Morgunblaðið - 28.06.2013, Page 29
vildir þú hafa það. Sönn vinátta
er fjársjóður og nýlegur póstur
frá þér var svo falleg lesning að
ég hreinlega táraðist við lestur-
inn og eins og góðum vini sæmir
þá lét ég þig vita af því.
Við erum báðir trúaðir svo það
er auðvelt að sjá ykkur fyrir sér,
þú og Beggi að gantast með okk-
ur Humarhúsfélaga og Bósi að
galdra þannig að þið skiljið ekki
upp né niður, ekki amalegur fé-
lagsskapur. Vertu sæll, kæri vin-
ur, sjáumst síðar.
Halldór og Esther.
Ég þekkti Hemma allt mitt líf,
hann var besti vinur pabba og
mömmu. Ein mín fyrsta minning
er um Hemma, þegar hann steig
út úr leigubíl hlæjandi, á leiðinni
í partý til foreldra minna í
Langagerðinu. Hermann og
pabbi, Bergur Guðnason, áttu
ótrúlega gott skap saman. Það
var hrein unun að fylgjast með
þeim fabúlera um menn og mál-
efni. Þeir gátu endalaust prjónað
við frásögn og oft á tíðum fór það
út í tóma þvælu sem var engri
lík. Hlátrasköllin og gleðin var
svo mikil að maður gat ekki ann-
að en smitast og hlegið. Það er
svo gott að hlæja og þeir tveir
gerðu mikið af því. Ég ólst upp
við þennan húmor og var fljótur
að tileinka mér þessa samræðu-
list þegar ég talaði við Hemma.
Stundum þurftum við ekkert að
segja heldur tókum bara göngu-
lag ánægða mannsins og það var
nóg til að gera okkur glaða.
Hemmi var alltaf boðinn og bú-
inn að hjálpa mér, ég tók mörg
viðtöl við hann fyrir þáttinn
minn, Mín skoðun, og hann kom
líka í heimsókn í sjónvarpsþætt-
ina Liðið mitt. Viðtölin voru auð-
vitað oft á tíðum stórfurðuleg,
þar sem við hlógum það mikið og
komum bara með stikkorð inná
milli og hlógum enn meira.
Hlustendur eða áhorfendur
skildu sennilega ekki neitt í
neinu en það skipti litlu máli hjá
okkur, það var svo gaman.
„Hann snýr sér pínulítið í
hringi?“ „Já segðu, það veit eig-
inlega enginn hvort hann sé að
koma eða fara?“ Hlátur. „Hann
er einn af þessum mönnum sem
koma alltaf seint heim.“ Og þá
trylltumst við.
Það var mikið áfall fyrir
Hemma þegar pabbi lést árið
2009, hann var hans lærimeistari
og Hemmi leit upp til hans. Minn
heimur varð fátækari við það, að
heyra ekki þessa snillinga tala
saman og hlæja. Ég veit að nú
verða miklir fagnaðarfundir þeg-
ar þessir kappar hittast á ný. Það
er erfitt fyrir mig að lýsa því með
orðum hvað Hemmi var fyrir
mér, hann var svo margt. Vænt-
umþykja er líklega besta orðið.
Eru sálir samankomnar á hæðinni hér
fyrir ofan,
heyrði ég brölt, eða er þetta hugmynd
liðinna stunda?
Vona ég, að í heimi hér, lifi forfeður,
sem funda?
Trú á eitthvað meira en er, kemur ekki
af sjálfum sér.
Um garða ég gekk, ungur og brattur.
Sú vissa um svör, var minn auður.
Tíminn bætir blómum við og spurn-
ingar vakna,
var ég kannski eftir allt, ríkur og
snauður?
Mitt ríkidæmi er, minn aldur og þessi
staður.
Að efast um eigið ágæti, og kveðja
glaður.
(Böðvar Bergsson)
Ég sendi fjölskyldu, börnum
og vinum mínar samúðarkveðjur.
Böðvar Bergsson.
Hemmi fylgdi fjölskyldu minni
alla tíð. Hann og pabbi heitinn,
Bergur Guðnason, voru bestu
vinir. Þegar ég fæddist fögnuðu
þeir félagarnir því saman á eft-
irminnilega hátt. Þannig voru
tímarnir í den og ófáar sögurnar
til af félögunum í Val sem stund-
uðu íþróttirnar af kappi og
skemmtanir af þrótti. Gleðin og
grínið aldrei langt undan og vin-
áttan varði fyrir lífstíð.
Íþróttirnar og þessi gleði
vörðuðu veginn fyrir Hemma.
Hann var bestur bæði í hand-
bolta og fótbolta, flottastur og
fyndnastur. Hann var stjarna
þess tíma. En í kjölfar þessarar
miklu lífsgleði og sviðsljósi fylgdi
skuggi á tímabili. Bakkus getur
verið harður húsbóndi og sú varð
raunin í lífi Hemma. Hann tókst
á við þessa baráttu. Stundum gaf
á og vegurinn var ekki alltaf al-
veg beinn. En Hemmi hafði bet-
ur. Í gegnum þessa baráttu náði
hann alltaf að stíga upp og vera í
fararbroddi, fyrst í útvarpi sem
viss brautryðjandi og síðan í
sjónvarpi með vinsælasta þátt í
sjónvarpssögu okkar. Á þessari
vegferð vann hann hug og hjörtu
þjóðarinnar og hans verður sárt
saknað. Við sem samfélag erum
góðum dreng fátækari.
Hemmi sýndi mér og fjöl-
skyldunni alltaf mikla væntum-
þykju. Hann fylgdist með okkur
og var til staðar ef með þurfti og
öfugt. Þannig var það alltaf.
Hemmi tók mig á eina séræfingu
þegar ég var 12 ára og við vorum
sammála um að það hefði bjarg-
að ferli mínum sem knattspyrnu-
manns.
Hemmi var stórbrotinn per-
sónuleiki, gleðigjafi með hlýtt
faðmlag og stórt hjarta. Ég á eft-
ir að sakna þín, Hemmi minn.
Þakka þér fyrir allan stuðning-
inn, gleðina og vináttuna í gegn-
um árin.
Hvíl í friði, kæri vinur, og
reyndu að ná upp smá stemningu
hinum megin með mömmu og
pabba.
Ég sendi börnum hans
Hemma, Sigrúnu, Björgu, Eddu,
Evu, Hendrik og Þórði, barna-
börnum, systkinunum Ragnari
og Kolbrúnu mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Guðni Bergsson.
Fyrir réttri hálfri öld vann ég í
tvær vikur við jarðvinnu í Laug-
ardal og lenti í verkefni með 16
ára unglingi, sem varð mér svo
minnisstæður, að jafnvel þótt ég
hefði aldrei hitt hann aftur, hefði
ég ekki getað gleymt honum.
Ekki aðeins komst ég á snoðir
um að hann þætti sérlega efnileg-
ur knattspyrnumaður, heldur
einnig það að hann bjó yfir mörg-
um fleiri mannkostum, einstakri
lífsgleði, glettni og hæfileikum til
þess að gera skurðgröftinn okkar
að tilhlökkunarefni á hverjum
morgni. Og síðan var það þessi
undursamlega hjartahlýja og
væntumþykja. Umræðuefnin og
uppátækin voru óþrjótandi.
Þarna bjuggum við til dæmis til
sérstakt form af tveggja manna
spurningaþáttum með tveimur
spyrlum, tveimur svarendum og
tveimur dómurum, sem sýndu
mér að hann var vel að sér, ein-
staklega hugkvæmur og
skemmtilega kappsamur. Ekki
óraði mig þá fyrir að báðir ættum
við eftir að stjórna spurninga-
þáttum í sjónvarpi og að leiðir
okkar og viðfangsefni myndu aft-
ur og aftur liggja saman næstu
50 ár og skapa djúpa og nána vin-
áttu, byggða á einstakri tryggð.
En fljótlega var hinn ungi skurð-
grafari orðinn nokkurs konar
Pele Íslands og tók Pele jafnvel
fram að því leyti að verða líka
landsliðsmaður í annarri íþrótt –
metmarkaskorari í handbolta.
Hann var þannig skapaður lík-
amlega að hann hefði getað orðið
í fremstu röð í hvaða íþróttagrein
sem var. Hann var til dæmis vel
liðtækur í körfubolta og skák.
Hann greip meira að segja í það
með Vilhelm G. Kristinssyni að
flytja eftirhermur á skemmtun-
um.
Alltaf var Hemmi einhvers
staðar nálægur eins og bróðir,
báðir vorum við íþróttafrétta-
menn, saman í Sumargleðinni, í
þáttagerð, söng og gríni. Hann
var ógleymanlegur kynnir á af-
mælisskemmtunum mínum á Ak-
ureyri 1984-85, magnaður sam-
starfsmaður með svonefndum
Fjörkálfum sumarið 1994. Örlög
Hemma minna mig á örlög ann-
ars náins vinar, Vilhjálms Vil-
hjálmssonar. Báðir að hefja nýj-
an og enn glæsilegri feril en fyrr
þegar kallið kom. Daginn fyrir
lát Hemma skaut maður að mér
vísu þar sem við biðum í banka,
og hún hlaut að koma upp í huga
mér eins og forspá daginn eftir
vegna þess hvernig hún endaði.
