Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013
B
andaríkjamenn segjast nú loks sann-
færðir um að Sýrlandsstjórn hafi
beitt efnavopnum í baráttu sinni
gegn uppreisnarmönnum. Bretar
taka undir þessar fullyrðingar og
segja að ríkar sannanir séu nú fyrir
hendi. Þess vegna standi líkur til þess að bandamenn
muni senn beita sér með virkari hætti í átökunum í
Sýrlandi en hingað til. Bretar með því að koma vopn-
um til uppreisnarmanna og Bandaríkin með svokall-
aðri loftrýmisgæslu. Slík gæsla var framkvæmd af
Nato í Líbíu, með samþykki öryggisráðsins, en varð
fljótlega annað og meira en það, án nokkurra eft-
irkasta.
Merkilegt mat
Átökin í Sýrlandi eru þegar talin hafa kostað nærri
100 þúsund manns lífið. Ekki er lengur um það deilt
að efnavopn hafi komið þar við sögu. Lengi vel þótti
þó ekki ótvírætt, hvor stríðsaðiljanna það var sem
beitt hefði efnavopnum, hersveitir einræðisherrans
eða þeirra sem reyna að velta honum. Það er ekki
heldur um það deilt, að einungis lítill hluti fallinna eða
særðra týndi lífi eða limum vegna beitingar efna-
vopna. En samkvæmt flóknum siðferðislegum mæli-
kvörðum, sem varða stríð og þau voðaverk sem þeim
fylgja, gildir eitt um byssukúlur, handsprengjur,
jarðsprengjur eða loftárásir með sprengjum sem
jafna hús og hverfi við jörðu, svo fátt eitt sé nefnt, og
annað um efnavopn. Með þeim dilkadrætti morðtóla
fylgja útfærðar röksemdir og ályktanir á þeim
byggðar. Efnavopn munu heyra til flokksins um ger-
eyðingarvopn (weapons of mass destruction). Það
breytir ekki þeirri skilgreiningu í Sýrlandi þótt svo
sem 99.500 hafi fallið fyrir viðurkenndum vopnum, en
„aðeins“ t.d. 500 fyrir efnavopnum, að þau síðar-
nefndu teljast til gereyðingarvopna en hin fyrrnefndu
ekki. Þó virðist fordæming á beitingu slíkra vopna og
viðbrögðin við þeim einnig fara nokkuð eftir því hver
beitir slíkum vopnum og gegn hverjum þeim er beitt.
Þekkt dæmi
Vitað er að Saddam Hussein beitti slíkum vopnum
gegn Kúrdum og sá handlangari hans og frændi,
Efnavopna-Ali, um útfærsluna. Talið var sannað að
um 300 þúsund manns (sem Íslendingar a.m.k. hljóta
að telja umtalsverðan fjölda) hefðu legið í valnum og
þar á meðal þúsundir barna. Viðbrögðin við þessu óg-
urlega hryðjuverki voru takmörkuð, þótt það væri
vissulega samviskusamlega tínt til þegar loks var
ákveðið að fara gegn Saddam og ljúka verkinu sem
hófst eftir innrás hans í Kúveit. En efnaárásin gegn
Kúrdum var þó ekki ákvörðunarástæðan sem herför-
in gegn Saddam Hussein og klíku hans var byggð á.
Meginröksemdin var sú, að sannað þótti, umfram
skynsamlegan vafa, að Saddam væri búinn að koma
sér upp gereyðingarvopnum eða væri við það að full-
komna það ætlunarverk sitt. Sagan og nýlegir at-
burðir eins og árásin á turnana tvo í New York sönn-
uðu að slík vopn í slíkum höndum sköpuðu hættu á
heimsvísu. Hryðjuverkaárásin ógurlega á minni-
hlutahóp Kúrda sannaði vissulega að einvaldur Íraks
væri óður morðhundur sem til alls væri vís, en atriði
eins og eitt stykki þjóðarmorðstilraun af því tagi
dugði þó ekki öllum í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna. Slátrunin á þrjúhundruð þúsundunum staðfesti
Jafnvel morðtól geta
verið annaðhvort
góðkynja eða illkynja
*Stríðið við Íran stóð í tæp átta árog var óhemju blóðugt og týndinærri ein milljón manna lífi áður en
yfir lauk. Í því stríði beitti Saddam
Hussein sannanlega efnavopnum
(sinnepsgasi) gegn her Írans. Þetta
stríð og beiting efnavopna þar fékk
lítil viðbrögð og aum og er sjaldan
nefnt til sögunnar. Hvers vegna?
Reykjavíkurbréf 14.06.13