Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 60
sitt markið og hafa þeir það hlut- verk að taka eftir atvikum sem dómari leiksins sér ekki. Wenger samþykkur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, fagnar komu marklínu- tækninnar í ensku úrvalsdeildina. Wenger finnst meira að segja marklínutæknin ekki nóg og vill fá meiri utanaðkomandi aðstoð fyrir dómarana. Til dæmis vill hann sjá tækni sem aðstoðar við að sjá hvort leik- menn eru rangstæðir eða ekki. „Þetta eru góðar fréttir og von- andi eigum við von á fleiri góðum fréttum úr tækniheiminum því við viljum að réttar ákvarðanir séu teknar. Því meiri hjálp sem dómarar fá – því betra. Ég er ekki á því að meiri tækni myndi hægja á leiknum ef hún er not- uð á réttan hátt,“ segir Wenger. Sir Alex Ferguson sagði eitt sinn eftir tap árið 2007 gegn Her- manni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth í bikarnum að fótboltinn yrði að fara að taka tækniskrefið. Þá skoraði Nemanja Vidic að því er virtist löglegt mark en Mike Riley og hans aðstoðar- menn sáu ekki að boltinn væri inni. „Ég hef tekið eftir að rugby og aðrar íþróttir hafa notast við tæknina með góðum árangri. Nú er kominn tími á að fótboltinn taki þetta skref.“ Trúlega var þó Ferguson feginn að mark- línutæknin var ekki kominn í notk- un þegar Roy Carroll missti bolt- ann langt inn fyrir marklínuna gegn Tottenham 2005 eins og frægt er. „Nú til dags skipta leikir gríðarlegu máli, jafnvel mörgum GoalRef-tæknin, sem notuð verð- ur í álfukeppninni, er aftur á móti öðruvísi. Í henni er búið til eins- konar segulsvið í markinu og í boltann er sett örflaga sem lætur vita um leið og hún er komin inn fyrir segulsviðið. Platini alfarið á móti Forseti evrópska knattspyrnu- sambandsins, UEFA, Michel Platini er alfarið á móti marklínu- tækninni því hann segir að kost- irnir séu færri en gallarnir. Frakkinn segir að kostn- aðurinn sé ein- faldlega of mikill. Rætt og ritað hef- ur verið um að setja marklínu- tæknina í Meist- aradeildina, Evr- ópudeildina og Evr- ópukeppn- ina. „Þetta snýst ekkert um mark- línutæknina. Þetta er spurning um tæknina. Hvar byrjum við að notast við tæknina og hvar hættum við. Tækni getur hjálpað en hvar drög- um við mörkin? Þetta er kostnaður upp á 50 milljónir evra (8 milljarða) á næstu fimm árum. Ég væri frekar til í að láta grasrótina fá þann pening og í þróun á fótboltanum frekar en að setja þennan pening í tækni. Þetta eru kannski eitt til tvö mörk á ári. Það er ansi mikill peningur fyrir hvert mark.“ UEFA vill frekar styðjast áfram við sprotadómara í stað þess að innleiða marklínutækni. Þeir eru tveir dómarar sem standa hvor við M ikið hefur verið rætt um mark- línutæknina eftir nokkur vafasöm atvik í leikjum á síðustu árum, þeirra frægast er „mark“ sem Frank Lampard skor- aði fyrir England gegn Þýskalandi á HM 2010 en var ekki dæmt. Eins bjargaði John Terry á marklínu gegn Úkraínu á EM í fyrra, en þá fór boltinn inn fyrir línuna. Skiptar skoðanir eru um tæknina og á meðan Sepp Blatter, forseti FIFA, er fylgjandi henni er forseti UEFA, Michel Platini, alfarið á móti. Enska úrvalsdeildin hefur sam- þykkt að taka upp marklínutækni en notast verður við hana í deild- inni næsta vetur sem og öllum leikjum á Wembley þar sem enska knattspyrnusambandið verður með í pakkanum. Hawk-Eye-tæknin varð fyrir valinu en hún er ein af fimm sem FIFA gaf grænt ljóst. GoalRef verður notuð í álfu- keppninni í sumar. Hawk-Eye-kerfið virkar þannig að sjö myndavélum er stillt upp við hvort mark, vanalega á þaki vall- arins. Myndavélarnar geta fundið boltann þó aðeins lítill hluti hans sjáist. Um leið og kerfið reiknar út að boltinn sé kominn inn fyrir lín- una sendir hún skilaboð í arm- bandsúr dómarans. Það hefur aldrei komið upp atvik þar sem boltinn hefði ekki sést á neinni myndavél Hawk-Eye. Þótt aðeins tvær myndavélar af sjö finni boltann er það í stakk búið til að úrskurða um hvort mark sé að ræða eða ekki. Hawk-Eye er ná- kvæmt upp á millimetra þannig að engar myndir úr neinni af fjöl- mörgum myndavélum sem notaðar eru við sjónvarpsupptökur geta rengt úrskurð kerfisins. Kerfið hef- ur verið notað í meðal annars í tennis, rugby og krikket við góðan orðstír. Hawk-Eye kerfið virkar þannig að sjö myndavélum er stillt upp við hvort mark, vanalega á þaki vallarins. Marklínutæknin er komin NÆSTA TÍMABIL VERÐUR MARKLÍNUTÆKNIN NOTUÐ Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI. EKKI ERU ALLIR SÁTTIR VIÐ AÐ ÞAÐ SÉ VERIÐ AÐ EYÐA GRÍÐARLEG- UM FJÁRHÆÐUM Í TÆKNIBYLTINGU Á SAMA TÍMA OG ENSKA U-21 ÁRS LIÐIÐ FÓR FYRST HEIM AF EVRÓPUMÓTINU. Á SAMA TÍMA FAGNA MARGIR AÐ DÓMARAR SÉU EKKI LÁTNIR TAKA ÁKVÖRÐUN UM LEIKI SEM ERU UPP Á MARGA MILLJARÐA Á AUGABRAGÐI. Stephen Carter frá Hawk-Eye Innovations útskýrir tæknina. AFP Hawk-Eye sendir boð í úr til dómarans og lætur hann vita að mark hafi verið skorað. 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013 Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is Á heimasvæði vefsíðunnar Fótbolti.net var hugur lesenda kannaður. Ert þú hlynnt/ur því að taka upp marklínutækni í boltanum til að dæma um hvort boltinn hafi farið inn? 59% sögðu Já 41% sögðu Nei * Víðir Sigurðsson íþrótta-fréttastjóri á Morgunblaðinu „Málið er mjög einfalt. Það er ekkert annað en bilun að eyða öll- um þessum fjárhæðum í einhverja marklínutækni sem kannski kem- ur að notum einu sinni á ári. Fót- boltinn hefur komist vel af án hennar hingað til og ég tek undir með Michel Platini, forseta UEFA, sem vill mikið frekar að peningunum sé varið í að byggja upp sjálfa íþróttina. Ég lít á marklínutæknina sem hreinan óþarfa, algjöra peningasóun, og tel að knattspyrnuhreyfingin hafi mörg önnur brýnni verkefni að takast á við.“ * Tómas Þór Þórðarsoníþróttafréttamaður „Það skiptir mig afskaplega litlu máli hvort marklínutækni verði innleidd eða ekki. Ég hef samt alls ekkert á móti tækninni sjálfri þó hún sé ansi dýr í dag og knattspyrnusambönd geti eflaust eytt peningunum í gáfulegri hluti – sérstaklega á Englandi. Að standa í vegi fyrir hlut sem getur bætt leikinn án þess að tefja hann finnst mér aftur á móti skrítin af- staða og sömuleiðis rómantíkin um að leikir eigi að vera eins all- staðar; hvort sem er í Meist- aradeildinni eða 4. deildinni á Íslandi. Í Meistaradeildinni er notast við fimm dómara og sam- skiptabúnað sem gjörbylta strax dómgæslunni og eiga að gera hana betri. Á sama tíma er Jói á bílaverkstæðinu oft á línunni norður í dal eða austur á fjörðum. Þó fótboltinn sé eins allstaðar er miklu meira í húfi á stórmótum eða í Meistaradeildinni. Þar getur eitt mark til eða frá kostað lið milljarða og ef hægt er að koma í veg fyrir það á auðvitað að nýta sér slíka tækni. Ég endurtek þó að í dag er kostnaðurinn við marklínutækni á borð við Hawk- Eye varla þess virði að bíða eftir einu eða tveimur atvikum í móti eða á heilu tímabili. „Það er svo gaman að ræða vafaatriðin,“ finnst mér álíka bjánaleg afstaða. Spurðu Frank Lampard hvort honum finnist ekki þvílíkt stuð að ræða markið sem aldrei varð gegn Þýskalandi á HM 2010 yfir morgunkaffinu. Þú fengir líklega tvöfaldan latte beint í andlitið.“ * Hjörvar Hafliðasonknattspyrnuspekingur „Ég hef ekkert sérstaklega sterka skoðun á þessu máli. Einu sinni var ég á því að fótboltinn ætti að vera eins alls staðar. Svo eru núna fimm dómarar í Meist- aradeildinni, Evrópudeildinni og leikurinn er ekki lengur eins. Við getum ekki mannað leiki hér á landi með fimm dómara. Fyrst við erum ekki að spila leikinn alls- staðar eins þá hef ég minni áhyggjur en ég gerði. Þetta er einhver tækni sem kostar gríðarlega fjármuni og við getum aldrei geta séð þetta hér á Íslandi. Allavega ekki í náinni framtíð. Ég vil bara fá að sjá þetta og fá að röfla yfir þessu síðar. Ég er nefnilega ekkert svo íhaldssamur. Ég er alltaf til í að þróa leikinn. Þegar reglubreytingunni um sendingar aftur á markmann var breytt varð ég brjálaður. Ég hélt að það væri verið að skemma fót- boltann en svo kom bara í ljós að þetta var það besta sem gat komið fyrir boltann.“ UMMÆLIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.