Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 12
RÍFLEGA ÞRIÐJUNGUR FELLUR Á SKRIFLEGU ÖKUPRÓFI HÉR Á LANDI Í FYRSTU ATRENNU. SVIÐSSTJÓRI ÖKUPRÓFA- SVIÐS HJÁ FRUMHERJA VÍSAR Á BUG KVÖRTUNUM ÖKUNEMA ÞESS EFNIS AÐ PRÓFIN SÉU TYRFIN OG LÚMSK, ÞAU HAFI ÞANN TILGANG EINAN AÐ META HVORT ÖKUNEMAR HAFI TILHLÝÐILEGA ÞEKKINGU TIL AÐ FARA ÚT Í UMFERÐINA. KÆRULEYSI OG FLJÓTFÆRNI ERU AÐ HANS MATI HELSTA ÁSTÆÐA FALLS Á PRÓFINU. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ö kupróf er ein leið til að taka ungmenni inn í samfélag full- orðinna. Eldskírn sem flesta dreymir um, jafnvel frá blautu barnsbeini. En enginn verður óbarinn biskup, það er gömul saga og ný. Fall á skriflegu ökuprófi hér á landi er 35% þegar prófið er þreytt í fyrsta sinn. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt undanfarinn áratug en jókst þó lítið eitt á árunum 2007 og 2008, upp í 40%. Síðan hefur það lækkað aftur. Að sögn Svanbergs Sigurgeirssonar, sviðsstjóra öku- prófasviðs hjá Frumherja, er þetta mjög sambærilegt við það sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en þar eru prófin byggð upp með áþekkum hætti. Verklega ökuprófið virðist liggja betur fyrir nemendum en fall í því er aðeins um 10%. Ætli helsta skýr- ingin á því sé ekki einföld: Það þyk- ir meiri skömm að falla á verklega prófinu en því skriflega. Frá 2002 hefur Frumherji hf. haft með höndum framkvæmd skrif- legra og verklegra ökuprófa á Ís- landi. Framkvæmdin var áður í höndum ökunámsdeildar Umferð- arráðs. Umferðarstofa sér um að semja prófin. Sex skrifleg ökupróf eru í umferð á hverjum tíma og er þeim úthlutað til próftaka af handa- hófi. Falli próftaki getur hann þó aldrei fengið sama prófið tvisvar. Breytist umferðarreglur eða um- hverfið almennt fellur próf að von- um þegar í stað úr gildi og nýtt er samið í staðinn. Hámarkslíftími prófs er um það bil þrjú ár. Fáar villur leyfðar Árgangurinn sem nær sautján ára aldri er venjulega í kringum 4.500 manns. Við það bætast útlendingar búsettir á Íslandi, það er ríkisborg- arar landa utan Evrópusambands- ins. Sá fjöldi er mismunandi eftir árum en Svanberg áætlar að það geti verið allt að 500 manns á ári. „Í bólunni fyrir bankahrunið var þessi fjöldi ennþá meiri,“ segir hann en nákvæm tala liggur ekki fyrir þar sem þeir sem þreyta bílpróf eru ekki flokkaðir eftir þjóðerni. Skriflega prófinu er skipt í tvo hluta, A og B. Um krossapróf er að ræða og eru fimmtán spurningar í hvorum hluta. Í A-hlutanum eru einungis tvær villur leyfðar en fimm í þeim síðari. „Gert er ráð fyrir því að próftakar kunni A-hlutann, sem snýr að umferðarmerkjunum, gang- andi vegfarendum og fleiru, villu- laust, þessar tvær villur eru bara frávik. Þetta er þekking sem allir sem ætla út í umferðina eiga og verða að hafa,“ segir Svanberg. Þetta er í raun lykilatriði. Málið snýst ekki um það hvort skriflega ökuprófið er þungt eða létt, til- gangur þess er að komast að því hvort viðunandi þekking er til stað- ar áður en nemandinn fer út í umferðina. Morgunblaðið hefur rætt við próftaka sem kvarta undan því að prófin séu lúmsk, jafnvel tyrfin. „Við höfum heyrt það,“ viðurkennir Svanberg. „Það er hins vegar ekki okkar túlkun. Þessi umræða er ekki ný af nál- inni og margbú- ið að fara yfir þau atriði sem deilt hefur ver- ið á. Málvís- indastofnun var til dæmis fengin til að fara yfir málfarið á sínum tíma og gerði engar at- hugasemdir.