Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013 Matur og drykkir G raslaukur vex villtur víða um heim, allt frá Suður-Svíþjóð til Korsíku og þvert yfir Evrópu og Asíu allt til Austur-Síberíu. Hann hefur lengi verið notaður í mat- argerð en sagan segir að Rómverjar hafi notað hann til matar. Einnig eru til sögur af því að hann hafi verið notaður á Norð- urlöndum fyrir kristnitöku. Á Hólum var á 15. og 16. öld laukgarður og er hugsanlegt að þar hafi þrifist graslaukur. Í Laxdælu má finna frásögn af því þegar Guðrún Ósvífursdóttir hittir syni sína í laukgarði, til að eggja þá til hefnda eftir Bolla. Hvort þarna óx graslaukur eða annað grænmeti er erfitt að fullyrða, en gaman ef satt væri. Ljúffengur í sumarrétti Graslaukurinn, sem er fjölær jurt, kemur upp snemma á vorin og má fara að nota hann mjög fljótt en hann vex hratt. Gras- laukinn má rækta bæði úti og inni í eld- húsglugga og er tilvalinn fyrir byrjendur í kryddjurtarækt. Hann verður 15-25 senti- metra hár og hægt er að klippa af honum allt sumarið. Hann hefur gjarnan verið notaður í kartöflusalöt, í kryddsmjör, á reyktan lax og stundum meira til skrauts. En graslaukurinn, sem ber með sér milt og gott laukbragð, er afar ljúffengur í sumarrétti og gaman að prófa sig áfram. Hann er líka stútfullur af A- og C- vítamíni og því hollur og góður. Auðvelt er síðan að frysta hann og nota allan vet- urinn. Morgunblaðið/Rósa Braga EINFÖLD OG FRÍSKLEG KRYDDJURT Graslaukurinn gagnlegur SUMARIÐ ER GENGIÐ Í GARÐ OG VÍÐA SPRETTUR GRASLAUKURINN. ÞESSI KRYDDJURT ER ÞÆGILEG OG AUÐVELD Í RÆKTUN OG HANA MÁ NOTA Í FLEIRA EN Í KARTÖFLUSALAT. GRASLAUKURINN, MEÐ SITT MILDA LAUKBRAGÐ, ER FRÁBÆRT KRYDD MEÐ FERSKUM SUMARMAT EINS OG FISKI, SALATI, SÓSUM OG EGGJUM. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Á sætum sumardögum er tilvalið að dekka borð í hádeginu eða á kvöldin úti á palli og bjóða til veislu. Déskoti góð djöflaegg með dijon- sinnepi og graslauk á sumarsól- stöðum Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og matgæð- ingur, heldur úti netsíðu með girnilegum uppskriftum. Hann rifjar upp gamla uppskrift frá tímum Rómverja. 12 egg 2 msk dijonsinnep 10 ml sýrður rjómi 1 tsk túrmerik graslaukur salt og pipar Þessi réttur hentar sérlega vel með alls kyns brauði, síld, laxi og kartöflum. Fyrst ber að sjóða 12 egg, kæla þau og skera í tvennt, taka svo eggjarauðuna og setja í sérskál. Fyrir hverjar tólf eggjarauður á að setja tvær kúf- aðar skeiðar af dijonsinnepi, 100 ml af sýrð- um rjóma (eða majonesi), 1 teskeið af túrmeriki, salt og pipar. Þessu er svo öllu hrært saman og sprautað fallega aftur í eggin. Skera svo niður ferskan graslauk og strá yfir. Bakaður silungur með fetaosti og graslauk með léttri jógúrtsósu Fátt er betra á sumrin en nýveiddur silungur og hentar graslaukurinn vel með honum. Á vefnum www.ms.is má finna uppskrift að bökuðum silungi.½ 800 g silungaflök 100 g fetaostur 100 g vorlaukur fínt skorinn 2 msk graslaukur grófsaxaður 100 g haricotbaunir fínt skornar smávegis salt og nýmalaður pipar Uppskriftin er fyrir fjóra. Blandað grænt salat með graslauksdressingu Á vefnum www.noatun.is má finna girnilega salatuppskrift þar sem graslaukur kemur við sögu. Blanda skal saman í skál salati, gulrót- um og agúrkum. Salatsósan 1 msk eplaedik 1 msk graslaukur ¼ tsk salt ¼ tsk sykur 1 msk vatn 2 msk olífuolía ¼ tsk svartur pipar ½ tsk dijonsinnep Hrista saman og hella yfir salatblönduna, ásamt brauðteningum. Sumarlegir réttir á hlýjum dögum Djöflaegg eru flott á veisluborðið og henta vel sem smáréttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.