Morgunblaðið - 28.06.2013, Side 30

Morgunblaðið - 28.06.2013, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 og byrjuðum aftur að hlæja. Þarna fannst Hemma hann vera kominn í góðan hóp og voru það orð að sönnu og þegar við byrj- uðum loksins að æfa glumdu hlátrasköllin um alla Hótel Sögu, þar sem við æfðum og lét Hemmi ekki sitt eftir liggja. Hann smell- passaði inn í þennan hóp. Við höfðum allir svo gaman af þessu og það smitaðist út til áhorfenda. Þar sem við komum þekktu allir Hemma Gunn sem frábæran knattspyrnumann, en fengu að kynnast því hversu mikill gleði- gjafi hann var. Við Hemmi náð- um mjög vel saman í öllum fífla- ganginum innan hópsins. Við bjuggum til parið Þröstur og Bíbí sem við sögðum hinum í hópnum frá, að væru mestu aðdáendur Sumargleðinnar og eltu okkur alla ferðina á gömlum Skóda. Sumir í hópnum trúðu, en aðrir ekki. Hemmi sagði kannski allt í einu þegar við vorum að byrja ballið að Bíbí og Þröstur væru í salnum og nú myndi allt enda í slagsmálum á ballinu, en þegar við vorum beðnir um að benda á þau út í sal voru þau horfin í mannþröngina og við hlógum ofsalega. Svona bjó Hemmi til sögur upp úr sjálfum sér og hélt uppi stemningunni innan hópsins. Þessar minningar eru svo skemmtilegar að þegar ég skrifa þessi fátæklegu minn- ingarorð um þennan mesta gleði- gjafa þjóðarinnar, get ég ekki annað en farið að hlæja, þó að það sé ekki viðeigandi á þessari sorgarstund. Ég vil votta öllum aðstandend- um, vinum og vandamönnum Hermanns Gunnarssonar inni- lega samúð mína á þessari erfiðu skilnaðar stund. Vona að Þröstur og Bíbí komi á Skódanum til að kveðja þennan mikla gleðigjafa og góða dreng. Magnús Ólafsson. Hermann Gunnarsson var vin- ur vina sinna, þeir voru fáir, en þeim mun fleiri aðdáendur og kunningjar. Hann var þjóðar- eign. Öllum leið í návist hans einsog þeir væru hans allra nán- ustu og einu sönnu. Þannig var nærveran og þannig minnumst við hans öll. Við félagarnir, Hemmi og Halldór áttum ein- staka stund við dánarbeð Begga Guðna vinar okkar og velgjörð- armanns fyrir fáum árum. Það var einlæg stund og fögur þar sem við rifjuðum upp allt það góða og skemmtilega sem við áttum saman. Sú stund verður ógleymanleg. Við fjölskyldan öll þökkum þér ógleymanlegar stundir, kæri vinur, þar sem þú dvelur nú í fjarlægð. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvel- ur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Innilegar samúðarkveðjur sendum við ættingjum og vinum. Baldvin og fjölskylda. „Jæja, Hemmi minn. Alltaf í boltanum?“ sagði Eiríkur Fjalar gjarnan þegar hann var búinn að mála sig eða blaðra út í horn. Og víst var Hemmi alltaf í boltanum þegar ég man eftir honum fyrst. Afar teknískur leikmaður, út- sjónarsamur og markheppinn með afbrigðum, bæði í handbolta og fótbolta. Við lékum í áratug saman með meistaraflokki Vals í knattspyrnu. Hann var sex árum eldri, skærasta stjarnan, maður- inn sem við yngri leikmennirnir litum upp til vegna ómældra hæfileika hans með boltann, en einnig vegna hressleika hans og orðheppni. Það voru forréttindi að æfa og keppa með Hemma. Hann var svo hrikalega góður, ekki síst á æfingum, að okkur fannst hann stundum eins og úr öðrum heimi. Þá var stríðnin, orðaleikirnir og húmorinn með þeim hætti að maður hefur ekki hlegið meira að nokkrum núlif- andi manni; og þá er Laddi, séní- ið lítilláta, meðtalinn. Við Hemmi náðum mjög vel saman í boltanum; það var gott fyrir útherja, síðar miðjumann eins og mig, að hafa hann fyrir framan sig, ná augnkontakti og „finna hann í lappirnar“. Hann sá svo um restina, 1-0 fyrir Val (!). Hermann lék mun færri lands- leiki í