Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 24
*Heimili og hönnunHeimili Erlu og Frosta í Vesturbænum er bjart og hlýlegt og þar fær hver hlutur að njóta sín »26
S
kærir litir yfir sumartímann heyra ekki til tíðinda en
heimilisbúnaður er þó meira blár en oft áður, í blá-
grænum tónum og auðvitað klassískir viðarmunir og
bast.
Það er ágætt að notast við smá gátlista þegar leggja skal
á garð- eða svalaborðið fyrir létt sumarsalat. Sumt finnst í
skápum en annað má kaupa fyrir ekki svo mikinn pening í
verslunum víða í bænum.
Efst á lista yfir það sem er gott að eiga fyrir notaleg
sumarkvöld ætti að sjálfsögðu að vera góður bakki til að
ferja góðgætið fram á svalir, sumarleg glös, kertastjakar
og kertalugt, salatáhöld í skærum litatónum, kökudiskur á
fæti fyrir sumarmúffur, hnífapör, plastdiskar og
brauðkarfa.
Maria Vinka er þrælsniðugur
sænskur hönnuður. Ananas-
glasið er nýtt af nálinni frá henni.
IKEA. 295 kr.
Bellbird-línan er úr
plasti og því einkar hent-
ug í ferðalögin. Habitat.
2.500 kr.
Hollensku Jansen+Co
kökudiskarnir eru úr
postulíni. Kokka.
12.900 kr.
Bakki fyrir salatið, hnífa-
pörin, glösin og servétt-
urnar. ILVA. 3.495 kr.
Salatáhöld úr
smiðju kín-
verska iðn-
hönnuðarins
Ameliu
Chong.
IKEA.
Hnífapör frá Hollendingunum í Pomax. 24
stykki í pakka. Húsgagnahöllin. 12.990 kr.
Brauðkarfa sem hægt er að smella og
brauðið því ágætlega varið fyrir flugum og
skordýrum. IKEA. 1.290 kr.
Kertalugt sumars-
ins er án efa þessi
litla bastkarfa.
ILVA. 3.995 kr.
BORÐBÚNAÐUR FYRIR MÁLTÍÐIR NÆSTU VIKNA
ÞAÐ MÁ EKKI GEFAST UPP FYRIR VEÐURGUÐUNUM OG GEFAST UPP Á AÐ
HAFA SMÁ KVÖLDVERÐ ÚTI Á SVÖLUM. HITABLÁSARI, NOKKUR TEPPI OG
FALLEGUR SUMARLEGUR BORÐBÚNAÐUR.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Kastehelmi-línan frá Ittala kom fyrst á markað
1964. Valdar vörur úr línunni komu aftur á
markað árið 2010. Kokka. 5.900 kr.
Sumar og
svalasnæðingur