Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013
Ferðalög og flakk
Samspil náttúrunnar og arkitektúrsins á grísku eyjunum er gullfallegt.
É
g get ekki annað sagt en að nú
elski ég Grikkland,“ segir Ása
Reginsdóttir, sem ásamt eig-
inmanni sínum, Emil Hallfreðs-
syni, dvaldi á grísku eyjunum Santorini
og Mykonos í júní sl. „Við fórum í ferð-
ina alveg laus við væntingar enda vissi
ég í raun ekkert um Grikkland, annað en
að fetaostur kemur þaðan og að efna-
hagsmálin þar standa illa,“ bætir hún við.
Segja má að ferðin hafi verið síðbúin
brúðkaupsferð, en þau gengu í það heil-
aga fyrir ári. Skömmu eftir brúðkaupið
ferðuðust þau að vísu saman til Dubai,
en þá var nýfæddur sonur þeirra með í
för. Í þetta sinn fóru þau bara tvö og
segir Ása grísku eyjarnar tilvalinn stað
fyrir álíka ferð. „Ég held að ferðirnar
gerist ekki mikið rómantískari. Okkur
leið oft og tíðum eins og við værum ein
í heiminum og svo var útsýnið þarna
gullfallegt. Sumir segja að sólsetrið sé
hvergi fallegra en einmitt á Santorini.“
Hjónin dvöldu fjóra daga í senn á
hvorum staðnum og bera báðum stöðum
söguna jafnvel. Ása nefnir að þau hafi
verið sérstaklega heppin með staðsetn-
ingu á Santorini, sem sé afar mikilvægt.
„Ég fann hótel á heimasíðunni Trip-
advisor, sem var síðan alveg dásamlegt,
en það er í þorpinu Imerovigli. Staðurinn
er frekar rólegur og ekki yfirfullur af
ferðamönnum, eins og mér skilst til
dæmis að höfuðborg Santorini, Fira, sé.
HEILLANDI GRÍSKAR EYJAR
Gerist varla
rómantískara
ÁSA REGINSDÓTTIR OG EMIL HALLFREÐSSON FÓRU Í RÓMANTÍSKA
AFSLÖPPUNARFERÐ TIL GRÍSKU EYJANNA SANTORINI OG MYKONOS.
MATURINN OG FALLEGT ÚTSÝNI HEILLUÐU HJÓNIN UPP ÚR SKÓNUM.
Einar Lövdahl elg@mbl.is
Einhver veginn svona lítur draumsýn hvers Íslendings í júlíregninu út.
Er nokkuð rómantískara en stórglæsilegt útsýni með kældu víni?