Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013 A ð undanförnu hefur kveðið við nýjan tón í stjórnmálum, sem virðist fá dá- góðan hljómgrunn hjá mörgum. Hann gengur út á að útrýma átökum á vettvangi stjórnmálanna; þar eigi allir að vera vinir, setjast niður og spjalla og komast í rólegheitum að niðurstöðu. Allt í góðu. Svo stökkvi menn eins og íkornar grein af grein og njóti lífsins í skóginum, svo vísað sé í smellna ræðu á Alþingi á eldhúsdegi. Inn í þetta hefur fléttast hneykslan á því sem kallað hefur verið málþóf á þingi. Langvinnar og stundum harkalegar deilur um ýmis grundvallarmál þykja þannig ámælisverðar. Besti flokkurinn í Reykjavík gekk lengst allra flokka í þessari hugsun með því að neita yfirhöfuð að gera grein fyrir stefnu sinni og jafnvel henda gaman að þeim sem töldu sér skylt að kynna hverju þeir vildu fá áorkað kæmust þeir til áhrifa. Besti flokk- urinn sagðist hins vegar ætla að „gera allskonar fyrir alla“ og setja ísbjörn í Húsdýragarðinn. Þetta geng- ur ágætlega upp í landi þar sem stjórnmálaflokkar hafa hlaupist frá loforðum sínum eftir að þeir eru komnir í stjórn og þannig gert stjórnmál ótrúverðug. En er þá gott að taka upp hinar öfgarnar og setja enga stefnu fram? Það þykir mér ekki. Vissulega eru á vinnsluborði stjórnmálamanna fjöldi verkefna sem þeir leiða til lykta án þess að það hljóti mikla athygli enda um þau enginn grundvallar- ágreiningur. Síðan eru önnur mál sem ágreiningur er um og þá jafnvel svo mikill að æskilegt er að um- ræðan endurómi um allt þjóðfélagið. Þá náttúrlega gengur ekki að þegja málið í hel yfir kaffibolla. Stjórnmálabarátta gengur út á að setja fram til- lögur um leiðir og lausnir og safna liði þeim að baki. Öll viljum við gott heilbrigðiskerfi. En hvernig á að reka það og efla? Þar eru mismunandi hugmyndir uppi. Öll viljum við öflugt atvinnulíf, en hvaða leiðir á að fara til að byggja það upp? Um það eru deildar meiningar. Og auðvitað á skoðanaágreiningur að vera sýnilegur. Væri rétt að umhverfissinnar á þingi færu nánast með veggjum ef virkja ætti Skjálfandafljót í þágu stóriðju; ræddu málið í vinsamlegu spjalli og síðan yrði virkjað og allir góðir vinir? Umræðan hverju sinni hlýtur að ráðast af tilefn- inu. Hin miklu málþófsmál á tíunda áratugnum og fyrsta áratug þessarar aldar voru í reynd sárafá en snerust um grundvallaratriði, umhverfi og samfélag. Á síðasta kjörtímabili var stjórnarandstaðan sök- uð um málþóf og pólitískt skemmdarstarf. Ég hallast að því að nokkuð sé til í þeim ásökunum en minni þó á að einkaeignarrétturinn – líka yfir vatninu – og óbreytt kvótakerfi er mörgum hjartans mál, ekki síst þeim sem eru hagsmunatengdir. Þá er ekki við öðru að búast en menn reyni að standa í fæturna. Auk þess er ég þeirrar skoðunar að umdeildum málum eigi að vera erfitt að koma í gegn, valdhafar eiga að svitna yfir Kárahnjúkum og einkavæðingu heilbrigð- iskerfisins – þess vegna líka afnámi kvótakerfisins í núverandi mynd, nýrri stjórnarskrá eða almanna- eign á auðlindum. Allt eru þetta grundvallarmál sem samfélagið hef- ur ríkar skoðanir á og eðlilegt að tekist sé á um þau. Ef nú á að taka upp þráðinn þar sem núverandi stjórnarflokkar skildu við eftir tólf ára samstarf árið 2007 og hefja nýja hrinu