Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniGögn um PRISM upplýsingatækni sem Edward Snowden lak í fjölmiðla hafa valdið reiði »26
A
ðgangur landsmanna að
3G dreifikerfinu er alltaf
að aukast og nú næst
þráðlaust netsamband
um 3G kerfið á helstu ferða-
mannastöðum landsins. Með til-
komu 4G þjónustu á Íslandi verða
þráðlausar tengingar enn hraðari.
Nova bætir stórum sumarbústaða-
löndum við í 4G þjónustu í sumar
og Síminn og Vodafone leggja drög
að uppsetningu 4G á næstu mán-
uðum.
„GSM-kerfið er orðið mjög út-
breitt á Íslandi. Hluti af því kerfi
gefur ákveðna
kosti á netteng-
ingum en þær
eru ekki mjög
hraðvirkar miðað
við kröfur nú-
tímans. Dreif-
ingin á 3G netinu
er svo alltaf að
aukast þó svo að
sú dreifing sé
ekki orðin jafn
víðtæk og á GSM-kerfinu. Það er
þó óhætt að segja að 3G netið næst
á helstu ferðamannastöðum lands-
ins,“ segir Þorleifur Jónasson, for-
stöðumaður tæknideildar Póst- og
fjarskiptastofnunar.
Mikil framför með
4G netinu
4G þjónustan var kynnt til sög-
unnar á Íslandi fyrir tæplega ári.
Sú tækni er hugsuð sem þráðlaus
háhraða nettenging fyrir heimili,
fyrirtæki og fólk á ferðinni. Þegar
hraðatölur fyrir 4G eru skoðaðar er
ljóst að mjög mikið stökk er tekið
með þessum nýjasta meðlimi fjar-
skiptafjölskyldunnar. Við bestu
hugsanlegu aðstæður á 4G að geta
náð hraða sem nemur um 100
megabitum á sekúndu en til að
setja þetta í samhengi er það um
tíu sinnum hraðara en það sem 3G-
kerfið annar venjulega.
„Þegar kemur að 4G netinu þá
eru áform um að dreifa því víðar
um landið en nú er dreifingin bund-
in við höfuðborgarsvæðið. Það er
nú eitthvað í það að dreifingin verði
orðin almenn um allt land en mark-
miðið er að hún eigi eftir að ná til
99,5% landsmanna,“ segir Þorleifur.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
er upplýsingafulltrúi Símans en hún
telur stöðu ís-
lenskra og er-
lendra ferða-
manna sem vilja
komast á netið
vera mjög góða.
Hún segir stöð-
una hafa batnað
frá því í fyrra og
bendir á að nú í
vor hafi Síminn
sett upp fjölda 3G senda til að
þétta net Símans enn frekar. „Við
settum m.a. upp 3G samband á
Borgarfirði eystri, Raufarhöfn,
Breiðdalsvík og Stöðvarfirði.
Við erum að skoða að setja upp
3G senda á Rifi á Snæfellsnesi,
Súðavík og Úlfljótsvatni. Þá
stefnum við að því að þétta netið
jafnt og þétt um allt land. Til að
mynda eykst flutningsgetan á
Húsavík, sem á eftir að koma þeim
mikla fjölda ferðamanna sem þang-
að fara vel – sem og heimamönnum
að sjálfsögðu,“ segir Gunnhildur en
4G þjónustan mun standa við-
skiptavinum Símans til boða í
haust.
Nova fyrst til að hefja 4G
þjónustu hér á landi
Símafyrirtækið Nova var fyrsta
fyrirtækið til að hefja 4G þjónustu
hér á landi en að sögn Haralds Pét-
urssonar, sölustjóra hjá Nova, fer
það kerfi sístækkandi. „Höfuðborg-
arsvæðið er orðið
klárt og í sumar
munum við bæta
við Keflavík,
Skorradal,
Grímsnesinu og
öðrum stórum
sumarbústaða-
löndum á Suður-
landi,“ segir hann
og bætir við að aðgengið að neti
fyrir þá sem ferðist um landið sé
orðið einfaldara en áður. „Við erum
farin að sjá það að ferðamenn nýta
sér að vera með netið í bílnum,
pung eða hnetu eins og við köllum
ferðabeininn sem hoppar á milli 3G
og 4G eftir staðsetningu. Hneta er
lítill wifi-beinir sem öll fjölskyldan
getur tengst á ferðlaginu og staðan
er orðin sú að fólk vill vera nettengt
alls staðar sem það fer,“ segir Har-
ald en Nova mun vinna að því á
næstu árum að bjóða upp á 4G
þjónustu á helstu þéttbýlisstöðum
landsins með yfir 500 íbúa.
Vodafone mun á næstu vikum
setja upp senda fyrir 4G en að sögn
Hrannars Péturssonar, fram-
kvæmdastjóra hjá Vodafone, geta
innlendir og erlendir ferðamenn
bæði nota GSM-kerfi og 3G þjón-
ustu fyrirtækisins til að nálgast net
á þjóðvegum landsins. „Það er mis-
munandi eftir svæðum hvaða far-
símanet þú getur nýtt. Best er auð-
vitað að nota 3G
netið okkar en
þar sem því
sleppir notast
fólk við EDGE-
tæknina á hefð-
bundna far-
símanetinu, án
þess þó að verða
sérstaklega vart
við það því snjall-
tækin skipta sjálfkrafa milli kerfa.
Gagnaflutningshraðinn er þó minni
á EDGE en mestur er hann auðvit-
að á 4G kerfinu okkar, sem er kom-
ið í prufurekstur og verður opnað
fyrir almenning í sumar,“ segir
Hrannar
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
Hrannar
Pétursson
Þorleifur
Jónasson
Harald Pétursson
DREIFING Á NETI HEFUR BATNAÐ SEINUSTU ÁR
Aðgangur landsmanna að þráð-
lausu háhraða neti fer batnandi
Á SUMRIN FJÖLGAR ÞEIM FERÐAMÖNNUM SEM FERÐAST INNANLANDS EN MARGIR ÞEIRRA GERA KRÖFU UM AÐGANG AÐ
ÞRÁÐLAUSU NETI. AÐGANGURINN HEFUR BATNAÐ SEINUSTU ÁR EN ÞÓ ER ENN LANGT Í LAND Á MÖRGUM STÖÐUM.
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is
Vatnajökull
Ísafjörður
Síminn
Nova
(Vodafone)
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Reykjavík
Akureyri
Egilsstaðir
3G
Útbreiðsla 3G dreifikerfis