Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013
Ferðalög og flakk
B
eint áætlunarflug Icelandair til St.
Pétursborgar í Rússlandi hófst
laugardaginn 1. júní síðastliðinn.
Þetta er í fyrsta sinn sem boðið
er upp á beint áætlunarflug á milli Ís-
lands og Rússlands og því um tímamót í
íslenskri samgöngusögu að ræða. Flogið
verður tvisvar í viku til 17. september, á
laugardögum og þriðjudögum. Þráðurinn
verður svo tekinn upp að nýju næsta vor.
Það var mikil viðhöfn á Pulkovo-flugvelli
í St. Pétursborg þegar fyrsta flugvélin
renndi í hlað. Birkir Hólm Guðnason,
framkvæmdastjóri Icelandair, og Volker
Wenderfeuer, framkvæmdastjóri flugvall-
arins, klipptu á borða og mörkuðu þar
með upphaf áætlunarflugs milli Íslands og
Rússlands, að viðstaddri áhöfn fyrsta
flugsins og fjölmörgum gestum, íslenskum
og rússneskum.
Rússland vaxandi markaður
Að sögn Birkis Hólm er hugmyndin með
þessu áætlunarflugi að opna íslenskri
ferðaþjónustu nýja leið inn á Rússlands-
markað, sem er afar stór og vaxandi
ferðamannamarkaður. „Um leið erum við
að bjóða Íslendingum nýjan og spennandi
áfangastað í beinu flugi,“ segir Birkir.
Hann segir að rússneskum ferðamönnum
hafi fjölgað jafnt og þétt hér á landi sem
í öðrum Evrópulöndum á undanförnum ár-
um og það skapi grundvöll fyrir þessu
beina áætlunarflugi.
Að sögn Birkis Hólm lofa bókanir í
flugið góðu en hann segir markmið Ice-
landair vera að byggja upp þessa flugleið
á komandi árum.
Íslenskum blaðamönnum gafst kostur á
að kynna sér St. Pétursborg á dögunum
ásamt stjórnendum Icelandair og nokkrum
fleiri gestum. Óhætt er að segja að borgin
hafi komið verulega á óvart, jafnvel þótt
maður hafi vitað fyrirfram að hún státaði
af merkum byggingum, stórkostlegum
söfnum og afar merkri sögu. Borgin
stendur við botn Finnlandsflóa inn af
Eystrasalti og áin Neva er áberandi í
borgarlandslaginu. Íbúar eru um fimm
milljónir og erlendir ferðamenn voru mjög
áberandi í miðborginni.
Stjórnmálasamband í 70 ár
Það er alveg stórmerkilegt að nú fyrst,
árið 2013, skuli í fyrsta sinn hafið beint
flug milli Íslands og Rússlands. Mikil við-
skipti hafa verið milli landanna tveggja í
áratugi og í haust verður þess minnst að
70 ár eru síðan þessi tvö ríki tóku upp
stjórnmálasamband. Sovétríkin voru, eins
og menn muna, lokað land en eftir að þau
liðu undir lok árið 1991 hefur orðið gíf-
urleg breyting í frjálsræðisátt. Bragurinn í
St. Pétursborg er alveg eins og maður á
að venjast í vestrænni borg. Ekki var
annað að sjá en hótel borgarinnar stæðu
jafnfætis flottustu hótelum Vesturlanda og
veitingastaðir eru margir hverjir alveg
framúrskarandi. St. Pétursborg er óumdeilt
mesta menningarborg Rússlands.
Í fyrsta fluginu heim var 40 manna
hópur frá Íslandi sem hafði verið í borg-
inni nokkra daga. Af bókunum má einmitt
sjá að vinsælt er að hópar ætli þangað í
ferðir. Það fyrirkomulag með reyndum far-
arstjórum er án efa mjög heppilegt. En
auðvitað getur fólk farið þangað á eigin
vegum ef það kýs.
