Morgunblaðið - 28.06.2013, Side 33
Öll bíðum við með óþreyju eftir
bjartasta tíma ársins. Tímanum
sem kveikir líf og sýnir okkur það
fegursta í náttúru landsins. Hið
óvænta birtist samt alltaf og varp-
ar skuggum inn í líf okkar. Í dag
kveðjum við vin okkar og félaga
Methúsalem, eða Dúa eins og
hann var alltaf kallaður af skóla-
félögum frá Bifröst.
Við sáum hann fyrst fyrir næst-
um hálfri öld þegar við hófum
nám. Eftir stuttan tíma smitaði
glaðværð hans og glettni allan
hópinn. Hann var ljós yfirlitum,
bjartsýnn og jákvæður. Alltaf
tilbúinn að taka þátt, vera með og
gefa af sér. Varð fljótt vinmargur
og það var glatt á hjalla í kringum
hann.
Félagsstarfið átti hug hans,
námið sat stundum á hakanum, án
þess að það væri beint vanrækt.
Íþróttir, tónlist og útivera var að
hans skapi. Skólahljómsveitin,
sem var feiknavinsæl, ákvað að
gefa fleirum kost á að njóta af-
rakstursins og spila undir nafninu
Straumar um sumarið. Einn gat
ekki verið með og þá sýndi Jóhann
Georg Jóhannsson sína alkunnu
bjartsýni með því að kenna Dúa að
spila á bassagítar á nokkrum
löngum kvöldum. Þeir gerðu síðan
mikla lukku á böllum í Borgar-
firði.
Síðan lá leiðin út í atvinnulífið
og kom hann víða við. Hann var
mörgum góðum kostum búinn og
kom sér vel í starfi. Hjálpsemi og
vinsemd við samferðamenn öfluðu
honum velvildar og viðurkenning-
ar.
En hann vildi meira. Í honum
blundaði löngunin til að hafa áhrif
á samfélagið og styðja þá sem
minna máttu sín. Hann tók þátt í
stofnun Flokks mannsins fyrir
næstum þremur áratugum og fór í
framboð til Alþingis. Ég kynntist
honum á nýjan leik í kosningabar-
áttu á Austurlandi. Hann átti ræt-
ur þar og var meðal annars í sveit
hjá afa sínum Methúsalem á
Burstafelli.
Í kosningabaráttunni birtist
mannvinurinn Dúi, sem barðist
fyrir hugsjónum sínum. Þær voru
göfugar og settar fram af ein-
lægni. Hljómgrunnurinn var hins
vegar lítill, en hann hélt ótrauður
áfram. Allar götur síðan hélt hann
málstað sínum og félaga hátt á loft
án þess að ná kjöri til Alþingis eða
í borgarstjórn. Hann var með
stöðugum áhuga og ósérhlífni
virkur þátttakandi í lýðræðislegu
starfi í þjóðfélaginu.
Mannvinurinn Dúi lét jafn-
framt til sín taka í alþjóðlegu
starfi. Hann fór með Húmanista-
hreyfingunni til Haítí árið 2004 og
þá urðu straumhvörf í lífi hans.
Honum tókst ekki aðeins að hjálpa
fátækum börnum, hann kynntist
þar jafnframt eftirlifandi eigin-
konu sinni sem var skólastjóri.
Á Haítí störfuðu þau saman að
sameiginlegri hugsjón og hjálp-
uðu börnum til mennta. Þau fluttu
síðan heim til Íslands 2006 og
settu á stofn Cafe Haiti, sem þau
hafa rekið með myndarbrag.
Þangað hafa skólafélagar hans frá
Bifröst lagt leið sína og notið þar
gestrisni og ánægjulegra sam-
vista.
Ég vil fyrir hönd vina og félaga
frá námsárunum í Samvinnuskól-
anum þakka vináttu og hlýhug.
Við vottum eiginkonu hans og
börnum okkar dýpstu samúð og
biðjum góðan Guð að styrkja þau í
miklum missi.
