Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaValgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV keypti hjól á raðgreiðslum og sér ekki eftir því
Valgeir Örn Ragnarsson er 29 ára
og starfar sem fréttamaður á
RÚV. Hann er með BA-próf í
stjórnmálafræði og er á fullu að
bíða eftir almennilegu sum-
arveðri.
Hvað eruð þið mörg í heimili?
Við erum fjögur. Ég, Erna Björk
unnusta mín og börnin okkar
Aron Dagur og Helga Lind.
Hvað áttu alltaf til í
ísskápnum?
Ef það er ekki til mjólk þá verð-
ur eins og hálfs árs dóttir okkar
frekar svekkt.
Hvað fer fjölskyldan með í
mat og hreinlætisvörur á
viku?
Ætli það sé ekki á bilinu 25 til
30 þúsund krónur.
Hvar kaupirðu helst inn?
Þessar helstu nauðsynjar kaupi
ég í Bónus og Krónunni, en freist-
ast í dýrari búðir fyrir annað.
Hvað freistar helst í
matvörubúðinni?
Mér finnst ótrúlega gaman að
grilla svo ég er mikið í því að
kaupa mat sem hentar á grillið,
kjúkling, grænmeti, fisk og kjöt.
Svo er ég einhverra hluta vegna
alltaf að kaupa ný krydd.
Hvernig sparar þú í
heimilishaldinu?
Með því að borða oftar í mötu-
neytinu í vinnunni og takmarka
eyðslu í vitleysu.
Hvað vantar helst á heimilið?
Þessa dagana er mikið rætt um
á heimilinu að kaupa safapressu.
Mig langar reyndar meira í iPad.
Eyðir þú í sparnað?
Ég keypti glænýtt hjól í vor með
það fyrir augum að hjóla í vinn-
una. Það var dálítið dýrt þannig að
ég tók það á táknrænum rað-
greiðslum, þar sem ég borga mán-
aðarlega jafn mikið og kostar að
fylla bensíntankinn. Þetta fyr-
irkomulag hvetur mig til að nota
gripinn meira.
Skothelt sparnaðarráð?
Eldið eggjaköku. Egg eru ódýr,
holl og geymast lengi í ísskáp.
Með því að henda tveimur til
þremur eggjum á pönnuna,
skinkusneið, osti og öðru sem er
til í ísskápnum, er hægt að töfra
fram fína máltíð fyrir minna en
300 krónur.
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON FRÉTTAMAÐUR RÚV
Vantar safapressu en langar í iPad
Fréttamaðurinn Valgeir Örn hjólar í vinnuna á RÚV.
* Temdu þér þrjátíu daga regl-una. Bíddu í þrjátíu daga með að
kaupa hlut sem þig langar í en vant-
ar ekki nauðsynlega. Allar líkur eru
á því að löngunin sé horfin eftir
þann tíma og þar með hefurðu
sparað þér pening.
* Taktu nesti með þér í vinn-una og ekki fara á veitingastaði í há-
deginu. Vertu búinn að undirbúa
hádegismatinn áður en þú ferð að
sofa svo allt verði tilbúið þegar þú
vaknar næsta dag. Breyttu til svo
þú fáir ekki leiða á nestinu og þú
sparar þér háar fjárhæðir í hverjum
mánuði.
* Lestu meira af bókum. Bók-lestur er eitt ódýrasta og gagnleg-
asta áhugamál sem til er. Flestir bæ-
ir hafa almenningsbókasöfn með
mikið úrval af bókum sem hægt er
að leigja gegn vægu gjaldi. Leigðu
bók sem heillar þig, leggstu svo upp
í sófa og hafðu það notalegt á með-
an þú skemmtir þér konunglega
fyrir lítinn pening.
púkinn
Aura-
Bíddu með að
kaupa hluti
N
efúði og augndropar eru
algeng lyf sem seld eru
án lyfseðils og verka
gegn áhrifum frjóof-
næmis. Sé þetta tvennt keypt sam-
an í Árbæjarapóteki kostar pakkinn
7.267 krónur en spara má tæpar
1.800 krónur með því að fara frekar
í Garðsapótek þar sem sama tvenna
kostar 5.480 krónur.
