Morgunblaðið - 28.06.2013, Síða 37
Amma, mamma þín, var búin
að ganga í gegnum erfið veikindi
og var lömuð hægra megin en
samt tókuð þið öll á móti okkur
eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Þegar árin liðu og þú giftir þig og
þú áttir fyrsta barnið hann
Benna, ég passaði hann stundum
og svo kom Eyi og svo Þórey og
alltaf fannst mér gaman að passa
þau, orðin stálpaður krakki. Þú
átt 6 yndisleg börn og ég þekki
þau öll mjög vel nema yngsta
soninn Róbert, en ég veit að þau
eru öll yndisleg og öll vel gift og
eiga yndisleg börn. Þegar ég segi
þetta við þau svara þau mér öll
strax: já, við eigum bestu
mömmu í heimi og þess vegna er-
um við svona.
Elsku Beta, það var erfitt að
horfa á þig berjast við veikindin
síðustu vikurnar, þú barðist eins
og hetja og varst ekki tilbúin að
kveðja en svo kom að því að þú
vildir fara, veikindin sigruðu. Ég
veit að fjölskylda þín er í sorg og
þau eiga um sárt að binda og
Gulli maðurinn þinn hefur misst
mikið og erfitt að hugga hann.
Hann sagði við mig einn daginn
þegar ég talaði við hann eftir að
þú fórst á spítalann og ég var að
hrósa honum fyrir hvað hann
væri sterkur og hugsaði vel um
þig í veikindunum: hún Beta er
búin að dekra við mig alla ævi og
nú er kominn tími til að ég dekri
við hana. Elsku Gulli, Benni, Eyi,
Þórey, Nonni, Arnar, Róbert og
fjölskyldur, ég sendi ykkur sam-
úðarkveðjur.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga)
Jónína frænka.
Elsku Elsabet mín. Þegar ég
kom í sveitina til ömmu og afa
(pabba þíns og mömmu) þá
varstu alltaf svo góð við mig.
Maður gæti ímyndað sér að þú
hefðir haft margt skemmtilegra
að gera á unglingárunum en að
hafa mig, krakkann, alltaf í eft-
irdragi. En það var bara svo gott
að vera í fanginu á þér og þú
varst endalaust þolinmóð við
mig. Ég man að ég elti þig enda-
laust og alltaf léstu undan suðinu
í mér um að fá að koma með þér,
líka þegar þú fórst að hitta vini
og vinkonur. Ég lenti stundum í
ævintýrum með þér og lofaði að
segja engum frá.
Þú varst líka svo flink að
sauma og saumaðir stundum eitt-
hvað fallegt á mig og Jónínu syst-
ur mína.
Svo kom að því að þú hittir
hann Gulla þinn. Hann hélt í
fyrstu að þú ættir mig og þyrðir
bara ekki að segja honum frá því.
Þið Gulli genguð í hjónaband og
eignuðust sex börn og hafa þau
öll verið heppin að fá að vera
börnin þín.
Ég fékk fréttir af veikindum
þínum en alltaf vonaði maður það
besta. Þessar síðustu vikur sem
ég heimsótti þig veika á spítala
hugsaði ég hversu ósanngjarnt
það væri að leggja þessi veikindi
á þig en maður gat ekkert gert.
Elsku Elsabet, þakka þér fyrir
allt.
Guð verði með ykkur elsku
Gulli, Benni, Eyi, Þórey, Nonni,
Arnar og Róbert og tengdabörn-
unum og barnabörnum.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Ingveldur.
Maður verður ekki fullorðinn,
fyrr en hann hefur misst móður
sína, kvað Tómas Guðmundsson.