Halldór Ásgrímsson.
Methúsalem Þórisson hefur
lagt upp í sína hinstu för og skilið
eftir marga sem sakna hans.
Kynni okkar Methúsalems hófust
fyrir um 30 árum þegar við skipt-
umst á pólitísku áróðursefni á göt-
um borgarinnar. Þó að sjónarmið
okkar væru þá nokkuð ólík tókum
við oft tal saman og áttum oft
skemmtilegar umræður þar sem
gagnkvæm virðing ríkti. Segja má
að á þessum 30 árum höfum við
nálgast í sjónarmiðum hægum
skrefum.
Methúsalem var skemmtilegur
og eftir að hann og Elda konan
hans opnuðu Café Haiti hef ég oft
gert mér erindi þangað til að fá
kaffi í hæsta gæðaflokki og freista
þess að hitta á Methúsalem.
Methúsalem var meðal upp-
hafsmanna Húmanistaflokksins
og var nokkrum sinnum í fram-
boði á hans vegum. Í nýliðnum
kosningum kom til tals að Húm-
anistaflokkurinn og Alþýðufylk-
ingin byðu fram sameiginlega
enda er margt í stefnu þeirra líkt
þó að nálgun sé ólík í sumum efn-
um. Þótt ekki hafi orðið af sameig-
inlegu framboði ríkti mikill dreng-
skapur okkar í milli og málefnaleg
samstaða í mörgum málum.
Methúsalem kom mér alltaf
fyrir sjónir sem einlægur hug-
sjónamaður um betra og réttlát-
ara samfélag.
F.h. Alþýðufylkingarinnar
votta ég Eldu og öðrum aðstand-
endum hans dýpstu samúð.
Þorvaldur Þorvaldsson,
formaður Alþýðufylking-
arinnar.
ar, sem lagði í ferðalagið mikla
fyrir tæpum fjórum árum, tekið
henni opnum örmum á áfanga-
stað. Já, rétt eins og hann umvafði
hana hér í rúmlega 51 ár.
Við nágrannar hennar við
Garðarsveginn, og aðrir Seyðfirð-
ingar, þökkum notalegt nábýli í
rúma fimm áratugi. Anna setti
sterkan svip á nágrenni sitt, með
garðinum sem hún ræktaði af
mikilli alúð að Garðarsvegi 8, þar
sem þau hjónin byggðu sitt bú.
Garðurinn sá segir sögu af konu
með græna fingur sem hlúðu bæði
að viðkvæmum blómum og trjá-
gróðri. Garðinn skreytti hún einn-
ig með fallega máluðum fjöru-
steinum og hlöðnum veggjum.
Allt þetta gaf garðinum sterkan
listrænan svip. Að sjálfsögðu stóð
hún ekki ein í þessu. Eiginmaður
hennar, Hjálmar Jóhann, átti að
sjálfsögðu sinn þátt í sköpunar-
verkinu, þar sem þau hjónin voru
einstaklega samhent við allt sem
gert var bæði innandyra og utan.
Allt frá unglingsárum sínum á
Eskifirði átti Anna samneyti við
flóru landsins, sem að sjálfsögðu
rofnaði ekki þótt hún flyttist til
Seyðisfjarðar.
Það hlýtur að vera nokkuð ein-
stakt, að á Eskifirði ólst hún upp í
næsta húsi við heimili vinkonu
sinnar, sem er mín kona. Þar var
einnig stutt á milli vinnustaða
þeirra, þar sem Anna vann í versl-
un Pöntunarfélagsins, gegnt
Markúsarbúð, þar sem vinkonan
vann. Anna gekk í heilagt hjóna-
band með náfrænda mínum á
sama degi og vinkonan gekk að
eiga sinn karl. Frá árinu 1962 bjó
Anna í næsta húsi við þessa vin-
konu sína, eða þar til kallið kom
23. júní sl. Aldrei bar skugga á
vináttu þeirra öll þessi ár.
Anna og Hjálmar eignuðust
þrjá syni. Þá Níels Atla. lögreglu-
þjón og rafvirkja, sem búsettur er
í Neskaupstað, Þorvarð Ægi tré-
smið og Agnar Inga vélstjóra,
báðir búsettir í Vestmannaeyjum.
Barna- og barnabarnabörnin eru
orðin það mörg, að ég treysti mér
ekki til að telja þau upp hér í
stuttri grein. Á því er beðist vel-
virðingar.
Anna var einstaklega um-
hyggjusöm bæði sem móðir og
húsmóðir, enda sérlega þrifin og
reglusöm kona. Mann sinn missti
hún 20. október 2009. Það varð
mikið áfall sem henni var erfitt að
jafna sig á. Hún var félagi í sam-
tökum eldri borgara hér á Seyð-
isfirði og tók þátt í félagslífinu á
meðan heilsan leyfði.
Við hjónin þökkum Önnu meira
en hálfrar aldar notalegt nábýli og
kisan Depla saknar vinar í stað og
þakkar fyrir sig. Við vottum son-
um hennar, systrum og öðrum
ættingjum samúð okkar. Henni
biðjum við blessunar í annarri til-
veru, vitandi að „þar bíða vinir í
varpa, sem von er á gesti“.
Jóhann B. Sveinbjörnsson og
fjölskylda.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
✝ GuðmundurAlfonsson
fæddist í Ólafsvík
27. ágúst 1933.
Hann lést á gjör-
gæsludeild LSH
Fossvogi 19. júní
2013.
Foreldrar hans
voru Alfons Krist-
jánsson, f. í Ólafs-
vík 8. des. 1905, d.
4. ágúst 1961, sjó-
maður og Ásthildur Guðmunds-
dóttir, f. í Mýrdal, Kolbeins-
staðahreppi 3. mars 1910, d.
20. maí 1989, húsfreyja. Systk-
ini hans eru Ingveldur, f. 31.
ágúst 1935, Kristján, f. 26.
mars 1937, d. 1993, Randver, f.
16. mars 1939, d. 2006, Svava,
f. 2. apríl 1940, Sigríður, f. 19.
febrúar 1945, og Aldís, f. 14.
júní 1950.
Guðmundur kvæntist 31. des-
ember 1958 Matthildi Kristjáns-
dóttur, f. í Melkoti í Staðarsveit
7. maí 1936, d. 25. ágúst 2005.
Foreldrar hennar voru Guðrún
1937, Erlendur, f. 7. apríl 1939,
Stefán, f. 4. september 1942,
Sigurður, f. 21. mars 1944, og
Sólveig, f. 12. desember 1947.
Börn Guðmundar og Matthildar
eru: 1) Bryndís, f. 24. febrúar
1961. Maki hennar er Samúel
Valsson, þau eiga Margréti, f.
6. mars 1986, unnusti hennar
er Bryngeir Arnar, þau eiga
Samúel Bryngeir, f. 24. febrúar
2012, og Guðmundur, f. 5. júlí
1988, unnusta hans er Sara
Mjöll. 2) Finnur, f. 11. desem-
ber 1962. Sambýliskona hans er
Petrína Kristjana, dóttir hans
er Heiðrún Huld, f. 3. febrúar
1988. 3) Albert, f. 6. febrúar
1965. Maki hans er Samran
Sela, dætur þeirra eru Eydís, f.
12. júlí 1999, og Matthildur, f.
24. nóvember 2003. 4) Hjörleif-
ur, f. 21. janúar 1967. Maki
hans er Fríða Sveinsdóttir, son-
ur hans er Sigurlaugur, f. 28.
nóvember 1989, unnusta hans
er Guðrún, synir Hjörleifs og
Fríðu eru tvíburarnir Hjörvar
og Arnleifur, f. 3. júlí 2000.
Guðmundur fæddist og bjó
alla tíð í Ólafsvík. Hann vann
sem vörubílstjóri frá unga aldri
þar til starfsaldri hans lauk.
