Morgunblaðið - 28.06.2013, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ífyrradag voruliðin 50 ár fráþví John F.
Kennedy lýsti því
yfir við mikil fagn-
aðarlæti að hann
væri Berlínarbúi
og síðan þá hafa Bandaríkja-
forsetar átt í ástarsambandi
við Berlínarborg og borgin oft-
ast goldið þeim líku líkt. Það
var því ekki að undra að Bar-
ack Obama valdi að fara til
Berlínar í síðustu viku til þess
að boða hugmyndir sínar um
kjarnorkuafvopnun. Obama
hafði raunar tekið sér drjúgt
forskot á forsetasæluna árið
2008 þegar hann fór í heimsókn
til Berlínar löngu áður en ljóst
var hvort hann eða Hillary
Clinton yrðu merkisberar
demókrata í komandi forseta-
kosningum. Þá var honum tek-
ið líkt og rokkstjörnu. Eitthvað
voru móttökurnar daufari nú
fimm árum síðar. Vænting-
arnar hafa breyst í vonbrigði.
Ræðan sjálf vakti líka minni
lukku en hægt hefði verið að
búast við. Tillögur Obama um
fækkun kjarnavopna risavelda
kalda stríðsins um þriðjung
eru allra góðra gjalda verðar.
Vonirnar til þess að þær næðu
fram að ganga brugðust hins
vegar furðufljótt, þar sem Vla-
dimir Pútín Rússlandsforseti
sló þær nánast út af borðinu
áður en Obama var búinn að
koma sér fyrir við ræðupúltið.
Einnig má vel fagna þeim
áherslum á sterkt bandalag
Vestur-Evrópu og Bandaríkj-
anna sem komu fram í ræðu
Obama. Reynslan hefur þó
sýnt að orð eru ekki það sama
og gjörðir.
Einnig var athyglisvert við
ræðu Obama hversu lítið hún
snerti á uppljóstr-
unum þeim um
gagnaöflun banda-
rískra yfirvalda
sem hafa tröllriðið
heimsfréttunum
undanfarna daga.
Fram að Berlínarræðunni
hafði Obama einungis sagt að
hann fagnaði umræðunni og að
það myndi gefast tækifæri til
þess að ræða þessi mál betur á
næstu dögum. Síðan þá hefur
Obama forðast að taka sjálfur
þátt í umræðunni sem hann
fagnaði en eftirlátið undir-
mönnum sínum að verja
gagnaöflunina. Í ræðunni var
fjallað um þessi mál í algjöru
framhjáhlaupi og Obama hefur
síðan aftur fallið í skuggann af
undirmönnum sínum.
Kennedy hvatti til þess fyrir
50 árum að menn kæmu til
Berlínar til þess að sjá muninn
á þjóðfélagi þar sem manns-
andinn fengi að vera frjáls og
þjóðfélagi þar sem fylgst væri
með hverju skrefi. Það er kald-
hæðnislegt að þegar eftir-
maður hans kemur til borg-
arinnar hálfri öld síðar sé
komið í ljós að í forysturíki lýð-
ræðisins sé nú möguleikinn til
staðar til þess að fylgjast með
fólki á svo nákvæman hátt að
leyniþjónustur austantjalds-
landanna hefðu verið full-
sæmdar af.
Það er rétt hjá Obama að
það er þess virði að eiga um-
ræðu um mörkin á milli örygg-
is og lýðræðis. Hins vegar
verður leiðtogi hins frjálsa
heims að hafa forystu um að
skilgreina hvar þau mörk liggi.
Það, að hann skuli beinlínis
forðast þessa mikilvægu um-
ræðu verða því enn ein von-
brigðin á forsetaferlinum.
Þegar væntingum
er ekki stillt í hóf
er boðið upp á
vonbrigði}
Brostnar vonir
Það hefurþvælst að
óþörfu fyrir byrj-
unarstarfi nýrrar
ríkisstjórnar að
hafa ruglanda í
kringum Evrópusambands-
málið. Ályktanir stjórn-
arflokkanna og úrslit kosning-
anna gáfu ekkert tilefni til
slíks og gerðu þann vandræða-
gang óþarfan.
Ásmundur Einar Daðason,
varaformaður utanríkismála-
nefndar Alþingis, hefur nú
gert sitt til að koma ríkis-
stjórninni á beinu brautina á
ný. Hann sagði aðspurður á
fundi þingmannanefndar
Alþingis og Evrópuþingsins:
„Það liggur alveg ljóst fyrir að
ferlið verður þannig að verið
er að vinna ákveðna skýrslu
um málið og sú vinna fer í
gang. Bæði varð-
andi stöðu við-
ræðnanna og stöðu
Evrópusambands-
ins. En stjórn-
arsáttmálinn, og
þær samþykktir sem ríkis-
stjórnin hefur til grundvallar,
segir ekkert um að það muni
fara fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um málið heldur að-
eins að það muni fara fram
þjóðaratkvæðagreiðsla ef við-
ræður verði hafnar á nýjan
leik.“
Það segir sig sjálft að for-
senda þjóðaratkvæðagreiðslu
er að Alþingi vilji sækja um
aðild að ESB. Núverandi
stjórnarflokkar og þjóðin vilja
það ekki. Breytist sá vilji mun
ekki lagt í slíka för án þess að
þjóðin verði spurð. Þetta er í
senn einfalt og sjálfsagt.
Ásmundur Einar
Daðason er ekki
villtur í þokunni}
Rofar fyrir heiðglugga
F
riðhelgi einkalífsins er einn af
hornsteinum lýðræðissamfélags.
Krafan um að bera virðingu fyrir
friðhelgi einkalífsins er sterk og
skýlaus og stjórnvöld eiga að
gæta þess að hún sé virt. Persónuvernd er ein
birtingarmynd þess, en sömuleiðis lög og
stjórnarskrá. Um leið keppumst við við að
gera líf okkar opinbert í samfélagsmiðlum á
borð við Facebook.
Umræðan um friðhelgi einkalífsins hefur
farið á flug eftir að gögnum var lekið um að
bandarísk stjórnvöld stunduðu umfangsmiklar
tölvupóstsnjósnir, sem væru hluti af vörnum
gegn hryðjuverkum. Fram hafði komið að
þessar njósnir væru stundaðar þótt ekki lægi
fyrir staðfesting. Uppljóstrarinn, sem nú er innlyksa á
flugvelli í Moskvu, hefur fengið sinn skerf af umfjöllun, en
verður látinn liggja milli hluta hér.
Bandarísk stjórnvöld fengu aukið svigrúm til eftirlits
með löggjöf í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001.
Þjóðaröryggisstofnunin NSA hefur safnað upplýsingum
árum saman. Að sögn dagblaðsins The Washington Post
hefur stofnunin farið beint inn á netþjóna níu stærstu net-
fyrirtækja landsins síðan Prism-verkefnið hófst árið 2007.
Árið 1844 spruttu harðar deilur þegar Giuseppe Mazz-
ini, ítalskur útlagi í London, varð sannfærður um að
bresk stjórnvöld hefðu opnað póstinn hans. Mazzini var
byltingarsinni, sem hafði lagt á ráðin um að sameina kon-
ungdæmi Ítalíu og stofna ítalskt lýðveldi. Hann grunaði
að James Graham innanríkisráðherra hefði
fyrirskipað að póstur hans yrði opnaður að
beiðni austurríska sendiherrans, sem óttaðist
að uppreisn á Ítalíu yrði kveikja að byltingum
um alla Evrópu. Mál Mazzinis hefur verið
kallað fyrsta atlagan að opinberri leynd-
arhyggju.
Í ljós kom að Mazzini hafði rétt fyrir sér.
