Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 45
að Saddam hefði ráðið yfir efnavopnum og því stæðu auknar líkur til að hann ætti þau nú. En það hefði mátt nefna annað atriði til þeirrar sögu. Saddam Hussein hafði startað stríði gegn Íran tíu árum áður en hann lagði til atlögu við Kúveit. Stríðið við Íran stóð í tæp átta ár og var óhemju blóðugt og týndi nærri ein milljón manna lífi áður en yfir lauk. Í því stríði beitti Saddam Hussein sannanlega efnavopnum (sinnepsgasi) gegn her Írans. Þetta stríð og beiting efnavopna þar fékk lítil viðbrögð og aum og er sjald- an nefnt til sögunnar. Hvers vegna? Valkvæð velvild Vegna þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra í Evrópu voru lengst af, leynt og ljóst, hlynnt stríðs- rekstri Saddams Husseins í það sinnið og máttu ekki til þess hugsa að Íran kæmi sem sigurvegari frá þeim átökum. Hinar grimmu hliðar alþjóðastjórnmála koma ekki endilega á óvart. En kannski fremur ann- að, sem einnig kemur í ljós þegar grannt er skoðað. Það er að friðarhreyfingar og göngugarpar á þeirra vegum eru einnig uppvís að því að velja sér verkefni og myndefni á spjöld sín eftir öðru en þeirri „réttlæt- iskennd“ sem látið er í veðri vaka að sé ríkari á slík- um bæjum en annars staðar. Afskipti lýðræðisríkja Vesturlanda af deilum á hinum eldfimu olíusvæðum, í fleiri en einum skilningi, fara ekki endilega eftir siða- reglum hernaðar, eins og þeim sem fjalla um efna- vopn, þótt hentað geti að veifa þeim. Bakgrunnur stuðnings vestrænna ríkja við Saddam Hussein í blóðugum átökum við Íran er nokkuð ljós. Írak var innrásaraðili þess stríðs, sem stundum dug- ar til fordæmingar. Ekki í þessu tilviki. Það sem réð mestu um afstöðu vesturveldanna voru atburðirnir í Íran misserin á undan. Keisaranum, sem reynt hafði að færa land sitt nær sjónarmiðum vestrænna ríkja, hafði verið steypt. Keisarinn hafði vissulega stjórnað með harðri hendi og vestrænir réttlætismenn voru ósparir á að fordæma stjórnarhætti hans og höfðu töluvert til síns máls. En klerkastéttin sem hrifsaði til sín völdin í landinu að keisaranum brottreknum var að þessu leyti hálfu verri. Aftökur á almennum borg- urum margfölduðust, pyntingar urðu daglegt brauð, réttindi kvenna færðust á augabragði í átt til mið- aldaskipulags á ný, yfirmenn hersins voru teknir af lífi og þar fram eftir götunum. Enn í dag eru opinber- ar aftökur í Íran algengar. Þar festir hið opinbera menn upp í gálga byggingarkrana og lætur þá dingla þar öðrum til viðvörunar. Tilefnin geta verið mörg, allt frá morðum og dópsmygli ofan í meintar njósnir og trúarleg undanbrögð. Réttlætismenn láta þetta allt lítið til sín taka af einhverjum ástæðum, ólíkt til- þrifum þeirra gegn keisaranum forðum. En klerka- veldið og stjórnskipun þess vakti mikinn ótta meðal helstu bandamanna Bandaríkjanna vestan Írans. Yf- irlýsingar um að eyða ætti Ísraelsríki og afneitun yf- irvalda Írans á tilraun nasista til að útrýma gyðingum bætti heldur ekki úr skák. Stjórn Saddams Husseins var auðvitað verulega vond að mati forystumanna vestrænna ríkja, en hún var að þeirra mati hið skárra af tvennu illu, enda byggði hún ekki á bókstafstrú og blindu hatri á vestrænum háttum og hugsun, eins og stjórnin í Teheran þótti gera. Við slíkar aðstæður verða jafnvel efnavopn aukaatriði. Réttlæting stríðs Lítill vafi er á að forystumenn Breta og Bandaríkj- anna trúðu á sínum tíma mati leyniþjónustumanna sinna um að Írak byggi yfir gereyðingarvopnum eða væri a.m.k. að komast yfir slík vopn. Það blasir við að fyrrnefndum leiðtogum kom í opna skjöldu að engin slík vopn skyldu finnast eftir að þangað var komið. Yfirlýsingarnar nú um að Bandaríkamenn og Bret- ar séu þess fullvissir að stjórn Sýrlands hafi beitt efnavopnum í átökunum þar hafa það umfram tilefni Íraksstríðsins að sú fullyrðing verður aldrei sönnuð eða afsönnuð. Það er kannski þess vegna sem friðar- verðlaunahafi Nóbels hugsar sér til hreyfings. Morgunblaðið/Styrmir Kári 16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.