Þegar dvalið er í St. Pétursborg í tvo
daga er vitaskuld aðeins hægt að sjá brot
af því sem borgin hefur upp á að bjóða.
Sjö hæðir er hámark
Það var Pétur mikli sem stofnaði borgina
árið 1713 og hann fyrirskipaði að engin
hús mættu vera hærri en sjö hæðir og
aðeins kirkjur mættu vera hærri. Einnig
mælti hann fyrir um að útliti húsamætti
ekki breyta. Enn í dag er þessi regla í
gildi fyrir miðborgina. Skoðunarferð um
miðborgina er nokkuð sem allir ferðamenn
ættu að fara í.
Ef fólk er áhugasamt um að sjá kistur
fyrrverandi keisara Rússlands verður það
að leggja leið sína í Peter and Paul For-
tress sem er elsti hluti St. Pétursborgar.
Þetta er eyja með virkisveggjum á alla
kanta og í miðjunni er stórglæsileg kirkja
með háum gullturni. Í kirkjunni eru lík-
amsleifar keisaranna og fjölskyldna þeirra
í íburðarmiklum steinkistum. Þarna eru
meira að segja líkamsleifar Nikulásar II
keisara og fjölskyldu, sem líflátin voru í
kjölfar byltingar kommúnista 1917.
Keisarar Rússlands voru duglegir að
reisa hallir og kirkjur. Í Vetrarhöllinni í
St. Pétursborg er að finna mesta lista-
verkasafn Rússlands, Hermitage. Sagan
segir að ef fólk eyði einni mínútu fyrir
framan hvern grip í þessu safni taki það
viðkomandi 12 ár að skoða þá alla! Allir
ferðamenn sem leggja leið sína til borg-
arinnar verða að skoða þetta safn en um
þrjár milljónir manna heimsækja það ár-
lega. Katrín mikla stofnaði safnið árið
1764 og það var svo opnað almenningi
1852. Síðan þá hafa margir munir bæst í
safnið. Þarna er að finna allar gerðir lista-
verka og merkra muna. Það er með ólík-
indum að ganga herbergi eftir herbergi
þar sem hanga á veggjum hundruð verka-
eftir mestu málara heimsins, svo sem Da
Vinci, Goya, Picasso, Rubens, Rembrandt,
Renoir, Monet, Van Gogh og Gauguin, svo
nokkrir séu nefndir. Þarna stendur maður
í návígi við málverk sem myndu seljast á
milljarða króna hvert og eitt ef þau væru
boðin upp á uppboðum.
Fyrirmyndin sótt til Versala
Peterhof er staður sem íslenskir ferða-
menn verða að heimsækja ef þeir hafa tök
á. Þetta er stórglæsilegur garður með
fjölda gullhúðaðra gosbrunna sem Pétur
mikli hóf að reisa á átjándu öld við sum-
arhöll sína. Fyrirmyndin er sótt til Ver-
sala í Frakklandi. Óhætt er að segja að
þarna sé sjón sögu ríkari. Garðurinn er
um 30 kílómetra utan borgarinnar en hann
er vissulega heimsóknarinnar virði.
Kirkjurnar í St. Pétursborg eru hver
annarri glæsilegri. Af þeim kirkjum sem
við skoðuðum var kirkja St. Ísaks án efa
tilkomumest enda stærsta kirkja rétttrún-
aðarkirkjunnar í Rússlandi.
Bygging hennar hófst árið 1818 og hún
var ekki fullkláruð fyrr en 1858, eða 40
árum seinna. Samt unnu menn að bygg-
ingu hennar allt að 14 tíma á dag alla
daga ársins. Þegar maður stendur inni í
kirkjunni er ekki hægt annað en undrast
hvernig menn gátu reist slíkt mannvirki
með þeirra tíma tækni en turn kirkjunnar
er rúmlega 100 metra hár. Segja má að
listaverk þeki nánast hvern einasta fer-
metra í þessari glæsilegu kirkju.
