Morgunblaðið - 28.06.2013, Síða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
STOFNAÐ 1987
M
ál
ve
rk
:
Ú
lf
ar
Ö
rn
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a Sími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s
Stórt ónefnt málverk eftir banda-
ríska graffitílistamanninn Jean-
Michel Basquiat (1960-1988) var
slegið ónefndum kaupanda á upp-
boði hjá Christie’s, fyrir næsthæstu
upphæð sem fengist hefur fyrir
verk eftir listamanninn. 29 millj-
ónir dala voru greiddar fyrir verk-
ið, um 3,6 milljarðar króna.
Málverkið skipti síðast um hend-
ur á uppboði fyrir ellefu árum, fyrir
1,6 milljónir dala.
Fyrir mánuði fékkst metverð fyr-
ir málverk eftir Basquiat þegar
„Dustheads“, verk frá 1982, var selt
hjá Christie’s fyrir 48,8 milljónir
dala, um sex milljarða króna.
Líflegt Verk Basquiats tengjast götulist.
Málverk Bas-
quiats verðmæt
Cameron Diaz
mun fara með
hlutverk Miss
Hannigan, fram-
kvæmdastýru
munaðarleys-
ingjahælisins, í
endurgerð söng-
leiksins Annie
fyrir hvíta tjald-
ið sem Jay-Z
framleiðir í samvinnu við Will og
Jada Pinket Smith. Upphaflega átti
dóttir þeirra Smith-hjóna, Willow,
að fara með hlutverk Annie, en hún
þykir ekki lengur nógu ung fyrir
það og því var Quvenzhané Wallis
boðið það. Af öðrum leikurum
myndarinnar má nefna Jamie Foxx.
Cameron Diaz
Diaz verður
með í Annie
Kristján Jóhann-
esson baritón og
Lilja Eggerts-
dóttir píanóleik-
ari flytja tvo
ljóðaflokka eftir
Ludwig van
Beethoven á há-
degistónleikum í
Háteigskirkju í
dag kl. 12.00-
12.30. Um er að
ræða „An die ferne Geliebte“ og
„Gellert-ljóðin“, en textarnir eru
eftir Alois Isidor Jeitteles og
Christian Fürchtegott Gellert. List-
rænn stjórnandi hádegistónleika-
raðarinnar í Háteigskirkju er Lilja
Eggertsdóttir.
Kristján
Jóhannesson
Tveir ljóðaflokk-
ar Beethovens
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
All Tomorrow’s-hátíðin hefst í kvöld
og má fastlega búast við því að mikil
stemning verði í gömlu herstöðinni á
Miðnesheiði. Gífurlegur fjöldi
áhugaverðra hljómsveita kemur
fram á hátíðinni sem hefur verið lýst
af þeim sem hafa sótt hana víða um
heim sem heimilislegri og notalegri
hátíð. „Við spiluðum á hátíðinni fyrir
rúmum tíu árum og andrúmsloftið
og stemningin á henni er þægilegt
og gott,“ segir Haraldur Freyr
Gíslason, trommuleikari Botnleðju.
Nálægðin við áhorfendur og af-
slappað andrúmsloftið er það sem
Haraldur nefnir sem eitt af helstu
einkennum hátíðarinnar. „Umgjörð-
in er líka öll mjög góð og frá sjón-
arhóli listamannsins er þetta topp-
tónlistarhátíð.“
Fjöldi flottra hljómsveita
Fyrir utan Botnleðju og fjölda
annarra íslenskra hljómsveita verð-
ur á sviðinu í gömlu herstöðinni
fjöldinn allur af góðum erlendum
hljómsveitum. „Ég hlustaði töluvert
á þýsku hljómsveitina The Notwist á
mínum yngri árum og það verður
gaman að sjá þá spila í kvöld,“ segir
Haraldur en hann býst fastlega við
því að fara á einhverja viðburði á há-
tíðinni sjálfur.
The Notwist er indírokk-hljóm-
sveit sem var stofnuð árið 1989 og
prófaði sig áfram í þungarokki en
færði sig fljótlega yfir í indírokk og
hefur á síðari árum verið að prófa
sig áfram í raftónlist og hlotið lof
fyrir.
Bandaríska hljómsveitin Deer-
hoof kemur einnig fram á hátíðinni
en hljómsveitin er frá San Francisco
og hóf sinn feril sem „noise band“ en
hefur verið að þróa sig áfram í indí-
rokk á síðari árum.
