Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Qupperneq 20
*Heilsa og hreyfingHeimskunni læknirinn Patch Adams hefur trú á umhyggju og faðmlögum til lækninga »22 F rjóofnæmi er sumum leiðinlegur fylgi- fiskur sumarsins og getur jafnvel aftrað fólki frá að stunda útivist á þessum yndislega tíma ársins. Þó of- næmislyf geti komið að gagni er hægt að fylgjast með frjómælingum, haga útiverunni eftir magni frjókorna og hafa ýmsa þætti í huga til að draga úr einkennum og njóta úti- veru í sátt við náttúruna. Ýmsar gerðir frjókorna valda ofnæmi Á Íslandi eru þrjár gerðir frjókorna sem valda ofnæmi. Þetta eru birkifrjó, grasfrjó og súrufrjó. Frjódreifing birkifrjóa hefst fyrst af þeim frjókornum sem valda skæðasta ofnæminu. Hún hefst oftast síðustu vikuna í maí sam- kvæmt mælingum í andrúmsloftinu í Reykja- vík frá 1988 og nær hámarki öðrum hvorum megin við mánaðamótin maí og júní. Vorveðrátta hefur mikil áhrif á það hvenær frjótíminn hefst, en því hlýrri sem apríl er þeim mun fyrr blómgast birkið. Frjótíminn stendur yfir í 2–3 vikur. Súrufrjó finnast í loftinu frá því snemma í júní og fram í ágúst, en þetta eru frjó úr hundasúru, túnsúru og njóla. Þær eru í blóma allt sumarið frá júní og fram í ágúst, en mest er um súrufrjó í byrjun júlí. Þau valda ekki eins sterkum ofnæmisviðbrögðum og hin tvö. Algengt er að fólk með grasof- næmi hafi líka ofnæmi fyrir súrufrjóum, en súrufrjó koma varla fram á mælingum í Reykjavík. Frjótími grasins hefst í júní og getur stað- ið yfir fram í september. Frjótölur grass eru oftast lágar í júní en í júlílok og byrjun ágústmánaðar er hámark grastímans hér á landi. Frjómælingar á textavarpinu Frjómælingar geta hjálpað til við greiningu ofnæmis og geta komið fólki sem greinst hefur með frjóofnæmi vel að gagni. Nátt- úrufræðistofnunin hefur séð um frjókorna- mælingar ásamt Veðurstofunni frá 1997. Á Íslandi hefjast mælingar í apríl og standa út september, en frjókornamælingar eru stund- aðar í yfir 300 borgum og bæjum í Evrópu, sums staðar allt árið. Það sem hefur hvað mest áhrif á magn frjókorna sem berst út í andrúmsloftið er veðráttan og þar sem veðráttan er mjög óstöðug á Íslandi nægir ekki að mæla frjókorn í eitt sumar því það næsta getur orðið gjörólíkt. Frjókorn í and- rúmslofti eru mæld sem frjótala, en frjótala er fjöldi frjókorna í einum rúmmetra af lofti. Þeir sem vilja fylgjast með frjómælingum geta kynnt sér málið á textavarpi RUV bls. 193 en þar eru þær uppfærðar vikulega. Ef þið eruð á leið til Evrópu má benda á vef Europian Pollen Information www.pollen- info.org sem veitir upplýsingar um magn frjókorn í flestum Evrópulöndum. Könnun á verði helstu ofnæmislyfja má finna á bls.42. OFNÆMISTÍMABILIÐ HAFIÐ Þekking getur dregið úr einkennum frjóofnæmis FRJÓKORN MUNU AUKAST VERULEGA Á KOMANDI VIKUM EN TALIÐ ER AÐ UM 7% ÍSLENDINGA FÁI OFNÆMI FYRIR FRJÓKORNUM EINHVERN TÍMANN Á ÆVINNI. UM ÞRIÐJUNGUR ÞEIRRA FÆR EINKENNI ÁÐUR EN HANN NÆR 16 ÁRA ALDRI OG ÞAU ERU ALGENGARI MEÐAL KARLA EN KVENNA. EIN- KENNIN ERU HNERRI, KLÁÐI, NEFRENNSLI OG BÓLGIN SLÍMHÚÐ. Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com Morgunblaðið/Rósa Braga Klúbburinn Geysir hélt upp á hinn árlega Geysisdag síðastlið- inn laugardag, þann 8. júní, en þetta var í þriðja sinn sem dag- urinn er haldinn hátíðlegur. Klúbburinn Geysir er vinnustaður fyrir fólk sem er eða hefur verið með geðraskanir. Í klúbbinn kemur fólk sem vill verða þátttakendur í samfélaginu á nýjan leik á sínum forsendum, hvort heldur er í námi eða vinnu. Klúbburinn hefur verið starf- andi í 13 ár og hefur átt stóran þátt í að efla mannauð í sam- félaginu. „Enginn getur ekki neitt, því allir geta eitthvað,“ eru nokkurs konar einkunnarorð klúbbsins. Geysishópurinn fer sjaldan hefðbundnar leiðir og á deginum var meðal annars boðið upp á svokallað örþon, eða örstutt maraþon, sem hlaupið var með frjálsri aðferð. Afrekskonan Annie Mist tók þátt í örþoninu og naut sín meðal Geysisfólks. Með því að halda örþonið var hugmyndin að gera öllum kleift að taka þátt í gjörningi sem byggist á getu hvers og eins. Enda leggur klúbburinn Geysir ofuráherslu á að steypa fólk ekki í sama mótið heldur vekja athygli á því að við erum öll ólík og höfum ólíka sýn á lífið. GEYSISDAGURINN Í ÞRIÐJA SINN Örþon með Annie Mist Ljósmynd/Helgi Halldórsson  ekki þurrka fötin þín úti á snúru  farðu í sturtu eins fljótt og þú get- ur eftir hreyfingu úti í náttúrunni  þvoðu hárið oft, því frjóin festast frekar í hárinu  mundu að blaut föt draga meira í sig frjókorn en þurr  mundu að meira er um frjókorn á heitum þurrviðrisdegi en þegar rakt er og kalt EF ÞÚ ERT MEÐ FRJÓOFNÆMI ...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.