Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 16
N
ína býr hjá fjölskyldu skammt utan við
Opotiki, níu þúsund manna bæ í Eastern
Bay of Plenty á nyrðri þeirra tveggja eyja
sem mynda Nýja-Sjáland. Á þessum slóð-
um námu frumbyggjarnir, Maórar, fyrst land á sínum
tíma en nafn svæðisins, Gnægtaflói, er til komið vegna
þess að á svæðinu draup smjör af hverju strái þegar
landkönnuðurinn James Cook og hans menn sigldu þar
á land á síðari hluta 18. aldar. Og gerir enn, að sögn.
Nína býr hjá fólki sem fæst við kívírækt, tekur þátt
í störfum þar þegar tími gefst til, leikur knattspyrnu –
eins og hún hafði gert í nokkur ár með Haukum í
Hafnarfirði – og er auk þess farin að leika rugby, sem
er ákaflega vinsælt suður þar, og segist hafa mjög
gaman af því.
Frístundum ver hún gjarnan með hinum ný-sjá-
lenska „föður“ sínum við veiðar. „Við förum nánast all-
ar helgar að veiða fisk og ég hef einu sinni farið með
honum á villisvínaveiðar. Besti vinur hans á þyrlufyr-
irtæki og flaug þá með okkur í 15 til 20 mínútur og
skildi okkur eftir uppi á fjallstoppi langt inni í skógi
og eftir það höfðum við sex tíma til að ganga niður að
stórri á þangað sem hann sótti okkur. Við erum með
þrjá hunda, einn sem getur rakið lykt í vindinum, ann-
an sem rekur fótspor og sá þriðji aðstoðar þá. Tveir
hundanna eru með GPS-tæki um hálsinn þannig að við
fylgjumst eiginlega bara með og hlustum. Um leið og
þeir gelta þurfum við að vera fljót að finna hundana
svo þeir missi ekki svínin.“
Dýrin eru ekki skotin heldur skorin á háls á staðn-
um, innyflin tekin úr „og við bindum svo lappirnar
saman og búum þannig til bakpoka! Svo er gönguferð-
inni haldið áfram. Við veiddum þrjú svín, ég hélt á
einu og pabbinn á tveimur.“
Nína hefur farið í eina ferð með fjölskyldunni til
syðri eyjunnar og þau notuðu þá m.a. tækifærið til
þess að kafa og veiða fisk á allt að 30 metra dýpi.
Upp úr stendur þó líklega, segir hún, ferð til Wai-
tomo þar sem eru einstakir hellar. „Þar hanga sjálf-
lýsandi ormar. Þetta var nánast ólýsanlega flott og
eiginlega það allra fallegasta sem ég hef nokkurn tíma
séð. Og friðsældin var líka svo mikil.“
Þessi sérstaki staður er í þriggja klukkustunda fjar-
lægð frá heimili fjölskyldunnar. „Við fórum í flotgalla
og fengum björgunarhring, fórum svo gangandi ofan í
gjótu þar sem kom í ljós stór hellir. Ég var fremst og
leiddi hópinn áfram, þarna var niðamyrkur fyrst en
ormarnir lýstu leiðina sem við þurftum að fara.“
ÁTJÁN ÁRA SKIPTINEMI Á NÝJA-SJÁLANDI
Gott við Gnægtaflóa
NÍNA FRIÐRIKSDÓTTIR HEFUR VERIÐ SKIPTINEMI Á NÝJA-SJÁLANDI FRÁ ÞVÍ Í ÁRSBYRJUN
OG LÍKAÐ AFAR VEL. HÚN HELDUR UPP Á 18 ÁRA AFMÆLIÐ Í DAG, SUNNUDAG 16. JÚNÍ.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Nína með „pabba“ sínum á Nýja-Sjálandi á villisvínaveiðum.
Það er nánast ólýsanleg
tilfinning, segir Nína, að
koma inn í hellinn þar
sem sjálflýsandi orm-
arnir hanga.
Sjálflýsandi
ormarnir í helli
í Waitoma.*Eyði fólk einni mínútu við hvern grip á Hermitage-safninu yrði það tólf ár að skoða safnið »18Ferðalög og flakk
Eftir stutta heimsókn til Íslands er ég mætt aftur til Toulouse þar sem nýr kafli í
Frakklandsævintýrinu mínu hefst von bráðar. Mikið var gott að hitta fjölskylduna
aðeins og vinina. Eini gallinn við að eiga svona góða fjölskyldu er hversu erfitt
það er að vera henni ekki nærri. Framundan er nýr og spennandi kafli hjá mér.
Bóknáminu í Toulouse Business School er lokið og við tekur starfsnám næsta hálfa
árið. Eftir langt og strangt ferli er ég loksins komin með starfsnám hjá Airbus en
höfuðstöðvarnar eru einmitt hér í Toulouse. Ég hlakka mikið til enda var starfs-
nám hjá Airbus eitt markmiða minna löngu áður en ég hélt utan. Mikið var það
því góð tilfinning þegar markmiðinu var náð. Eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum leikur lífið við mig í „La ville rose“ og ég hef notið hverrar stundar. Ég
veit hversu mikilvægt það er að njóta tímans hér enda mun franska ævintýrið
fylgja mér alla ævi.
Sigríður Theódóra Pétursdóttir Lífið getur verið ansi ljúft í Toulouse.
Með vinkonunum Toni og Gabby á
leik í þeirri vinsælu íþrótt rugby.
Markmiðinu náð
Carcassone er virkisbær skammt
frá Toulouse. Yndislegt útsýni.
PÓSTKORT F
RÁ TOULOU
SE