Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Garðsláttur
Láttu okkur sjá um
sláttinn í sumar
STUTTAR FRÉTTIR
● Allir meðlimir peningastefnunefndar
Seðlabankans studdu tillögu seðla-
bankastjóra um óbreytta stýrivexti
bankans á síðasta vaxtaákvörð-
unarfundi nefndarinnar sem var 12. júní
sl., samkvæmt fundargerð peninga-
stefnunefndar sem birt var á heimasíðu
Seðlabankans síðdegis í fyrradag.
Greinendur eru sammála um að þetta
komi ekki á óvart, enda hafi lítið gerst
frá vaxtaákvörðuninni í maí sl. sem kalli
á breytta afstöðu nefndarmanna.
Allir voru sammála
● Fram kom á vef
Hagstofunnar í
gærmorgun að
vísitala neyslu-
verðs hefði hækk-
að um 0,53% á
milli mánaða í júní
frá því sem var í
maímánuði og
verðbólga farið úr
3,4% í maí í 3,3%.
Greiningardeild
Arionbanka spáir því að verðlag lækki í
júlí um 0,6% en þá koma útsöluáhrif
fram af fullum þunga, en gangi svo til
baka. Spáir greining því að árs-
verðbólga verði komin í ríflega 4% í
september.
Ársverðbólga nú mælist
vera 3,3 af hundraði
Krónan hefur
veikst undanfarið.
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Sjö bjóða sig fram til stjórnar Skipta,
sem er meðal annars móðurfélag
Símans, Skjásins og Mílu, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Í boði
eru fimm stjórnarsæti en boðað hef-
ur verið til hluthafafundar næsta
þriðjudag. Framboðsfrestur rann út
kl. 10 í gærmorgun, fimmtudag.
Heimildir blaðsins herma að Sig-
ríður Hrólfsdóttir, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Árvakurs, verði næsti
stjórnarformaður Skipta en hún nýt-
ur stuðnings Arion banka, stærsta
hluthafa Skipta. Þá sækjast Heiðrún
Jónsdóttir, stjórnarformaður Gildis
lífeyrissjóðs og núverandi varafor-
maður stjórnar Skipta, Helgi Magn-
ússon, varaformaður stjórnar Lífeyr-
issjóðs verzlunarmanna, og Dagný
Halldórsdóttir öll eftir endurkjöri.
Dagný hefur notið stuðnings Klakka,
fyrrverandi eiganda Skipta, en nú
þegar nýir eigendur hafa tekið við fé-
laginu telja heimildarmenn blaðsins
ólíklegt að Dagný verði endurkjörin.
Núverandi stjórnarformaður Skipta,
Benedikt Sveinsson, hyggst ekki
sækjast eftir endurkjöri og heldur
ekki Magnús Scheving Thorsteins-
son, forstjóri Klakka.
Herma heimildir Morgunblaðsins
að Stefán Árni Auðólfsson héraðs-
dómslögmaður, Ingimundur Sigur-
pálsson, forstjóri Íslandspósts, og
Svala Guðmundsdóttir, lektor við við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands,
bjóði sig fram til stjórnar Skipta en
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
styður við bakið á Stefáni, Arion
banki styður Ingimund en óvíst er
hver veitir Svölu stuðning.
Endurskipulagningu lokið
Skipti luku fjárhagslegri endur-
skipulagningu fyrr í mánuðinum en
endurskipulagningin hófst í lok jan-
úarmánaðar á þessu ári. Í samtali við
Morgunblaðið sagði Steinn Logi
Björnsson, forstjóri Skipta, endur-
skipulagninguna hafa verið gerða á
mettíma en fyrirtækið hafi þurft að
gera ákveðnar breytingar í rekstrin-
um áður hún hófst. Allir kröfuhafar
vaxtaberandi skulda Skipta, sem
falla undir fjárhagslega endurskipu-
lagningu, samþykktu meðal annars
að breyta kröfum sínum í hlutafé og
endurfjármögnun veðtryggðra lána
fyrirtækisins.
Arion banki stærsti hluthafinn
Samhliða endurskipulagningu
Skipta sótti fyrirtækið um átta millj-
arða króna með útgáfu skuldabréfa
um miðjan mánuð. 50% umframeft-
irspurn var eftir kaupum á bréfum í
þessum skuldabréfaflokki Skipta en
áskriftarloforð fyrir tæpa 12 millj-
arða króna bárust.