Útför Guðmundar verður
gerð frá Ólafsvíkurkirkju í
dag, 28. júní 2013, kl. 13.
Hjörleifsdóttir, f.
20. júní 1907, d. 12
október 1991, hús-
freyja í Melkoti, og
Kristján Erlends-
son, f. 28. apríl
1896, d. 23. ágúst
1973, bóndi í Mel-
koti og orgelleik-
ari í Staðastað-
arkirkju. Hún ólst
upp á Hofstöðum
frá unga aldri hjá
móðurafa sínum Hjörleifi
Björnssyni og konu hans Matt-
hildi Jóhannesdóttur, ásamt
frænku sinni Áslaugu Sigurð-
ardóttur, f. 30. ágúst 1926, d.
23. desember 1997. Systkini
Matthildar eru Kristjana El-
ísabet, f. 28. júlí 1926, d. 1. jan-
úar 2013, Elín, f. 30. nóvember
1927, Magðalena, f. 13. nóv-
ember 1928, Theodór, f. 19.
mars 1930, d. 4. janúar 1979,
Aðalheiður, f. 4. október 1931,
d. 3. mars 2005, Gunnar, f. 22.
febrúar 1933, d. 6. janúar 2000,
Hjörleifur, f. 16. desember
Elsku pabbi. Nú er þinni síð-
ustu bílferð lokið. Kannski vant-
aði bílstjóra á nýjum stað, stað
sem bíður okkra allra. Þetta bar
brátt að og við sem vorum rétt
farin að ræða áttræðisafmælið
þitt í ágúst.
Þú varst sannur Ólsari, fædd-
ist þar og bjóst þar alla tíð, fórst
ekki suður nema af brýnni nauð-
syn, allavega seinni árin.
Amma mín sagði að þú hefðir
fæðst með bíl í hendi, því þú varst
snemma farinn í bílaleik og varðst
þú síðar bílstjóri, tókst fyrst bíl-
próf 1951 í Ólafsvík, síðan meira-
próf 1954 í Borgarnesi. Fyrst
varst þú nokkur ár í ferðum milli
Ólafsvíkur og Reykjavíkur fyrir
Kaupfélag Ólafsvíkur, þrisvar í
viku keyrðir þú á milli og tók ferð-
in um sjö klukkustundir aðra leið,
svolítið breyttir tímar.
Á þeim árum var ekki nóg að
keyra vörur á milli staða, heldur
komst þú með útborgunarseðla
fyrir fiskvinnslufólkið í Ólafsvík,
frá Reykjavík, þar sem engin
seðlageymsla var í Sparisjóði
Ólafsvíkur, vafðir seðlunum í
slopp og lést undir sætið, sem síð-
an var afhent gjaldkera HÓ.
Þetta kallar maður mikla ábyrgð
og sýnir hve traustur þú varst.
Þú eignaðist þinn fyrsta vöru-
bíl árið 1959 og urðu þeir nokkrir
í gegnum tíðina. Alltaf hafa bíl-
arnir þínir verið til fyrirmyndar,
enda hugsaðir þú mjög vel um þá.
Þú vannst mikið við vegavinnu
og landanir úr bátum og skipum
og varst mjög eftirsóttur til
þeirra verka. Einnig vannstu
mikið fyrir Stakkholt ásamt
Ranna bróður þínum og Jóni
Steinari frænda þínum, sem eru
líka látnir. Ég er viss um að þið
eruð að dytta að bílum í himna-
ríki.
Elsku pabbi. Þú varst mjög
duglegur eftir að mamma dó, sást
um matseld, þvotta og blóm.
Systur þínar sögðu mér að þær
hefðu nú stjanað við þig þegar þú
bjóst í foreldrahúsum, einnig
móðir þín, sem sá ekki sólina fyrir
þér, síðan tók mamma við, enda
vannst þú mikið á yngri árum.
Þú varst svo hjartahlýr og góð-
ur maður, sannur í gegn og
traustur. Alltaf að spyrja eftir
okkur og barnabörnunum, mjög
áhugasamur um þeirra hagi og
alltaf spurðir þú um litla langafa-
barnið, hvað hann væri farinn að
gera, skríða, ganga og þess hátt-
ar, og hlóst þegar amman var að
kvarta yfir orkunni í barninu þeg-
ar hann var í pössun hjá mér.
Elsku pabbi. Þín verður sárt
saknað. Það verður tómlegt á
bryggjunni þar sem þið vinirnir
hittust alltaf og rædduð málin og
fylgdust með bátunum að fara út
og koma að landi og dóttirin
fylgdist með á vefmyndavélinni,
bara öðru hvoru og það þótti þér
nú fyndið. Það verður skrítið að
koma í Sandholtið og enginn
heima.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
(Hugrún)
Ég kveð þig nú með söknuði í
hjarta og hafðu þökk fyrir allt, bið
að heilsa mömmu.
Þín dóttir,
Bryndís.
Elsku afi.
Nú ertu farinn frá okkur, svo
óvænt og óviðbúið. Amma hefur
væntanlega tekið á móti þér með
opnum faðmi. Það er gott að vita
að þið séuð saman á ný eftir lang-
an tíma þótt við hefðum viljað
hafa þig lengur hér hjá okkur. Við
munum alltaf eiga minningarnar
um þig og geymum þær í hjart-
anu og gleymum þér aldrei.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Þín barnabörn,
Margrét, Heiðrún Huld
og Guðmundur.
Nú, þegar ég kveð í hinsta sinn
elskulegan bróður minn, Guð-
mund Alfonsson (Gumma) þá
koma upp í hugann ótal minning-
ar frá æskuárum okkar í Ólafsvík.
Gummi var elstur af okkur sjö
systkinum sem ólumst upp hjá
foreldrum okkar Ásthildi og Alf-
onsi í húsinu okkar, Dvergasteini.
Ég leit ávallt upp til Gumma stóra
bróður míns en tólf ára aldurs-
munur var á okkur. Hann var mér
alltaf svo góður og gaf mér gjafir
sem ég á ennþá. Gummi hafði
mikinn persónuleika, var heiðar-
legur og nákvæmur og bar mikla
umhyggju fyrir okkur systkinum
sínum og foreldrum. Hann byrj-
aði snemma að vinna eins og tíðk-
aðist á þeim árum í Ólafsvík. Rétt
rúmlega tvítugur hóf hann störf
hjá kaupfélagi Ólafsvíkur og
keyrði flutningabíl milli Ólafsvík-
ur og Reykjavíkur. Þá voru sam-
göngur erfiðari en þær eru í dag,
mjóir og holóttir malarvegir og
heiðin oft illfær á vetrum. Þessu
starfi gegndi Gummi í fjöldamörg
ár. En í þessum ferðum var ham-
ingjan honum hliðholl því þar
kynntist hann elskulegri eigin-
konu sinni, Matthildi Kristjáns-
dóttur (Hiddu) sem starfaði á
veitingastaðnum Vegamótum.
Þau byrjuðu sinn búskap í Ólafs-
vík, eignuðust fjögur myndarleg
börn og bjuggu þar alla tíð. Þegar
Gummi og Hidda byrjuðu sinn
búskap var ég daglegur gestur á
þeirra heimili enda vorum við
Hidda miklar vinkonur. Þegar
Gummi var í ferðum til Reykja-
víkur gisti ég alltaf hjá Hiddu svo
hún væri ekki ein. Gerðum við
okkur þá ýmislegt til skemmtun-
ar á kvöldin. Hún Hidda mín var
alveg sérstök kona, mér fannst
hún geta allt, sérstaklega hand-
lagin sama við hvað hún starfaði,
greind og fróð um alla hluti. Hún
reyndist okkur svo vel, allri fjöl-
skyldunni hans Gumma. Það var
mikill söknuður þegar hún féll frá
allt of snemma. Það var mikill
missir fyrir Gumma sem mér
fannst ósköp einmana eftir það
enda öll börnin flutt að heiman.