Hjá breska póstinum var sérstök leynideild.
Öldum saman hafði tíðkast að veita leyfi til að
lesa bréf þegna breska konungsins.
Í lýðræðisríkjum eru borgararnir hins veg-
ar ekki þegnar valdhafanna. Valdhafarnir
starfa í umboði borgaranna. Borgararnir eiga
kröfu á að einkalíf þeirra njóti friðhelgi, en
öðru máli gegnir um verk valdhafanna.
Tölvupóstsnjósnir Bandaríkjamanna vekja til umhugs-
unar. Austur-þýska öryggislögreglan, Stasi, njósnaði um
almenna borgara Austur-Þýskalands við hvert fótmál.
Það var til þess að hafa stjórn á borgurunum, knýja þá til
hlýðni. Þar var friðhelgi einkalífs mótsögn í sjálfu sér.
Bandaríkin breytast ekki í alræðisríki við tölvupósts-
njósnir, en lýðræðisríki er komið út á varasama braut
þegar gildum og réttindum, sem hampað er í hátíð-
arræðum, er fórnað dag hvern. Í lýðræðisríki getur
ákvörðun um slíkt eftirlit ekki verið háð geðþótta stjórn-
valda. Það verður að fara fram með samþykki almenn-
ings. Þá er spurningin hvort fórnarkostnaðurinn sé ör-
yggisins virði. Verður niðurstaðan sú að til þess að vernda
friðhelgi einkalífsins verði að afnema það? kbl@mbl.is
Karl Blöndal
Pistill
Tölvupóstsnjósnir og einkalíf
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Draumahúsnæði hins dæmi-gerða Reykjavíkurbúa ereinbýlishús í hverfi nærrimiðborginni, þar sem húsa-
gerð er blönduð. Þetta kemur fram í
skýrslu sem Land-ráð sf. hefur unnið
fyrir Betri borgarbrag og Reykjavík-
urborg en hún er byggð á könnun sem
gerð var dagana 14.-25. mars á þessu
ári og 1.421 borgarbúi tók þátt í.
Nærri helmingur svarenda, eða
47%, sagðist reikna með því að skipta
um húsnæði innan fimm ára og þar af
sagðist yfir helmingur, eða 55%, gera
ráð fyrir að leita að
húsnæði innan
sama hverfis.
Stærsti hópurinn,
43%, sagðist þurfa
að stækka við sig
en svarendum
þótti mikilvægast
að hverfið sem þeir
byggju í væri frið-
sælt, að stutt væri í
verslun og þjón-
ustu og að góðir leik- og grunnskólar
væru í nágrenninu.
Hverfisverslunin mikilvæg
„Óskir og kröfur fólks um hús-
næði virðast hafa dregist saman í
framhaldi af kreppunni og bílaeign
minnkað, eins og eðlilegt er,“ segir
Bjarni Reynarsson skipulagsfræð-
ingur, sem vann skýrsluna, en hann
hefur áður unnið sambærilega
skýrslur fyrir Reykjavíkurborg, árin
2003 og 2007.
Bjarni segir ýmislegt hafa komið
á óvart, m.a. hversu mikla áherslu fólk
lagði á að hafa verslun og þjónustu inn-
an hverfisins en flestir svarenda, eða
27%, nefndu aukna þjónustu, s.s. versl-
un, sem þær umbætur sem myndu
bæta hverfi þeirra mest.
„Það kom á óvart hvað menn virð-
ast versla mikið innan hverfis og þá
var um helmingur tilbúinn til að sjá
veitingastaði með vínveitingaleyfi inn-
an íbúðasvæða,“ segir hann.
Háhýsin heilla ekki
Bjarni segir sumar niðurstöður
könnunarinnar vekja spurningar varð-
andi nýtt aðalskipulag Reykjavík-
urborgar, sem gerir ráð fyrir að 90%
nýrra íbúða rísi innan núverandi borg-
armarka. „Menn hafa frekar neikvæða
ímynd af þéttingu byggðar svo það
gæti orðið erfitt að fylgja þessu eftir,“
segir hann en ítrekar að sérfræðingar
séu þó almennt sammála um mikil-
vægi þess að þétta byggð innan höf-
uðborgarinnar.
„Svarendur máttu velja í einni
spurningu í hvernig hverfi þeir vildu
helst búa og þá kom Fossvogurinn
langbest út. Ekki nema 4% nefndu
þéttingarsvæði í miðborginni.“
Bjarni segir að í fyrri könnun hafi
viðhorf fólks til háhýsa verið kannað
en það hafi verið fremur neikvætt. Því
sjái fólk e.t.v. frekar fyrir sér eldri
byggðina þegar það nefnir miðbæinn
sem ákjósanlegt hverfi, frekar en
turnana við Skúlagötu t.d.
Ungt fólk í húsnæðisvanda
Samkvæmt skýrslunni reyndist
þriðjungur svarenda á aldrinum 18-29
ára búa í foreldrahúsum. Bjarni segir
húsnæðismarkaðinn erfiðan fyrir
þennan hóp, það vanti meira af 2-3
herbergja íbúðum og að menn þurfi að
vanda sig þegar kemur að skipulags-
málum í borginni.
„Ef það á að leysa húsnæðis-
vanda unga fólksins þá gerist það ekki
hratt ef það á að fara að þétta byggð á
íbúðasvæðum. Það er miklu flóknara
en að taka opið land og skipuleggja
þar byggð,“ segir hann og bendir
einnig á að þrátt fyrir allt séu nokkuð
margir sem vilji búa á útjaðri byggð-
ar.
Alls reyndust 75% þátttakenda
hlutlaus eða hlynnt þéttingu byggðar
með nýrri íbúðabyggð á gömlum at-
vinnusvæðum en þegar svarendur
voru beðnir um að gera upp á milli ný-
byggingasvæða völdu flestir miðborg-
ina og Vatnsmýri en fæstir Skeifuna
og Elliðaárvog.
Flestir vilja einbýlis-
hús í miðborginni
Byggð og búseta
» Spurðir að því hvað þeir
tengdu helst við hugtakið „þétt-
ing byggðar“ sögðu 57% minni
græn svæði, 56% þrengsli og
skortur á bílastæðum og 54%
meiri skuggi.
» 76% svarenda bjuggu í
eigin húsnæði, 14% í leigu-
húsnæði og 9% í foreldra-
húsum.
» Meira en helmingur þátt-
takenda í könnuninni sagði góð-
ar svalir eða aðgengi að garði
skipta mestu máli hvað varðaði
afstöðu íbúar til nærumhverfis.
» 33% sögðu bílaumferð
helsta ókostinn við hverfið sem
þeir bjuggu í.
» Þriðjungur sagði helst
vanta íbúðir í lægri fjölbýlis-
húsum í borginni.
» 34% svarenda sögðust
eiga vikuleg félagsleg samskipti
við nágranna sína en 32% að
þeir ættu sjaldan eða aldrei
samskipti við granna sína.
Búseta og búsetuóskir eftir hverfum 2013
Heimild: Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 - Land-ráð sf.
20%
15%
10%
5%
0%
Ve
stu
rbæ
r
Mi
ðb
org
La
ug
ard
alu
r
Kja
lar
ne
s
Hl
íða
r
Há
ale
iti
og
Bú
sta
ðir
Gr
afa
rvo
gu
r
Br
eið
ho
lt
Ár
bæ
r
Gr
afa
rho
lt
Búsetuóskir Búseta
14
%
12
%
15
%
8%
16
%
14
%
1%
0%
9% 9
%
13
%
11
%
13
%
18
%
8%
15
%
11
%
13
%
Bjarni Reynarsson