Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 49
16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Þ
að var blendin tilfinning að
kveðja landið. Ég hef verið
með stórt net í kringum mig
og það verður undarlegt að sjá
það góða fólk ekki í mánuði
eða jafnvel ár. Ég á eftir að sakna
margra,“ segir Guðmundur Felix Grét-
arsson í símasamtali frá Lyon, þar sem
hann er nú að koma sér fyrir. Guðmundur
Felix bíður, sem kunnugt er, eftir því að
fá græddar á sig hendur og mun aðgerðin
fara fram á sjúkrahúsi í borginni á næstu
mánuðum.
Það var í mörg horn að líta hjá Guð-
mundi Felix síðustu vikuna áður en hann
hélt utan og Kjartan Þorbjörnsson, Golli,
ljósmyndari Morgunblaðsins, fékk að fylgja
honum eftir.
Guðmundur Felix þurfti meðal annars að
hitta lækninn sinn, sækja hálfs árs skammt
af lyfjum í apótek og hitta kírópraktor en
eðli málsins samkvæmt hreyfir hann háls-
inn öðruvísi og meira en við flest. Það er
því ómetanlegt að láta hnykkja á sér ann-
að slagið, jafnvel þótt það kalli fram eina
og eina grettu.
Þess utan þurfti Guðmundur Felix vita-
skuld að kveðja vini og vandamenn, hreyfa
sig til heilsubótar og láta skoða bílinn sinn
sem lagður er af stað á eftir honum með
Norrænu. Bíllinn er mikið þarfaþing enda
sérútbúinn fyrir Guðmund Felix.
Að stikna úr hita
Aðdragandinn að vistaskiptunum er langur
og Guðmundur Felix hafði farið í þrígang
til Lyon áður en hann flutti búferlum.
„Þetta lítur ljómandi vel út, fyrir utan það
að ég er að stikna úr hita,“ segir hann
léttur í bragði. Spurður um hitastigið dæs-
ir hann og segir það öfugum megin við
þrjátíu gráðurnar.
Eins og fram hefur komið verður Guð-
mundur Felix í bráðabirgðahúsnæði fyrsta
mánuðinn en leit að varanlegum samastað
er þegar hafin. Foreldrar hans, Guðlaug
Þórs Ingvadóttir og Grétar Felixson, fóru
utan með honum, ásamt yngri dóttur hans,
Diljá. Grétar í því skyni að hjálpa þeim að
koma sér fyrir en þær langmæðgur gera
ráð fyrir að dveljast hjá Guðmundi Felix
eins lengi og hann þarf að vera í Lyon.
Hann hefur þegar fundið fyrir góðum
stuðningi frá ræðismanni Íslands í borginni
og eins úr sendiráði Íslands í París. Fólk
sé boðið og búið að leggja honum lið.
Fjörutíu klukkustunda aðgerð
Guðmundur Felix hefur þegar hitt lækna-
teymið sem hyggst framkvæma aðgerðina.
„Ég hef verið í ströngu prógrammi alla
vikuna síðan ég kom hingað og þetta lítur
allt mjög vel út. Undirbúningur er þegar
hafinn enda þótt ég fari líklega ekki form-
lega inn á listann hjá þeim fyrr en í
haust. Eftir það getur biðin eftir gjafa ver-
ið einn dagur, hún getur líka verið margir
mánuðir. Það er ómögulegt að segja,“ segir
Guðmundur Felix.
Um gríðarlega flókna aðgerð er að ræða
en gjafinn þarf að vera á staðnum og eftir
að hann er úrskurðaður látinn þurfa
Guðmundur Felix Grétarsson á
ekki í vandræðum með að svara í
símann með tungunni.
Guðlaug Þórs Ingvadóttir, móðir Guðmundar Felix, hjálpar syni sínum að pakka fyrir ferðalagið.
Kvittað undir skoðunarskýrslu á bílnum sem nú er á leiðinni til Frakklands. Hann er þarfaþing.