Þegar Gummi hætti að keyra
flutningabílinn keypti hann sér
vörubíl og var þá mikil vinna við
að endurbæta vegi á Snæfellsnesi
og framkvæmdir við höfnina í
Ólafsvík. Ég byrjaði minn búskap
í Reykjavík og það var mér mikil
ánægja að geta tekið á móti
Gumma og leyft honum að gista
hjá mér þegar hann þurfti að út-
rétta ýmislegt í borginni. Þá
kynntust börnin mín Gumma
frænda, hann var svo barngóður.
Strákunum mínum fannst alltaf
svo gaman að koma til Ólafsvíkur
og er þeim enn í fersku minni
þegar Gummi frændi tók þá með í
stóra vörubílinn sinn. Börnin mín,
Ellert, Ómar og Gunnhildur Ásta
þakka Gumma frænda fyrir allt
sem hann gerði fyrir þau og
kveðja hann með söknuði. Á þess-
ari stundu er ég svo ósköp fegin
að við Trausti skruppum til Ólafs-
víkur í ágúst í fyrrasumar til þess
að heimsækja Gumma. Hann tók
svo vel á móti okkur. Hann var
svo hress og stoltur af fyrsta
langafabarninu sínu og sýndi okk-
ur myndir af litla drengnum og
þannig vil ég hafa hann í minning-
unni. Hvíl þú í friði, elsku bróðir,
og takk fyrir allt.
Elsku Bryndís, Finnur, Albert
og Hjörleifur, tengdabörn, barna-
börn og langafabarn, við vottum
ykkur innilega samúð við fráfall
ástvinar.
Sigríður Alfonsdóttir
og fjölskylda.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Það er víst það eina sem við vit-
um að allt tekur einhvern tímann
enda og alltaf erum við sem eftir
erum jafn óviðbúin því þegar
kærir vinir kveðja þennan heim.
Guðmundur, eða Gummi frændi,
er farinn og eftir sitja minning-
arnar um góðan frænda sem var
mér meira en bara frændi og það
er varla að ástæðulausu sem tveir
yngstu synir hans hafa verið mér
sem bræður. Alltaf var hann
tilbúinn að hjálpa manni ef eitt-
hvert vesen var á hlutunum hjá
mér og mig vantaði einhverja
hjálp, þá gat maður alltaf beðið
Gumma um að hjálpa sér. Æsku-
minningarnar eru frá því þegar
ég var pínulítill, þá dreymdi mig
um að fá að fara í vörubílinn hans
og það voru ófáar stundirnar sem
við frændurnir vorum á rúntinum
með Gumma í vörubílnum þegar
hann var að landa úr bátunum og
það var alltaf ævintýri að leika sér
í kjallaranum heima hjá honum í
vörubíladekkjunum. Seinna, þeg-
ar við feðgar vorum búnir að
stofna okkar útgerð og vorum að
beita, þá komst þú alltaf í skúrinn
til að spjalla og svo nú í seinni tíð
þegar heilsan fór að versna þá
hittumst við svo oft hjá Ísmann-
inum og ræddum svo oft þar sam-
an um fiskinn og fiskiríið og það
sem var að gerast í bæjarfélag-
inu. Okkur strákunum fannst nú
alltaf gaman þegar þið í þrjúbíó-
genginu voruð á spjallinu á
bryggjunni og svo oft sem ég kom
í land þá varst þú á bryggjunni og
alltaf fékk maður vink áður en
lagst var undir kranann til lönd-
unar, en nú verður það bara
minningin um þig sem verður að
brúa það bil sem þarna hefur
myndast.
Hvíl þú í friði, elsku frændi.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Elsku Bryndís, Finnur, Albert
og Hjörleifur og ykkar fjölskyld-
ur, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð á þessum erfiða tíma sem
nú er.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Haukur Randversson.
Guðmundur
Alfonsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar