Morgunblaðið - 28.06.2013, Síða 27

Morgunblaðið - 28.06.2013, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 Eggjaskoðun Jón Þórður Björnsson er athugull og glöggur piltur og fann þrastarhreiður í grænum lundi við Hádegismóa í gær. Hann gat ekki á sér setið að rannsaka þrastareggin vandlega. Eggert Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, beinir spjótum sínum að fjöl- miðlum, ekki síst fréttastofu Ríkis- útvarpsins í grein í Morgunblaðinu. „Það er ógnun við lýðræði ef rökræða fær ekki að eiga sér stað, ef ákveðið er frá byrjun að aðeins annar málstaðurinn sé réttur og allt sem styður við þá mynd fær greiða leið í gegn en önnur sjón- armið hverfa,“ skrifaði forsætis- ráðherra. Fyrir rúmu ári spurði ég ein- mitt þessarar spurningar: Er Ríkisútvarpið hættulegt lýðræði í landinu? Ástæðan var slagsíða og fádæma pólitísk þjónkun við til- tekin pólitísk gildi, fyrst og fremst pólitíska stefnu Samfylk- ingarinnar. Ríkisútvarpinu hefur verið breytt í áróðursstofu. Það er hörmuleg þróun sem skrifast verður á útvarpsstjóra og nokkra lykilmenn. Þetta gerist á sama tíma og fjölmiðlaveldi 365 hefur sömu pólitísku stefnuna, það er stuðn- ing við Samfylkinguna og málefni hennar. Þannig halda fjölmiðlar með yfirburðastöðu á markaði fram sömu gildunum. Jafnvægi í skoðanaskiptum hefur raskast, rökræða einhæf og heiftúðug. Fréttavakt BBC Fyrir tæpum áratug var BBC sakað um hlutdrægni í tengslum við Íraksstríðið. Hutton lávarður var fenginn til þess að fara ofan í saumana á BBC og kom með til- lögur til úrbóta. Meðal annars var þátturinn NewsWatch settur á laggirnar, umræðuþáttur um athugasemdir og umkvartanir hlustenda og áhorfenda. Mark- miðið var að auka gagnsæi og ábyrgð. Yfirmenn BBC, frétta- stjórar og fréttamenn mæta og ræða aðfinnslur sem fram koma um einstakar fréttir og þætti. Nýverið var skipt um um- sjónarmann þáttanna, Sam- ira Ahmed tók við af Raymond Snoddy; bæði eru þau vandaðir og traustir blaðamenn. Þetta fyr- irkomulag hefur reynst vel, bætt vinnubrögð, aukið gagnsæi og ábyrgð BBC. Ég lagði til á sínum tíma sam- bærilegt fyrirkomulag hér á landi, nokkurs konar fréttavakt um Ríkisútvarpið. Aðfinnslur hlustenda og áhorfenda yrðu til umfjöllunar og útvarpsstjóri, fréttastjóri og starfsmenn mæti til þess að ræða vinnubrögð og ástæður tiltekinna ákvarðana fremur en útvarpsstjóri „frussi“ og hatist við gagnrýnendur. Raunar lagði ég til að öll op- inber stjórnsýsla, allar opinberar stofnanir sætu opinberlega fyrir svörum til þess að ræða tilteknar ákvarðanir og mál sem upp kunna að koma. Undanfarin ár hefur kerfið þanist út, báknið bólgnað og gagnsæi minnkað. Það er brýnt að öll opinber stjórnsýsla sé opin og aðgengileg og til svara gagnvart fólkinu í landinu. Eftir Hall Hallsson » Aðfinnslur hlustenda og áhorfenda verði til umfjöllunar. Starfsmenn Rík- isútvarpsins mæti til þess að ræða vinnubrögð og ástæður tiltekinna ákvarðana. Hallur Hallsson Höfundur er fyrrverandi frétta- maður Ríkisútvarpsins. Fréttavakt um Ríkisútvarpið Umræðan um nauð- syn fjármögnunar úr- bóta á ferðamannastöð- um hefur staðið lengi en í ár er hún meira áber- andi en fyrr enda um- ferð meiri á þessu ári um flest svæði en áður. Hún hefur þó að mestu leyti snúist um mögu- legt fyrirkomulag auk- innar gjaldtöku af neytendum til að standa undir úrbótum og fyrir- byggjandi uppbyggingu á nýjum og gömlum svæðum.Til eru ótal leiðir til að innheimta viðbótargjöld af gestum innlendum og erlendum sem njóta náttúrunnar með heimsóknum um allt land, ef vilji stendur til slíks, þó skipt- ar skoðanir séu um hvort sú leið skuli farin. Hér verður sú grundvall- arspurning ekki rædd að þessu sinni enda oft verið gert hér og víðar svo og kostir og gallar mismunandi leiða. Í ár hefur verið rætt um ýmsar gerðir aðgangspassa, aðgangseyri að einstökum svæðum, almennt aðgangs- gjald á alla o.s.frv. o.s.frv. Af um- ræðunni mætti ráða að greinin, stjórn- völd og fleiri telji rétt að til að standa straum af nauðsynlegum kostnaði við viðhald auðlindarinnar verði lögð ein- hvers konar ný aðgangsgjöld á ferða- fólk. Umræðan virðist hverfast nær öll um mögulegt fyrirkomulag aukinnar gjaldtöku fyrir aðgengi, þ.e. hvernig en minna um hvort. Þannig liggur við að daglega komi nýjar hugmyndir, „ný boð“, þar sem með mismunandi forsendum verða til misstórir sjóðir. Nýjasta dæmið er greiningardeild banka, sem gefur sér forsendur og fær út allt að 5 milljarða á ári í nýjar tekjur af ferðafólki. Ekki fylgdi með hvernig ætti að nýta síðan þær 50 þúsund milljónir sem þannig yrðu innheimtar á tíu árum. Mér þykir á stundum að það gleym- ist að stjórnvöld hafa stofnað fram- kvæmdasjóð ferðamannastaða, sem hefur samkvæmt ákvörðum stjórn- valda um 1.800 milljónir til ráðstöf- unar á árunum 2012-2014. Ekki liggur fyrir mér vitanlega nein skýr áætlun um mögulega öflun viðbótarfjármuna frá neytendum, en minna um hvernig skuli þá mögulega nýta þá og skipu- leggja næstu árin í móttökuþættinum. Lítil opinber umræða hefur verið um mikilvægi þess að til sé nákvæmt skipulag með fjárhagsáætlun um nýt- ingu hinna útreiknuðu sjóða, byggt á þarfagreiningum og rannsóknum varðandi alla þætti móttökuþáttarins, þar sem verndun og viðhald auðlind- arinnar, sem þetta byggist allt á, er forsendan auk annarra nauðsynlegra innviða. Ég geri mér fullkomlega ljóst að all- ar framkvæmdir krefjast undirbún- ings hvað varðar skipulag hjá sveit- arfélögum og víðar. Allt slíkt tekur tíma og tefur oft framkvæmdir. Þess þá heldur hlýtur að þurfa að gera áætlanir vel fram í tímann í samræmi við þörfina til að vera tilbúinn. Mun í þeim áætlunum t.d. vera gert ráð fyrir frekari aðgagnsstýringum en nú eru að einstökum stöðum, landshlutum eða svæðum og þá hvers konar stýr- ingum? Það hljóta að þurfa að vinnast sam- hliða áætlanir og ákvarðanir um fjár- mögnun svo og um notkun fjármun- anna. Við höfum boðið milljónum heim. Þessar milljónir gesta munu koma. Við sem gestgjafar verðum að undirbúa komu þeirra sem við höfum boðið heim til okkar og tryggja að einstakir þjón- ustuþættir svo og lóðin okkar þoli þann fjölda sem við buðum. Það gerum við ekki eftir að gestirnir eru komnir. Við þurfum að skipuleggja mót- tökuna vel og vandlega í tíma. Gestirnir eru á leiðinni. um nýtingu þeirra á þess- um 36 mánuðum sem þeir skulu nýttir. Talað er al- mennt um skort á fjár- magni til úrbótanna, en það stoðar lítið að hafa fjármagn ef ekki er öllum ljóst hvar og hvernig það skuli nýtt. Ég tala nú ekki um ef ekki tekst svo að nýta það sem til ráðstöf- unar er á þessu ári þrátt fyrir að allir séu sammála almennt um þörfina. Ef einhver þeirra leiða sem nefndar hafa verið myndi t.d. ár- lega skila okkur 400 milljónum í viðbót í sjóðinn, liggur þá fyrir fram- kvæmdaáætlun um notkun þeirra nærri þriggja milljarða til ársloka 2014 ? Hvar skal byggja upp? Hvar eru flöskuhálsarnir? Hvar er mest þörf í móttökuþættinum og hvar skila fjármunirnir mestri arðsemi með vís- an til viðhalds auðlindarinnar? Hver er forgangsröðin? Er planið til, byggt á þarfagreiningum og rannsóknum? Liggur fyrir samþykkt skipulag á ferðamannasvæðum? Hver er fjár- þörfin þá á t.d. næstu 10 árum? Í grein sem ég skrifaði í haust hér í blaðið ræddi ég um nauðsyn þess að gera áætlun hvað varðar móttökuþátt- inn, nú þegar kynningarþátturinn er að skila svo miklu magni: Hvað þarf að gera til að búa landið undir komu þessarra milljóna gesta á næstu áratugum og hvernig skal það fjármagnað? Ef það er stefna stjórnavalda að búa landið og þjóðina undir það og fjár- magna allt það sem til þess þarf að ná í og þjóna samkeppnislega 2,5 millj- ónum gesta árlega eftir aðeins 18 ár þarf að taka þá ákvörðun alla leið. Vinna þarf þarfagreiningar í öllum þáttum sem snúa að ríkinu hvað varð- ar uppbyggingu allra innviða, al- mannagæða og gera fjárhags- og framkvæmdaáætlanir um alla þætti verkefnisins. Svo þarf að taka ákvarðanir um all- ar nauðsynlegar aðgerðir, gera heild- aráætlun og vinna í samræmi við hana. 18 ár eru fljót að líða. Mér þykir rétt að benda á þetta aft- ur nú þegar fjölmiðlaumræðan hefur að mínu mati snúist að verulegu leyti Eftir Magnús Oddsson »Umræðan virðisthverfast nær öll um mögulegt fyrirkomulag aukinnar gjaldtöku fyrir aðgengi okkar og gesta að landinu í heild eða einstökum svæðum. Magnús Oddsson Höfundur er fv. ferðamálastjóri og hefur unnið að flug- og ferðamálum í áratugi. Skortur á skipulagi samhliða fjármögnun?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.