið hefur verulega
úr reykingum á seinustu 25 árum í
flestum OECD löndum. Reykinga-
mönnum fækkaði mikið á Íslandi á
þessum tíma. Árið 1987 reyktu 33%
fullorðinna Íslendinga en á árinu
2011 hafði reykingamönnum fækkað
í 14,3%, sem er mun lægra hlutfall
en í flestum löndum OECD, þar sem
hlutfall þeirra sem reyktu var 20,9%
að meðaltali 2011. Fram kemur að
Ísland, Svíþjóð, Bandaríkin og Ástr-
alía hafi náð hvað bestum árangri í
að draga úr reykingum.
Offituvandamál eru hins vegar
vaxandi bæði hér sem og meðal
allra annarra þjóða OECD en
ástandið er þó misalvarlegt í ein-
stökum löndum. Svokallaður lík-
amsþyngdarstuðull hefur hækkað
verulega meðal fullorðins fólks og
var hlutfall of feitra karla og kvenna
á Íslandi komið upp í 21% á árinu
2011 samkvæmt OECD. Þetta er
mun hærra hlutfall en á öðrum
Norðurlöndum og langt yfir með-
altalinu innan OECD sem var 15%
meðal 29 OECD þjóða. Ástandið er
þó sýnu verst í Bandaríkjunum þar
sem hlutfall offitu var 28,5% meðal
íbúa.
Fast á hæla Grikkjum og Írum
Ísland í þriðja sæti yfir mestan samdrátt útgjalda til heilbrigðismála 2011 í samanburði OECD
Starfsemi og fjöldi sérhæfðs starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni hér á landi sögð með því besta
Árlegur vöxtur heilbrigðisútgjalda í löndum OECD 2000-2011
Heimild: OECD Health Data 2013
15%
10%
5%
0%
-5%
-10%
-15%
Gr
ikk
lan
d
Írla
nd
Ísl
an
d
Eis
tla
nd
Po
rtú
ga
l
Da
nm
örk
Sp
án
n
Br
etl
an
d
Sló
ven
ía
Té
kk
lan
d
Íta
lía
Au
stu
rrí
ki
OE
CD
Fra
kk
lan
d
Ás
tra
lía
Me
xík
ó
Ho
lla
nd
Pó
lla
nd
Be
lgí
a
Þý
ska
lan
d
No
reg
ur
Ný
ja S
jál
an
d
Ka
na
da
Fin
nla
nd
Ba
nd
arí
kin
Un
gv
erj
ala
nd Sv
iss
Sló
va
kía
Sv
íþj
óð
Ísr
ae
l
Ja
pa
n
Síl
e
Kó
rea
2000-09 2009-11
Morgunblaðið/Golli
Gæði en sparnaður Heilbrigðisþjónusta er góð á Íslandi en heilbrigðiskerfið
hefur mátt taka á sig meiri niðurskurð í kreppunni en flest önnur OECD-ríki.
Fram kemur í samanburði OECD
að ör vöxtur varð á tækjabúnaði
til greininga í heilbrigðisþjón-
ustunni á umliðnum áratug í
flestum OECD-löndum og er
sérstaklega fjallað um fjölgun
tölvusneiðmyndatækja og seg-
ulómunartækja.
Staða þeirra mála virðist vera
góð hér á landi í samanburði við
margar aðrar þjóðir.
Fjöldi tölvusneiðmynda- og
segulómunartækja meira en
tvöfaldaðist hér frá 2000 til
2011. Að meðaltali voru 13,3
tölvusneiðmyndatæki á hverja
milljón íbúa í löndum OECD á
árinu 2011 en hér á landi voru
þau 21,9 á þennan mælikvarða
og nær tvöfalt fleiri segulóm-
unartæki en að meðaltali í
OECD miðað við höfðatölu.
Fleiri grein-
ingartæki
OECD BER SAMAN TÆKJA-
BÚNAÐ HEILBRIGÐISKERFA
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur
með sjö samhljóða atkvæðum
hafnað umsókn H-Eyja um lóð í
Hásteinsgryfju undir 120 her-
bergja hótel.
Þess í stað samþykkti bæjar-
stjórn að láta vinna faglega
skipulagsúttekt á Vestmanna-
eyjum með það að leiðarljósi að
greina þrjá til fjóra heppilega
staði undir hótel. Þegar slíkt
liggur fyrir verður niðurstaða
kynnt í safnahúsi og bæjarbúum
gefinn kostur á að koma á fram-
færi athugasemdum.
Í ráðgefandi íbúakosningu í
síðasta mánuði höfnuðu Vest-
mannaeyingar því að bærinn
veitti byggingarleyfi fyrir hóteli
á lóð við Hásteinsgryfju. Alls
greiddi 1.041 atkvæði og var
þátttakan því um 33%. Nið-
urstaða könnunarinnar var með
þeim hætti að 44% sögðu já og
56% sögðu nei.
Bæjarstjórnin í
Eyjum hafnar hóteli
í Hásteinsgryfju