Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaValgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV keypti hjól á raðgreiðslum og sér ekki eftir því Valgeir Örn Ragnarsson er 29 ára og starfar sem fréttamaður á RÚV. Hann er með BA-próf í stjórnmálafræði og er á fullu að bíða eftir almennilegu sum- arveðri. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fjögur. Ég, Erna Björk unnusta mín og börnin okkar Aron Dagur og Helga Lind. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ef það er ekki til mjólk þá verð- ur eins og hálfs árs dóttir okkar frekar svekkt. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Ætli það sé ekki á bilinu 25 til 30 þúsund krónur. Hvar kaupirðu helst inn? Þessar helstu nauðsynjar kaupi ég í Bónus og Krónunni, en freist- ast í dýrari búðir fyrir annað. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Mér finnst ótrúlega gaman að grilla svo ég er mikið í því að kaupa mat sem hentar á grillið, kjúkling, grænmeti, fisk og kjöt. Svo er ég einhverra hluta vegna alltaf að kaupa ný krydd. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Með því að borða oftar í mötu- neytinu í vinnunni og takmarka eyðslu í vitleysu. Hvað vantar helst á heimilið? Þessa dagana er mikið rætt um á heimilinu að kaupa safapressu. Mig langar reyndar meira í iPad. Eyðir þú í sparnað? Ég keypti glænýtt hjól í vor með það fyrir augum að hjóla í vinn- una. Það var dálítið dýrt þannig að ég tók það á táknrænum rað- greiðslum, þar sem ég borga mán- aðarlega jafn mikið og kostar að fylla bensíntankinn. Þetta fyr- irkomulag hvetur mig til að nota gripinn meira. Skothelt sparnaðarráð? Eldið eggjaköku. Egg eru ódýr, holl og geymast lengi í ísskáp. Með því að henda tveimur til þremur eggjum á pönnuna, skinkusneið, osti og öðru sem er til í ísskápnum, er hægt að töfra fram fína máltíð fyrir minna en 300 krónur. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON FRÉTTAMAÐUR RÚV Vantar safapressu en langar í iPad Fréttamaðurinn Valgeir Örn hjólar í vinnuna á RÚV. * Temdu þér þrjátíu daga regl-una. Bíddu í þrjátíu daga með að kaupa hlut sem þig langar í en vant- ar ekki nauðsynlega. Allar líkur eru á því að löngunin sé horfin eftir þann tíma og þar með hefurðu sparað þér pening. * Taktu nesti með þér í vinn-una og ekki fara á veitingastaði í há- deginu. Vertu búinn að undirbúa hádegismatinn áður en þú ferð að sofa svo allt verði tilbúið þegar þú vaknar næsta dag. Breyttu til svo þú fáir ekki leiða á nestinu og þú sparar þér háar fjárhæðir í hverjum mánuði. * Lestu meira af bókum. Bók-lestur er eitt ódýrasta og gagnleg- asta áhugamál sem til er. Flestir bæ- ir hafa almenningsbókasöfn með mikið úrval af bókum sem hægt er að leigja gegn vægu gjaldi. Leigðu bók sem heillar þig, leggstu svo upp í sófa og hafðu það notalegt á með- an þú skemmtir þér konunglega fyrir lítinn pening. púkinn Aura- Bíddu með að kaupa hluti N efúði og augndropar eru algeng lyf sem seld eru án lyfseðils og verka gegn áhrifum frjóof- næmis. Sé þetta tvennt keypt sam- an í Árbæjarapóteki kostar pakkinn 7.267 krónur en spara má tæpar 1.800 krónur með því að fara frekar í Garðsapótek þar sem sama tvenna kostar 5.480 krónur. Verðkönnun Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins í tíu apótekum á höfuðborgarsvæðinu sýnir að mikill munur er á verði algengustu of- næmislyfjanna sem fást án lyfseðils. Verð á þeim lyfjum sem tekin voru til skoðunar er oftast hæst í Árbæjarapóteki en í einu tilviki er hæsta verðið í Apóteki Garðabæjar. Apótekið er oftast með lægsta verðið, Garðsapótek er með lægsta verð í tveimur tilvikum og Skip- holtsapótek í einu tilviki. Skoðað var verð á fjórum teg- undum ofnæmistaflna, nefúða og augndropum. Hæsta verð í hverjum flokki er allt frá því að vera 30% hærra en það lægsta upp í að vera 62% hærra en það lægsta. Livostin-nefúði er ódýrastur í Skipholtsapóteki en kostar um 900 krónum meira í Árbæjarapóteki. Augndropar frá sama framleiðanda eru á lægsta verðinu í Garðsapó- teki en reiða þarf fram 914 krónum meira sé farið í Árbæjarapótek. Enn meiri munur er á verði of- næmislyfja í töfluformi. Clarityn-, Histasín- og Lóritín-töflur eru dýr- astar í Árbæjarapóteki en ódýr- astar í Apótekinu. Hæsta verð er allt að 62% hærra en lægsta verð. Loratatín-töflur eru ódýrastar í Garðsapóteki en kosta mest í Apó- teki Garðabæjar. Verð á pakkningu sem inniheldur tíu ofnæmistöflur er frá 390 krón- um upp í 1.310 krónur. Algengt er að taka eina til tvær töflur á dag. Mörg lyfjanna eru sambærileg að virkni en gott er að leita ráða hjá lækni við val á því hvaða tegund hentar best. Hægt er að nota töfl- una til hliðar til að fá ráð um hvar er hagstæðast að kaupa lyfin, en listinn er þó ekki tæmandi auk þess sem ekki var athugað verð í apótekum utan höfuðborgarsvæð- isins. Allt að 62% verðmunur MIKILL VERÐMUNUR ER Á OFNÆMISLYFJUM SEM FÁST ÁN LYFSEÐILS EINS OG VERÐKÖNNUN SUNNUDAGSBLAÐS MORGUNBLAÐSINS LEIÐIR Í LJÓS. VERÐ Á HVERRI TÖFLU GETUR VERIÐ FRÁ 35 KRÓNUM UPP Í 130 KRÓNUR. UM 1.800 KRÓNUM MUNAR Í VERÐI Á NEFÚÐA OG AUGNDROPUM EFTIR ÞVÍ Í HVAÐA APÓTEK ER FARIÐ. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is 3.863 2.962 3.219 3.424 2.990 3.194 3.090 3.090 2.990 3.349 30% 3.404 2.609 2.836 3.190 2.490 2.745 2.741 2.590 2.910 2.951 37% 1.310 941 1.023 1.038 870 1.157 1.064 Ekki til 845 849 55% 525 403 438 435 390 443 447 443 355 390 48% 636 510 551 549 440 498 499 498 392 395 62% 394 432 469 Ekki til 390 399 420 544 Ekki til 432 39% Árbæjar- apótek Skipholts- apótek Lyf&heilsa Lyfja Garðsapótek Apótek Hafnarfj. Reykjavíkur- apótek Apótek Garðabæjar Apótekið Lyfjaver Livostin nefúði (15ml) Livostin augndr. (4ml) Clarityn töflur 10 stk. Histasín töflur 10 stk. Lóritín 10 stk. Loratatin 10 stk. Munur á hæsta og lægsta verði Verð á ofnæmislyfjum í krónum Ofnæmislyf eru margskonar, en það margborgar sig að skoða hvað þau kosta í hverju apóteki áður en haldið er af stað í kaupleiðangur. Morgunblaðið/Rósa Braga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.