Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 47
16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 morgnana, fullur tilhlökkunar að takast á við verkefni dagsins. Ég fann miklu meiri neista í kosninga- baráttunni. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Það voru þúsundir sem lögðu hönd á plóginn í þessari vinnu í framboði Þóru. Þetta var magnað ævintýri.“ Að borða er best Leið Svavars Halldórssonar inn í sjón- varpsfréttir RÚV var hlykkjótt. Hann byrj- aði fyrir meira en áratug á Fréttastofu út- varpsins á RÚV en fór þaðan upp á Stöð 2. Stuttu eftir að hann kom þangað var því batteríi breytt í hið tilraunakennda NFS sem Svavar segir að hafi verið gaman að taka þátt í, þótt margar tilraunir þeirrar fréttastofu hafi mistekist. „En það var margt áhugavert prufað á þessum tíma,“ segir Svavar. Svavar var enn þar þegar NFS var aftur breytt í Stöð 2 og svo kom að því að Elín Hirst bauð honum að koma í sjónvarps- fréttir RÚV. Þar var hann árið 2008 þegar Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland og enn eru menn ekki alveg með það á hreinu hvort Guð hafi orðið við þeirri bón. „Það var mjög merkilegur tími og magn- að að vera fréttamaður á RÚV á þessum tíma,“ segir Svavar. „Á þeim tíma sem hrunið varð, voru menn uppteknir í skipu- lagsbreytingum út af sameiningu fréttastof- anna. Margt af okkar reyndasta fólki sat á miklum og löngum fundum um skipulag og sameiningu þegar Ísland var að fara á hliðina. Þetta var allt svo skrítið, ég man að það var farið í íslensku orðabókina til að fletta upp orðinu þjóðnýting þegar Glitnir var þjóðnýttur, svo maður myndi þetta örugglega rétt úr fræðunum og færi rétt með. Það var svo margt í gangi sem ekki var daglegt brauð. Þessi tími er minnisstæður, að vera fyrir utan þegar forstjórarnir voru að koma beygðir út af skrifstofum sínum eða niðri á Austurvelli þegar Óslóartréð var brennt. Tilraunir okkar fréttamanna til að setja þetta í samhengi voru oft erfiðar, því stærðirnar voru svo ótrúlegar. Allt sem hefur komið í ljós eftir á sýnir svo að þetta hafi allt verið miklu svakalegra en maður gat látið sér detta í hug. Þegar maður var að útskýra þetta fyrir kollegum sínum erlendis, þá spurðu þeir bara opinmynntir hvernig það gat gerst? Hvar voru eftirlitsstofnanirnar? Hvar voru stjórnmálamennirnir? Hvar var skynsemin? Það bara gerðist, var eina stutta svarið sem hægt var að bjóða upp á. Allt sukkið og svínaríið sem var í gangi en fáir vissu af eða trúðu, því allar skýrsl- urnar sögðu að þetta væri í lagi. Álags- prófin sem gengu upp en samt hrundi allt. Jafnvel þó menn hefðu séð hættumerkin, þá var alltaf dregið úr því á opinberum vettvangi. Mér er minnisstætt hversu árásargjarnir þeir í bönkunum voru gagnvart fréttamönn- um í aðdraganda hrunsins. Eins og í febr- úar árið 2008 þegar ég var með frétt um baktjaldaþreifingar um sameiningu bank- anna vegna þess að þeir stæðu það illa þá fékk ég herdeild af almannatengslamönnum á mig eftir fréttaflutning minn. Meira að segja ónefndur bankastjóri hringdi í mig á miðnætti öskrandi á mig. Menn tala oft um að fjölmiðlar hafi sofið á verðinum. Ég held það sé ekki alveg rétt. Það voru margar fréttir með þessum viðvörunum, þær bara náðu ekki flugi. Ein frétt var um matsfyrirtækin sem lækkaði lánshæfi rík- issjóðs, vegna hugsanlegrar gjaldfellingar á ríkið út af bönkunum, þetta var 2007 ef ég man rétt. Þessi frétt fékk enga umfjöllun annars staðar en hjá okkur og enginn þingmaður tók hana upp. Við sjálf fylgdum henni ekki eftir næsta dag. Það voru bara allir hálf sofandi og enginn trúði því að handfylli af mönnum gæti nánast sett Ísland á hausinn. Þetta var skemmtilegur tími þrátt fyrir allt, út frá sjónarhóli blaðamannsins, en nú vil ég einbeita mér að mat.“ Upphefur hamborgarann „Um síðustu áramót strengdi ég fyrsta al- vöru áramótaheitið. Ég hét mér því að reyna að gera aðeins það sem er skemmti- legt og hef nokkurn veginn staðið við það,“ segir Svavar. En á mánudaginn, 17. júní, kemur út fyrsta bókin eftir hann sem fjallar um íslenska hamborgara. Aðspurður hvað fleira hann hafi á prjón- unum segir hann að hann sé einnig að gera sjónvarpsþætti um íslenskan mat. „Er þetta allt matartengt sem þú ert að gera?“ „Já, bara matartengt.“ „Þýðir þá setningin: Ég ætla bara að gera það sem er skemmtilegt í raun og veru ég ætla bara að gera eitthvað sem er tengt mat?“ „Já, hvað annað er skemmtilegt nema matur og að borða?“ Spyr Svavar undrandi og uppsker hlátur undirritaðs. „Í alvöru,“ segir Svavar. „Hefurðu séð myndina Julie & Julie eftir Noruh Ep- hron? Það er skrambi fín mynd, en þar er sagt frá Júlíu Child, mest selda matreiðslu- bókahöfundi sögunnar. Þegar hún var að reyna að finna sér hillu í lífinu leit hún inn á við til að komast að því hvað væri það eina sem hún væri virkilega góð í. Hún komst að því að hún væri ekki virki- lega góð í neinu nema því að borða. Hún elskaði að borða. Ég upplifi mig alveg í hennar stöðu, mér finnst ógurlega gaman að borða – og þar með að elda. Þá byrjar maður að reyna að finna eitthvað að gera í kringum það. Ég var búinn að vera í hefðbundinni blaðamennsku í rúman áratug. Allt í einu vaknaði ég upp við að hafa fengið yfir mig nóg af Icesave-fréttum og fann að ég hafði bara ekki úthald í enn einn fund hjá Seðlabankanum um stýrivexti eða gjaldeyrishöft. Þessi bók um hamborgara er bara fyrsta bók af mörgum, vona ég. Það er búið að draga orðspor hamborgara niður í svaðið og ég vil leggja mitt af mörkum til að endurreisa það. Þetta þótti frekar fínn matur hérna áður fyrr, fyrir stríð. Ham- borgarinn er upprunninn úr tartarsteik, sem er rússneskur réttur. En það er gríð- arlegur munur á hamborgara og hamborg- ara. Almennilegir hamborgarar úr góðu hráefni, úr góðu kjöti, íslensku grænmeti og góðu brauði eru herramannsmatur. Svo eru þeir líka hollir og ganga því mjög vel sem hluti af fjölbreyttu mataræði og heil- brigðu líferni. Ég er að taka upp hanskann fyrir holla og góða hamborgara í þessari bók. Ég hef undanfarin ár verið að taka mig á í hollustunni og er í dag 20 kílóum létt- ari en ég var fyrir tveimur árum. Ég var 110 kíló en er núna 90 kíló. Partur af þessu hollara matarræði er góður og hollur hamborgari, kannski ekki daglega, en einu sinni tvisvar í viku, það er í góðu lagi.“ Aðspurður hvað hafi valdið því að orð- spor hamborgarans hafi farið svo illa segir hann að það hafi verið þegar hann var skyndibitavæddur. Frá því að menn fóru að afgreiða hamborgara út um bílalúgur hafi leiðin legið niður á við. „En nú eru hins menn víða um lönd að átta sig á því að öfgar eða töfrabrögð eru ekki rétta leið- in til heilbrigðs lífernis. Stóra málið er að vita hvað þú ert að láta ofan í þig. Við á Íslandi búum svo vel að hafa frábært hrá- efni við höndina allan ársins hring, það þarf bara að bera sig eftir því. Um leið og hamborgarar urðu að fjölda- framleiddum skyndibita þá fór þeim að hraka. Það eru ennþá til fínir veitingastaðir sem bjóða upp á góða hamborgara og hafa haldið nafni þeirra uppi. Þetta er svona ákveðin hreyfing í heiminum í dag, þar sem menn segja hingað og ekki lengra. Menn eru að reyna að rífa upp orðspor hamborgarans. Frægir kokkar og fínir veit- ingastaðir víða um heim eru meðal þeirra. En hamborgari er um leið ennþá alþýðu- matur. Ég held þeirri baráttu uppi hér á Ís- landi, þannig að Íslenska hamborgarabókin er að vissu leyti með heimspekilegu og pólitísku ívafi. En þetta er auðvitað fyrst og fremst matar- og lífsnautnabók. Ég vona að hún nýtist vel í grillið í sumar en hún er til notkunar allan ársins hring.“ Svavar Halldórsson blaðamaður er giftur einni þekktustu sjón- varpskonu landsins, Þóru Arnórs- dóttur. Svavar segir að það megi kalla Sigmund Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra guð- föður sambands þeirra. Morgunblaðið/Styrmir Kári „Það er ekki það sama, hamborgari og ham- borgari,“ segir Svavar. * „Allt í einu vaknaði ég upp við að hafa fengiðyfir mig nóg af Icesave-fréttum og fann að éghafði bara ekki úthald í enn einn fund hjá Seðlabank- anum um stýrivexti eða gjaldeyrishöft,“ segir Svavar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.