Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013
HEIMURINN
TO
lungum. Þe
orðinn er 9
aðber. Stjórnv
biðja fyrir
ráðki lanÉg er hvor
r Bandaríkja
wden sem lak u
t eftirlit bandarísk
a- og netnotkun.
athyg
jö
Rece n
forsætisráðherra s r
að hann muni taka til
skoðunar að boð l
þjóðar-
atkvæðagr ðslu um
fyrirh
æmkv -
stendurg en til
armið-
vegna
ð
BRETLAND
LUNDÚNIR Sa
uá brúnkukremin
St.Tropez hefur
tekið kipp eftir a
ofurfyrirsætan ateK
Moss sat nakin fy
í auglýsingum fyr
framleiðandann.
Að sö
St.Tro
salan t í
jafnfr
Allir
Tim Mathieson er 55 ára
gamall hárgreiðslumaður. Þau
Julia Gillard hafa verið par frá
árinu 2006 en eru ógift.
Mathieson er þriggja barna
faðir. Fyrsta barnið eignaðist
hann á táningsaldri en tvö hin
síðari með fyrrverandi eigin-
konu sinni, Diane Stark.
Mathieson bjó um árabil í
Kaliforníu en eftir að hann
flutti aftur til Ástralíu fyrir um
áratug rak hann fyrst hár-
greiðslustofu í Shepparton og
Melbourne. Eftir að Gill-
ard varð forsætisráð-
herra 2010 hefur
hann eingöngu sinnt
ólaunuðum
störfum,
einkum á
sviði góð-
gerða-
mála.
Ástralskir útvarpshlustendursperrtu upp eyrun áfimmtudaginn þegar for-
sætisráðherra landsins, Julia Gill-
ard, fékk óvænt þá spurningu í
viðtali við útvarpsstöðina 6PR í
Perth hvort sambýlismaður henn-
ar, Tim Mathieson, væri hommi.
Rök spyrilsins voru af rýrari gerð-
inni. „Nú, hann er hárgreiðslumað-
ur.“
Gillard trúði ekki sínum eigin
eyrum og vísaði þessu alfarið á
bug. „Þetta er fáránlegt,“ sagði
hún hneyksluð.
Spyrillinn, Howard Sattler að
nafni, var þó hvergi af baki dott-
inn. „En þú hefur heyrt þetta.
Hann hlýtur að vera hommi, hann
er hárgreiðslumaður. Það er ekki
ég sem er að halda þessu fram.“
Útilokað að alhæfa svona
Nú var Gillard allri lokið. Ekki nóg
með að Sattler hefði borið á borð
fyrir hana dylgjur og getgátur um
sambýlismann hennar heldur hafði
hann í leiðinni fellt sleggjudóm um
heila stétt manna. „Sjáðu nú til,
Howard,“ hélt hún áfram. „Ég veit
ekki hvort allskyns vitleysa verður
núna borin undir mig en hvað ertu
að segja um alla hárgreiðslumenn-
ina þarna úti, þeirra á meðal þá
sem eru að hlusta? Að mínu viti er
útilokað að alhæfa svona um heila
stétt manna, gjörólíkar mann-
eskjur. Þetta er fáránlegt.“
Enn þekkti Sattler ekki sinn
vitjunartíma. „Geturðu staðfest að
hann sé ekki hommi?“
Svar Gillards við þeirri fyrir-
spurn var stutt og laggott: „Æ,
Howard minn, láttu ekki eins og
kjáni. Auðvitað ekki. Leyfðu mér
að jarðtengja þig, maður.“
Engum sögum fer af viðbrögðum
ráðherrans eftir að slökkt hafði
verið á hljóðnemanum en fróðlegt
hefði verið að vera þar fluga á
vegg.
Viðtalið vakti strax mikla
hneykslan og útvarpsstöðin 6PR
sagði Sattler í framhaldi upp störf-
um. Bað stöðin Gillard og Mathie-
son formlega afsökunar, þar sem
fram kom að spurningar Sattlers
hefðu verið móðgandi og
óviðeigandi.
Sjálfur situr Sattler við sinn
keip, telur spurningar sínar alls
ekki hafa verið óviðeigandi, hann
hafi aðeins verið að
gefa
ráð-
herr-
anum
tækifæri
til að
bregðast
við orð-
rómi í þjóð-
félaginu. Hann íhugar að stefna
stöðinni fyrir ólögmætan brott-
rekstur.
Þessi uppákoma vekur upp ýms-
ar spurningar. Fyrst má auðvitað
velta fyrir sér siðferði og almennri
kurteisi í fjölmiðlum. Eiga fjöl-
miðlamenn ekki að halda sig við
staðreyndir í stað aðdróttana? Er
við hæfi að spyrja manneskju svo
nærgöngular spurningar? Gildir þá
einu hvort hún er forsætisráðherra
eða ræstitæknir.
Hefði karlmaður fengið
samskonar spurningu?
Ástralskir fjölmiðlar veltu því einn-
ig fyrir sér í gær hvort Gillard
hefði fengið þessa spurningu vegna
þess að hún er kona. Hefði Sattler
hjólað með sama hætti í karlkyns
ráðherra. „Afsakið herra minn en
er eiginkona yðar lesbía?“
Einu ummælin sem Gillard hefur
haft um málið enn sem komið er
snerta einmitt á þessu. Hún tjáði
fréttamönnum í gær að hún ótt-
aðist að atvik af þessu tagi græfu
undan konum í stjórnmálum og
fældu þær frá þátttöku í þeim. Það
væri stórt skref aftur á bak.
„Ég vil ekki sjá skilaboð af
þessu tagi send til ungra stúlkna.
Ég vil að ungum stúlkum og kon-
um almennt finnist þær eiga fullan
rétt á því að taka þátt í opinberu
lífi án þess að þurfa að standa and-
spænis spurningum eins og ég
varð að gera í gær.“
Að öðru leyti neitaði Gillard að
tjá sig um málið.
Margir hafa þegar fordæmt
uppátæki Sattlers, þeirra á meðal
Kevin Rudd, fyrrverandi forsætis-
ráðherra.
Annars hefur Gillard átt betri
vikur. Fyrr í vikunni lak út mat-
seðill frá veitingastað í Brisbane,
þar sem gert er kynferðislegt grín
að forsætisráðherranum. Réttir
meðal annars nefndir eftir vissum
líkamspörtum.
Vertinn hefur þegar beðist vel-
virðingar á seðlinum, honum hafi
ekki verið ætlað að koma fyrir
sjónir almennings, heldur hafi ver-
ið um innanhússgrín að ræða.
Einmitt.
Er maðurinn
yðar
hommi?
UMRÆÐA UM SIÐFERÐI OG ALMENNA KURTEISI Í FJÖL-
MIÐLUM HEFUR GOSIÐ UPP Í ÁSTRALÍU EFTIR AÐ FOR-
SÆTISRÁÐHERRA LANDSINS, JULIA GILLARD, VAR SPURÐ
AÐ ÞVÍ Í ÚTVARPI HVORT MAÐUR HENNAR VÆRI HOMMI.
Hjónaleysin
Julia Gillard og
Tim Mathieson.
ÞRIGGJA BARNA
FAÐIR
Julia Gillard forsætisráðherra Ástralíu átti viðburðaríka viku. Hún þótti halda reisn sinni andspænis gölnum spurningum.
AFP
* Ég hefði ekki átt mikla möguleika í bandarískumstjórnmálum, trúlaus, einhleyp og án barna.“Julia Gillard í nýlegu viðtali. AlþjóðamálORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is