Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013
Ásdís Stross fiðluleikari og Ásta Haralds-
dóttir píanóleikari halda tónleika í Selinu á
Stokkalæk á sunnudag klukkan 16. Á efnis-
skrá tónleikanna eru tilbrigði eftir Mozart,
útsetningar Helga Pálssonar á fjórum íslensk-
um þjóðlögum, „Rómönsu“ eftir Árna
Björnsson og „Húmeresku“ eftir Þórarin
Jónsson. Auk þess leikur Ásta þrjú lög fyrir
píanó eftir Grieg, „Gamlar dansvísur“ eftir
Bartók og tvö stutt verk eftir Jón Leifs sem
byggð eru á íslenskum þjóðlögum.
Ásdís starfaði um árabil í Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og var þá um skeið þriðji kons-
ertmeistari hljómsveitarinnar. Ásta starfar
sem organisti, kennari og píanóleikari.
Miðapantanir eru í síma 864 5870.
FIÐLA OG PÍANÓ Á STOKKALÆK
TILBRIGÐI Í SELINU
Ásta Haraldsdóttir píanóleikari og Ásdís Stross
fiðluleikari koma fram í Selinu á sunnudag.
Ljósmynd/Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir
Verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur verða flutt á
Stofutónleikum á Gljúfrasteini á sunnudag.
Morgunblaðið/Heiddi
Flutt verða verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur
tónskáld á fyrstu Stofutónleikum sumarsins á
Gljúfrasteini en þeir hefjast klukkan 16 á
sunnudag. Flytjendur eru Marta G. Halldórs-
dóttir sópran, Pamela De Sensi flautuleikari
og Páll Eyjólfsson sem spilar á gítar.
Á meðal verkanna sem flutt verða eru
„Tvö tré“, sem samið var sérstaklega að
beiðni Pamelu og verður frumflutt á Íslandi á
tónleikunum. Þar að auki verður frumflutt
nýtt sönglag við ljóð Halldórs Laxness, „Dáið
er alt án drauma“.
Stofutónleikar á Gljúfrasteini hófust árið
2006 og hafa um 180 listamenn komið fram.
TÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI
VERK ELÍNAR
Heimili bandaríska mynd-
listarmannsins Donalds
Judds (1928-1994), 101
Prince Street í SoHo í
New York, hefur verið
opnað gestum sem áhuga
hafa á að sjá hvernig þessi
heimskunni myndlistar-
maður og hönnuður, sem
hefur verið verið kallaður
einn af helstu meisturum mínimalismans,
þótt hann hafi harðneitað að tengjast því
hugtaki, bjó sér ból. Húsið er fimm hæðir,
grindin steypt úr pottjárni, og Judd keypti
þetta fyrsta hús sem hann eignaðist fyrir lítið
fé 1968. Hann lagaði það að hugmyndum sín-
um um hvernig ætti að lifa lífinu, á einfaldan
en stílhreinan hátt, og smám saman setti
hann upp verk eftir samherja í listinni sem
hann dáði. Börn Judds hafa eytt mörgum ár-
um í að gera húsið upp, án þess að raska
neinu, og nú geta þeir skoðað sem vilja.
MERKILEGT HÚS OPIÐ GESTUM
HEIMILI JUDDS
Donald Judd
Nýr sýningarsalur, Anarkía, verður opnaður í dag, laug-ardag klukkan 15 með tvískiptri sýningu Bjarna Sig-urbjörnssonar myndlistarmanns. Anarkía er að Hamra-
borg 3 í Kópavogi og er á vegum ellefu listamanna. Í
tilkynningu frá þeim segir að hópurinn Anarkía hafi „kosið að
taka málin í sínar hendur og skapa sér sjálfir tækifæri til að
koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum.
Mælistikur og stofnanir „listheimsins“ látum við okkur í léttu
rúmi liggja, en leggjum áherslu á milliliðalaust erindi listamanns-
ins við listnjótendur…“ Þá segir að Anarkía hafi þetta húsnæði
til umráða, til sýninga á verkum hópsins „… sem og annarra
listamanna sem vilja taka þátt í þessari tilraun og finna sam-
hljóm með hugmyndunum sem að baki liggja“.
