Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013
Matur og drykkir
G
raslaukur vex villtur víða um
heim, allt frá Suður-Svíþjóð til
Korsíku og þvert yfir Evrópu
og Asíu allt til Austur-Síberíu.
Hann hefur lengi verið notaður í mat-
argerð en sagan segir að Rómverjar hafi
notað hann til matar. Einnig eru til sögur
af því að hann hafi verið notaður á Norð-
urlöndum fyrir kristnitöku. Á Hólum var á
15. og 16. öld laukgarður og er hugsanlegt
að þar hafi þrifist graslaukur. Í Laxdælu
má finna frásögn af því þegar Guðrún
Ósvífursdóttir hittir syni sína í laukgarði,
til að eggja þá til hefnda eftir Bolla.
Hvort þarna óx graslaukur eða annað
grænmeti er erfitt að fullyrða, en gaman
ef satt væri.
Ljúffengur í sumarrétti
Graslaukurinn, sem er fjölær jurt, kemur
upp snemma á vorin og má fara að nota
hann mjög fljótt en hann vex hratt. Gras-
laukinn má rækta bæði úti og inni í eld-
húsglugga og er tilvalinn fyrir byrjendur í
kryddjurtarækt. Hann verður 15-25 senti-
metra hár og hægt er að klippa af honum
allt sumarið. Hann hefur gjarnan verið
notaður í kartöflusalöt, í kryddsmjör, á
reyktan lax og stundum meira til skrauts.
En graslaukurinn, sem ber með sér milt
og gott laukbragð, er afar ljúffengur í
sumarrétti og gaman að prófa sig áfram.
Hann er líka stútfullur af A- og C-
vítamíni og því hollur og góður. Auðvelt
er síðan að frysta hann og nota allan vet-
urinn.
Morgunblaðið/Rósa Braga
EINFÖLD OG FRÍSKLEG KRYDDJURT
Graslaukurinn gagnlegur
SUMARIÐ ER GENGIÐ Í GARÐ OG VÍÐA SPRETTUR GRASLAUKURINN. ÞESSI KRYDDJURT ER ÞÆGILEG OG AUÐVELD Í RÆKTUN
OG HANA MÁ NOTA Í FLEIRA EN Í KARTÖFLUSALAT. GRASLAUKURINN, MEÐ SITT MILDA LAUKBRAGÐ, ER FRÁBÆRT KRYDD
MEÐ FERSKUM SUMARMAT EINS OG FISKI, SALATI, SÓSUM OG EGGJUM.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Á sætum sumardögum er tilvalið að dekka
borð í hádeginu eða á kvöldin úti á palli og
bjóða til veislu.
Déskoti góð djöflaegg með dijon-
sinnepi og graslauk á sumarsól-
stöðum
Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og matgæð-
ingur, heldur úti netsíðu með girnilegum
uppskriftum. Hann rifjar upp gamla uppskrift
frá tímum Rómverja.
12 egg
2 msk dijonsinnep
10 ml sýrður rjómi
1 tsk túrmerik
graslaukur
salt og pipar
Þessi réttur hentar sérlega vel með alls kyns
brauði, síld, laxi og kartöflum. Fyrst ber að
sjóða 12 egg, kæla þau og skera í tvennt, taka
svo eggjarauðuna og setja í sérskál. Fyrir
hverjar tólf eggjarauður á að setja tvær kúf-
aðar skeiðar af dijonsinnepi, 100 ml af sýrð-
um rjóma (eða majonesi), 1 teskeið af
túrmeriki, salt og pipar. Þessu er svo öllu
hrært saman og sprautað fallega aftur í eggin.
Skera svo niður ferskan graslauk og strá yfir.
Bakaður silungur með fetaosti og
graslauk með léttri jógúrtsósu
Fátt er betra á sumrin en nýveiddur silungur
og hentar graslaukurinn vel með honum. Á
vefnum www.ms.is má finna uppskrift að
bökuðum silungi.½
800 g silungaflök
100 g fetaostur
100 g vorlaukur fínt skorinn
2 msk graslaukur grófsaxaður
100 g haricotbaunir fínt skornar
smávegis salt og nýmalaður pipar
Uppskriftin er fyrir fjóra.
Blandað grænt salat með
graslauksdressingu
Á vefnum www.noatun.is má finna girnilega
salatuppskrift þar sem graslaukur kemur við
sögu. Blanda skal saman í skál salati, gulrót-
um og agúrkum.
Salatsósan
1 msk eplaedik
1 msk graslaukur
¼ tsk salt
¼ tsk sykur
1 msk vatn
2 msk olífuolía
¼ tsk svartur pipar
½ tsk dijonsinnep
Hrista saman og hella yfir salatblönduna,
ásamt brauðteningum.
Sumarlegir réttir á hlýjum dögum
Djöflaegg eru flott á veisluborðið og henta vel sem smáréttur.