Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 13
Ungmenni telja skriflega
ökuprófið tyrfið en sviðs-
stjóri ökuprófasviðs segir
góðan undirbúning skipta
mestu máli.
farsíma af fólki meðan það þreytir
prófið vegna þess að brögð voru að
því að próftakar reyndu að ljós-
mynda prófin fyrir félaga sína.
Allir eiga að geta tekið skriflegt
ökupróf á jafnréttisgrundvelli.
Langflestir taka venjulegt skriflegt
próf en boðið er upp á önnur úrræði
fyrir lesbinda og nemendur með
námsörðugleika. Ýmist eru spurn-
ingarnar lesnar upp fyrir þá í
smærri hópum eða þeir fá hreinlega
einstaklingspróf. Þá er boðið upp á
próf á ensku, öllum Norður-
landamálunum nema finnsku,
spænsku, pólsku og taílensku. Þeir
sem ekki skilja þessi mál mega hafa
með sér túlk frá Alþjóðahúsinu. Síð-
astnefndu prófin fara fram undir
vökulu augu myndavélar til að hægt
sé að ganga úr skugga um að nem-
andinn sé í raun og veru að taka
prófið en ekki túlkurinn. „Það getur
verið erfitt að ráða í þessi samskipti
þegar maður skilur ekki bofs í mál-
inu. Þess vegna eru þessi próf tekin
upp til að hægt sé að bera þau und-
ir þar til bæran aðila, vakni grun-
semdir,“ segir Svanberg.
Hann segir mjög faglega að próf-
unum staðið, prófdómarar hafi til-
skilin réttindi og miklar kröfur til
þeirra gerðar. „Ökukennsla á Ís-
landi hefur verið efld til muna á
umliðnum árum. Kennslan er betri,
prófin strangari og viðurlögin harð-
ari verði mönnum á. Þetta hefur
meðal annars gert það af verkum
að banaslysum og öðrum alvar-
legum slysum hjá ungu fólki í um-
ferðinni hefur snarfækkað,“ segir
Svanberg.
Sjá nánar graf hér til hliðar.
Gjald fyrir skriflegt ökupróf er
hið sama hvort sem prófið er tekið í
fyrsta, annað eða jafnvel þriðja
sinn, krónur 3.100. Að sögn Svan-
bergs hefur ekki verið rætt um að
breyta þessu, til dæmis hækka
gjaldið fyrir annað eða þriðja próf
til hvatningarauka.
Sætti sig ekki við fallið
Próftakar þurfa ekki að bíða lengi
eftir niðurstöðu. Farið er yfir prófið
strax og því er skilað. Þá mætir
dómendum sitt á hvað – bros eða
skeifa. Margir eiga erfitt með að
leyna vonbrigðum sínum en láta þó
segjast og halda heim á leið til að
lesa betur fyrir næstu atlögu. Svan-
berg man eftir einum manni sem
harðneitaði að yfirgefa svæðið eftir
að hafa fallið á prófinu. Þrefaði
hann aftur á bak og áfram við próf-
dómarann sem sá á endanum þann
kost vænstan að hringja á lögreglu.
Laganna verðir mættu á staðinn en
það var ekki fyrr en þeir drógu upp
handjárnin og hótuðu að flytja
manninn í fangageymslur að hann
gaf sig og hvarf á braut – bölvandi
og ragnandi. Svanberg tekur skýrt
fram að þetta var fullorðinn maður
en ekki sautján ára ungmenni.
Dramb er falli næst!
Þessir upprennandi bílstjórar voru mættir í skriflegt ökupróf í húsakynnum
Frumherja í vikunni. Um fimm þúsund manns þreyta prófið á ári hverju.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Svanberg Sigurgeirsson, sviðsstjóri ökuprófasviðs hjá Frumherja, ráðleggur
próftökum að undirbúa sig vel, vanda sig og gefa sér góðan tíma í prófinu.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Breyting á fjölda 17-18 ára ökumanna í slysum
20%
10%
0%
-10%
-20%
-30%
-40%
-50%
-60%
1999 2011
17-18 ára Heild
* Síðast var þaðpróf merkt Xsem okkur skildist
að vekti ugg í
brjóstum nemenda.
Enginn vildi fá X-
prófið.
16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Trekking
(Petrol og Khaki)
Kuldaþol -20
Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm
Þyngd 190/1,70 kg og 175/1,65 kg
Verð kr. 13.995,-
Tjaldasalur - verið velkomin
Kúlutjöld - fjölskyldutjöld - göngu
tjöld
Savana Junior
(blár og rauður)
Kuldaþol -15°C
Fyrir líkamsstærð 150 cm
Þyngd 0,95 kg
VERÐ 11.995,-
Savana
(blár)
Kuldaþol -15°C
Fyrir líkamsstærð 195cm
Þyngd 1,45 kg
Verð kr. 13.995,-
Micra
(grænn og blár)
Kuldaþol -14°C
Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm
Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg
Verð kr. 16.995,-
Stakir stólar
kr. 5.995.-
Stök borð
kr. 5.995.-
FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS