Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Side 34
*Græjur og tækniEinn af skrautlegustu karakterum tækniheimsins Kim Dotcom íhugar að flytja til Íslands »36 M ikið hefur verið fjallað um ís- lensku deilingarsíðurnar eftir að þær fóru að leyfa íslenskt efni þar inni. Nú getur hver sem er náð sér í kvikmyndirnar Djúpið, Borgríki, Kurteist fólk, Frost og þætti frá Stöð 2 og SkjáEinum án þess að kunna nokkuð á tölvur. Ekki voru allir á eitt sáttir með þessa ákvörðun og hættu margir sem stjórnendur og umsjónarmenn vefsíðnanna. Vildu ekki eiga það á hættu að þurfa að borga háar skaðabætur þeg- ar lögreglan og lögfræðingar næðu í skottið á þeim. Klámefni er aðgengilegt á þessum síð- um. Sunnudagsblað Morgunblaðsins komst í samband við mann sem áður rak slíka síðu en hætti í kjölfar þess að íslenska efnið var leyft. Hann segist hafa fengið talsvert upp úr því að reka síðuna. „Ég var að fá svona 400-500 þúsund á mán- uði, 40 þúsund fóru í rekstur á síðunni og restin í minn eigin vasa,“ segir mað- urinn, sem vill ekki láta nafns síns getið. „Margir vitlausir í klám“ Maðurinn kallar sig Dean Sounders í net- heimum og stjórnaði áður íslenskri deil- ingarsíðu. Hann segir að peningarnir komi frá notendum og í formi styrkja. „Ég er með afbrotaferil á bakinu og flestir aðrir í þessu, en sá sem rekur deildu er bara gutti og ekki á sakaskrá. Hann hefur unnið sem pitsusendill.“ Dean Sounders er að setja á laggirnar nýja síðu sem verður opnuð von bráðar. Hann vill ekki meina að svona síður gangi út á klám og að klám sé einhvers konar gjaldmiðill þarna inni. „Nei, ég myndi ekki segja það, en auðvitað eru margir vitlausir í klám og það hjálpar öðrum notendum. Síðurnar eru aðallega gerðar út á allt annað en klám, þó klám- ið sé vissulega til staðar.“ Ofbeldisklám aðgengilegt Eins og blaðamaður komst að raun um spannar klámefnið á síðunum allt frá eró- tískum myndum yfir í ofbeldisklám þar sem konum er misþyrmt á hryllilegan hátt. Slíkar myndir eru vinsælar til nið- urhals og þegar þær koma inn fara þær yfirleitt strax á toppinn. Myndirnar ganga út á að konan gerir einhver mis- tök og er refsað grimmilega. Oft má sjá maskara og annað leka eftir að leikkonan grætur og biður um miskunn. Í titli myndarinnar er svo sagt að allt þetta sé „bara leikur“. Tólf klámmyndir komu inn á deildu.net á miðvikudag, allar nema ein frá sama notanda. Vinsælustu myndinni var halað niður sex þúsund sinnum, jafnoft og íslensku myndinni Djúpið. Dean Sounders segir að strákarnir sem eru á bak við síðurnar séu 15-25 ára. Hann hefur vitað um eina konu sem hef- ur verið stjórnandi eða stofnandi svona vefsíðu. „Ég hafði nokkra sem unnu í kvikmyndahúsum ásamt ýmsum öðrum,“ segir hann en oft komi myndir til hans í fullum gæðum með íslenskum texta á undan myndbandaleigum. Enda eru slíkar að deyja hægt og rólega út. Það er erfitt að keppa við efni sem er frítt og komið inn á heimili fólks í fullum gæðum með íslenskan texta. Óhræddur við lögguna Afleiðingar af því að stjórna svona síðum eru ekki miklar. Miðað við að stjórn- endur séu með 500 þúsund í mánaðar- laun. Sektin sem stjórnandi Istorrent fékk í Hæstarétti var milljón krónur, eða tvenn mánaðarlaun. Síðan var uppi tölu- vert lengur en það. Enginn þurfti að sitja inni vegna málsins. „Ég er ekkert sérstakalega hræddur við að löggan komi og banki uppá hjá mér. Þá greiði ég mína sekt og held mína leið. Ég veit að sá sem á deildu.net er reyndar skít- hræddur núna. Það vissi enginn að ég átti eða var stjórnandi þessarar síðu. Ég gerði þetta í algjöru leyni og ætla að gera slíkt hið sama með nýju síðuna mína.“ Skjáskot úr tveimur ofbeldisklámmyndum sem deilt hefur verið margoft á íslenskri síðu. Menn geta falið sig í netheimum en skilja alltaf eftir spor sem lögreglan finnur á endanum. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson ÍSLENSKU TORRENTSÍÐURNAR FULLAR AF KLÁMI „Klámið er vissulega til staðar“ ÍSLENSKU NIÐURHALSSÍÐURNAR, SEM DEILA ÍSLENSKU EFNI FRÍTT MILLI NOTENDA, GEYMA MYNDIR OG MYNDBROT SEM SÝNA GRÓFT KLÁM. NAUÐGANIR, BARSMÍÐAR OG ÖNNUR NIÐURLÆGING ER MIKIÐ SÓTT Á ÞESSUM SÍÐUM. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS KOMST Í SAM- BAND VIÐ FYRRUM STJÓRNANDA SLÍKRAR SÍÐU. HANN SEGIR SÍÐURNAR EKKI GERÐAR ÚT Á KLÁM EN ÞAÐ SÉ VISSULEGA TIL STAÐAR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Vegvisir.is er ný ís- lensk heimasíða sem gefur upp vegalengd á milli tveggja áfanga- staða. Með því að slá inn brottfarastað og áfangastað færðu ná- kvæmar upplýsingar um vegalengd, áætl- aðan ökutíma, elds- neytiseyðslu og kostnað, ásamt upp- lýsingum um hvort bundið slitlag er alla leið. Síðan er hönnuð með birtingu í snjallsíma í huga og hentar því einkar vel á ferðalaginu. VEGVÍSIR Hægt að áætla ökutíma Frábært smáforrit sem aðstoðar þig við matargerðina. Forritið hefur að geyma yfir 40.000 uppskriftir sem þú getur skoðað eða þú getur hreinlega slegið inn það hrá- efni sem þú kýst að nota og forritið finnur fyrir þig upp- skrift. Einnig gefst kostur á að geyma matarlista inni á forritinu og sjá næring- argildi hvers réttar fyrir sig. Smáforritið er einfalt í notkun og sparar bæði tíma og vangaveltur. UPPSKRIFTARFORRITIÐ ALLRECIPES Uppskriftir í símann Aviary er eitt besta myndvinnslu-smáfor- ritið í dag. Aviary er ókeypis og er ekki ósvipað Instagram og Camera+ að því leyti að það hefur að geyma ýmsa ljósmyndafíltera. Aviary er smáforrit sem gerir þér þó kleift að vinna myndirnar mun meira, eins og að klippa þær til, stilla lýsingu, hylja misfellur og margt, margt fleira sem gerir símamynd- irnar þínar enn fullkomnari. Myndvinnslu smá- forritið Aviary FULLKOMNAÐU SÍMAMYNDIRNAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.