knattspyrnu en hæfileikar hans gáfu tilefni til, en sjálfsagt tók hann íþróttina ekki eins al- varlega og hann hefði átt að gera. Ég fullyrði að getulega séð hafi Hemmi verið einn af 10 bestu leikmönnum íslenskrar knattspyrnusögu. Hvað hefði hann getað gert og orðið með meiri sjálfsaga og með því að leggja harðar að sér? Auk Vals vorum við Hemmi félagar í öðrum hópi, sem er um margt einstakur á Íslandi. Í FÍGP, sem óðum nálgast 50 ára afmælið, er tylft manna sem allir tengjast Val. Við hittumst í há- deginu alla virka daga, allt árið og spjöllum og sprellum. Orða- leikirnir og glensið er stundum þannig að það er hlegið nánast stanslaust í klukkutíma og menn ganga með krampa í maga, en sælir og brosandi út í það sem eftir er af deginum. Það varð svo snöggt um Hemma að ég er ekki enn búinn að átta mig á því að hann sé far- inn og komi ekki aftur. Mér finnst slæmt að geta ekki kvatt vin minn almennilega og sagt honum hversu vænt mér þótti um hann. Ég held þó að hann hafi vitað það. Við vönduðum okkur báðir við jólakortin, hvor til hins, og hans voru einstök. Ég geymdi alltaf kortið frá Hemma þangað til síðast á aðfangadags- kvöld. Hlýjan, vináttan og vænt- umþykjan sem hann náði að festa á blað ár eftir ár gleymist ekki. Og Hermann Gunnarsson mun aldrei gleymast. Blessuð sé minning góðs drengs og mikils gleðigjafa, manns sem málaður var í sterkari litum en flestir, með mikla mannkosti en einnig stóra galla. Hann var breyskur maður eins og við öll mannanna börn, en kannski einmitt þess vegna náði hann svo vel til fólks og jafn djúpt til þjóðarsálarinnar og raun ber vitni. Ég sendi börnum Hemma og systkinum, fjölskyldum þeirra og ástvinum dýpstu samúðarkveðj- ur. Okkar sameiginlegu vinum í FÍGP sendi ég hugheilar kveðj- ur. Við höfum misst okkar besta leikmann af velli, en við munum halda áfram meðan stætt er og halda minningu okkar ástkæra Hemma hátt á lofti á komandi árum. Hörður Hilmarsson og fjölskylda. Kveðja frá KSÍ Það er kunnara en frá þurfi að greina að markakóngar í knatt- spyrnu njóta mikilla vinsælda. Hermann Gunnarsson var einn af markakóngum íslenskrar knattspyrnu og naut sem slíkur mikilla vinsælda. Hann naut ekki síður vinsælda sem hinn jákvæði og hláturmildi Hemmi Gunn sem lagði gott til málanna. Þess naut knattspyrnuhreyfingin ríkulega sem og stuðnings hans og hvatn- ingar. Hermann Gunnarsson var Valsmaður og lék með félaginu í öllum aldursflokkum. Hann varð Íslandsmeistari í meistaraflokki með Val 1966, 1967, 1976 og 1980 og bikarmeistari 1965, 1974 og 1976. Hermann var kosinn Knattspyrnumaður ársins 1968 og hann lék í Austurríki með Ei- senstadt 1969. Hermann þjálfaði og lék með liði ÍBA á Akureyri 1970 en sneri síðan aftur í Val. Hermann Gunnarsson var af- ar marksækinn leikmaður og hann skoraði 93 mörk í efstu deild Íslandsmótsins á ferli sín- um. Hann varð þrisvar marka- kóngur, 1967 (11 mörk), 1970 (14) og 1973 (17). Hermann lék 20 A-landsleiki á árunum 1966- 1973 og skoraði í þeim sex mörk. Við kveðjum einn besta tals- mann knattspyrnunnar og góðan félaga með söknuði en minningin um Hemma Gunn mun lifa. Við sendum ættingjum og vinum Hermanns innilegar samúðar- kveðjur. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Val Í byrjun júní barst okkur sú harmafregn að einn af okkar bestu drengjum, Hermann Gunn- arsson, væri látinn. Fréttin var óvænt og okkur setti hljóða. Her- mann lék frá unga aldri knatt- spyrnu og síðar handknattleik með Val í öllum flokkum með ein- stökum árangri. Hann lék auk þess landsleiki í báðum þessum greinum og varð þriðji Íslending- urinn sem náði þeim frábæra árangri. Auk þessa lék Hermann um tíma með meistaraflokki Vals í körfuknattleik. Þessi árangur og fjölhæfni sýnir meira en margt annað hversu miklum hæfileikum Hermann var búinn, en hann átti að baki 43 titla með Val. Her- mann var í hópi marksæknustu knattspyrnumanna Íslands og skoraði alls 95 mörk á ferli sínum í efstu deild og var sá leikmaður sem oftast hefur skorað þrennu í leik eða alls níu sinnum. Her- mann byrjaði að æfa með Val ell- efu ára gamall og hóf sextán ára að leika með meistaraflokkum Vals. Hann varð þrisvar sinnum markakóngur Íslandsmótsins og varð fimm sinnum Íslandsmeist- ari með Val í knattspyrnu og þrisvar sinnum bikarmeistari og alls lék Hermann 144 leiki í efstu deild með félaginu í knattspyrnu og varð auk þess Íslands- og bik- armeistari í handknattleik með Val. Sína fyrstu A-landsleiki lék Hermann árið 1966, aðeins nítján ára gamall. Hann lék 23 lands- leiki í knattspyrnu og skoraði í þeim sex mörk og fimmtán lands- leiki í handbolta. Hermann átti um tíma heimsmet í markaskor- un í handbolta eða sautján mörk sem hann skoraði í leik gegn Bandaríkjunum 1966. Hermann var einn þeirra leikmanna sem stóðu upp úr, utan vallar sem inn- an. Það er hverju félagi mikill styrkur að hafa innan sinna raða leikmenn sem búa yfir þeim fjöl- breyttu hæfileikum sem Her- mann bjó yfir. Það er mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna í heild að hafa einstaklinga sem skapa gleði með leik sínum og eru öðr- um hvatning. Með sanni má segja að Hermann Gunnarsson sé löngu orðinn goðsögn í heimi íþrótta á Íslandi. Hermann var sæmdur heiðursorðu Vals á 100 ára afmæli félagsins 2011. Þá heiðursnafnbót hljóta aðeins þeir einstaklingar sem lengi hafa stuðlað að og stutt við framgang Knattspyrnufélagsins Vals með ómetanlegu og óeigingjörnu starfi, en það gerði Hermann nær daglega frá barnsaldri. Hann hélt nafni félagsins á lofti hvenær sem hann gat því við komið og lét sér mjög annt um allt það starf sem fram fer á Hlíðarenda. Hermann Gunnarsson mun ætíð skipa sér- stakan sess í sögu félagsins og huga allra þeirra sem félaginu tengjast. Knattspyrnufélagið Valur þakkar Hermanni af miklum hlý- hug fyrir allt hans ómetanlega starf og stuðning við Val. Vals- menn eru þakklátir fyrir að hafa átt samleið með Hermanni Gunnarssyni, þeim hjartahlýja og góða dreng. Knattspyrnu- félagið Valur sendir innilegar samúðarkveðjur til barna Her- manns, systkina hans og ætt- ingja vestur í Dýrafirði. Góður Valsmaður og mannvinur er genginn, langt um aldur fram. Blessuð sé minning Hermanns Gunnarssonar en hún mun lifa meðal Valsmanna á Hlíðarenda. Hörður Gunnarsson, formaður Knattspyrnu- félagsins Vals. Það er sjálfsagt vafasamt að halda því fram að einstaklingur geti átt heila þjóð að persónu- legum vini – en ef slík vinátta er hugsanleg þá var hún fyrir hendi á milli Hemma Gunn og þorra Ís- lendinga. Að minnsta kosti upp- lifðu flestir Hemma sem vin sinn – jafnvel þótt þeir hefðu aldrei hitt hann persónulega – og sú upplifun var gagnkvæm. Hemmi var gestgjafi í vinsælasta viku- lega skemmtiþætti í sögu sjón- varps á Íslandi. Þegar RÚV rifj- aði upp þessa 20-30 ára gömlu þætti í samvinnu við Hemma í vetur sem leið fór það nýgamla efni aftur efst á lista yfir vinsæl- asta sjónvarpsefni landsins. Líka meðal fólks á aldrinum 12-18 ára, sem þó var ekki fætt þegar þætt- irnir voru frumfluttir. Þetta er líklega einsdæmi í sjónvarpssög- unni – ekki bara á Íslandi heldur einnig þótt leitað væri víðar um lönd. Margir hafa velt fyrir sér skýringunni á ótrúlegum vin- sældum Hemma sem þátta- stjórnanda, en fyrir mér hefur hún alltaf legið í augum uppi. Hemmi