Morgunblaðið - 28.06.2013, Síða 20

Morgunblaðið - 28.06.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Efnahagsleg staða er afburðagóð hjá tveimur af tuttugu og fimm sjávarút- vegsfyrirtækjum í aflamarkskerfinu. Skuldastaðan er erfið hjá tíu fyrir- tækjum og mjög erfið hjá fjórum til viðbótar. Birkir Leósson hjá Deloitte ehf. áréttaði þetta á fundi með atvinnu- veganefnd Alþingis í gær og vitnaði í greinargerð Stefáns B. Gunnlaugs- sonar, dósents við Háskólann á Ak- ureyri, um áhrif nýs frumvarps til laga um veiðigjöld á rekstur og efna- hag íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja. Fulltrúar Deloitte og talsmenn Landssambands íslenskra útvegs- manna voru boðaðir á fund atvinnu- veganefndar Alþingis í gærmorgun til þess að svara spurningum nefnd- armanna um frumvarp um veiðigjöld og var fundurinn opinn fréttamönn- um. Mismunandi afkoma Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, vísaði í fyrri um- sagnir og ábendingar og áréttaði að tekið yrði tillit til þeirra. Í máli Birkis kom fram að Deloitte hefði lagt áherslu á breytileika grein- arinnar í umsögnum sínum um veiði- gjöld. Ófært væri að horfa á greinina í heild og segja að hún skilaði 74 til 84 milljörðum því afkoma fyrirtækja væri mismunandi og þau væru byggð upp á mismunandi hátt. Ekki gengi að skattleggja fyrirtæki fyrir afkomu annarra fyrirtækja. Eins væri ekki hægt að einblína á EBITDU, þ.e. hvað miklu reksturinn skilar fyrir vexti, afskriftir og skatta. „Það sem lítur út fyrir að vera lág prósenta af ebitdunni getur verið há prósenta af lokaniðurstöðu rekstrarreiknings, það er að segja hagnaði,“ sagði hann. Birkir sagði það nokkuð óumdeilt að framlegð sjávarútvegsfyrirtækja, sem hefðu fengið aflaheimildir, hefði verið um 74 milljarðar 2011. Sam- kvæmt gögnum Hagstofunnar frá ríkisskattstjóra hefði framlegð allra fyrirtækja í sjávarútvegi verið 76 milljarðar. Deloitte úttalaði sig ekki um hvað skattar ættu að vera háir því það væri pólitískt mál. Hann gagn- rýndi Björn Val Gíslason, varaþing- mann VG, fyrir að vitna stöðugt í skýrslu frá 2009 en taka ekki mark á nýrri skýrslum. Skýrslan 2009 hefði byggst á spám fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans á afurðaverði og gengisþróun. Þær spár hefðu ekki gengið eftir. Birkir sagði að skýrsla Stefáns væri fróðleg en hann væri ekki sam- mála niðurstöðunni. Morgunblaðið/Styrmir Kári Setið fyrir svörum Frá vinstri: Birkir Leósson og Reynir Jónsson frá Deloitte og Friðrik J. Arngrímsson og Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Miða við rangar tölur  Spár fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans 2009 um afurðaverð og gengisþróun gengu ekki eftir Morgunblaðið/Styrmir Kári Formaður atvinnuveganefndar Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta lítur ekki vel út og ég er ekki bjartsýnn. Ef fyrri ríkisstjórn hefði verið áfram hefði verið hægt að loka strax,“ sagði Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar ehf. í Þorlákshöfn, um umræðuna um veiðigjöld. „Þetta stefnir allt að því að sjúga pening af landsbyggðinni til Reykjavíkur.“ Auðbjörg ehf. gerir út Arnar ÁR, 237 brúttórúmlesta bát smíðaðan 1967, og Ársæl ÁR, 197 rúmlesta bát smíðaðan 1966. Auðbjörg ehf. er einnig með fiskverkun og vinna 60- 70 manns hjá fyrirtækinu til sjós og lands. Þeir eiga einnig Arnarberg ÁR og Skálafell ÁR sem eru á sölu- skrá og er líklega búið að selja Skálafellið út til niðurrifs. „Fyrri ríkisstjórn þrengdi svo að þessu að það var ekkert svigrúm til að halda þessum bátum úti,“ sagði Ármann. „Við erum að reyna að minnka við okkur.“ Kvótinn var færður á milli báta og stunda þeir bæði bolfiskveiðar og humarveiðar. Ármann sagði aðspurður að sér þætti umræðan um veiðigjöld væg- ast sagt skrítin. Hann sagði að Auð- björg ehf. borgaði nú 15-16 milljónir í veiðigjöld sem þeim þætti alveg nóg. Fyrirtækið fékk afslátt vegna skuldastöðu. Verði afslátturinn tek- inn af fer upphæðin í um 30 millj- ónir. „Þetta átti að enda í 80 milljónum hjá okkur miðað við áætlanir fyrri ríkisstjórnar. Deloitte tók þetta út og það kom í ljós að 80-90% af sjáv- arútvegsfyr- irtækjunum hefðu farið á hausinn með því áframhaldi,“ sagði Ármann. Hann sagði að það hefði stefnt í að veiðigjöldin í heild færu í 13 milljarða á þessu ári. „Þau hefðu sjálfsagt endað í 30- 40 milljörðum eftir fáein ár hefði allt gengið eftir hjá síðustu ríkisstjórn. Það hefði gengið frá íslenskum sjáv- arútvegi.“ Ármann sagði að nærri tíu millj- arða veiðigjöld sem núverandi rík- isstjórn hugsaði sér að leggja á sjáv- arútveginn væru of mikil. Umræðan væri orðin svo brengluð að allt væri brjálað yfir að ætla sér að halda „bara“ tíu milljarða veiðigjöldum. Snjallari en Norðmenn? Ármann kvaðst hafa spurt mikinn talsmann veiðigjalda hvort Íslend- ingar væru miklu snjallari en Norð- menn að hans mati. Maðurinn svar- aði því neitandi. Þá spurði Ármann hvort maðurinn vissi hvað norskur sjávarútvegur borgaði mikinn auð- lindaskatt? Maðurinn vissi það og Ármann spurði hvað það væri mikið. „Það er núll,“ svaraði maðurinn. „Og við erum að keppa við Norð- menn á alþjóðlegum mörkuðum um sölu á fiski,“ sagði Ármann. „Upp- sjávarfyrirtækin hafa verið að gera það gott, en hvers vegna eru þau ekki bara látin borga venjulega skatta ef þau eru að græða?“ „Lítur ekki vel út og ég er ekki bjartsýnn“ Ármann Einarsson „Veiðgjöldin kippa grundvellinum undan því að menn geti gert út,“ sagði Egill Þráinsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Sveinbirni Jak- obssyni SH í Ólafsvík. Hann gerir bátinn, sem er rúmlega 100 brúttó- rúmlestir, út í félagi við Sigtrygg bróður sinn. Fimm eru í áhöfn. „Við erum á bolfiskveiðum,“ sagði Egill. „Þessi veiðigjöld mega ekki verða mörg ár í viðbót, þá verða þau búin að éta upp fyrirtækið. Veiði- gjöldin leggjast mjög þungt á út- gerðina í Snæfellsbæ vegna þess að þetta er bolfisksvæði. Menn eru mjög svartsýnir, það eru margir skuldugir og líst illa á þetta.“ Egill sagði útgerðarmenn báta fyrir vestan hafa kastað því á milli sín að réttast væri að koma sér út úr greininni. Hann sagði að lækkun sérstaka veiði- gjaldsins á bol- fisk myndi laga stöðuna eitthvað. „Við erum bún- ir að vera í útgerð frá 1997 og byggjum á útgerð pabba og félaga hans frá 1956. Það er auðvitað kom- inn tími til að taka þetta af okkur,“ sagði Egill í hálfkæringi. Honum fannst fólk sem aldrei hefur komið nálægt sjósókn halda uppi um- ræðunni um veiðigjöld. „Ég held að það sé bara að reyna að komast dýpra í vasana hjá öðrum,“ sagði Egill. gudni@mbl.is Veiðigjöldin kippa grund- vellinum undan útgerðinni Egill Þráinsson Vestmannaeyjabær fagnar því að lækka eigi sérstakt veiðigjald á bol- fisk, í umsögn sinni til atvinnuvega- nefndar Alþingis um veiðigjalda- frumvarpið. Vestmannaeyjabær leggst gegn hækkun veiðileyfa- gjalds á uppsjávarveiðar eins og boðað er í frumvarpinu. Bærinn bendir á fyrri umsagnir sínar um frumvörp um fiskveiðar og veiðigjöld og segir margar þeirra eiga við um veiðigjalda- frumvarpið. „Stór hluti þingmanna ríkisstjórnarflokkanna ætti að þekkja til þessara athugasemda enda börðust þeir með oddi og egg gegn þessum frumvörpum þegar þeir voru í minnihluta.“ Bent er á að óbreytt feli frum- varpið í sér „að 53% af gjöldunum verða greidd af fyrirtækjum í þremur sveitarfélögum, Vest- mannaeyjabæ, Fjarðabyggð og Hornafirði. Þannig nema greiðslur um 548 þúsund pr. íbúa í Vest- mannaeyjum og um 430 þúsund pr. íbúa í Fjarðabyggð. Til sam- anburðar nema greiðslur fyrirtæja í Reykjavík um 11 þúsund pr. íbúa“. Minnt er á fjárfestingarþörf í sjávarútvegi og gagnrýnt að ekkert tillit sé tekið til kostnaðarfrekra fjárfestinga, einkum í uppsjávar- veiðum. Bent er á að meðalaldur ís- lenskra fiskiskipa sé 24 ár og hafi hækkað verulega. Þá hafi verðmæti varanlegra rekstrarfjármuna út- gerðarinnar (skipa og véla) minnk- að um rúm 70% af framlegð á síð- ustu tíu árum. gudni@mbl.is 548.000 á hvern íbúa Morgunblaðið/Árni Sæberg Vestmannaeyjar Hækkun gjalda á uppsjávarfisk leggst þungt á Eyjar.  Þrjú sveitarfélög með 53% gjaldanna félög í blönduðum rekstri kemur gjaldið illa niður á núverandi rekstri félagsins og ekki síst ein- staka tegundum.“ Eskja hf. fékk Deloitte FAS til að reikna út áhrif boðaðs veiðigjalds á kolmunna. Áætlað er að gjaldið verði 5,73 kr/kg. Miðað við það er áætlað að tap af veiðunum verði 0,9 kr/kg. Þær útgerðir sem eiga fiski- mjölsverksmiðju geta vænst hagn- aðar upp á 12,1 kr/kg sem koma á móti tapinu af veiðunum. „Sem hlutfall af væntri framlegð nemur veiðigjald af kolmunna meira en allri framlegðinni af veiðum en 34% af veiðum og vinnslu,“ segir í um- sögninni. Hvað aðrar uppsjávarteg- undir varðar segir Eskja hf. ljóst að gjald á hverja tegund verði 20-30% af væntanlegum rekstrarhagnaði við veiðar og vinnslu miðað við nú- verandi ástand á mörkuðum. „Af þessu leiðir að stærsti hluti veiðigjalda fyrir næsta fiskveiðiár Eskja hf. á Eskifirði telur að frum- varp til breytingar á lögum um veiðigjöld sé „ekki vel unnið og geti ekki verið grunnur að sanngjarnri gjaldtöku fyrir nýtingu fisk- veiðiauðlindarinnar,“ eins og segir í umsögn Eskju hf. um frumvarpið. Þar segir að frumvarpið byggist á hugmyndafræði eldra frumvarps sem fékk mikla gagnrýni sem enn eigi við. Fyrirtækið tjáir vonir um að frumvarpið verði endurskoðað. Eskja hf. er í blönduðum upp- sjávar- og bolfiskrekstri. Hún gerir út uppsjávarfrystiskipið Aðalstein Jónsson, uppsjávarskipið Jón Kjart- ansson, línubeitningarbátinn Haf- dísi og rekur fiskimjölsverksmiðju og ferskfiskvinnslu. „Það er ljóst að miðað við fyrir- hugaða gjaldtöku og áætlaða sér- staka þorskígildisstuðla verður veruleg hækkun á veiðigjaldi upp- sjávartegunda frá fyrra fiskveiðiári og fyrir Eskju hf. og önnur minni lendir á fáum uppsjávarfyr- irtækjum og sveitarfélögum á landsbyggðinni og greinilegt að byrðinni er ekki dreift með sann- gjörnum og eðlilegum hætti innan greinarinnar,“ segir í umsögninni. Eskja hf. segir ljóst að útgerðir án vinnslu í uppsjávartegundum muni eiga mjög erfitt og reksturinn verði þungur hjá félögum sem bæði eru í veiðum og vinnslu. gudni@mbl.is Leggst þungt á kolmunnaveiðar Morgunblaðið/Albert Kemp Eskja Hún gerir m.a. út Jón Kjart- ansson SU og Aðalstein Jónsson SU.  Eskja ehf. segir veiðigjaldafrumvarpið ekki vera grundvöll sanngjarnrar gjaldtöku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.