Ekki veit ég hver höfundurinn
er, en hún fjallar um síðustu ævi-
árin og er svona:
Ævin er týnd í töf og kák.
Tækifærin að baki.
Síðustu leikir í lífsins skák
leiknir í tímahraki.
Ævi Hemma var að vísu ekki
týnd heldur mun hún lifa í björt-
um ljóma með þjóðinni. Og tæki-
færin nýtti hann vel og sigraðist
á erfileikum. En eftir alvarlegt
hjartaáfall hér um árið var eins
og skákmaðurinn góði hefði
skynjað að lífsins skák gæti end-
að í tímahraki eins og hún gerði.
Ég er ekki einn um það að hafa
misst náinn og stórkostlegan vin.
Missir hinna mörgu vina og
skyldmenna er mikill sem og
þjóðarinnar allrar.
Ómar Ragnarsson.
„Við feðgarnir erum báðir á
vissum tímamótum þessa dag-
ana.“ Þetta voru síðustu skila-
boðin frá mínum kæra vini Her-
manni. Við vorum kallaðir
feðgarnir þar sem undirritaður
var pabbinn og Hemmi sonurinn.
Við höfðum verið í samskiptum
nær daglega síðustu 25 árin.
Stundum oft á dag, sérstaklega
ef „United“ var að spila þá
hringdi Hemmi ef eitthvað mark-
vert gerðist. Það var ekki ama-
legt að fá lýsingu frá besta
íþróttafréttamanni landsins
beint í æð gegnum símann.
Mín upplifun af Hemma var
kannski ekki eins og landsmenn
sáu hann. Í huga landans var
hann „Hemmi Gunn“, knatt-
spyrnuhetjan, sjónvarpsstjarnan
og skemmtikrafturinn, öryggið
uppmálað á vellinum og sviðinu.
Hermann Gunnarsson var annar
maður, feiminn, óöruggur og
mjög viðkvæmur fyrir gagnrýni
og stríðni á hans kostnað. Þegar
hann stríddi öðrum var hann á
heimavelli og lenti ég frekar oft í
klónum á Hemma.
Eitt sinn vorum við að fljúga
langt næturflug frá Bangkok og
hafði ég ákveðið að sofa alla leið-
ina. Þar sem gallabuxur eru ekki
þægilegar var ákveðið að fara úr
þeim og vera á nærbuxunum
með gott teppi yfir sér. Svaf eins
og steinn. En hálftíma fyrir lend-
ingu var ég í spreng og þurfti að
fara á salernið. Þá voru buxurnar
horfnar. „Æi Hemmi, láttu mig
fá buxurnar,“ sagði ég. Þá byrj-
aði hann að tala ensku við mig:
„Have you lost your pants?“ og
byrjaði að spyrja alla farþega í
kringum okkur hvort þeir hefðu
séð buxurnar mínar. Ég fékk
ekki buxurnar fyrr en við vorum
lentir og almennur hlátur í vél-
inni.
Eitt dæmi um óörugga og
feimna Hermann var þegar hann
spurði mig hvort ég væri til í að
fara með honum í þessa IKEA-
búð. Það var eina skiptið sem
Hemmi fór í IKEA og hafði á
orði: „Pabbi, ég ætlaði ekki að
fara í maraþongöngu um eina
búð.“ Þeir sem til þekkja vita að
Hemmi var ekki mikið fyrir
hreyfingu síðustu árin.
Hemma var annt um mig og
dóttur mína, sýndi okkur mikla
væntumþykju, góðmennsku og
greiðvikni. Hann hjálpaði okkur
með ógleymanlegt skemmtiatriði
í fermingu hennar sem við mun-
um minnast alla ævi.
Ef ég minntist á gott leikrit
sem ég vildi sjá, þá var minn
maður kominn með 2 miða dag-
inn eftir. Svo ég minnist ekki á
utanlandsferðina sem hann gaf
mér fyrir það eitt að hjálpa hon-
um með fimmtugsafmælið sitt.
Svona var Hemmi, ég á eftir
að sakna hans ótæpilega; Hum-
arhúsið í hverju hádegi, kaffihús-
ið á laugardegi, hringingarnar og
síðast en ekki síst sakna ég
stríðnispúkans Hemma. Hver
ætlar að stríða mér núna?
