Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 39
16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
S
umarið 2013 var ég búin að
sjá í hyllingum. Markmiðið
var að flytja lögheimilið í
Sundhöll Reykjavíkur þar sem ég
ætlaði að flatmaga með sólarvörn,
auðga andann með kiljulestri og
auka ytri fegurð með því að skjóta
á mig engiferskotum eins og eng-
inn væri morgundagurinn. Þess á
milli ætlaði ég að hjóla í vinnuna,
berleggjuð í kjól, eins og maður
gerir yfir sumartímann (allavega
þegar allt er eðlilegt).
Eitt besta spariguggutrixið í þessu veðurfari er án efa blessuð augn-
háralengingin. Alvöru augnháralenging er framkvæmd á viðurkennd-
um snyrtistofum en þar límir snyrtifræðingurinn gerviaugnhár við
hvert einasta augnhár sem bæði þykkir og lengir okkar eigin augnhár.
Ég ætla nú ekki að vera með neinn áróður en ég mæli ekki með því
að konur láti gera þetta í heimahúsum. Það er nefnilega með þetta eins
og svo margt annað í lífinu að það er betra að sleppa þessu en að láta
gera þetta illa. Ég hef séð með eigin augum illa leikin augnhár eftir
heimaæfingar amatöra. Það er nákvæmlega ekkert smart við það.
Augnháralengingin er dálítið eins og himnasending í tíð sem þessari,
þar sem rignir og rignir. Hún er líka góð fyrir sunddrottningar sem
vilja vera töff í lauginni (eða heita pottinum) og auðvitað fyrir þær sem
eiga það til að fella tár við og við. Konur með augnháralengingar þurfa
nefnilega aldrei að hafa áhyggjur af því að maskarinn sé að leka niður á
kinnar eða sé farinn að klínast við augabrúnirnar. Í hinu margbrotna lífi
konunnar getur það verið lífsnauðsynlegt. Auk þess getur lífið kallað á
þær aðstæður að konan þurfi sérstaklega á því að halda að vakna ekki
eins og Grýla, heldur eins og Sophia Loren (þegar hún var upp á sitt
besta). Konur með augnháralengingar eru alltaf eins og frú Loren, alla
daga ársins, allan sólarhringinn …
Konur með augnháralengingar spara auk þess heilmikinn tíma því
þær þurfa ekki að mála sig jafnmikið um augun og hinar. Þetta kallar
ekki á prófgráðu í bananaskyggingu og eyeliner-fræðum. Í versta falli
er settur örlítill blýantur í kringum augun til að ramma inn augnsvæðið
og gera það þokkafyllra.
Það tekur reyndar í kringum tvo klukkutíma að fá augnháralengingu
í fyrsta skipti en eftir það þarf að lagfæra augnhárin á nokkurra vikna
fresti og þá tekur það í kringum klukkutíma.
Og nú kemur játning. Ég er búin að vera með
augnháralengingu svipað lengi og Óttar Proppé
er búinn að vera með aflitað hár. Við erum í
sama vítahringnum, einu sinni byrjað – þú getur
ekki hætt! Það alversta af öllu er að geta ekki gert
neitt á meðan augnhárin eru fixuð. Í þennan
klukkutíma get ég ekki verið andlega fjarverandi
eins og alla hina dagana – allan ársins hring.
Það getur tekið á …
martamaria@mbl.is
Woman blue eye with extremely
long eyelashes.
Við Óttar Proppé í Bjartri framtíð erum í sama vítahring.
Hver vill ekki vera eins og Sophia
Loren allan ársins hring?
Ég ætlaði að vera þessi týpa en því
miður varð ekkert af því.
Í sama vítahring
og Óttar Proppé
Það hefði verið
svalandi að
drekka engifer-
skot við sund-
laugarbakkann.
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is
Allt fyrir
gluggana
á einum
stað
Úrval - gæði - þjónusta
Mælum,
sérsmíðum
og setjum upp
4.900
5.300
6.500
6.400
6.600
8.500
7.950
12.000
7.950
7.300
Gjafir sem gleðja
LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660