Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 57
16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Í bókinni Íslenskir fiskar er gerð grein fyrir ríflega 350 fisk- tegundum sem fundist hafa í hafinu umhverfis Ísland og í vötnum landsins. Höfundar eru Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. Baldur Hlíðberg er höfundur vatnslitamynda og skilar sínu verki frábærlega eins og hans var von og vísa. Hér er á ferð ný og endurskoðuð út- gáfa bókar sem kom fyrst út ár- ið 2006 og seldist upp. Ekki einkennilegt að svo vönduð og falleg bók hafi notið vinsælda. Nú er upplagt að ná sér í nýju útgáfuna. Bókin er öll hin vand- aðasta og á svo sannarlega heima hjá öllum þeim sem hafa áhuga á fiskum hafsins og lífs- háttum þeirra. Vinsæl bók um íslenska fiska Fimm binda ritsafn Guðfinnu Þorsteins- dóttur, Erlu, kemur út í sumarlok. Allar frumsamdar bækur Guðfinnu, sem birti ljóð sín undir skáldaheitinu Erla, eru endurprent- aðar og úrval úr óbirtu efni hennar í bundnu og óbundnu efni. Um helmingur af ljóðum og frásögnum ritsafnsns hefur ekki áður komið út á bók. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gefur rit- safnið út og Magnús Stefánsson sér um útgáfuna. Ritstjóri er Anna Þorbjörg Ing- ólfsdóttir, lektor í íslensku við mennta- vísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur lagt mikla vinnu í rannsóknir á dagbókum og bréfum höfundarins og síðasta bindi safnsins er ítarleg ritgerð hennar um Guðfinnu og verk hennar. Guðfinna Þorsteinsdóttir (1891-1972) sendi frá sér sex bækur, þrjár ljóðabækur, tvær bækur með þjóðlegum frásögnum og eina þýdda skáldsögu eftir William Heine- sen. Hún bjó lengst af á Vopnafirði ásamt manni sínum og níu börnum. Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla). Ritsafn hennar kemur út nú seinna í sumar. RITSAFN ERLU VÆNTANLEGT Hinn vinsæli breski rithöfundur Zadie Smith brást hart við þeirri staðhæfingu stallsystur sinnar, rithöf- undarins og blaðamannsins Lauren Sandler, að til þess að kvenrithöfundar geti átt gifturíkan feril, geti þær ekki átt meira en eitt barn. Smith á sjálf tvö börn og hæddist að þessum hugleiðingum. Jane Smiley hefur einnig gagnrýnt skrif Sandler, sem birtust í tímaritinu Atlantic, um að ef konur vildu ekki hamla framamöguleikum sínum á ritvell- inum, ættu þær að halda sig við eitt barn. Sandler, sem er sjálf einkabarn og á eitt, bendir í grein sinni á marga kvenhöfunda sem hún dáir og eiga aðeins eitt. Hún nefnir Susan Sontag, Mary McCarthy, Elizabeth Hardwick, Margaret Atwood og Ell- en Willis. Greinin nefnist: „Leyndardómurinn við að vera vinsæll rithöfundur og góð móðir: eiga bara eitt barn“. „Þessi hugmynd, að móðurhlutverkið geti verið ógnun við sköpunarkraftinn, er fáránleg,“ segir Smith í The Guardian. Hún er ein margra kvenhöfunda sem hafa mótmælt hugleiðingum Sandler. Sandler, hinsvegar, vitnar máli sínu til stuðnings í orð bandaríska höfundarins Alice Walker, sem sagði að kvenlistamenn ættu að eignast börn, „svo framarlega sem þær langar til þess – en aðeins eitt…: Því með eitt er hægt að hreyfa sig. Fleiri binda mann niður.“ HINDRA TVÖ BÖRN FRAMA KVENNA? Rithöfundinum Zadie Smith finnst það fáránleg hugmynd að konur geti ekki sameinað barneignir og ritstörf. Áður en ég sofna eftir S.J. Wat- son er bók sem þeir sem vilja góða afþreyingu verða að lesa. Bókin hefur unnið til verðlauna og fengið afar lofsamlega dóma enda hörkuspennandi. Ekki missa af þessari bók! Á hverjum morgni vaknar Christine og man ekki neitt. Maðurinn sem vaknar með henni er greinilega ekki að segja henni allan sannleikann. Þetta er fyrsta bók höfundar og beðið er eftir þeirri næstu. Ekki missa af Áður en ég sofna Fiskar, Skúli skelfir og vin- sæl spennubók NÝJAR BÆKUR EF ÞIÐ VILJIÐ LESA SPENNANDI BÓK SEM HELD- UR YKKUR VIÐ EFNIÐ ÞÁ ER ÁÐUR EN ÉG SOFNA BÓKIN SEM ÞIÐ ERUÐ AÐ LEITA AÐ. ÍS- LENSKIR FISKAR ER BÓK FYRIR ÞÁ SEM UNNA NÁTTÚRU OG DÝRALÍFI. BÖRNIN HALDA SVO UPP Á SKÚLA SKELFI. ÞÝDD SKÁLDSAGA EFTIR JORGE BUCAY VEKUR TIL UMHUGSUNAR. Leyfðu mér að segja þér sögu eftir Jorge Bucay segir frá Demián sem fer til sálfræðings. Sá beitir óvenju- legum aðferðum og segir Demián sögur sem vekja hann til umhugs- unar. Þetta eru sögur sem eru vel til þess fallnar að bæta eigið líf og skilja sjálfan sig betur. Bókin, sem farið hefur sigurför um heiminn, er í mjög fallegu broti. María Rán Guð- jónsdóttir þýddi. Sögur sem vekja til umhugsunar Tvær bækur eru komnar út um ærslabelginn sí- vinsæla Skúla skelfi. Önnur er Líkaminn en þar er að finna allt sem þarf til að ofbjóða kenn- urunum og fá vinina til að hrylla sig. Hin bókin er Skúli skelfir og skrímslamyndin en þar er að finna fjórar sögur um Skúla litla og ein þeirra tengist hryllingsmyndum en ekki ætti að koma á óvart að Skúli litli er staðfastur aðdáandi þeirra. Skúli skelfir enn í banastuði * „Aldrei að segja sjálfsagða hluti,þeir segja sig sjálfir.“ Þórarinn Eldjárn BÓKSALA 5.-11. JÚNÍ Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Eymundsson 1 Hún er horfinGillian Flynn 2 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 3 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir 4 PartíréttirRósa Guðbjartsdóttir 5 Rutt úr vegiLee Child 6 StúdíóiðPekka Hiltunene 7 Áður en ég sofnaS. J.Watson 8 Skúli skelfir - líkaminnFrancesca Simon 9 Hvítir múrar borgarinnarEinar Leif Nilsen 10 Lág kolvetna lífsstíllinn LKLGunnar Már Sigfússon Kiljur 1 Hún er horfinGillian Flynn 2 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir 3 Rutt úr vegiLee Child 4 StúdíóiðPekka Hiltunene 5 Áður en ég sofnaS.J.Watson 6 Hvítir múrar borgarinnarEinar Leif Nielsen 7 Skýrsla 64Jussi Adler Olsen 8 Kaffi og ránCatharina Ingelman-Sundenberg 9 Þú speglar migSylvia Day 10 Börnin í DimmuvíkJón Atli Jónasson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Lengi getur vont versnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.