Þetta eru búnir að vera skrítn-
ir dagar hjá okkur félögum hans
á Humarhúsinu. Stærsta skarðið
hefur verið höggvið.
Ég sendi mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur til barnanna, systk-
ina og fóstru.
Kóngurinn er farinn.
Gunnar Kristjánsson.
Hvað vita þessir menn um sælu og
sorg,
er supu aldrei lífsins veig í dreggjar.
Þannig orti stórskáldið, at-
hafnamaðurinn og hinn breyski
og viðkvæmi maður, Einar Bene-
diktsson, sem vissi mikið um
sælu og sorg og sigra og töp lífs-
ins. Þegar Hermann Gunnarsson
er kvaddur langt fyrir aldur fram
kemur margt upp í hugann.
Hann var stjarna íþróttanna,
stjarna sjónvarpsþáttanna, opn-
aði almenningi gátt gleðinnar.
Við sem áttum hann að vini
þekktum kærleikann, hláturinn
og faðmlagið. Hvernig hann gaf
orku frá sjálfum sér í hvert sinn
sem hann varð á vegi manns.
Aldrei illt umtal eða stóryrði í
garð nokkurs manns. Kveikti í
rauninni á annarri rás eða
bylgjulengd en hinni illa umta-
landi síbylju samtímans. Samt
sem áður sótti að honum vágest-
ur sem stundum hreif hann burt
með sér og ætlaði hann lifandi að
drepa. Oft var sú glíma hörð og
reyndi á alla vini hans og ætt-
ingja en mest á hann sjálfan.
Hann kom þó alltaf sem sigur-
vegari úr þeirri sjóferð og tók að
tala við þjóð sína um fegurðina,
blómin, lífið og tækifærin með
þessum magnaða hlátri, súrefni
sálarinnar, og allt varð svo bjart
á ný. Það bjó svo margt gott við
hjarta Hermanns Gunnarssonar
sem gerði hann að þeirri almenn-
ingseign sem fáir Íslendingar
hafa náð.
Því guð metur aldrei annað í heim
en auðmýkt og hjartans trúnað.
(E. Ben.)
Hann var viðkvæmur og vand-
virkur maður, verk sín grundaði
hann vel og undirbjó með þeim
hætti að betur varð ekki gert.
Margir telja oft að gleðimenn séu
kærulausir en það varð ekki sagt
um Hemma. Götur og stræti
tæmdust þegar hans mögnuðu
sjónvarpsþættir voru sýndir á
sjónvarpsstöðvunum. Hver sá
sem lenti í settinu hjá honum
upplifði afslappað andrúmsloft
og þá tilfinningu að hann eða hún
væri í eldhúsinu heima. Hann var
listrænn og fjölhæfur, í honum
bjó frábær hæfileikamaður, sönn
stjarna og mannvinur. Stundum,
þegar ekki sást til sólar í heift og
orðræðu um menn eða málefni,
kom hann fram sem ljósgeisli og
sló illskuna niður og setti sólina í
sálinni upp á himininn. Stundum
hringdi ég í hann til að láta þakk-
læti mitt í ljós og hvað mikilvægt
væri fyrir eina þjóð að eiga slíka
gleðigjafa á erfiðum tímum.
Ég kveð Hermann Gunnars-
son með söknuði, það er vel skilj-
anlegt að hann gæti ekki verið
lengur með okkur því verkefnin
eru ærin guðs um geim.
– Eilífðin sjálf, hún er alein til.
– Vor eigin tími er villa og draumur.
(Einar Ben.)
Far í friði bróðir og vinur.
Ég votta börnum Hermanns
Gunnarssonar og ástvinum djúpa
samúð.
Guðni Ágústsson.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,
sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Benediktsson)
Þetta ljóð stórskáldsins kom
mér í hug þegar mér barst and-
látsfregn æskuvinar míns.
Mig langar í örfáum orðum að
kveðja kæran æskuvin minn
Hermann Gunnarsson. Hemmi
vinur minn var drengur góður.
Hann vildi hvers manns vanda
leysa og var ávallt hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom.
Hann var vinmargur og voru vin-
irnir aldrei langt undan, gleðin
var honum í blóð borin. Þær eru
elskulegar allar minningarnar
sem ég get yljað mér við nú frá
uppvaxtarárunum okkar og allt
til dagsins í dag.
Við Hemmi urðum vinir þegar
við vorum litlir drengir í ný-
byggðu smáíbúðahverfinu; hann
átti heima í Melgerðinu en ég í
Teigagerðinu, hann sjö ára en ég
árinu eldri. Það er einstök gæfa
að eignast góða vini strax á
æskuárum, vin eins og Hemma.
Þær eru elskulegar allar minn-
ingarnar sem ég á og get yljað
mér við nú frá uppvaxtarárunum
okkar, skákin, fótbolti og hand-
bolti á Hlíðarenda, körfubolti hjá
KFR í gamla Hálogalandi og
skíðaferðir í Valsskálann í
Sleggjubeinsdal, keppnisferðir
innanlands og fræg Danmerkur-
ferð 3. flokks Vals 1961 þegar við
vorum 15 og 16 ára og rétt byrj-
aðir að bragða á lífinu.
Þegar árin liðu urðu samskipt-
in strjálli eins og gengur, lífsbar-
áttan tók við af áhyggjulausu
æskuárunum okkar. Ávallt héld-
um við vinskapinn þótt langt
gæti liðið milli endurfunda en
alltaf var eins og við hefðum hist
í gær þegar við hittumst.
Undanfarin ár höfum við átt
okkar prívat samband um sjúk-
dóm sem við báðir þekkjum vel
og var okkur afar hugleikinn. Á
þessum stundum okkar kom oft
og iðulega fram hjá Hemma
hversu sárt hann saknaði ynd-
islegrar móður sinnar, sem féll
frá fyrir mörgum árum, og
hversu mikið hann missti við frá-
fall hennar. Hún var akkerið
hans.
Við hugsum um tilgang lífsins,
örlög okkar allra og um hvert
stefnir við fráfall ástvina okkar
og óvissa ríkir í huga okkar um
stund. Þegar að er gáð er dauð-
inn ekki aðeins dauði og lífið ekki
aðeins líf, heldur er því stundum
öfugt farið, dauðinn aðeins
áframhaldandi líf og lífið stund-
um harðara en hel.
Af hverju er þetta svo? Ég á
ekki eitt svar til við því, en hef
samt skilið, að þeir sem við elsk-
um eru alltaf hjá okkur, í ein-
hverri mynd, og veita okkur
styrk í sorginni. Á tímamótum
sem þessum öðlast kærleikurinn
aukið gildi. Sama er að segja um
þá sem elska okkur. Þeir halda
áfram, hvert sem leið þeirra ligg-
ur, því ástin er sterkari en dauð-
inn og það sem lifir í minning-
unni eigum við áfram. Það
verður aldrei frá okkur tekið.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
(Kristján Hreinsson)
Ég bið góðan guð að styrkja
alla ástvini þína, sér í lagi börnin
þín og systkini.
Hvíl þú í friði, elsku vinur.
Sigurður Snævar
Gunnarsson.
Persónuleg kynni mín af
Hemma báru að með sérkenni-
legum hætti. Ég leit alltaf upp til
hans sem knattspyrnumanns, en
þekkti hann ekkert. Það var
Andrés Indriðason hjá Sjónvarp-
inu sem átti að stjórna Áramóta-
skaupi 1980. Leikarar voru í
verkfalli og Andrés bjó til hóp til
að hlaupa í skarðið. Það var
Hemmi, ég, Laddi, Raggi Bjarna
og Þú og ég söngdúettinn, ásamt
gestum. Það var lítill tími til
stefnu, en okkur tókst að gera
Skaup sem er eitt það skemmti-
legasta. Engin pólitík, bara söng-
ur, grín og gleði. Hemmi var þar
fremstur í flokki með sinn létt-
leika og lífsgleði. Seinna áttum
við eftir að vinna saman í Sum-
argleðinni og þá byrjaði fjörið og
fíflagangurinn. Ég man þegar
Hemmi kom inn í Sumar-
gleðihópinn í staðinn fyrir Þor-
geir vin minn Ástvaldsson, sem
var orðinn yfirmaður á Rás 2.
Hemmi hélt að þetta væri ekkert
sem hann réði við og spurði
hvernig við æfðum þetta lands-
þekkta skemmtiprógram sem
færi um landið. Ég man að Bessi
Bjarna sagði, að við hittumst
reglulega, töluðum saman, kæm-
um með hugmyndir og hlæjum
að því sjálfir og næst þegar við
hittumst myndum við ekki neitt
Glatt á hjalla Þrír íþróttafréttamenn með meiru hressir í bragði á Ríkisútvarpinu á síðari hluta
áttunda áratugarins: Sigurður Sigurðsson, Hermann Gunnarsson og Jón Ásgeirsson.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013