Í Anarkíu eru tveir sýningasalir og setur Bjarni upp í þeim
tvær sýningar sem hann kallar „Að flá fiðrildi“ og „Svífa svartir
skurðir“.
Bjarni segist líta á fiðrildið í þessu samhengi sem tákngerving
málverksins, sem vissulega sé illfláanlegt, en hann er kunnur
fyrir átakamiklar abstraktmyndir, ekki síst málaðar á plexigler.
„Hvað gerist þegar fegurðin er skorin upp?“ spyr hann og býð-
ur gestum á sýninguna að velta því fyrir sér.
NÝR SÝNINGARSALUR, ANARKÍA, Í KÓPAVOGI
Innviðir og nekt
málverksins
„Hér er fengist við nekt málverksins, innviði þess og grunnforsendur:
Hvað gerist þegar fiðrildið sjálft er flegið?“ spyr Bjarni Sigurbjörnsson.
Morgunblaðið/Rósa Braga
BJARNI SIGURBJÖRNSSON OPNAR TVÍSKIPTA SÝNINGU
Á NÝJUM MÁLVERKUM Í ANARKÍU.
Menning
S
kemmtileg viðbót við safnaflóru
Siglufjarðar birtist fólki þjóðhátíð-
ardaginn, 17. júní. Þar er um að
ræða Saga Fotografica að Vetrar-
braut 17. Tilgangur safnsins er
varðveisla á tækjum til ljósmyndunar og ljós-
myndavinnslu frá ýmsum tímum, sýning
þeirra og kynning, auk þess sem staðið verður
fyrir kynningu á sögu ljósmyndunar og mis-
munandi aðferðum við ljósmyndavinnslu, sem
og sýningum á myndverkum.
Stofnendur safnsins eru hjónin Baldvin Ein-
arsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, bæði úr
Reykjavík en þau tóku ástfóstri við Siglufjörð
fyrir nokkrum árum. Á fyrstu sýningu safns-
ins eru Siglufjarðarmyndir Vigfúsar Sigur-
geirssonar, sem lengi starfaði sem forseta-
ljósmyndari, en hann tók margar eftirminni-
legar myndir, m.a. á síldarárunum.
Paradís fuglaljósmyndara?
Baldvin og Ingibjörg eiga ljósmyndavöru- og
þjónustufyrirtækið Beco í höfuðborginni og
hið nýja safn má að einhverju leyti rekja til
áhugasams fuglaljósmyndara og viðskipta-
vinar fyrirtækisins, John Wilkins, starfsmanni
breska sendiráðsins. Hann hafði heyrt af því
að Siglufjörður væri paradís fuglaljósmynd-
ara, langaði að komast þangað og þau Baldvin
og Ingibjörg sáu um að sá draumur rættist.
„Systir Ingu bjó á þessum tíma á Siglufirði en
að öðru leyti höfðum við engin tengsl við bæ-
inn. Hún útvegaði okkur gistingu á fallegum
stað í miðjum Siglufjarðarbæ, við renndum
norður með hjónin og urðum heilluð,“ segir
Baldvin.
Þau höfðu áður komið til bæjarins en við
allt önnur skilyrði. „Þá var napurt og Siglu-
fjörður hálfgerður draugabær. Systir Ingu var
með gesti svo við tjölduðum í lítilli laut sunn-
arlega í bænum – það var ekki draumanótt-
in!“ segir Baldvin og hlær. Hjónin gistu með
Bretunum, John Wilkins og Margreth eigin-
konu hans, „í yndislegu húsi við Hverfisgötu,
áttum góða kvöldstund og vöknuðum í ótrú-
legri blíðu; fuglarnir sungu, sjórinn var speg-
ilsléttur og bátarnir að fara út. John myndaði
mikið enda dagurinn fullkominn til þess og ég
sagði við konuna mína, að þetta væri staður
þar sem ég vildi eiga heima.“
Að þeim orðum sögðum rúllaði af stað bolti
sem enn hefur ekki stöðvast. Þau búa þó í
Reykjavík og annað stendur ekki til, en eiga
afdrep fyrir norðan.