Í tilkynningu, sem Skipti sendu frá
sér í tengslum við skuldabréfaútgáf-
una, kom fram að fjárhagslegri end-
urskipulagningu fyrirtækisins muni
endanlega ljúka hinn 5. júlí næst-
komandi en þá verða núverandi for-
gangslán félagsins greidd upp að
fullu. Eftir endurskipulagninguna er
Arion banki stærsti hluthafi fyrir-
tækisins, með 38% hlut, en Lífeyr-
issjóður verzlunarmanna sá næst-
stærsti, með 13% hlut. Þá eiga
nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum
landsins hlut í Skiptum, þ.á m. Líf-
eyrissjóður starfsmanna ríkisins,
Gildi lífeyrissjóður og Almenni lífeyr-
issjóðurinn. Í kjölfar endurskipu-
lagningarinnar munu vaxtaberandi
skuldir fyrirtækisins lækka um
meira en helming, áður voru þær 62
milljarðar kr. en verða nú 27 millj-
arðar kr.
Lengi hefur verið stefnt að skrán-
ingu Skipta á hlutabréfamarkað en
búast má við því að skráning bréfa fé-
lagsins í Kauphöllina geti ekki orðið
fyrr en á næsta ári. Það á hins vegar
eftir að skýrast betur þegar ný stjórn
tekur við völdum og markar félaginu
stefnu til framtíðar.
Harðar kosningar til
stjórnar Skipta í vændum
Sigríður Hrólfsdóttir verður kjörin stjórnarformaður Skipta í næstu viku
Skuldum vafið Undanfarin ár hafa Skipti glímt við háar skuldir í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Fjárhags-
legri endurskipulagningu félagsins lauk í mánuðinum en skuldir félagsins lækkuðu úr 62 ma.kr. í 27 ma.kr.
Harður slagur
» Sjö einstaklingar eru í fram-
boði til setu í stjórn Skipta,
móðurfélags m.a. Símans og
Skjásins, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins.
» Fimm sæti eru í boði en
hluthafafundur fer fram næsta
þriðjudag.
» Herma heimildir blaðsins að
Sigríður Hrólfsdóttir, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Árvak-
urs, verði kjörin stjórnar-
formaður.
» Þá sækjast Heiðrún Jóns-
dóttir, Helgi Magnússon og
Dagný Halldórsdóttir öll eftir
endurkjöri.
» Benedikt Sveinsson, núver-
andi stjórnarformaður Skipta,
sækist ekki eftir endukjöri.
Sigríður
Hrólfsdóttir
Heiðrún
Jónsdóttir
Ingvar Kamp-
rad, stofnandi
IKEA, ætlar að
flytja aftur heim
til Svíþjóðar en
þar hefur hann
ekki búið í fjöru-
tíu ár. Hann býr
nú í Sviss þar
sem hann er rík-
astur allra, en
hann er í fimmta
sæti yfir ríkustu menn í heimi.
Eignir hans eru metnar á rúma
fimm þúsund milljarða króna.
Talsmaður Kamprads segir
flutningana ráðgerða í lok ársins
og muni þá Kamprad, sem er 87
ára, borga skatta af tekjum sínum í
heimalandinu.
Talið er líklegt að Kamprad muni
flytja til Älmhult í Svíþjóð.
Kamprad
snýr heim
Ingvar
Kamprad
Stofnandi IKEA
búið í Sviss í 40 ár
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./+
+00.12
++0.+
,+.//,
,3.-,0
+0.-,1
+-3./4
+.,/0,
+0/.1+
+13.41
+,-.0
+02.+/
++0.5/
,+.1+/
,3.-00
+0.-0
+-3.2-
+.,1+2
+01.+1
+1+.,+
,+4.5/-4
+,5.32
+02.1+
++0.0
,+.140
,3.550
+0.5-5
+-+.,2
+.,1/1
+01.4+
+1+.11
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagvöxtur mældist 1,8% í Bandaríkj-
unum á fyrsta ársfjórðungi. Bráða-
birgðatölur gerðu ráð fyrir 2,4% hag-
vexti á tímabilinu, samkvæmt umfjöllun
The Wall Street Journal. Vðskiptaráðu-
neyti Bandaríkjanna gaf út nýjar hag-
tölur í fyrradag.
Helstu skýringar eru samdráttur í
einkaneyslu og útflutningi og minni fjár-
festing í atvinnulífinu.
Hagvöxtur undir spám