Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Tvær fjölskyldur í Hafnarfirði hafa haldið þriðjudagsmatarboð í næstum hverri viku í fjórtán ár »32 S tefán Magnússon er einn af fjórum eigendum Vegamóta ásamt því að vera yfirkokkur staðarins. Hann hefur mikla ástríðu til eldamennsku og er óhræddur við að prófa nýja hluti. „Við erum allt- af með rétti dagsins og þá reynum við að fara óhefð- bundnar leiðir. Nú er t.d. sumar og þá reynum við að bjóða upp á mat sem passar vel við þá árstíð. Ég er með góðan hóp í kringum mig og við leggjum oft höf- uðið í bleyti og berum undir hvor annan uppskriftir. Það verða nefnilega oft til góðar uppskriftir sem eiga rætur sínar að rekja til tilraunastarfsemi matreiðslumanna. Kryddjurtirnar og íslensku blómin eru líka farin að blómstra og þá fer hugmyndaflugið oft á stað og þá reynir maður að búa til fallegan og góðan mat,“ segir Stefán og bendir á að nútímaeldhús séu orðin það tækni- vædd að þau hjálpi mikið til við eldun. Að sögn Stefáns fylgir það starfinu að vera á tánum og fylgjast vel með því hvað er að gerast í kringum mann. Hann hefur mest gaman af því að elda fínni rétti og fer því mikið á veitingahús erlendis „Það er mik- ilvægt að fylgjast með því sem er að gerast úti í heimi svo maður heltist ekki úr lestinni. Það er gaman að fá að leika sér aðeins með matinn og brjóta upp úr hefð- unum. Fólk tekur almennt vel í það og það finnst okkur gaman að sjá. Það er mikilvægt að velja gott hráefni og ég er farinn að taka eftir því að það er orðið algengt í minni stétt að nýta matinn betur. Fólk hendir t.d. oft stilkunum af brokkolí sem hægt er nýta í súpu, mauk eða salat,“ segir Stefán en Vegamót ákvað nýverið að breyta afgreiðslutíma staðarins í þeim tilgangi að draga úr djamminu og leggja meiri áherslu á veitinga- og kaffi- húsið. KOKKURINN Á VEGAMÓTUM REYNIR AÐ NÝTA MATINN SEM BEST Eitthvað nýtt alla daga STEFÁN MAGNÚSSON HEFUR MIKINN ÁHUGA Á MATREIÐSLU OG ER NÝJUNGAGJARN ÞEGAR KEMUR AÐ UPPSKRIFTUM. HANN FYLGIST VEL MEÐ OG LEGGUR ÁHERSLU Á GÆÐI HRÁEFNA. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Stefán Magnússon er einn af fjórum eigendum Vegamóta. Honum finnst gaman að prófa nýja hluti og fylgist því vel með. Morgunblaðið/Rósa Braga Sumarsalat með túnfiski Fyrir fjóra 320 gr túnfiskur sashimi (hrár túnfiskur, hægt að kaupa frosinn) 60 gr ristaðar cashew hnetur 8 stk. radísur 1 búnt vatnakarsi 1 stk. fennel-skífur 2 hausar brokkolí stilkar 6 stk. zitaki sveppir 2 mandarínur Túnfiskurinn skorinn í þunnar sneiðar. Lambasalatið er skolað í vatni og skorið í fallegar sneiðar. Radísurnar og fennelinn eru skor- in í þunnar sneiðar, annað hvort með góðum hníf eða í mandólíni. Zitaki-sveppirnir eru svo skornir í sneiðar og steiktir á pönnu upp úr olíu og kryddaðir með sjávarsalti. Brokkolí-stilkarnir eru skornir í litlar þunnar sneiðar og einnig steiktir á pönnu upp úr olíu og kryddaðir til með sjávarsalti. Þessu er síðan blandað öllu saman í skál og dressað til með soja-dijon dressingunni og engifer-majónesinu. Sjá uppskriftir að aftan. Gaman er að nota íslenskar kryddjurtir til þess að skreyta disk- inn með og í þessu tilviki er notaður vatnakarsi. Soja-dijon dressing 500 ml kikkoman sojasósa 250 ml dijon dressing 250 ml dökkt sýróp 1 teskeið sesamolía svört sesamfræ Allt sett í blandara og smakkað til. Engifer-majónes 200 ml olía 30 gr gerilsneydd eggjarauða 20 gr ferskur engifer 5 gr hvítvíns- eða eplaedik 10 gr shallot-laukur salt og pipar eftir smekk Eggjarauður, grænmeti og allt nema olían sett í blandara. Þessu er síðan blandað saman og olían sett hægt út í svo úr verði majónes. Þorskur Malaysian Fyrir fjóra 1 kg þorskhnakki (fyrir verkun) 200 gr hrísgrjón 4 egg 1 stk. gulrót 8 stk. sveppir ½ stk. chili tveir hausar brokkolí íslenskar kryddjurtir (eftir smekk) Best er að biðja fisksalann um flök af þorskhnakka. Hvert flak er skorið í u.þ.b. 180-200 gramma bita. Pannan er svo hituð í botn með olíu. Grænmetið er tekið og skorið í passlega bita en þeir eru einnig steiktir upp úr olíu og kryddaðir til með salti og pipar Fjögur egg eru sett út á pönnuna matvinnsluvél. Olían er síðan sett hægt og rólega út í þar til sósan er orðin almennilega þykk. Liturinn á sósunni á að vera fagurgrænn. Soja-sýróp 500 ml vatn 200 gr sykur 200 ml sojasósa Soðið niður um 2/3 og kælt. Tómatsulta 300 gr tómatar skornir (mæli með kirsuberjatómötum) 80 gr engifer 100 gr sykur 1 stk chili smá sjávar-salt Sykurinn bræddur á pönnu eða í potti og grænmeti sett út í þegar karamellan er farin að brúnast. Þetta er svo soðið niður í u.þ.b. átta til tíu mínútur eða þar til þetta er farið að líta út eins og sulta. Þegar þessu er lokið er sultan kæld. og steikt með grænmetinu „gott að setja smá mið-austurlenska sósu út á pönnuna“. Þorskurinn er síðan steiktur á báðum hliðum í u.þ.b. þrjár mínútur og kryddaður eftir smekk. Lykillinn að fallegri steikingu á fisknum er að þerra hann í stykki og snúa honum ekki of snemma á pönnunni. Þegar þessu er lokið er grænmet- ið og hrísgrjónin sett á botninn á disknum og fiskurinn svo lagður fal- lega ofan á. Tómatsultan er svo sett ofan á fiskinn og mið-austurlenska sósan og soja sýrópið dressuð á diskinn og skreytt með kryddjurtum. Miðausturlensk sósa 100 gr engifer 100 gr ítölsk steinselja 30 gr hvítlaukur 20 gr jalapeno 100 gr hunang 300 ml olía Allt fyrir utan olíuna sett saman í Austurlenskur þorskur og sumarsalat með túnfiski Morgunblaðið/Rósa Braga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.