Þá slitnar þráðurinn við æskuna,
menn geta ekki lengur leitað í
hlýjan faðm. Þótt alkunna sé, að
foreldrar elski börn sín heitar en
börnin foreldrana, er samband
móður og barns dýpst alls. Móðir
spyr sjaldnast, hvort barnið
hennar eigi eitthvað skilið: móð-
urástin er skilyrðislaus; konan
bar barnið í móðurkviði, fæddi
það, gaf því brjóst, ól það upp,
fylgdist með því stíga skref út í
lífið. Sex börn Elísabetar Jónu
Benediktsdóttur, sem lést 19.
júní síðastliðinn, aðeins 73 ára að
aldri, eiga margs að minnast, því
að hún helgaði líf sitt þeim nán-
ast óskipt. Hin mörgu handtök
móðurinnar rata sjaldnast í sögu-
bækur, en engar sögubækur
hefðu verið skrifaðar, hefðu höf-
undarnir ekki notið slíkra hand-
taka.
Elísabet Jóna fæddist 2. des-
ember 1940 og ólst upp í Þykkva-
bænum, dóttir hjónanna Bene-
dikts Jóhanns Péturssonar,
bónda og kúsks að Stóra-Rima-
koti í Djúpárhreppi, og Jónínu
Þorgerðar Jónsdóttur húsfreyju.
Þykkvibær er elsta sveitaþorp á
Íslandi, þúsund ára gamalt.
Nafnið vísar sennilega til þess, að
byggðin hafi verið þétt eða þykk.
Land er flatt og sendið, enda
gamall sjávarbotn. Þótt landslag
sé fábreytt, er fjallasýn fögur um
allt Suðurland, ekki síst til Heklu
og Eyjafjallajökuls. Ég var ein-
mitt á leið í fermingu fósturdótt-
ur minnar og sonardóttur Elísa-
betar Jónu, Anítu Ylfu
Jónsdóttur, þegar Eyjafjallajök-
ull gaus í apríl 2010, svo að ég
tepptist erlendis. Í Þykkvabæn-
um hentar jarðvegur betur til
kartöfluræktar en grasnytja,
jafnframt því sem hann er 1,6
kílómetra frá sænum, eins og
segir í frægum söngtexta.
Elísabet Jóna kynntist ung að
árum Guðlaugi Konráð Jónssyni
úr Reykjavík. Hann var jafn-
gamall henni, sonur Jóns Einars
Konráðssonar sjómanns og konu
hans Þóreyjar Guðlaugsdóttur.
Þau Elísabet og Guðlaugur tóku
saman og fluttust til Reykjavík-
ur, þar sem fyrstu börn þeirra
fæddust, Benedikt Jón 1961, Ey-
þór 1962, Þórey 1964 og Jón Ein-
ar 1966. Þau fluttust síðan um
skeið í Þykkvabæinn og tóku við
kartöflubúi foreldra Elísabetar
Jónu, jafnframt því sem Guð-
laugur stundaði sjó til að drýgja
tekjurnar. Hann er forkur til
vinnu og öðlingur undir hrjúfu
yfirborði. Arnar bættist í barna-
hópinn 1968 og Róbert 1976.
Fjölskyldan fluttist aftur til
Reykjavíkur, og Guðlaugur vann
ýmis störf, meðal annars í ál-
verinu í Straumsvík, en nýtti sér
einnig, að hann er hagur báta-
smiður. Elísabet Jóna vann líka
úti, þegar hún kom því við, og
stundaði aðallega afgreiðslu-
störf.
Eftir að börnin uxu úr grasi,
fluttust þau Elísabet Jóna og
Guðlaugur til Hveragerðis og
þaðan á Hellu. Börn þeirra eru
annálað dugnaðarfólk, flestir
synirnir vélskólagengnir og hafa
allir lagt fyrir sig störf úti í at-
vinnulífinu, ýmist á sjó eða landi.
Á Elísabet Jóna margt barna-
barna, sem öll sakna hennar
sárt. Hún var alþýðukona í bestu
merkingu orðsins, hógvær,
vinnusöm og ósérhlífin. Það er
fólk eins og hún og fjölskylda
hennar, sem skapar verðmætin.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson.
ómunatíð. Guð geymi þig, elsku
afi minn.
Kristín Hallsdóttir.
Ég dvaldi mörg góð sumur á
Stapa sem barn og þegar ég
minnist afa koma mörg lítil
myndbrot upp í hugann. Afi á
litla traktornum að slá með
heyrnarskjólin á skallanum en
ekki yfir eyrunum. Afi að spila á
orgelið með bossanova-taktinum.
Afi að leggja kapal og drekka te.
Afi að lesa fyrir mig undir bestu
sæng í heimi (stundum var stutt í
hroturnar!). Afi og ég á leið upp á
Ketillaugarfjall, hann að reyna
að sannfæra mig um að ég myndi
ekki hrapa. Afa fannst gaman að
kitla mig, enda mjög stríðinn. Ég
man eftir ömmu og afa fíflast
hvort í öðru, eftir afa og Gísla
saman úti í skemmu, eftir afa og
Huldu að girða. Afa fannst
skemmtilegast að vera innan um
fólk og oft fórum við í heimsókn
út á Dynjanda og út á Höfn og
svo var líka alltaf einhver í heim-
sókn. Undanfarin ár höfðum við
ekki hist mikið enda er ég alltaf í
útlöndum. Mér þótti samt alltaf
vænt um að hitta afa og hlusta á
smáharmonikkuspil þótt það
væri oft langt á milli. Við erum
mörg sem eigum eftir að sakna
hans, hópurinn sem að honum
stóð er stór en minningarnar um
afa lifa í okkur öllum.
Vala Hjörleifsdóttir.
Þristurinn lagði upp frá
Reykjavíkurflugvelli og innan-
borðs er 9 ára stúlkubarn sem
var á leið í „sveitina“ til alls
ókunnugs fólks. Millilent var á
Fagurhólsmýri og áfangastaður-
inn var Höfn í Hornafirði. Þá var
flugvöllurinn á Suðurfjörum.
Þaðan var siglt í land og svo kom
Jói lóðs og sótti mig á jeppanum
og ók mér inn að Stapa í Nesjum.
Allt þetta þótti sjálfsagt í þá daga
og þarna dvaldi ég í sex sumur.
Afi minn Björn Þorgrímsson,
sem var fæddur Hornfirðingur,
átti marga vini þar og var mér
komið fyrir hjá einum þeirra,
Nanna, Jóni Sigurðssyni á Stapa.
Þarna var tvíbýli eða réttara sagt
þríbýli. Systkinin Lauga og
Nanni sem ég dvaldist hjá
bjuggu austurí, en bróðir þeirra
Sigurbergur og kona hans Björg
bjuggu suðurí, ásamt syni sínum
Sigga og konu hans Völu og
þremur börnum og síðar bættust
þrjú við. Allt þetta fólk hefur ver-
ið mínir bestu vinir.
Sigga kveð ég nú eftir meira
en hálfrar aldar afar góð kynni.
Siggi og Vala voru ungu hjónin
á bænum, hann laglegur og
snaggaralegur og Vala alltaf svo
sæt í dásamlega góðu skapi og
hlæjandi. Þetta var samt ekki
alltaf auðvelt fyrir ungt par, þar
sem þröngt var búið, og ekki
greinargóð skil milli þess hver
stjórnaði ferðinni í búskapnum.
Á þessum árum var vélvæð-
ingin að ryðja sér til rúms og
voru dráttarvélar teknar við af
hestum, mjaltavélar komnar í
fjósin, en samt var verið að hand-
raka og snúa heyinu, raka dreifar
og einnig voru nokkrar kýrnar
handmjólkaðar til að flýta fyrir.
Siggi var fljótur að tileinka sér
allt sem laut að vélum og drátt-
arvélum. Hans hlutverk varð
fljótt að sinna öllu sem hafði með
það að gera, slá, raka, hirða og
svo að halda öllum vélunum
gangandi og var hann því oft
fram á nótt að gera við og smyrja
fyrir næsta áhlaup.
En Siggi horfði lengra og
langt út fyrir túnfótinn, því hann
varð það sem mætti kalla vísi að
ferðabónda. Var hann því iðinn
við að sinna gestum sem bar að
garði, ók þeim um helstu staði
Hornafjarðar, og á meðan Vala
stóð í eldhúsinu og eldaði og bak-
aði fór hann með vísur og sagði
sögur við matarborðið. Mér þótti
ætíð mjög skemmtilegt að heyra
hann herma eftir körlunum í
sveitinni, hvort sem það var Villi í
Krossbæ, Helgi í Hoffeli, Sig-
finnur í Stórulág, Bensi á Mið-
skeri, séra Skarphéðinn, Hjalti í
Hólum og fleiri, þó þeir hljómuðu
allir næstum eins, drógu seiminn
dálítið nefmæltir og stundum örl-
aði á flámæli. En alltaf var það
jafn skemmtilegt því það varð
svo fyndið sem þeim var lagt í
munn.
Siggi var mjög músíkalskur og
söng vel. Hann söng mjög lengi í
karlakórnum og spilaði seinni ár-
in á harmonikku sem veitti hon-
um mikla hugarró, ekki síst þeg-
ar erfiðleikar steðjuðu að. Ég
ætla að þakka Sigga fyrir langa
samfylgd og held að hann hafi
verið farinn að þrá hinstu hvíld-
ina, en síðast þegar ég hitti hann
fyrir rúmum mánuði, sagðist
hann alveg vera búinn. Það er
samt alltaf sárt fyrir okkur sem
eftir erum að sjá á eftir góðum
vinum.
Völu og allri fjölskyldunni,
systkinum Sigga og þeirra fólki,
vottum við Þórarinn og synir
okkar dýpstu samúð.
Unnur Ólafsdóttir.
Kynni okkar af Sigurði Sigur-
bergssyni á Stapa, eða Sigga á
Stapa eins og hann oftast var
nefndur, ná aftur til ársins 1975.
Þá hafði Skeiðarárbrú verið
byggð árið áður og ferðalag aust-
ur í Hornafjörð var ekki eins
fjarlægt takmark og fram að því.
Næstu árin þar á eftir vorum við
að störfum á Höfn og á Lóns-
öræfum og annar fóturinn, og
stundum báðir, voru á Stapa hjá
því öndvegisfólki. Það var mikið
lán að góður vinur okkar kynnti
okkur fyrir heimafólkinu á Stapa,
þar sem hann hafði verið í sveit,
og sú viðkynning breyttist fljótt í
vináttu sem okkur hefur verið
dýrmæt æ síðan.
Sigurður var mjög músíkalsk-
ur og skemmtilegur maður, hafði
gaman af tónlist og áhuga á öllu
sem fyrir bar, sagði vel frá, var
söngmaður góður og manna kát-
astur á góðum stundum. Hann
var fæddur og uppalinn á Stapa
og þekkti umhverfið eins og lóf-
ann á sér, sem kom okkur vel
þegar jarðfræði svæðisins var
könnuð, rennt var fyrir fisk í
sveitinni eða lagst á magann og
bragðað á vatni úr ölkeldu í
skriðunni vestan bæjar.
Góðar minningar eru það dýr-
mætasta sem maður eignast á
ævigöngunni og margar slíkar
eru frá samverustundum á
Stapa. Slíkar veislur í farangr-
inum þökkum við og varðveitum.
Síðustu árin voru erfið okkar
góða vini en eftirminnilegur
verður bíltúrinn út í Skógey á
lygnu og björtu sumarkvöldi í júlí
fyrir tæpum þremur árum. Engir
staðir jafnast á við Hornafjörð á
slíkum stundum og nú verður
slíkur bíltúr ekki endurtekinn en
ljúf minning lifir um góðan vin.
Við vottum stórfjölskyldunni á
Stapa okkar dýpstu samúð á erf-
iðri stund.
Ella B. Bjarnarson
og Helgi Torfason.
Rúmum tuttugu árum síðar
man ég enn hversu döpur ég varð
þegar mín kæra systir Ella ákvað
að setjast að á Hornafirði. Ég
vissi sem var að fundir okkar
yrðu færri. Það var þó huggun
harmi gegn að mægjast og kynn-
ast því góða fólki sem Stapafjöl-
skyldan er. „Siggi og Vala eru
svo góð“ sagði dóttir mín ung að
árum upp úr eins manns hljóði
eftir eina af heimsóknum okkar
fjölskyldunnar að Stapa, þar sem
dekrað var við hana á alla lund.
Það voru orð að sönnu. Fáum
greiðviknari og gestrisnari
mönnum en Sigurði Sigurbergs-
syni hef ég kynnst um ævina,
ekkert var nógu mikið, allt var
sjálfsagt. Hann var óþrjótandi að
sýna okkur dásemdir Horna-
fjarðar, segja frá staðháttum og
mannlífi og endalaust var veislu-
borðið á Stapa. Nú er skarð fyrir
skildi – Siggi er farinn á annan
stað og hans verður sárt saknað
en „orðstír deyr aldregi hveim er
sér góðan getur“.
Ingibjörg Hallbjörnsdóttir.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
✝ SæmundurJónsson fædd-
ist í Baldurshaga í
Grindavík 30. júní
1933. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Víðihlíð í
Grindavík 21. júní
2013.
Hann var sonur
hjónanna Jóns M.
Gíslasonar, f. 1906,
d. 1984, og Val-
gerðar Sigurðardóttur, f. 1911,
d. 1982. Systkini Sæmundar eru
Erla Borg, f. 1932, maki Þorleif-
ur Guðmundsson, f. 1931 og
Gísli, f. 1939, maki Margrét
Brynjólfsdóttir, f. 1945.
Árið 1967 kynntist Sæmund-
ur eiginkonu sinni, Steinunni
Svölu Ingvadóttur, f. 9. mars
1936, d. 2000. Þau giftust 2.
september 1973 í Laugarnes-
kirkju. Steinunn átti fyrir dæt-
urnar: 1) Lilju Ósk, f. 3. júní
1954, maki Jónatan Ingi Ás-
geirsson, f. 1953, þau eignuðust
fjögur börn, Sædísi Maríu,
Steinunni Björk, Kristján Jón og
Lilju Ósk, d. 1986. 2) Árnýju, f.
25. október 1958, d. 1986, maki
hennar var Örn Kærnested, f.
1956, d. 1998, þau eignuðust tvö
börn, Hildi og Sæ-
mund Örn. 3) Ingi-
björgu Karen, f. 31.
maí 1962, maki
Bryan Lynn Thom-
as, f. 1960, þau eiga
þrjú börn, Egil
Lynn, Lilju Char-
lene og Karel Eu-
gene. Barna-
barnabörnin eru
19.
Sæmundur gekk
í barnaskólann í Grindavík.
Hann byrjaði snemma til sjós,
aðeins 14 ára gamall. Árið 1955
fór hann í Stýrimannaskólann í
Reykjavík og útskrifaðist þaðan
árið 1956. Næstu árin var hann
stýrimaður eða skipstjóri á ýms-
um bátum sem gerðir voru út
frá Grindavík. Árið 1966 stofn-
uðu þeir bræður Sæmundur og
Gísli ásamt frænda sínum
Bjarna Ágústssyni útgerð-
arfélagið Víkurhraun. Þar starf-
aði hann sem skipstjóri á
Hraunsvíkinni til ársins 1999.
Ævistarf Sæmundar snerist um
sjómennsku, enda var hann til
sjós í 53 ár.
Útför Sæmundar fer fram í
Grindavíkurkirkju í dag, 28. júní
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Þegar ég kveð afa minn Sæ-
mund er mér þakklæti efst í huga.
Minningar um afa Sæmund
tengjast ömmu og Grindavík, sjó-
mennsku, ferðalögum og yndis-
legri hlýju.
Afi var farsæll og metnaðarfull-
ur skipstjóri. Ég sé hann fyrir mér
hlusta á veðurfréttirnar einbeitt-
an á svip, fara svo í símann og taka
ákvörðun um brottför og fá sér því
næst í nefið. Afi tengdist Hrauns-
víkinni sinni sterkum böndum og
sjómennskan einkenndi hans kar-
akter og líf. Hann var mikill
Grindvíkingur og því svo viðeig-
andi að við barnabörnin hans í
Súðavík kölluðum hann afa í
Grindó.
Á heimili afa og ömmu í Grinda-
vík var gaman að dvelja og oft líf
og fjör. Alltaf var heimili þeirra
hjóna einstaklega fallegt og til fyr-
irmyndar hvað afi var liðtækur við
heimilisstörfin. Afi var einnig
ánægður með sig í eldhúsinu og
gerði t.d. alveg æðislega góðar
fiskbollur. Amma og afi voru ein-
staklega hlý og nutu þess að dekra
við barnabörnin sín og Böggul
mætti sennilega kalla heppnasta
hund í heimi.
Yfir útilegunum og ferðalögun-
um með ömmu og afa er ævintýra-
blær og ekki síst þegar við fórum í
siglingu með Eddunni sem var
mín fyrsta ferð til útlanda.
Afi Sæmundur hafði notalega
nærveru og væntumþykju skynj-
aði ég ávallt í augnaráði hans og
viðmóti. Hann hafði gaman af því
að segja sögur sem yfirleitt höfðu
spaugilegan undirtón og því
skemmtilegur heim að sækja.
Ég er afar þakklát fyrir ljúfar
minningar um frábæran afa. Afi
minn, mér þótti ákaflega vænt um
þig. Fyrir mig ertu sterk fyrir-
mynd sem ég lít upp til.
Sædís María Jónatansdóttir.
Sæmundur
Jónsson
Elsku besti pabbi
minn, nú eru komnar nokkrar
vikur síðan þú kvaddir þennan
heim og ég er enn að reyna að
sætta mig við það að þú sért far-
inn en það er eitthvað sem ég á ef-
laust aldrei eftir að geta. Eftir að
mamma kvaddi okkur þá tókst þú
við kyndlinum af henni og lagðir
mikið á þig til að fylla í það stóra
skarð sem hún skildi eftir sem
þér tókst að miklu leyti og í leið-
inni urðum við nánari en nokkru
sinni.
Þó að við fjölskyldan værum öll
flutt svolítið í sundur þá var samt
alltaf gott að vita af þér þarna
hinum megin við ána og varð mér
oft hugsað til þín og litlu systur
þegar ég horfði út um gluggann
en nú fyllist hjartað bara af sökn-
uði í hvert sinn sem ég horfi yfir.
Það var alltaf hægt að hringja í
þig og þú varst alltaf til staðar
Ragnar Heiðar
Guðsteinsson
✝ Ragnar HeiðarGuðsteinsson
fæddist í Reykjavík
5. október 1954.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 27. maí 2013.
Útför Ragnars
fór fram frá Bú-
staðakirkju 6. júní
2013.
þegar maður þurfti
á því að halda. Ég sé
mikið eftir því núna
hversu sjaldan ég
lét í mér heyra en þú
varst alltaf duglegur
að fylgjast með
manni.
Mig hafði dreymt
um það í mörg ár að
flytja að heiman,
samskipti okkar
voru erfið um tíma
og ég hreinlega bara þráði að fá
frið og öðlast meira sjálfstæði en
nú þrái ég ekkert heitar en að fá
að faðma þig og vera hjá þér aft-
ur. Ég er alveg óendanlega þakk-
látur fyrir alla þá hjálp og allan
þann stuðning sem þú veittir mér
þegar ég tók loksins það risastóra
stökk að kaupa mína fyrstu íbúð
og þó að það hafi allt verið á ein-
hverjum rosalegum spretti eins
og allt var alltaf hjá þér þá hefði
ég eflaust aldrei komist í gegnum
það allt án þín.
Það er fyrst núna eftir að þú
ert farinn að ég sé hversu mikil
áhrif þú hafðir á líf mitt og hversu
líkir við vorum í raun og veru.
Hvar sem þú ert núna niðurkom-
inn er það mín heitasta ósk að það
sé hjá mömmu. Bless, elsku besti
pabbi minn.
Óskar Ragnarsson.