hafði til að bera í ríkum mæli þá þrjá eiginleika sem best gefast í þessu samhengi: glað- værð og einlægni en þó einkum og sér í lagi einlæga glaðværð. Fólki kann að finnast það sér- kennilegt í dag en samt er það svo, að hlátur var lengi vel litinn hornauga í Ríkisútvarpinu. Sú afstaða féll ágætlega að þeirri þjóðarmeinloku Íslendinga að glaðværð og heimska séu sam- heiti. Það mátti glotta og kumra svona aðeins – það gat verið gáfumannslegt – en helst ekki hlæja upphátt. Það þóttu eigin- lega hálfgerðir vitleysingar sem hlógu hástöfum og varla samboð- ið RÚV að láta heyrast eða sjást mikið í svoleiðis fólki. Það þarf varla að taka það fram hér að Hemmi gaf ekki mikið fyrir þessa reglu. Hann hló bara þeg- ar honum sýndist og þegar hann langaði til. Einhver orðaði það svo að Hemmi hefði beinlínis inn- leitt hláturinn í þáttastjórn hjá RÚV. Það er ekki fjarri lagi. Lífið hans Hemma var ekki alltaf í meðbyr vinsælda og vel- gengni. Síður en svo. Hann háði sín stríð – einkum við sjálfan sig og Bakkus – og tapaði mörgum orrustum. Fórnarlambið var oft- ast bara hann sjálfur. Um hann má sannarlega nota klisjuna að hann hafi verið sjálfum sér verst- ur. En glaðværðin var honum eðlislæg – líka í mótlætinu. Það var eins og hann lifði eftir þeirri reglu að ekkert ástand væri svo slæmt að það skánaði ekki aðeins við að mæta því með bros á vör. Og þannig ætla ég að kveðja þennan vin minn og þannig mun ég ávallt minnast hans: með bros á vör. Ríkisútvarpið þakkar Hemma sögulega samfylgd. Hún verður lengi í minnum höfð. Ættingjum og ástvinum sendi ég samúðarkveðjur. Páll Magnússon. Á sumardegi kvaddi sveinn sá var margra vinur. Á stríðum ferli stóð oft einn sterkur – beinn sem hlynur. Heiðursmaður Hermann var henti að mörgu gaman. Súperstjarna – „sjónvarpsstar“ stjórnaði öllu saman. Þín sárt er Hemmi saknað nú - sálin þjóðar harmar. Það var enginn eins og þú oft nú vökna hvarmar. Alltaf kátur – alltaf hýr, ætíð gleði hreyfði. Skellihlátur hjartahlýr hugum margra dreifði. Íslands sannur varstu son sálir margra gladdir. Á engu illu áttum von er þú í skyndi kvaddir. Dauðans fylgdi kviði kné, kallað’ann á þig drengur. Þagnar hlátur – þrýtur spé þú ERT hér ekki lengur. Grjónapungagengið allt góðan vin nú kveður. Guðs á vegum ganga skalt gott þér hlotnist veður. Núna ríkir niðdimm nótt núna öll þig hörmum. Sofðu vinur – sofðu rótt, sofðu í Drottins örmum. (Jón H. Karlsson) Sendum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd FÍGP – Félags ís- lenskra grjónapunga, Jón Hermann Karlsson. Við kveðjum vin okkar Her- mann Gunnarsson með söknuði. Við þökkum hin ljúfu kynni í gegnum tíðina, kæri vinur. Eingöngu góðar og kærar minningar sækja á hugann þegar maður hugsar til Hemma og hans glöðu stunda. Maður á eftir að sakna hlátra- skalla og grallaraskapar hans, sem alltaf reyndi að koma öllum í gott skap. Við munum aldrei gleyma þér. Það telst ei með hvað þú tekur með þér héðan úr þessum heimi, heldur hvað þú skilur eftir er þú ferð. Hvers virði er allt heimsins prjál ef það er enginn hér sem stendur kyrr er aðrir hverfa á braut. Sem vill þér jafnan vel og deilir með þér gleði og sorg þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Hvers virði er að eignast allt í heimi hér en skorta þetta eitt sem enginn getur keypt. Hversu ríkur sem þú telst og hversu fullar hendur fjár þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Það er komin vetrartíð með veður köld og stríð. Ég stend við gluggann myrkrið streymir inní huga minn. Þá finn ég hlýja hönd sál mín lifnar við, eins og jurt sem stóð í skugga en hefur aftur litið ljós. Mín vetrarsól. (Ólafur