Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013
HEIMURINN
BANDARÍKIN
MARYLAND
Á undanförn-
um tveimur
árum braut
Þjóðarör-
yggisstofnun
Bandaríkjanna (NSA) reglur um
friðhelgi einkalífs manna og fór
út fyrir valdheimildir sínar mörg
þúsund sinnum. Þetta kemur fram
í skjölum sem komu frá banda-
ríska uppljóstraranum Edward
Snowden. Fjallað er um málið á vef
breska ríkisútvarpsins og er vísað
til skjala sem bandaríska dagblaðið
Washington Post birti.
PERÚ
LIMA Tvær ungar konur,
Melissa Reid, 19 ára, frá
Skotlandi og Michaella
McCollum Connolly, 20 ára,
fædd á Írlandi, hafa verið
handteknar í Perú, sakaðar
um að reyna að smygla þaðan 11 kg af kókaíni að
andvirði 1,5 milljóna punda, um 280 milljóna króna.
Þær segjast hafa verið neyddar til að taka þátt í
smyglinu, kólumbískir glæpamenn hafi hótað að skjóta
þær ef þær neituðu að gerast svonefnd „burðardýr“.
FÆREYJAR
ÞÓRSHÖFN Færeysk stjórnvöld ætla að láta hart
mæta hörðu í deilu sinni við Evrópusambandið um síld-
arkvóta. Þau hafa ákveðið að kæra viðskiptaþvinganir
ESB gagnvart útflutningi Færeyinga á sjávarafurðum til
gerðardóms á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans.
Með þessu getur ESB ekki gripið til refsiaðgerða, sem sjávarútvegsnefnd sambands-
ins samþykkti 31. júlí sl., á meðan málið er til afgreiðslu hjá dómstólnum.
KÍNA
BEIJING Kínverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir
að nota líffæri úr föngum sem teknir hafa verið af lífi
til ígræðslu. Dauðadæmdir
fangar í Kína hafa að miklu
leyti staðið undir líffæra-
ígræðslum í landinu undanfar-
in ár.Tvö af hverjum þremur
gjafalíffærum eru tekin úr
föngum eftir aftöku, en frá
og með nóvember verður þessum ósið hætt, enda hafa
mannréttindasamtök gagnrýnt þetta harkalega.
Obama er mikið gagnrýndur
þessa dagana. Bandaríkja-
menn hafa reynt að vinna
með hverjum sem er við völd
í Egyptalandi með þeim af-
leiðingum að enginn treystir
þeim orðið og þeir hafa lítil
áhrif í Kaíró. Forystumenn
Bræðralags múslima eru bál-
reiðir út í Bandaríkin fyrir að
hafa ekki sagt það op-
inberlega að um valdarán
var að ræða. En yfirmenn
hersins eru líka bálreiðir út
í þá fyrir að hafa ekki stutt
þá. Hershöfðinginn Sisi
sagði: „Þið sneruð
baki við
Egyptum,
við munum
ekki gleyma
því.“
T
alið er að á sjöunda
hundrað manna hafi lát-
ist er herinn leysti upp
mótmæli stuðnings-
manna Morsi í Kaíró
síðastliðinn miðvikudagsmorgun.
Stuðningsmenn Morsis telja að á
annað þúsund hafi látist í þessum
aðgerðum. Þótt leiðtogar Bræðra-
lags múslima hafi lagt áherslu á
friðsöm mótmæli voru margir mót-
mælendanna vopnaðir og á meðal
hinna föllnu eru á fimmta tug lög-
reglumanna.
Mohamed Morsi vann kosningar
í Egyptalandi fyrir ári síðan en
mistókst að ná trausti mikilvæg-
ustu stofnana landsins og tókst
ekki að ná neinum tökum á efna-
hagsvandanum. Morsi hefur verið
að sakaður um að fara langt út fyr-
ir heimildir sínar í tilraunum til að
sveigja stjórnkerfið að sjónar-
miðum Bræðralags múslíma. Þann
30. júní síðastliðinn fóru milljónir
manna í mótmælagöngu gegn rík-
isstjórn Morsis og daginn eftir
setti herinn forsetanum úrslita-
kosti. Innan viku var yfirherforing-
inn Abdel Fattah al-Sisi búinn að
setja Morsi í stofufangelsi og setja
dómarann Adly Mansour sem
starfandi forseta. Þá fóru stuðn-
ingsmenn Morsis að mótmæla. Á
þriðja hundrað manns höfðu látist í
ýmiskonar mótmælum þegar kom
að blóðbaðinu í vikunni sem sér
ekki fyrir endann á.
