Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 15
Réttardagurinn, þar sem hún end- urspeglar lífið í réttinni sjálfri. Réttarkaffi er yfirskrift þeirrar næstu og þar verður líf og fjör. „Þar stendur ígildi Aðalheiðar, í tréformi, á bak við borð og tekur á móti gestum, eins og ég hef gert síðustu tíu ár, síðan ég flutti í sveitina, þegar réttað er í Reist- arárrétt. Þá hef ég haft réttarkaffi í Freyjulundi, selt kaffi og brauð í gríð og erg og mörg hundruð manns komið í hvert skipti inn á heimili mitt. Ég hef mjög gaman af því og hef lagt mikinn metnað í að vera með flottasta tertuhlaðborð sem sést hefur!“ Á sýningunni verður bæði tilbú- inn matur á máta Aðalheiðar, smíð- aður og settur saman úr hinu og þessu dóti, en í bland alvöruveit- ingar sem fólk getur fengið sér. „Ég hef gaman af því að brúa bilið á milli raunveruleikans og hins ímyndaða heims og fólk getur tekið þátt í verkinu með því að fá sér kaffi og kökur; með því að setjast niður hjá skúlptúrunum sem sitja auðvitað við borð og borða kökur af bestu lyst.“ Þriðja sýningin í Listasafninu er um síðustu stundir sauðkind- arinnar, slátrunina. Svona mætti áfram telja; gestum verður boðið á þorrablót og ýmislegt fleira verður í boði, í Boxinu, Populus Tremula, Mjólkurbúðinni, Ketilhúsinu og í Flóru. Margir hafa lagt hönd á plóginn, eins og áður kom fram. „Listaverk- in eru líklega óteljandi, eins og Vatnsdalshólarnir, og það er ógjörningur fyrir eina manneskju að gera allt þetta á fimm árum. Ég er ótrúlega heppin með aðstoðar- fólk sem komið hefur á vinnustof- una mína til að hjálpa mér að smíða eða mála; sumir hafa bók- staflega lagt eigið líf til hliðar til að hjálpa mér án þess að ætlast til neins á móti annars en að vera með. Ég á ótrúlega fjölskyldu og vini sem hafa hjálpað mér óend- anlega og svo eru það allir lista- mennirnir sem voru tilbúnir að koma inn í mín verk með sín verk; það er mjög óeigingjarnt og ofsa- lega elskulegt allt saman.“ Ekki vill hún skjóta á hve mikið timbur verður til sýnis. „Ég kaupi mikið af timbri. Allir skúlptúrar eru í grunninn byggðir úr nýju og góðu timbri svo þeir morkni ekki heldur endist, en ferð- ir á ruslahaugana hafa líka verið tíðar. Ég fer mikið þangað og á gámasvæði og næ í allt timbur sem ég möguleika get, auk þess sem verkstæði og einkaaðilar koma með efni til mín. Ég held ég geti notað allt sem er í boði, við notuðum meira að segja sag til að búa til kökur!“ Sýningarnar standa flestar í allt sumar og Aðalheiður segist verða á staðnum meira og minna. „Ég tek á móti fólki og verð með listasmiðj- ur og ýmsar uppákomur á sýning- artímanum.“ Framhaldið er óráðið. „Ég hef passað mig á því að skipuleggja ekki meira og vona satt að segja að ég lendi í lausu lofti og viti ekk- ert hvað ég á að gera. Að ég fái tíma til að vera alveg ráðvillt og viti hvorki hvort ég á að halda áfram eða afturábak. Ég hef verið mjög skipulögð síðustu ár og er farin að þrá að geta unnið algjör- lega án þess að hugsa nokkurn skapaðan hlut um hvað ég ætla að gera við það sem ég skapa. Að geta bara unnið af þörfinni fyrir að skapa.“ Aðalheiður S. Eysteinsdóttir á vinnustofu sinni í gamla Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæða- flokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Full búð af flottum flísum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.