Margt fleira hefur þessi sögufræga borg,
St. Pétursborg, ferðamönnum upp á að
bjóða. Það verður að bíða næstu heim-
sóknar að skoða þá staði.
Munið að sækja um áritun
Ef Íslendingar hafa hug á að heimsækja
Rússland verða þeir að hafa í huga að
ferðin þarfnast undirbúnings. Enginn
kemst til Rússlands nema hafa vegabréfs-
áritun. Sækja þarf um slíka áritun í sendi-
ráði Rússlands á Túngötu 14 í Reykjavík.
Þar er opið milli klukkan 9 og 12 virka
daga. Það tekur nokkra daga að fá áritun
og kostar hún tæpar sex þúsund krónur.
Áður en komið er inn í landið þarf einnig
að fylla út blað með persónuupplýsingum í
tvíriti sem landamæraverðir yfirfara og
stimpla ef allt er í lagi. Annað eyðublaðið
varðveitir ferðamaðurinn og afhendir við
brottför úr landinu. Mikilvægt er að fólk
varðveiti blaðið vel.
Ljósmynd/Guðjón Arngrímsson.
ST. PÉTURSBORG
Sagan er við
hvert fótmál
RÚSSLAND HEFUR EKKI VERIÐ Í ALFARALEIÐ ÍSLENSKRA FERÐAMANNA, EN
MEÐ BEINU FLUGI ICELANDAIR TIL ST. PÉTURSBORGAR OPNAST ÝMSIR
FERÐAMÖGULEIKAR Í RÚSSLANDI. ST. PÉTURSBORG ER MESTA MENNING-
ARBORG LANDSINS OG ÞAR ER SAGAN VIÐ HVERT FÓTMÁL.
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is
Það er vinsælt hjá hópum að fara í ferðir til
St. Pétursborgar. Einn slíkur mun fara þangað
25. júní n.k. undir forystu Árna Þórs Sigurðs-
sonar alþingismanns og munu flestir í hópn-
um dvelja í borginni í viku. Að sögn Árna er
hann í vinahóp sem hefur lengi talað um að
gaman væri að fara til St. Pétursborgar.
„Þegar auglýst var að Icelandair ætlaði að
hefja beint flug til borgarinnar var drifið í að
panta flugmiða og skipuleggja ferðina. Svo
spurðist þetta út og fleiri bættust í hópinn,“
segir Árni. Eiginlega má segja að Árni verði
þarna á heimavelli. Hann stundaði nám í
Moskvu á sínum tíma og talar rússnesku. Síð-
an var hann um hríð fararstjóri hjá norskri
ferðaskrifstofu og fór með marga hópa til St.
Pétursborgar.
Að sögn Árna Þórs ætlar hópurinn að
skoða það markverðasta í borginni og verða
leiðsögumenn þá með í för. Einnig verður
farið í dagsferð út fyrir borgina. Þá ætlar Árni
að leiða bókmenntagöngu þar sem hópurinn
getur lifað sig inn í 19. öldina í gegnum hin
stórkostlegu verk rússnesku skáldjöfranna.
Árni segir að þetta sé tilvalinn tími til að
heimsækja borgina því nú er bjartasti tíminn,
hvítar nætur eins og Rússarnir segja um það
sem við Íslendingar köllum bjartar nætur.
„St. Pétursborg er algjör perla og hópur-
inn er orðinn mjög spenntur. Við ætlum að fá
eins mikið út úr þessari ferð og við getum,“
segir Árni Þór.
Árni við standmynd af Anton Tsjekhov sem er
tekin í borginni Tomsk í Rússlandi.
„Hópurinn orðinn mjög spenntur“
Segja má að listaverk þeki nánast
hvern einasta fermetra í hinni
glæsilegu kirkju St. Ísaks.