Morgunblaðið - 28.06.2013, Síða 16
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Hugmyndin er að reyna að gæða
bryggjuna smálífi,“ segir Barbara
Guðnadóttir, menningarfulltrúi
sveitarfélagsins Ölfuss, en um
helgina verður efnt til bryggjudaga í
Herjólfshúsinu í Þorlákshöfn. Er
þetta í annað skipti sem hátíðin er
haldin og er það félag áhugafólks um
uppbyggingu ferðaþjónustu í bæn-
um sem stendur fyrir henni. Bar-
bara segir hátíðahöldin í fyrra hafa
gengið vel fyrir sig.
„Það gekk alveg ágætlega en auð-
vitað tekur smátíma að byggja upp
svona hátíðir,“ segir Barbara og
bendir á að eftir lagningu Suður-
strandarvegar hafi straumur ferða-
manna, erlendra jafnt sem inn-
lendra, til Þorlákshafnar aukist
mjög.
Búast má við miklu fjöri á bryggj-
unni enda ýmislegt í boði fyrir þá
sem sækja Bryggjudaga heim. Verð-
ur m.a. hægt að fá lánaðar veiði-
stangir til að dorga auk þess sem
handverksfólk verður við vinnu.
Boðið upp á grillaðan humar
Þá verður einnig boðið upp á grill-
aðan humar og sérstakt vöfflutilboð.
„Við verðum með grillið úti en við
erum svo heppin að fá góðan humar
beint frá fyrirtækjum í Þorlákshöfn.
Ætlum við því að bjóða upp á hum-
arsmakk,“ segir Barbara.
Þeir sem leið eiga um Vestfirði um
helgina geta komið við á Hólmavík
þar sem Hamingjudagar fara fram
en hátíðin hefur verið haldin árlega
frá árinu 2005.
Sirkus Íslands stendur fyrir
fjörugri sirkussýningu í félagsheim-
ilinu í kvöld og hefst sýningin klukk-
an 19. Að henni lokinni verður t.a.m.
hægt að skella sér í sundlaugarpartí
í íþróttamiðstöðinni. Hápunktur
kvöldsins verður svo vafalaust
brekkusöngur á Klifstúni, sem hefst
klukkan hálfellefu, og má búast við
því að sungið verði inn í nóttina.
Esther Ösp Valdimarsdóttir, tóm-
stundafulltrúi Strandabyggðar, er
framkvæmdastjóri Hamingjudaga.
„Búast má við að hamingjutónarnir
verði svo hápunkturinn á laugardag.
Þá eru hamingjuhlaupararnir að
mæta í mark eftir að hafa hlaupið 53
kílómetra,“ segir Esther Ösp en eft-
ir að yfir marklínuna er komið býður
heimafólk upp á hnallþórur. „Þá er
einnig keppt um flottustu kök-
urnar.“ Annað kvöld fer svo fram
stórdansleikur með hljómsveitinni Á
móti sól í félagsheimilinu.
Dagskrá Hamingjudaga er mjög
fjölbreytt og má þar finna viðburði á
borð við listsýningar, skrúðgöngur,
jóga, kassabílarall og leikhópinn
Lottu svo fátt eitt sé nefnt. „Svo
verða líka furðuleikar Sauðfjárset-
ursins á Sævangi. Það er mjög
skemmtilegt líka.“
Morgunblaðið/Ómar
Bæjarhátíð Það verður mikið um að vera um helgina og má búast við að margir leggi land undir fót og sæki ýmsa
bæi heim. Á bæjarhátíðum eru hverfi oft merkt með ólíkum litum og fylkja íbúarnir liði í litríkum skrúðgöngum.
Leikur og glens vítt og breitt um landið
Furðuleikar, skrúðgöngur, humarsmakk og listsýningar eru meðal þess sem í boði er um helgina
Bryggjudagar í Þorlákshöfn haldnir í annað sinn Brekkusöngur á Klifstúni á Hamingjudögum
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
„Á laugardag er spáð skárra veðri. Helst gæti séð til sól-
ar austantil á landinu en annars staðar verður skýjað en
lítil úrkoma,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, spurður út í helgarveðrið.
Segist hann eiga von á því að veðrið hangi þurrt víðast
hvar á morgun og gæti hiti náð 10 til 15 stigum yfir dag-
inn. Í dag er hins vegar annað upp á teningnum því útlit
er fyrir fremur svalt og vætusamt veður víðast hvar.
„Breytingin til sunnudags er aðallega sú að spáð er
meiri skúrum nokkuð víða,“ segir Haraldur og bendir á
að veðrið um helgina verði best á morgun, laugardag.
„Þótt það verði engin bongóblíða er þetta þó skárra en
síðustu daga.“
Á laugardag spáir Veðurstofa Íslands suðvestlægri
eða breytilegri átt, 3-8 m/s. Suðaustan- og austanlands
verður bjart með köflum, annars skýjað og víða smá-
skúrir. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast á Austur-
landi. Á sunnudag er gert ráð fyrir fremur hægri breyti-
legri átt eða hafgolu. Skýjað verður með köflum og
skúrir, einkum síðdegis. Hiti verður á bilinu 10 til 16 stig.
Á mánudag snýst í norðanátt með rigningu víða um land.
Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson
Náttúra Þessi fallegi regnbogi gladdi auga ljósmynd-
ara sem átti leið um Suðurnesin í fyrradag.
Engin bongóblíða sjáanleg í kortunum
Þorvaldsdalsskokkið hefst við
Fornhaga í Hörgárdal og lýkur
við Stærri-Árskóg á Árskógs-
strönd.
Djasshátíð Egilsstaða á Aust-
urlandi.
Öxi – þríþraut á Austurlandi.
Kammertónleikar í Selinu á
Stokkalæk.
Humarhátíð á Höfn.
Brákarhátíð í Borgarnesi.
Snæfellsjökulshlaupið.
Tónleikar í Stykkishólms-
kirkju.
Hekluganga.
Alþjóðleg tónlistarhátíð í
Ásbrú á Suðurnesjum.
Föstudagsfiðrildi listhópa og
Götuleikhúss Hins hússins.
Gamla-Borg í Grímsnesi.
Sönghátíð á Klaustri.
Fjölbreyttir
viðburðir
HÉR OG ÞAR UM HELGINA
Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is
Spilliefni
spilla
Við fjarlægjum allan úrgang, bæði
spilliefni og annan úrgang sem til
fellur hjá bílaverkstæðum og öðrum
fyrirtækjum sem vinna með spilliefni.
Hringdu - við sækjum!
559 2200
Efnahags- og framfarastofnunin
(OECD) segir verga landsfram-
leiðslu Íslands koma vel út í evrópsk-
um og alþjóðlegum samanburði. Eft-
irspurn sé í meiri takt við framboð
og samsetning hennar sé mun betri,
enda hafi innlend eftirspurn minnk-
að en útflutningur stóraukist. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu OECD
um efnahagsmál á Íslandi sem kynnt
var í gær.
Stofnunin segir mikilvægt að gera
tímasetta áætlun um niðurgreiðslu
ríkisskulda til að auka gagnsæi og
trúverðugleika. Fráfarandi ríkis-
stjórn hafi lækkað skuldir ríkisins í
113% af vergri landsframleiðslu, sem
sé þó hátt hlutfall í samanburði við
önnur ríki. Þá er lagt til að ríkisút-
gjöld verði endurskoðuð kerfisbund-
ið til að auka hagkvæmni og skil-
virkni, sérstaklega í mennta- og
heilbrigðiskerfinu.
OECD telur þá flötu lækkun lána
sem boðuð hefur verið óráðlega,
enda myndi slík lækkun að mestu
nýtast þeim sem ekki ættu í erfið-
leikum með afborganir. Árangurs-
ríkara sé að einskorða lækkanir við
þau heimili sem eigi erfitt með að
standa í skilum, en skuldir heimila
eru enn háar í alþjóðlegum saman-
burði þrátt fyrir miklar afskriftir.
OECD ræður frá því að gera af-
borganir af húsnæðislánum frádrátt-
arbærar frá skatti þar eð það skerði
tekjuskattstofn ríkisins og hvetji til
þess að fólk greiði síður niður lán sín
og fjárfesti þess í stað, sem leiði til
aukinnar áhættu fyrir heimilin í
landinu. Þess í stað lagði David Ca-
rey, hagfræðingur OECD, til fjár-
framlög ríkisins til þeirra sem ættu
erfitt með að standa undir húsnæð-
iskostnaði án þess að hygla kaupend-
um fram yfir leigjendur.
hhjorvar@mbl.is
Greiða þarf niður
skuldir ríkissjóðs
Efnahagurinn á
góðu róli þrátt fyrir erf-
iðar aðstæður erlendis
Morgunblaðið/Golli
Kostnaður Vextir er einn stærsti
einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs.