Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Hönnuðir eins og Jil Sander og Alexander Wang leggja upp með hvítt í sumarlínum sínum »40 Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Trench coat eða síður frakki sem ég fann þegar ég var að vinna í Spúútnik 2009. Ást við fyrstu sýn en hann féll ekki alveg í kram- ið hjá öllum á þessum tíma en ég elskaði hann, geri enn og held að ég muni hreinlega alltaf gera. En þau verstu? Allt sem ég hef mokað í poka í einhverjum trans í utanlandsferðum og síðan aldrei not- að. Það er samt liðin tíð, almennt finnst mér ég alltaf gera góð kaup, að minnsta kosti á þeim tíma sem ég geri þau. Hvað finnst þér smart í dag? Dragtir og sett eru eitthvað sem ég fell alltaf fyrir. Fyrsta dragtin sem ég eignaðist var pilsdragt úr ljósu flaueli sem ég fékk í kring- um fermingaraldurinn. Síðan þá hafa þær verið ótalmargar og enn bætist í safnið svo mér finnst það smart núna og hefur alltaf þótt. Ég er líka ótrúlega hrifin af framandi mynstrum og textílum, suður-amerískri- indíána-afrískri-drottningar flækju með ind- versku ívafi. Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? Fjölbreyttur fyrst og fremst. Ég er engin týpa og á sama tíma allar týpur. Ég klæði mig eftir degi, skapi, tilfinningu, árstíð þó sjaldnast veðri sem ég mætti hugsanlega bæta úr… Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Ampersand er náttúrulega uppáhaldsbúðin mín og ótrúlega falleg en svo held ég að Aftur á Laugavegi sé sú búð sem fangar mig mest, svona einskonar heimur sem dregur mann inn og lætur mann langa til að vera hluti af honum. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Er ekki allt tískuslys eftir á? Nei, ég myndi kannski frekar segja að ég hafi átt tískuka- tastrófur. Mér dettur í hug neongul, ökk- lasíð dúnkápa, bleikir og fjólubláir Buffalo skór og svo mætti lengi telja. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Ég er alltaf með einhvers konar þema þegar ég klæði mig, hvort sem það er byggt á bíó- mynd sem ég var að horfa á eða einhverri ákveðinni persónu eða tilteknu tímabili. Annars bara hvernig mér líður og hvernig fötin láta mér líða. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Eva Dögg Rúnarsdóttir. Hún er eins og ég, svo fötin sem hún hannar eru ég. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmið- ann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Fyrir tveimur árum var ég svo heppinn að fá að vera í grænum Chanel jakka úr haust- línu Chanel 2011 í myndtöku, ég varð ást- fangin af honum og hef þráð hann alla tíð síðan. Annars er það kannski ekki alltaf verðmiðinn sem skiptir öllu, ég hef stundum séð eftir því að hafa ekki keypt sumar flíkur strax. Þetta á sérstaklega við um „vintage“ og „one of a kind“ stykki sem ég ákvað að bíða með að kaupa. Svo voru þær kannski farnar þegar ég kom aftur og ég er enn með þær á heilanum, svo hik er sama og tap. Einhver ráð eða mottó sem þú lumar á þegar kemur að fatavali? Ekki fylgja trendum of stíft, það eru þau sem láta þig fá kjánahroll þegar þú horfir á gamlar myndir. Já, og klæddu þig eftir veðri… Það borgar sig. Anna Sóley Viðars- dóttir er ávallt vel til höfð og smart í tauinu. Hún hefur sér- stakan en einstaklega fallegan stíl. REKUR VERSLUN Í KAUPMANNAHÖFN Með Chanel jakka á heilanum ANNA SÓLEY VIÐARSDÓTTIR FLUTTI TIL DANMERKUR FYRIR STUTTU SÍÐ- AN Í SKIPTINÁM EN STEFNIR EKKI Á AÐ KOMA HEIM Í BRÁÐ. HÚN ER ANNAR HELMINGUR SKAPANDI SUÐUPOTTS, EN HÚN OG VINKONA HENNAR, EVA DÖGG RÚNARSDÓTTIR, OPNUÐU SAMAN VERSLUNINA AMPERSAND Í KAUPMANNAHÖFN FYRIR TÆPU ÁRI SÍÐAN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Anna Sóley sækir innblástur meðal annars í afrískan og indverskan stíl. „Dragtir og sett eru eitt- hvað sem ég fell alltaf fyr- ir“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.