Ofbeldið kom á óvart
Egyptaland er með sterkan verald-
lega sinnaðan minnihluta sem styð-
ur herinn og er í mikilli andstöðu
við Bræðralag múslíma sem Morsi
stýrir. Þá eru 10% Egypta kristnir
koptar sem hafa fengið að kenna á
því hjá öfgafullum hluta stuðnings-
manna Bræðralagsins.
Egypski herinn virkar stundum
einsog ríki í ríkinu. Herinn hefur
ekki einungis mikil stjórnsýsluleg
ítök heldur eru fyrirtæki í eigu
hans stór hluti af viðskiptalífinu.
Hann hefur notið mikils stuðnings
veraldlegu aflanna í Egyptalandi.
En þessar ofbeldisfullu aðgerðir
hersins í vikunni hafa fengið marg-
an stuðningsmanninn til að hika.
Þannig sagði Mohamed El Baradei,
varaforseti landsins, af sér emb-
ætti sama dag og herinn réðst
á mótmælendur. El Baradei er
einn þekktasti andstæðingur
Morsi en hann varð heims-
frægur fyrir störf sín fyrir
Sameinuðu þjóðirnar og
fékk friðarverðlaun
Nóbels árið 2005.
Reiðin bitnar á
kristnum
Trúarleiðtogar krist-
inna stigu fram þegar Morsi var
ýtt frá völdum og lýstu yfir stuðn-
ingi við herinn. Reyndar gerði
æðsta trúarlega yfirvald múslíma
í Egyptalandi það líka en reiðin
út í kristna minnihlutann hjá
Bræðralagi múslíma hefur sum-
staðar brotist út í ofbeldi. Í fram-
haldi af aðgerðum hersins á mið-
vikudaginn hefur verið ráðist á
heimili kristinna og verslanir í
þeirra eigu eyðilagðar. Þá hefur
verið ráðist inn í 25 kirkjur og
þær skemmdar. Hershöfðinginn
Sisi hefur lofað að verja kristna
Egypta. Kristni minnihlutinn
hafði verið mjög gagnrýninn á
Morsi og taldi að hann takmark-
aði rétt kristinna til að iðka trú
sína.
Vesturlönd hikandi
Tyrkir hafa verið með hvað hörð-
ust viðbrögð við ofbeldi hersins
gagnvart mótmælendum enda er
Erdogan, forsætisráðherra Tyrk-
lands, yfirlýstur stuðningsmaður
Morsis. Tyrkir hafa lýst aðgerðum
egypska hersins sem fjöldamorði
og kallað sendiherra sinn heim.
Önnur evrópsk ríki hafa annað-
hvort lýst yfir andúð sinni eða
áhyggjum.
Bandaríkin hafa aðeins afboðað
fyrirhugaðar heræfingar með
egypska hernum en ekki hróflað
við fjárhagslegum stuðningi þeirra
við Egyptaland upp á 1,3 milljarða
dollara.
John McCain, öldungadeildar-
þingmaður og fyrrum forseta-
frambjóðandi Repúblikanaflokks-
ins, segir það fráleitt að halda
fjárstuðningnum áfram. Hann
sagði að aðgerðir hersins í byrjun
júlí væru ekkert annað en valdarán
og samkvæmt lögum gætu Banda-
ríkin þá ekki stutt Egyptaland
lengur með fjárframlögum. En rík-
isstjórn Barack Obama hefur forð-
ast orðið valdarán þegar atburð-
unum í Egyptalandi er lýst.
Bandaríkin
stöðvi
fjárstuðning
BANDARÍKIN HAFA AFBOÐAÐ SAMEIGINLEGAR HER-
ÆFINGAR MEÐ EGYPSKA HERNUM EN ÞAÐ ERU FYRSTU
AÐGERÐIR OBAMA TIL AÐ SÝNA ANDÚÐ SÍNA Á BLÓÐ-
BAÐINU Í KAÍRÓ.
Barack
Obama
BARACK OBAMA
Tyrkir sýna Bræðralagi múslíma í Egyptalandi stuðning á mótmælafundi í gær með því halda mynd af fangelsuðum leið-
toga þeirra á lofti. Samband Tyrkja og Egypta hefur snarversnað eftir að herinn fangelsaði Mohamed Morsi.
AFP
* „Þið sneruð baki við Egyptum, við munum ekkigleyma því.“ Egypski hershöfðinginn, Abdul al-Sisi, er reiður Bandaríkjunum fyrir að styðja ekki aðgerðir þeirra.AlþjóðamálBÖRKUR GUNNARSSON
borkur@mbl.is