Fótbolti og pop quiz
„Þegar við spiluðum á hátíðinni á
Englandi á sínum tíma voru hljóm-
sveitir í íbúðum á tónleikasvæðinu
og oft sátu menn bara úti í garði og
voru jafnvel að spila fyrir aðdáendur
og skemmta sér með þeim,“ segir
Haraldur og er það lýsandi fyrir
stemninguna á hátíðinni. Við Atl-
antic Studios er fálátur fótboltavöll-
ur en þar gefst tónlistarmönnum og
aðdáendum þeirra tækifæri til að
spila fótbolta ef veður leyfir. Eins
verður Dr. Gunni með pop quiz í
Officeraklúbbnum og geta allir tekið
þátt. „Við stóðum okkur ekki neitt
voðalega vel í spurningaþættinum
hans á sínum tíma en það getur vel
verið að við tökum þátt núna,“ segir
Haraldur og bendir á að þetta sé
dæmigert fyrir afslappaðan og
þægilegan anda hátíðarinnar. „Þetta
er virt tónlistarhátíð og nokkuð stór
á íslenskan mælikvarða en um leið
dálítið öðruvísi og það er mikil ná-
lægð milli hljómsveita og tónleika-
gesta.“
Þekkt og óþekkt nöfn á sviðinu
Eins og sjá má á dagskránni er
fjöldi hljómsveita sem koma fram,
allt frá litlum minna þekktum hljóm-
sveitum til heimsþekktra hljóm-
sveita. Ástralska rokkbandið Nick
Cave and the Bad Seeds hlýtur að
vera ein þekktasta hljómsveitin á
tónlistarhátíðinni en Nick Cave hef-
ur spilað nokkrum sinnum á Íslandi
og á því dyggan stuðningsmannahóp
hér á landi. Mikil eftirvænting er því
eflaust hjá mörgum Íslendingum að
Nick Cave stígi upp á svið.
Fjöldi íslenskra tónlistarmanna
kemur einnig fram og ættu allir að
þekkja strákana í Botnleðju, HAM,
Mugison, Hjaltalín, Amiinu og fleiri
frábærar íslenskar hljómsveitir.
„Við hlökkum til að spila á hátíð-
inni og komum heitir af útgáfu-
tónleikunum okkar og beint upp á
svið í gömlu herstöðinni,“ segir Har-
aldur en að hans sögn er aðstaðan á
svæðinu góð og ekki ætti að vera
mikið mál að koma upp góðu tón-
leikasviði á gamla vellinum og skapa
þar skemmtilega og notalega stemn-
ingu.
„Mikil nálægð milli hljóm-
sveita og tónleikagesta“
All Tomorrow’s Parties hefst í kvöld í gömlu herstöðinni í Keflavík
Morgunblaðið/Golli
Tónleikar Hljómsveitir alls staðar að úr heiminum koma til Íslands til að spila á tónleikahátíðinni á gamla varn-
arliðssvæðinu í Keflavík. Þar á meðal eru Nick Cave and the Bad Seeds og þýska rokkbandið The Notwist.
Föstudagur 28. júní
Atlantic Studios
17:30 Æla
18:30 Apparat Organ Quartet
19:30 The Notwist
20:45 Múm
21:50 The Fall
23:10 Mugison
00:15 Thee Oh Sees
01:20 Ham
02:20 Ghostigital
Andrews Theater
16:00 Diabolik*
18:00 Snorri Helgason
19:00 Kimono
20:00 Our Man Flint*
22:00 The 10th Victim*
00:00 The Boxer’s Omen*
Officers Club
19:00 Lord Sinclairs Book Bingo
20:00 - 03:00 DJ’s
Laugardagur 29.júní
Atlantic Studios
17:30 Mono Town
18:30 SQURL
20:15 Nick Cave & The Bad Seeds
22:15 Hjaltalín
22:20 Deerhoof
00:40 Chelsea Light Moving
02:00 Dead Skeletons
Andres Theater
13:00 My Neighbour Totoro*
15:00 ToBe or Not To Be*
17:30 Puzzle Muteson
18:35 Valgeir Sigurðsson
19:35 Amiina
21:00 I Know Where I’m going!*
23:00 The Night of the Hunter*
Officers Club
17:00 - 18:00 Pop Quiz DR. Gunna
20:00 - 03:00 DJ’s
* Kvikmyndir
Dagskráin
ALL TOMORROW’S PARTIES