Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013 Sjaldan hafa fleiri verið skráðir til keppni í Ungfrú Ísland, en síðdeg- is á föstudag höfðu á sjöunda hundrað skráð sig til keppni líkt og fram kemur í blaðinu í dag. Skráningarnar eiga sér þó vitan- lega þá skýringu að margir vilja lýsa hálfgerðu frati á keppnina. Eina leiðin fyrir aðstandendur keppninnar til að ná lands- mönnum aftur á sitt band og snúa bjánahrollinum upp í örlítið bros væri sennilega að nota mótmæli eins og skráningametið á skemmtilegan hátt, til dæmis með því að bjóða öllum sem hafa skráð sig að taka þátt. Ungfrú Ísland gæti orðið þekkt á heimsvísu sem framsækinn viðburður. Fyrir utan almennan bjánahroll sem hríslast niður mænuna við það að horfa á ungar stelpur settar upp á pall þar sem þær eru vegnar og metnar af dómurum, þá vantar nefnilega alla gleði í svona keppnir. Það myndi heldur betur auka á gleðina ef úr yrði ein allsherjar útlitssúpa. Hugmyndafræðin væri reyndar sama hörmungin fyrir því, en mögulega yrði keppnin bærilegri að horfa á. Útlitið í algleymingi en gleðin gæti náð í gegn líka. Gleði ríkir alls staðar þar sem læknirinn Patch Adams kemur við. Hann var á landinu í vikunni og blaðamaður Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins fékk að vera fluga á vegg þegar þessi þekkti læknir talaði um hvernig bæta mætti geðheilbrigði með faðm- lögum og umhyggju. Hugmyndir hans um geðsjúkdóma og meðferð við þeim hafa haft mikil áhrif víða um heim. Adams gengur um í trúðsklæðum og segir það hjálpa sér að ná til fólks. Enda ekki hægt að hugsa sér útlit nátengdara gleði en rautt nef og trúðsklæði. Kannski skiptir útlitið máli eftir allt saman. Samt skemmtilegra að hafa bara gleðina í fyrirrúmi og faðmast í tíma og ótíma. RABBIÐ Útlitið og gleðin Eyrún Magnúsdóttir Þessir lipru drengir voru að stunda íþrótta- og lífstílsiðjuna parkour í miðbæ Reykjavíkur þegar Eggert Jóhannsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, átti þar leið hjá. Annar drengurinn lét til skarar skríða og fór í hvorki meira né minna en heljarstökk af tröppum Listasafns Einars Jónssonar á Eiríksgötu, eins og ekkert væri eðlilegra. Parkour hefur verið vinsælt að iðka hér heima en getur verið varasamt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og því mikilvægt að fá kennslu eða leiðsögn. Margir áhættuleikarar sem við sjáum í bíómyndunum, hafa góðan grunn í Parkour enda ekki amalegt að geta „helj- ar“stokkið hvenær sem er. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Eggert HÁSKAHOPP PARKOUR ER NOKKURSKONAR BLANDA AF ÍÞRÓTTUM OG LÍFSTÍL OG HEFUR NOTIÐ MIKILLA VINSÆLDA BÆÐI HÉRLENDIS OG ERLENDIS. UNGIR DRENGIR BRUGÐU Á LEIK VIÐ LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Stuttmynda- dagar Drauma. Hvar? Tjarnarbíó. Hvenær? kl. 19:00 laugardag. Nánar Í tilefni alþjóð- legrar leiklistar- og stuttmyndahátíðar heyrnarlausra eru tíu stuttmyndir sýndar. Myndirnar sem verða sýndar eru fjórar og koma frá Íslandi, Englandi og Þýska- landi, allar með enskum texta. Stuttmyndahátíð Hvað? Leikrit um Gilitrutt með leikhópnum Lottu. Hvar? Sauðárkróki, Ólafs- firði og Egilsstöðum. Hvenær? 15. og 16. júní. Nánar Upplýsingar um dagskrá má finna á fésbók og leikhopurinnlotta.is. Gilitrutt á ferðinni Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Stöngin inn – Áhugasýning ársins Hvar? Þjóðleikhúsið – Stóra sviðið Hvenær? Sunnudagur kl. 19:30 Nánar: Sýning leikfélags Ólafsfjarðar og leikfélags Siglufjarðar á Stöngin inn var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2012-2013. Höfundur og leikstjóri er Guðmundur Ólafsson. Áhugamannaleikhús Hvað? Fjórir leikir í Pepsi deild karla Hvar? Reykjavík og Ólafsfirði Hvenær? Sunnudag kl. 19:15 Nánar Víkingur Ó. mætir FH í Ólafsvík, Fram fær Þór í heimsókn á Laugardalsvelli, Fylkir tekur á móti Breiðabliki í Lautinni og hefjast leikirnir klukkan 19:15. Klukkan 20:00 mætast KR og ÍA. Fótbolti Hvað? Fjölskylduhá- tíð Hvar? Húsgagnahöll- inni Hvenær? Laugardag kl: 12:00 Nánar: Við Húsgagnahöllina verður slegið upp fjölskylduskemmtun. Blöðru- gerð, andlitsmálun, Skoppa og Skrýtla, Latibær, og Friðrik Dór kíkja í heim- sókn. Fjölskylduhátíð Hvað? Ísland – Rúmenía. Hvar? Laugardalshöll. Hvenær? 16. júní kl. 19:45. Nánar: Ísland mætir Rúmeníu í Laugardalshöll í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. Kveðjuleikur Óla * Forsíðumyndina tók Golli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.