Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingHeimskunni læknirinn Patch Adams hefur trú á umhyggju og faðmlögum til lækninga »22
F
rjóofnæmi er sumum leiðinlegur fylgi-
fiskur sumarsins og getur jafnvel
aftrað fólki frá að stunda útivist á
þessum yndislega tíma ársins. Þó of-
næmislyf geti komið að gagni er hægt að
fylgjast með frjómælingum, haga útiverunni
eftir magni frjókorna og hafa ýmsa þætti í
huga til að draga úr einkennum og njóta úti-
veru í sátt við náttúruna.
Ýmsar gerðir frjókorna valda ofnæmi
Á Íslandi eru þrjár gerðir frjókorna sem
valda ofnæmi. Þetta eru birkifrjó, grasfrjó
og súrufrjó.
Frjódreifing birkifrjóa hefst fyrst af þeim
frjókornum sem valda skæðasta ofnæminu.
Hún hefst oftast síðustu vikuna í maí sam-
kvæmt mælingum í andrúmsloftinu í Reykja-
vík frá 1988 og nær hámarki öðrum hvorum
megin við mánaðamótin maí og júní.
Vorveðrátta hefur mikil áhrif á það hvenær
frjótíminn hefst, en því hlýrri sem apríl er
þeim mun fyrr blómgast birkið. Frjótíminn
stendur yfir í 2–3 vikur.
Súrufrjó finnast í loftinu frá því snemma í
júní og fram í ágúst, en þetta eru frjó úr
hundasúru, túnsúru og njóla. Þær eru í
blóma allt sumarið frá júní og fram í ágúst,
en mest er um súrufrjó í byrjun júlí. Þau
valda ekki eins sterkum ofnæmisviðbrögðum
og hin tvö. Algengt er að fólk með grasof-
næmi hafi líka ofnæmi fyrir súrufrjóum, en
súrufrjó koma varla fram á mælingum í
Reykjavík.
Frjótími grasins hefst í júní og getur stað-
ið yfir fram í september. Frjótölur grass eru
oftast lágar í júní en í júlílok og byrjun
ágústmánaðar er hámark grastímans hér á
landi.
Frjómælingar á textavarpinu
Frjómælingar geta hjálpað til við greiningu
ofnæmis og geta komið fólki sem greinst
hefur með frjóofnæmi vel að gagni. Nátt-
úrufræðistofnunin hefur séð um frjókorna-
mælingar ásamt Veðurstofunni frá 1997. Á
Íslandi hefjast mælingar í apríl og standa út
september, en frjókornamælingar eru stund-
aðar í yfir 300 borgum og bæjum í Evrópu,
sums staðar allt árið. Það sem hefur hvað
mest áhrif á magn frjókorna sem berst út í
andrúmsloftið er veðráttan og þar sem
veðráttan er mjög óstöðug á Íslandi nægir
ekki að mæla frjókorn í eitt sumar því það
næsta getur orðið gjörólíkt. Frjókorn í and-
rúmslofti eru mæld sem frjótala, en frjótala
er fjöldi frjókorna í einum rúmmetra af
lofti.
Þeir sem vilja fylgjast með frjómælingum
geta kynnt sér málið á textavarpi RUV bls.
193 en þar eru þær uppfærðar vikulega. Ef
þið eruð á leið til Evrópu má benda á vef
Europian Pollen Information www.pollen-
info.org sem veitir upplýsingar um magn
frjókorn í flestum Evrópulöndum.
Könnun á verði helstu ofnæmislyfja má
finna á bls.42.
OFNÆMISTÍMABILIÐ HAFIÐ
Þekking getur dregið úr
einkennum frjóofnæmis
FRJÓKORN MUNU AUKAST VERULEGA Á KOMANDI VIKUM EN TALIÐ ER AÐ UM 7% ÍSLENDINGA FÁI OFNÆMI FYRIR FRJÓKORNUM EINHVERN TÍMANN
Á ÆVINNI. UM ÞRIÐJUNGUR ÞEIRRA FÆR EINKENNI ÁÐUR EN HANN NÆR 16 ÁRA ALDRI OG ÞAU ERU ALGENGARI MEÐAL KARLA EN KVENNA. EIN-
KENNIN ERU HNERRI, KLÁÐI, NEFRENNSLI OG BÓLGIN SLÍMHÚÐ.
Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com
Morgunblaðið/Rósa Braga
Klúbburinn Geysir hélt upp á hinn árlega Geysisdag síðastlið-
inn laugardag, þann 8. júní, en þetta var í þriðja sinn sem dag-
urinn er haldinn hátíðlegur.
Klúbburinn Geysir er vinnustaður fyrir fólk sem er eða hefur
verið með geðraskanir. Í klúbbinn kemur fólk sem vill verða
þátttakendur í samfélaginu á nýjan leik á sínum forsendum,
hvort heldur er í námi eða vinnu. Klúbburinn hefur verið starf-
andi í 13 ár og hefur átt stóran þátt í að efla mannauð í sam-
félaginu. „Enginn getur ekki neitt, því allir geta eitthvað,“ eru
nokkurs konar einkunnarorð klúbbsins.
Geysishópurinn fer sjaldan hefðbundnar leiðir og á deginum
var meðal annars boðið upp á svokallað örþon, eða örstutt
maraþon, sem hlaupið var með frjálsri aðferð. Afrekskonan
Annie Mist tók þátt í örþoninu og naut sín meðal Geysisfólks.
Með því að halda örþonið var hugmyndin að gera öllum kleift
að taka þátt í gjörningi sem byggist á getu hvers og eins. Enda
leggur klúbburinn Geysir ofuráherslu á að steypa fólk ekki í
sama mótið heldur vekja athygli á því að við erum öll ólík og
höfum ólíka sýn á lífið.
GEYSISDAGURINN Í ÞRIÐJA SINN
Örþon með Annie Mist
Ljósmynd/Helgi Halldórsson
ekki þurrka fötin þín úti á snúru
farðu í sturtu eins fljótt og þú get-
ur eftir hreyfingu úti í náttúrunni
þvoðu hárið oft, því frjóin festast
frekar í hárinu
mundu að blaut föt draga meira í
sig frjókorn en þurr
mundu að meira er um frjókorn á
heitum þurrviðrisdegi en þegar
rakt er og kalt
EF ÞÚ ERT MEÐ
FRJÓOFNÆMI ...