Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 37
stríðinu við hryðjuverk. Árið 2012
voru til dæmis tæplega 1.500 at-
riði í daglegri upplýsingaskýrslu
sem lögð er fyrir forseta Banda-
ríkjanna rakin til gagna sem
fengust í gegnum notkun
PRISM.
Það virðist þó hafið yfir allan
vafa að stjórnvöld safna upplýs-
ingum um fjölda Bandaríkja-
manna. Það er augljóst að fjöldi
bandarískra ríkisborgara fellur
undir þær heimildir sem PRISM
byggir á, en samkvæmt starfs-
reglum er þess einungis krafist
að við rannsókn á gögnum að
51% vissa sé um að ekki sé um
bandarískan ríkisborgara að
ræða. Og daginn áður en fréttir
bárust okkur fyrst af PRISM
komst í hámæli að FISA dóm-
stóllinn hafði veitt NSA heimild
til að safna gögnum um símnotk-
un viðskiptavina fjarskiptafyr-
irtækisins Verizon. Margt bendir
til að sá dómsúrskurður sé ekki
einsdæmi, heldur hafi NSA safn-
að síkum gögnum lengi frá fleiri
fjarskiptafyrirtækjum en Verizon.
Þessar heimildir ná þó einungis
til meta-upplýsinga, þ.e. upplýs-
inga um hver hringdi í hvern,
hvaðan og hvenær, en veita ekki
heimild til að hlusta á sjálf sím-
tölin.
Deilur um réttmæti
Undanfarnar tvær vikur hefur
mikið verið ritað um PRISM og
Verizon-málið í bandarískum fjöl-
miðlum. Mörgum þykir sem
stjórnvöld hafi gengið allt of
langt í söfnun upplýsinga um
borgara sína og líkist æ meir
Orwell-ísku eftirlitsríki. Öðrum
þykir sem hér sé litlum hags-
munum fórnað fyrir stærri, og
það sé helsta skylda stjórnvalda
að tryggja öryggi borgaranna.
A.C.L.U. (American Civil Liber-
ties Union), samtök um borg-
araleg réttindi í Bandaríkjunum
hafa þegar lýst því yfir að þau
muni hefja mál á hendur stjórn-
völdum fyrir að brjóta á
stjórnarskrárvörðum réttindum
með söfnun upplýsinga um sím-
notkun. Það má telja nokkuð víst
að þessi umræða verður vart til
lykta leidd í bráð.
16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Edward Snowden er fyrrverandi
starfsmaður í upplýsingatækni-
deild CIA og NSA. Hann hefur
síðustu ár starfað hjá tækniráð-
gjafarfyrirtækinu Booz Allen
Hamilton sem tækniráðgjafi.
Snowden lak upplýsingum um
rekstur PRISM-kerfisins í The
Washington Post og The Gu-
ardian á Englandi. Hann hafði
undir höndum glærukynningu
sem notuð var til að kynna nýja
starfsmenn í greiningadeild NSA
fyrir PRISM-kerfinu, en megnið
af upprunalegu fréttunum um
kerfið byggist á þeim upplýs-
ingum sem þar komu fram.
Snowden var búsettur á
Hawaii þar til í síðasta mánuði.
Hann ferðaðist þá til Hong Kong
og var í sambandi við fjölmiðla
þaðan. Síðastliðinn sunnudag
kom hann fram
undir nafni í
viðtali við The
Guardian og
skýrði frá því
að hann hefði
kosið að svipta
hulunni af
PRISM-kerfinu
þar sem honum hefði ofboðið
framferði NSA við öflun upplýs-
inga og það eftirlitsþjóðfélag
sem hann taldi Bandaríkin vera
að breytast í.
Snowden hefur undanfarna
viku sagst munu leita leiða til að
komast hjá því að verða fram-
seldur til Bandaríkjanna og hefur
meðal annars látið í ljós þá ósk
sína að fá pólitískt hæli á Íslandi,
þar sem hér sé borin virðing fyr-
ir mannréttindum og netfrelsi.
MAÐURINN SJÁLFUR
Hver er Edward
Snowden?
Edward Snowden
Árangur tölvuleiksins Tetris hefur
mörgum verið ráðgáta, þar sem
leikurinn er frámunalega einfaldur.
En einhverra hluta vegna náði
hann frámunalegum vinsældum og
sumir eru beinlínis háðir þessum
leik. Að sögn blaðamannsins Tom
Stafford sem skrifar fyrir BBC er
ástæðan sú að leikurinn notfærir
sér þörf mannskepnunnar til að
koma reglu á hlutina. Kassar falla
af himni ofan og hætta á að þeir
verði í einhverri óreglu. Þá kemur
heimilislega húsmóðirin upp í
okkur og við gerum okkar besta
til að koma skikkan á hlutina.
Þegar bætt er við hinni truflandi
en jafnframt ánetjandi rússnesku
tónlist sem er spiluð yfir leiknum
verður úr hálfgerð bylting í tölvu-
leikjum.
Síðan Tetris kom á markað árið
1986 hafa milljónir klukkustunda
ef ekki milljarðar, farið í þennan
tilgangslausa leik hjá fjölda þjóða.
Flóknari leikir hafa komið og far-
ið en Tetris lifir.
Á vissan hátt eru billjard og
snóker ekki ólíkir Tetris. Fyrsti
leikmaðurinn býr til óreiðu með
fyrsta skotinu og allt í einu eru
kúlurnar útum allt. Næstu leikir
ganga út á að þrífa upp þetta
mess sem er búið að skapa á
borðinu.
Tetris heldur athygli okkar með
því að framleiða stanslaust ókl-
áruð verkefni. Alltaf koma kubbar
af himni ofan sem við verðum að
raða í rétta röð og koma skikki
á. Það er það eina sem við mann-
skepnurnar erum alltaf að reyna
að gera: að koma hlutunum í röð
og reglu. Þessvegna virkar Tetris.
TÖLVULEIKUR
Tetris heillar manninn
ÞAÐ ER MEÐ ÓLÍKINDUM HVERNIG HINN EINFALDI LEIKUR, TETRIS, SIGRAÐI MANNINN
OG VARÐ AÐ EINUM VINSÆLASTA TÖLVULEIK SEM SÖGUR FARA AF. EN ÞAÐ ER ÁSTÆÐA
FYRIR ÞVÍ. TETRIS HITTIR BEINT Í MARK HVAÐ VARÐAR VEIKLEIKA MANNSKEPNUNNAR.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Í þeim gögnum sem Edward
Snowden lak í fjölmiðla segir að
PRISM sé rekið með þátttöku
stærstu netfyrirtækja heimsins í
dag, svo sem Google, Apple,
Microsoft, Facebook, Yahoo og
fleiri. Þá segir í gögnunum að
PRISM hafi beinan og milliliða-
lausan aðgang að vefþjónum
fyrirtækjanna sem geri þeim
kleift að leita að þeim gögnum
sem þar er að finna.
Þessu hafa öll fyrirtækin sem
nafngreind hafa verið þverneit-
að. Hvert og eitt hafa þessi fyr-
irtæki sent frá sér yfirlýsingu,
og efnislega eru þær sama eðl-
is, þau neita því að NSA hafi
beinan aðgang að netþjónum
þeirra, þau leyfi engum óheftan
aðgang að upplýsingum sínum
heldur láti einungis af hendi
þær upplýsingar sem þeim beri
lagalega skylda til, og þau hafi
aldrei áður heyrt minnst á
PRISM.
Eftir því sem frekari upplýs-
ingar hafa litið dagsins ljós,
virðist sem ónákvæmt orðalag í
upprunalegu gögnunum sem
fjölmiðlar fengu í hendur hafi
valdið ákveðnum misskilningi
um aðild þessara fyrirtækja að
þessu eftirliti. Eigi að síður er
líklegt að þessi fyrirtæki bíði
varanlegan álitshnekki af þessu
máli, en fjölmargir hafa lýst van-
trausti á getu þeirra til að
vernda viðkvæmar persónu-
upplýsingar í kjölfar þessa máls.
ÝMISLEGT AÐ KOMA Í LJÓS
Hver er þáttur
tæknifyrirtækjanna?
www.facebook.com/epli.is