Verðkönnun Sunnudagsblaðs
Morgunblaðsins í tíu apótekum á
höfuðborgarsvæðinu sýnir að mikill
munur er á verði algengustu of-
næmislyfjanna sem fást án lyfseðils.
Verð á þeim lyfjum sem tekin
voru til skoðunar er oftast hæst í
Árbæjarapóteki en í einu tilviki er
hæsta verðið í Apóteki Garðabæjar.
Apótekið er oftast með lægsta
verðið, Garðsapótek er með lægsta
verð í tveimur tilvikum og Skip-
holtsapótek í einu tilviki.
Skoðað var verð á fjórum teg-
undum ofnæmistaflna, nefúða og
augndropum.
Hæsta verð í hverjum flokki er
allt frá því að vera 30% hærra en
það lægsta upp í að vera 62%
hærra en það lægsta.
Livostin-nefúði er ódýrastur í
Skipholtsapóteki en kostar um 900
krónum meira í Árbæjarapóteki.
Augndropar frá sama framleiðanda
eru á lægsta verðinu í Garðsapó-
teki en reiða þarf fram 914 krónum
meira sé farið í Árbæjarapótek.
Enn meiri munur er á verði of-
næmislyfja í töfluformi. Clarityn-,
Histasín- og Lóritín-töflur eru dýr-
astar í Árbæjarapóteki en ódýr-
astar í Apótekinu. Hæsta verð er
allt að 62% hærra en lægsta verð.
Loratatín-töflur eru ódýrastar í
Garðsapóteki en kosta mest í Apó-
teki Garðabæjar.
Verð á pakkningu sem inniheldur
tíu ofnæmistöflur er frá 390 krón-
um upp í 1.310 krónur. Algengt er
að taka eina til tvær töflur á dag.
Mörg lyfjanna eru sambærileg að
virkni en gott er að leita ráða hjá
lækni við val á því hvaða tegund
hentar best. Hægt er að nota töfl-
una til hliðar til að fá ráð um hvar
er hagstæðast að kaupa lyfin, en
listinn er þó ekki tæmandi auk
þess sem ekki var athugað verð í
apótekum utan höfuðborgarsvæð-
isins.
Allt að 62% verðmunur
MIKILL VERÐMUNUR ER Á OFNÆMISLYFJUM SEM FÁST ÁN LYFSEÐILS EINS OG VERÐKÖNNUN SUNNUDAGSBLAÐS
MORGUNBLAÐSINS LEIÐIR Í LJÓS. VERÐ Á HVERRI TÖFLU GETUR VERIÐ FRÁ 35 KRÓNUM UPP Í 130 KRÓNUR. UM 1.800
KRÓNUM MUNAR Í VERÐI Á NEFÚÐA OG AUGNDROPUM EFTIR ÞVÍ Í HVAÐA APÓTEK ER FARIÐ.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
3.863 2.962 3.219 3.424 2.990 3.194 3.090 3.090 2.990 3.349 30%
3.404 2.609 2.836 3.190 2.490 2.745 2.741 2.590 2.910 2.951 37%
1.310 941 1.023 1.038 870 1.157 1.064 Ekki til 845 849 55%
525 403 438 435 390 443 447 443 355 390 48%
636 510 551 549 440 498 499 498 392 395 62%
394 432 469 Ekki til 390 399 420 544 Ekki til 432 39%
Árbæjar-
apótek
Skipholts-
apótek Lyf&heilsa Lyfja Garðsapótek
Apótek
Hafnarfj.
Reykjavíkur-
apótek
Apótek
Garðabæjar Apótekið Lyfjaver
Livostin
nefúði (15ml)
Livostin
augndr. (4ml)
Clarityn töflur
10 stk.
Histasín töflur
10 stk.
Lóritín
10 stk.
Loratatin
10 stk.
Munur
á hæsta
og lægsta
verði
Verð á ofnæmislyfjum í krónum
Ofnæmislyf eru margskonar, en það margborgar sig að skoða hvað þau kosta í
hverju apóteki áður en haldið er af stað í kaupleiðangur.
Morgunblaðið/Rósa Braga