Í kaffiboði hjá fólki við Suðurgötu lýsti
Baldvin því yfir, í þessari sömu ferð, að hann
langaði að eignast hús í bænum. Þegar þau
Baldvin gengu niður götuna að boðinu loknu
losnaði skóþvengur hans og eina ráðið var að
setjast niður og reima. Hann tyllti sér í tröpp-
urnar við Suðurgötu 30 og segir þá við Ingu
að hann væri til í að eiga þetta hús.
Nokkrum mánuðum síðar höfðu þau keypt
umrædda fasteign. Vinur þeirra, sem svipaðist
um eftir húsi fyrir þau, benti á þetta því
eigendurnir væru lítið á Siglufirði, Baldvin
hringdi í viðkomandi, sá hafði ekki hugsað sér
að selja en skipti um skoðun nokkru síðar.
Húsið var illa farið en hjónin dunduðu í frí-
stundum næstu misserin við að gera það upp.
Um langan veg var að fara að heiman og erf-
itt að ferðast með verkfæri og annað sem til
þurfti. Þau festu því kaup á bílskúr þar sem
hægt var að vinna ákveðin verk en þegar
hann varð of lítill keyptu þau gamla skemmu
við Vetrarbraut, á eyrinni.
Í kaupunum fylgdi sambyggt hús, sem þau
höfðu reyndar hafnað að kaupa árið áður því
það var svo illa farið. „Það var samt heillandi
að ganga inn í húsið og það á sér merkilega
sögu.“ Þau ákváðu að gera húsið upp og þar
verður safnið senn opnað. Um endurhönnun
hússins sá Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt
og eru þau afar ánægð með hvernig til tókst.
Á árum áður var í húsinu vinnustofa tré-
smiðs og síðar höfðu Síldarverksmiðjur
ríkisins það til umráða og notuðu sem rann-
sóknarstofu. Þegar hjónin kynntu sér sögu
hússins betur kom í ljós að þar höfðu áhuga-
ljósmyndarar haft aðstöðu á tímabili og Krist-
ján Möller, samgönguráðherra í síðustu ríkis-
stjórn, m.a. kennt ungum Siglfirðingum fyrstu
handtökin við að framkalla filmur.
101 norðursins
Meðan á vinnu stóð við að gera húsið upp
kviknaði hugmyndin að safninu. „Við höfum
starfað við að þjónusta ljósmyndara og ljós-
myndaiðnaðinn í 34 ár og erum með áráttu
fyrir því að safna búnaði og ýmsu öðru sem
tengist ljósmyndurum á Íslandi; höfum t.d.
safnað verkfærum þeirra frá fyrstu tíð til
dagsins í dag og vegna starfsins hafa okkur
hlotnast margar góðar gjafir. Á seinni árum
hefur gamalt fólk, sem við höfum þjónustað
lengi, jafnvel komið með hluti til okkar vegna
þess að þeir voru ekki notaðir lengur og
fannst þeir eiga heima í Beco. Þannig hafa
ýmsar gersemar komist í okkar vörslu.“
NÝTT SAFN OPNAÐ Á SIGLUFIRÐI
Myndarlegu ljósi varpað á
söguna á Vetrarbrautinni
HVERT SAFNIÐ ÖÐRU MERKILEGRA HEFUR VERIÐ SETT Á STOFN Á SIGLUFIRÐI Á SÍÐARI ÁRUM. ÞAR ER SÍLD-
ARSAGAN VITASKULD Í HÁVEGUM HÖFÐ, EN EINNIG ÞJÓÐLAGIÐ OG LJÓÐIÐ – OG NÚ LJÓSMYNDUNIN.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir.