Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013 T imburmenn Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur hafa víða farið. Margir kann- ast við karlana og kerl- ingarnir en listamaður- inn hefur líka skapað heilan bústofn. Nú skal nefnilega blásið til veislu. Aðalheiður hélt eftirminnilega sýningaröð í tilefni fertugsafmæl- isins fyrir áratug; opnaði fjörutíu sýningar á jafnmörgum dögum víða um heim, og byrjaði strax fyr- ir fimm árum að undirbúa fimm- tugsafmælið, sem er þó ekki fyrr en eftir rúma viku. Verkefnið bar og ber enn heitið Réttardagur. Fyrsta sýningin var í Reistarár- rétt, fáeina metra frá heimili lista- konunnar í Freyjulundi við Eyja- fjörð, en um næstu helgi leggur hún undir sig Listagilið á Akureyri og næsta nágrenni. Bjartsýn í byrjun „Þetta eru lok fimmtíu sýninga verkefnis sem ég hef reyndar ekki farið með eins víða og ég ætlaði mér í upphafi. Ég var ofsalega bjartsýn og glöð þegar ég byrjaði, rétt fyrir bankahrun; fyrsta sýn- ingin var sett upp í júní 2008 en ég hef þó farið til Þýskalands, Hol- lands, Bretlands og Danmerkur og haldið fleira en eina sýningu í hverju landi.“ Svo hefur Alla sýnt á flestum mögulegum stöðum á Íslandi, á þessu fimm ára tímabili, segir hún! En að verkefninu sjálfu: er það konar óður til sauðkindarinnar? „Þetta er eiginlega könnun. Mig langaði að kanna stöðu íslensku sauðkindarinnar og þeirrar menn- ingar sem frá henni hlýst. Hvort við værum komin langt frá bænda- menningunni eða hvort hún væri alltaf jafnsterkt í þjóðarsálinni.“ Og er komin niðurstaða? „Þó að ég sé búin að hugsa um þetta í fimm ár er ég rétt farin að skrapa yfirborðið en þó nóg til að fá á tilfinninguna að Ísland sé í sjálfu sér enn bændasamfélag; við erum ekki stórborgarleg í hugsun, held ég; okkur líka vel smærri ein- ingar. Þótt einn og einni vilji sækja í álvershugmyndir og svoleiðis stóriðjur og haldi enn að það bjargi heiminum, þá líta margir Ís- lendingar sér nær, sem betur fer, og sjá fjársjóðinn og mannauðinn í því sem við höfum í litlum sam- félögum. Ef niðurstaðan úr þessari könnun er einhver er hún sú að okkur finnst gott að vera lítið bændasamfélag – þó að við séum reyndar ekkert að flíka því á al- þjóðavettvangi!“ Sauðkindin heldur velli Eftir hrun var mikið talað um ný- sköpun og ýmsum skemmtilegum hugmyndum skotið á loft. Það gladdi Aðalheiði mikið að íslenskt fé – sauðfé, altso – kom þar víða við sögu. „Mörg fyrirtæki hafa síð- ustu ár beinlínis sprottið upp af ís- lensku sauðkindinni. Ég held líka að ég hafi unnið að þessu verkefni á hárréttum tíma; hefði það verið á ferðinni tíu árum fyrr hefði það ekki fengið sama hljómgrunn með- al fólks og það gerir í dag. Það er alveg sama hvar ég setti upp sýn- ingar, alltaf kinkaði fólk kolli. Við erum mjög sátt við sauðkindina og þessa heimatilbúnu lifnaðarhætti. Stór tæknifyrirtæki hafa gert rosa- lega góða hluti, en sauðkindin held- ur líka velli, og hvetur okkur til dáða á svo mörgum sviðum.“ Aðalheiður nefnir tarnir, sem Ís- lendingar eru svo frægir fyrir. „Ég hef sett upp sýningar samkvæmt dagatali sauðkindarinnar; sauðburð á vorin, slátrun á haustin og svo framvegis. Við þekkjum vel þessar tarnir, ekki síður í fiskinum, vertíð- irnar.“ Nú, í lok verkefnisins, dregur hún saman það sem hún hefur gert á „vertíðum“ síðustu fimm ára; „sýni þverskurðinn af öllum sýn- ingunum og verð líka með verk sem ég hef gert í vetur og aldrei hafa verið sýnd.“ Aðalheiður leggur áherslu á að þótt um einkasýningu sé að ræða komi mjög margir aðrir að verk- efninu. „Ég hef allan tímann unnið sýningarnar í samvinnu við lista- menn og annað skapandi fólk á þeim stöðum sem ég hef sýnt og það gerist alltaf eitthvað nýtt með nýju fólki. Nú vinn ég með fólki sem tengist Akureyri eða Eyjafirði og finnst mjög gaman að vera komin heim og geta kallað til leiks þá sem vinna að mér finnst í efni eða þema sem tengist sauðkindinni eða mínum vinnsluaðferðum. Ég kalla það að bjóða öðrum lista- mönnum þátttöku í sýningunum; þeir eru gestalistamenn inni á sýn- ingunni minni.“ Hinir listamennirnir eru Jón Laxdal Halldórsson, Guðbrandur Siglaugsson, Georg Óskar Gianna- koudakis, Margeir Dire, Freyja Reynisdóttir, Gunnhildur Helga- dóttir, Arnar Ómarsson, Jón Einar Björnsson, Miriam Blakkenhorst, Arndís Bergsdóttir, Níels Hafstein, Arna Valsdóttir, Þórarinn Blöndal, Hlynur Hallsson og Nikolaj Lo- nentz Mentze. Fjölbreytni Aðalheiður leggur undir sig Lista- gilið á Akureyri um næstu helgi, eins og áður kom fram. Í Lista- safninu verða þrjár sýningar í jafn- mörgum sölum, þar sem umfjöll- unarefnið verður þrenns konar. Fyrsta sýningin ber yfirskriftina Listrænasti fjárbóndi lýðveldisins AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR MYNDLISTARMAÐUR HÓF UNDIRBÚNING AÐ FIMMTUGSAFMÆLI SÍNU FYRIR FIMM ÁRUM MEÐ STÓRU VERKEFNI OG FAGNAR TÍMA- MÓTUNUM MEÐ NOKKRUM SÝNINGUM ÞAR SEM HÚN LEGGUR UNDIR SIG LISTAGILIÐ Á AKUREYRI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Ef niðurstaðanúr þessarikönnun er einhver er hún sú að okkur finnst gott að vera lítið bændasamfélag – þó að við séum reyndar ekkert að flíka því á alþjóða- vettvangi! Arnar Ómarsson hefur aðstoðað móður sína mikið vegna sýningarhaldsins. Boðið verður upp á kræsingar við sýningaropnun í Listagilinu á Akureyri um næstu helgi. Rétt er að taka fram að þetta bakkelsi er ekki heppilegt til átu. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.