Haukur Símonarson) Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn, ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höf. ók. Staðf. Hjálmar Jónsson) Við vottum okkar dýpstu sam- úð til fjölskyldu sem og öllum ástvinum. Við biðjum guð að blessa þau öll í þeirra miklu sorg. Guð blessi og varðveiti minn- ingu Hemma. Björgvin Halldórsson og fjölskylda. Á unglingsárum í Vesturbæn- um var lífið fiskur, KR og knatt- spyrna og stóru augnablikin þeg- ar flykkst var á fótboltaleiki á gamla Melavellinum. Í yngri flokkum voru þrír frægastir; Helgi Númason, Fram, Sæ- mundur B. Árelíusson, KR, og Hermann Gunnarsson, Val. Gátu allir orðið atvinnumenn á heims- mælikvarða en aðstæður voru aðrar þá og Hemmi sá eini sem valdi þá leið. Allir þessir kappar voru svo í Versló þegar ég hóf þar nám. Þar kynntist ég fyrst Hemma, sem var mjög virkur í skólalífinu, bæði íþróttafélagi skólans sem og á skemmtikvöldum nemenda- félags MFVÍ er þá hét Mál- fundafélag. VÍ hafði nýlega tekið í notkun nýtt húsnæði. Í kjallara þess var stór salur, ætlaður fyrir próf, útskriftir, en ekki síst fyrir málfundi, skemmtanir og fé- lagsstarf sem var gríðaröflugt á þeim árum. Er ég síðar varð formaður MFVÍ var Hemmi formaður íþróttanefndar. Var ekki amalegt að leita til hans sem ávallt var reiðubúinn að grínast. Á einu slíku skemmtikvöldi frumflutti Hemmi sína frægu útgáfu af Rauðhettu við mikinn fögnuð. Hann var ekki síður uppátækja- samur í kennslustundum og stutt í grínið sem hann síðar varð hvað frægastur fyrir. Á þessum árum var kommusetning mörgum erf- ið. Ég man að þessa þraut leysti Hemmi með því að setja ótal punkta og kommur aftan við rit- gerð sína og skrá þar „notist eftir þörfum“. En ég kynntist einnig hinni hlið Hemma, þeirri alvörugefnu, tilfinninganæmu. Ræddum við ýmis vandamál er upp komu inn- an VÍ og þörfnuðust úrlausnar. Eftir VÍ skildi leiðir og ég sem aðrir fylgdist með Hemma í leik og starfi sem íþróttahetju og ást- sælasta skemmtikrafti Íslands. Í fjölmiðlum kom fram áhugi hans fyrir uppbyggingu ferða- mennsku á Vestfjörðum. Ég leit- aði því til hans árið 2007, þá for- maður Lionsklúbbsins Njarðar, og bauð honum á fund að segja frá þessari hugmynd sinni. Hann var meira en reiðubúinn til þess þrátt fyrir mikið annríki. Fundurinn var gríðarvel sóttur og bjuggust menn við stanslausu gríni. En þegar hann hafði í stuttu máli rætt tengsl okkar tveggja við Versló og hugmynd sína um Vestfirði fór Hemmi á trúnað við klúbbfélaga. Hann rakti ævi sína, uppeldið, litla drenginn í boltanum, námið og það nám sem ekki varð, um íþróttirnar, atvinnumennskuna og afturhvarfið og allt fram til ferða hans með Sumargleðinni, Bylgjunni og um frétta- og skemmtiþætti bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þetta gerði hann á svo einlægan hátt að menn sátu hljóðir og hlustuðu í á annan tíma. Það var líkt og hann væri einn í heiminum meðan á þessu stóð. Hermann Gunnarsson HINSTA KVEÐJA „Maðurinn einn er ei nema hálf- ur, / með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.“ (Einar Benediktsson) Einar Ben og Hemmi Gunn lifa báðir í íslenskri þjóðarsál, hvor á sinn hátt. Þjóðskáldið með stórkost- legri andagift sinni, en íþrótta- og fjölmiðlamaður- inn með því að gefa öðrum tækifæri. Hann hlustaði og þótti vænt um fólk. Hann gaf samborgurum sínum mikið með nærveru sinni og lífsgleði einni saman. Vestur á firði sótti hann styrk sem hann var alltaf þakklátur fyrir. Við þökk- um honum samfylgdina og óskum honum velfarnaðar á nýjum lendum. Unnur Hjörleifsdóttir og vinirnir fyrir vestan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.