einkavæðingar- og stór- iðjustefnu, þá verð ég ekki í þeim hópi sem situr og hvíslast á um þessi málefni. Ég mun með öðrum orð- um ekki svara kallinu um að stjórnmálamenn allra landa sameinist… í spjalli yfir kaffibolla. Ég mun þvert á móti gera allt sem hægt er til að sveigja þróunina í gagnstæða átt. Jafnvel þótt það kosti stundum margar og langar ræður. Stjórnmálamenn allra landa… ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, skellti inn á fésbókarsíð- una sína í vikunni; „Ef þið YRÐUÐ að velja ykkur ættarnafn, hvað yrði fyrir valinu?“ Ekki stóð á svörum því rúmlega 100 svöruðu spurningu Steinunnar; Stefán Karl myndi velja sér Shav- ing, Magnús Jónsson myndi velja sér Magnús Morð, Þráinn Bertelsson myndi velja sér Mörland, Jóhanna Vigdís Arnardóttir sagði „Æ, bara Clausen!“ og henti í broskall á eftir. Ágústa Eva Erlendsdóttir átti þó frumlegasta heitið en hún vildi gjarnan heita Lachtoffszher- ichaszdash. Útvarpsmaður- inn Ívar Guð- munds er dugleg- ur maður á morgnana. Rífur í lóð áður en hann mætir í stúdíó Bylgjunnar. Hann sagði á fésbókar- síðunni sinni; „Hrikalega gott að taka daginn snemma og henda sér á æfingu, ýttu öllum afsökunum í burtu og drífðu þig af stað í dag!“ Bróðir hans, Hermann sem eitt sinn var forstjóri N1 svaraði um hæl. „Ég kastaði öllum afsökunum burt og settist á skrifstofuna – eld- snemma“ Þórður Þórð- arson, betur þekktur sem Doddi Litli, kvaddi morgunútvarpið á föstudaginn. Hann setti stöðufærslu inn á fésbókina af því tilefni og svaraði Þráinn Steins- son, kollegi hans úr Bítinu, þegar kom í ljós að Doddi vaknaði fjögur. „4 til hvurs? þið byrjið 5 mín á undan okkur, og ég vakna kl 6... hvað ertu eiginlega að gera í 2 tíma fyrir þátt??“ Doddi var ekki lengi að svara; „Ég er að vinna, þú gerir eitt- hvað minna!“ Þráinn svaraði ekki aftur. Landsliðsmenn- irnir í fótbolta Rú- rik Gíslason og Alfreð Finn- bogason fóru út að borða með Sig- urjóni Sighvats en þeir félagar eru í Los Angeles.. Vakti myndin sem Rúrik birti í kjölfarið töluverða athygli en Sigurjón var í skyrtu yfir skyrtu sem sló í gegn. AF NETINU Þær Hulda Þorgilsdóttir og Yvonne Tix, semstarfa hjá slökkviliði Akureyrar í sumar,mönnuðu C-vaktina á sjúkrabíl á dögunum og sinntu sjúkraflutningum. Þær eru fyrsta kven- áhöfnin á sjúkrabíl á Akureyri. Konum fer fjölgandi í slökkviliðum landsins en ekki er langt síðan mynd- ir birtust af kvenáhöfn í Reykjavík. Hulda hefur verið í Slökkviliði Akureyrar í þrjú og hálft ár.„Ég er enn í afleysingum eins og er. Yvonne er á sínu fyrsta sumri. Ég hef verið eina stelpan hér í gegnum tíðina en við erum þrjár í sum- ar. Ég og Yvonne hjá Slökkviliðinu og svo er ein hjá eldvarnaeftirlitinu. Ef maður hefur áhuga á starf- inu þá skiptir engu máli hvort maður er kona eða karl í þessu starfi. Það skiptir máli að hafa áhuga og hafa gaman af þessu,“ segir Hulda. Hún segir vakt- ina sem þær áttu saman hafa verið rólega. Hulda Þorgilsdóttir og Yvonne Tix fyrir framan sjúkrabílinn. Stóðu vakt- ina þann 11. júní með glæsibrag. Ljósmynd/Slökkvilið Akureyrar Mönnuðu C-vaktina HULDA OG YVONNE HJÁ SLÖKKVILIÐI AKUREYRAR Birna Björnsdóttir og Kristín Eva mönnuðu sjúkrabíl í Reykjavík. Morgunblaðið/Júlíus Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.