“ Hvað merkir orðið „vangi“? Hitt er annað mál að Svanberg þyk- ir málskilningi ungmenna hafa hrakað á þeim tuttugu árum sem hann hefur látið þessi mál sig varða. Ekki sé lengur sjálfgefið að þau skilji orð sem allir skildu fyrir tveimur áratugum. Hann nefnir orð- ið „vangi“ sem dæmi. Prófdómari hafi fengið fyrirspurn um merkingu þess í nánast hverju einasta prófi meðan orðið var þar inni. „Það er ljóst að þessir krakkar eru ekki byrjaðir að dansa vanga- dans,“ segir Svanberg sposkur á svip. Önnur algeng orð sem próf- dómarar eru spurðir um eru ttil dæmis hjólbarði, tafarlaust, vítavert og bifreiðastæði. Nýlega var hann með nemanda í prófi sem áttaði sig ekki á merk- ingu orðanna „hámarkshraði“ og „lágmarkshraði“. Þegar Svanberg spurði nemandann á móti hvort hann kannaðist við orðin „min“ og „max“ kveikti hann strax á perunni. „Jaaaaaaaaaaá“. Það stóð helst í viðmælendum Morgunblaðsins úr röðum ökunema að fleiri en einn svarmöguleiki af þremur getur verið réttur á krossa- prófinu. Sá háttur mun ekki vera al- gengur í íslenska skólakerfinu. Þetta þýðir að ein spurning í A- hluta prófsins getur fellt nemann. Það er velji hann rangan svarmögu- leika en sleppi tveimur réttum. Það gera þrjár villur. Svanberg segir árangur nemenda á prófinu alfarið háðan undirbún- ingi. Undirbúi próftaki sig vel, lesi námsbókina spjaldanna á milli og æfi sig á sambærilegum prófum á netinu, svo sem á vefjum trygginga- félaganna, Ökukennarafélagsins og Umferðarstofu, standi hann afar vel að vígi. „Mín reynsla er sú að þeir sem gera þetta fljúga í gegn. Raunar má segja að tvennt komi einkum og sér í lagi í veg fyrir að ökunemar nái skriflega prófinu, annars vegar kæruleysi og hins vegar fljótfærni.“ Fljótfærni er fótakefli Sem fyrr segir þykir það ekki eins mikil skömm að falla á skriflega ökuprófinu eins og því verklega og fyrir vikið grunar Svanberg að nemarnir æfi sig ekki eins vel undir það. Alltaf sé hægt að endurtaka prófið en það má gera að viku lið- inni. „Besta staðfestingin á þessu er sú að hlutfall þeirra sem ná skrif- lega prófinu í fyrstu atrennu er mun hærra úti á landi en á höf- uðborgarsvæðinu. Skýringin er ekki sú að það fólk sé klárara en fólkið hér fyrir sunnan, heldur býr það sig betur undir prófið vegna þess að þau eru haldin sjaldnar úti á landi og biðin getur þar af leiðandi verið meiri eftir næsta prófi.“ Fljótfærni er annað fótakefli. Nemendur hafa 45 mínútur til að ljúka prófinu og að sögn Svanbergs eru þeir í upphafi hvattir til að gefa sér góðan tíma, lesa spurningarnar vel yfir og spyrja prófdómarann séu þeir í vafa um eitthvað. Ekki fara allir eftir þessu og sumir eru jafnvel roknir út eftir korter eða tuttugu mínútur – oftar en ekki fallnir. Margir fara villulaust gegnum prófið en sjaldgæfara er að nem- endur fari hnökralaust gegnum allt ferlið, það er verklega prófið líka. Þeir sem ná þeim árangri eru verð- launaðir með viðurkenningarskjali og lítilli gjöf.Svanberg hefur ekki tekið þennan fjölda saman en gerir ráð fyrir að hann sé vel innan við 10%. Svanberg vísar því á bug að sum próf séu erfiðari en önnur. „Þessi umræða kemur upp aftur og aftur. Síðast var það próf merkt X sem okkur skildist að vekti ugg í brjóst- um nemenda. Enginn vildi fá X- prófið. Þetta var skoðað sérstaklega og niðurstaðan var sú að það próf væri á engan hátt erfiðara en önn- ur. Þess má þó geta að Umferð- arstofa breytti bókstafnum á próf- inu og spurningunum lítillega. Eftir það hefur enginn kvartað undan því.“ Merkilegt. Núverandi bókstafur þessa „al- ræmda“ prófs fæst að sjálfsögðu ekki uppgefinn. Símasvindl upprætt Svindl þekkist á skriflegu ökuprófi eins og öðrum prófum. Séu nem- endur staðnir að svindli eru þeir umsvifalaust reknir út úr prófinu. Nokkuð er síðan farið var að taka Dramb er falli næst 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.