Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013 Barnaverndarstofa byrjaði árið 2009 að veita sálfræðiþjónustu fyr- ir börn undir 18 ára aldri sem sýna óviðeigandi kynhegðun. Þetta er úrræði sem hægt er að grípa til ef fólk hefur áhyggjur af óviðeig- andi kynhegðun barna. „Það getur verið erfitt að greina hvar mörkin liggja á þessum aldri, hvenær börn eru í eðlilegum kynferðis- legum leik og hvenær beri að hafa áhyggjur,“ segir Ólafur Örn. „Þess vegna viljum við gjarnan fá til okkar fleiri börn en færri, þannig að við getum þá lokað mál- inu með fræðslu, til dæmis með því að segja að þetta sé eðlileg til- raunastarfsemi einstaklings á þessum aldri og hann viti ekki hvernig eigi að bera sig að. En stundum er þetta gróf hegðun sem þarf að vinda ofan af, allt frá því að skoða barnaklám eða sýna sig og snerta aðra, til fullframinna maka og kynferðislegrar misnotk- unar.“ Og það er mikilvægt að greina snemma óeðlilega kynferðislega hegðun. „Hættulegustu kynferðis- brotamennirnir eiga það yfirleitt sammerkt að hafa byrjað að brjóta af sér sem börn,“ segir Ólafur Örn. „Reynslan sýnir að líkurnar eru mestar á að stöðva slíka hegðun á unga aldri, áður en hún þróast frekar, enda eru börn og unglingar merkilega móttæk fyrir meðferð.“ Hann áréttar þó að ekki megi snúa rökfærslunni á hvolf og draga þá ályktun að öll börn sem sýni óviðeigandi kyn- hegðun verði hættuleg. „Hlutfallið er mjög lágt eða einungis 5%, þ.e. fimm af hundraði. Og ég ítreka að mestar líkur eru á að það takist að snúa þessari þróun við ef með- ferðin hefst snemma.“ Úr Barnahúsi þar sem unnið er markvisst með börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Morgunblaðið/G.Rúnar Krakkar sem sýna óviðeigandi kynhegðun Íslendingar hafa fullgilt Lanza- rote-sáttmálann, en það er Evr- ópuráðssamningur um varnir gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. Í því felst meðal annars að Íslendingar skuldbinda sig til að koma upp hjálparlínu fyrir fólk sem hefur áhyggjur af eigin kynferðislegu löngunum gagnvart börnum, en það hefur þó ekki tekið skrefið. „Þetta er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur,“ segir Ólafur Örn. „Það hefur kannski staðið sig að því að plana brot gegn börnum og vill leita sálfræðiaðstoðar, en finnur eng- an farveg fyrir það í kerfinu. Auð- vitað væri eðlilegt fyrsta skref að hjálpa þeim sem vilja fá hjálp. En við gerum það ekki því miður. Þetta þarf ekki að vera dýrt eða flókið í framkvæmd. Það væri til dæmis hægt að byrja með hjálp- arlínu í tvo tíma tvisvar í viku.“ Áhættumat er liður í reynslu-lausnarferlinu hjá Fangels-ismálastofnun, en þar er lagt mat á hversu líklegt sé að kynferðisbrot haldi áfram eftir að afplánun gerandans lýkur. „Ekki liggja fyrir rannsóknir hér á landi, úr því þarf að bæta, en við höfum tölur frá Bandaríkjunum,“ segir Ólafur Örn Bragason, sérfræðingur í réttarsálfræði. „Af þeim sem eru í minnstri áhættu brjóta 7-12% af sér aftur innan fimm ára frá því þeir losna úr afplánun, 20-30% af þeim sem eru í miðlungsáhættu og svo 40- 50% þeirra sem eru í mikilli áhættu. Hafa ber í huga þegar ítrekunartíðnin er skoðuð að hún er unnin út frá gögnum lögreglu og að kynferðisafbrot eru sá brota- flokkur sem ólíklegast er að rati þangað. Það sýna þolendakannanir og þar af leiðandi er skekkjan meiri.“ Reynslulausn Skilyrði reynslulausnarinnar eru ákveðin út frá niðurstöðu áhættu- matsins. „Unnið er mjög faglegt starf hjá Fangelsismálastofnun,“ segir Ólafur Örn Bragason sér- fræðingur í réttarsálfræði. „Tveir ráðgjafar mæta í reglulegar heim- sóknir, taka út dvalarstaði og halda uppi virku eftirliti með þeim sem metnir eru hættulegastir.“ En gallinn er sá að þegar reynslulausn lýkur eru kynferð- isbrotamennirnir lausir allra mála, sama hversu hættulegir þeir teljast samkvæmt áhættumati. Eftirlitinu lýkur þar. Og þar sem lögreglan hefur ekki forvirkar rannsókn- arheimildir, eins og hún hefur ítrekað farið fram á, þá þarf rök- studdan grun til að leyfilegt sé að fylgjast með þeim áfram. Miðlun upplýsinga Fangelsismálayfirvöld geta þó miðlað upplýsingum til barna- verndaryfirvalda um einstaklinga sem eru samkvæmt áhættumati líklegir til að fremja kynferðisbrot að lokinni afplánun. Þannig má hugsanlega fyrirbyggja að þeir ráði sig í vinnu eða taki þátt í fé- lagsstarfi þar sem aðgangur er greiður að börnum. „En spurningin er sú hvaða úrræðum er hægt að beita, að svo komnu máli.“ segir Ólafur Örn. „Barnaverndarkerfið er illa statt sökum mikils álags og það hefur ekki heimildir til að bregðast við nema grunsemdir vakni um að tiltekið barn sé í hættu.“ Hvað er til ráða? Eitt úrræði sem Ólafur Örn bend- ir á er að lengja reynslulausn- artímabilið og tryggja að Fangels- ismálastofnun hafi meira bolmagn til áframhaldandi eftirfylgni. „Mjög fáir eru í miklum áhættu- hópi hér á landi, að minnsta kosti sem við vitum um, og fangelsi eru einfaldlega ekki besti meðferð- arstaðurinn ef tilgangurinn er betrun.“ Á Bretlandi er réttargeðdeild sérhæft úrræði og eru kynferð- isbrotamenn vistaðir þar, þar til þeir eru ekki lengur taldir hættu- legir. „Ég veit vel að það kann að vera umdeilt hvort vista eigi sak- hæfa einstaklinga á réttargeðdeild, en þar er hægt að veita betri þjónustu.“ Hann segist telja að blönduð að- ferð sé skynsamlegasta leiðin. „Það þarf heildstæða meðferð með teymi sérfræðinga og fælist hún að hluta til í fangelsisdvöl, en einnig í dvöl á réttargeðdeild og reynslulausn. Jafnframt þyrfti meira samstarf milli lögreglu og barnaverndaryfirvalda til að veita betra aðhald. Ég tel að það myndi skila árangri, hversu miklum er erfitt að segja, en við getum þetta. Önnur lönd eru með svo mikinn fjölda afbrotamanna að það er nánast ógerlegt að halda utan um hættulegasta hópinn þar.“ Eftir að reynslulausn lýkur eru kynferðisafbrotamenn lausir allra mála, sama hversu hættulegir þeir teljast. Myndin er sviðsett. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vanmáttugt réttarkerfi ÍSLENSKT RÉTTARKERFI ER VANMÁTTUGT GAGNVART KYNFERÐISBROTAMÖNNUM SEM FREMJA ÍTREKUÐ KYNFERÐISBROT Á BÖRNUM, EN REYNSLAN SÝNIR AÐ OF MARGIR LÁTA SÉR EKKI SEGJAST OG HALDA ÁFRAM, EFTIR AÐ HAFA AF- PLÁNAÐ BROT SÍN, AÐ BRJÓTA AF SÉR. EKKI ÞARF AÐ ORÐLENGJA HVÍLÍK ÁHRIF SLÍKT INNGRIP HEFUR Á LÍF BARNS. SKORTIR HJÁLPARLÍNU * „Við erum alltof lítið og þétt samfélag til að kynferðisbrotgegn börnum fái að viðgangast.“Ólafur Örn Bragason, sérfræðingur í réttarsálfræði. Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.