Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013 Íbúum austan Lækjar finnst trúlega nóg umfréttir af þrjú hundruð metra götuspotta áMelunum og þeirri breytingu sem stendur þar yfir með lagningu hjólreiðastíga og málaðra um- ferðarmerkinga á götuna, marglitra. Sumum kann líka að þykja mótmæli við breytingunni til- hæfulaus. Er ekki verið að „hressa upp á“ götuna, bæta ásýnd hennar, koma til móts við hjólreiða- menn og draga úr umferðarhraða? Og það er nú ekki eins og öll gatan sé hér undir. Enn er hátt í kílómetri eftir óbreyttur fyrir þá sem ekki kunna við nýja útlið. En þegar nánar er að gætt stendur ekki steinn yfir steini í skýringum embættis- manna á fyrirbærinu, hvaðan sem á málið er litið. Hofsvallagatan er kannski ekki breiðgata að hætti stórborga en hún er ein fárra breiðra íbúða- gatna í Reykjavík. Gangstéttarnar eru einnig fá- dæma breiðar og húsin þeirrar gerðar að óhætt er að fullyrða að götumynd Hofsvallagötu, með sjáv- arsýnina hátt frá Landakotshæð, sé heildstæð. Slíkar götumyndir í vesturhluta borgarinnar hef- ur löngum þótt nokkurs virði að varðveita. En nú ber svo við að borgaryfirvöld telja að ásýnd göt- unnar þurfi að bæta og það hafa þau gert með því að vekja upp Walt heitinn Disney og fengið hann til að selja upp á götuna fyrir 20 milljónir. Vissu- lega er fegurðin afstæð og huglæg en hér verður það fullyrt að þótt umferðarmerkingar kunni að vera nauðsynlegar þá bæta þær ekki ásýnd nokk- urrar götu, hvað þá þegar merking er endurtekin fimmhundruð sinnum á 300 metra kafla. Og hjólreiðamennirnir? Hvert eiga þeir að hjóla þegar þeir hafa hjólað alla 300 metrana á þar til gerðum marglitum stígunum, 90 cm breiðum? Eiga þeir bara að henda sér út í um- ferðina á næstu litlausu götu, án fána og fugla- húsa? Það hljómar reyndar ekki illa eftir að hafa verið notaðir sem mannlegir vegatálmar í þeim yfirlýsta tilgangi borgarstjórnarinnar að tefja fyrir bílaumferð. Auðvitað þurfa hjólreiðamenn að komast ferða sinna eins og aðrir. Skipulag borgarinnar verður hins vegar að taka tillit þarfa borg- arbúa á hverjum tíma um leið og gera þarf ráð fyrir breyttum þörfum síðar. Upplagt er að hafa þetta í huga við hönnun nýrra hverfa og meiriháttar skipulagsbreytinga í eldri hverf- um. Enginn kjörinn fulltrúi í borgarstjórn hefur gengist við breytingunum og borgarfulltrúar meirihlutans hafa jafnvel ekki fengist til að ræða þær við fjölmiðla. Okkur hjólreiðamönn- um þætti áhugavert að heyra skýringar borg- arfulltrúa meirihlutans, sem alla jafna forðast nú ekki sviðsljósið, á því af hverju nota eigi okkur sem vegatálma. Það verður kannski eitt- hvað að frétta í næstu viku. Mannlegir skildir við Hofsvallagötu *Hjólreiðamönnum erengin þægð í því að hjól-reiðum skuli sífellt vera att gegn bílaumferð og þær bein- línis notaðar til að hindra hana á annars greiðförnum vegi. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Halla Vilhjálmsdóttir leikkona og fyrirsæta fékk sendan blómvönd frá nafnlausum aðdáanda í vikunni en hún býr í Lond- on. Halla auglýsti eftir sendanda blómvandarins á Facebook-síðu sinni á fimmtudag. „Hver sendi blóm? Takk, þau eru falleg, en þú gleymdir að láta nafn þitt fylgja með. Engin svör virðast hafa borist. Hamingjuóskum rigndi inn á Fa- cebook-síðu listakokksins Yesmine Olsson í gær en hún og eiginmaður henn- ar, Arngrímur Fannar Haralds- son, héldu þá upp á 5 ára brúðkaupsafmæli. Meðal þeirra sem sendu þeim hlýja kveðju var bróðir Adda Fannars, eins og hann er jafnan kallaður, Einar Bárð- arson. Meðan þau hjón tóku við ótal kveðjum var annar sem lýsti því yfir á Facebook þennan sama dag að hann ætlaði alls ekki að gefa „læk“ á stöðuuppfærslur. „Í dag ætla ég að vera mjög spar á lækin mín, svo ef þið fáið læk frá mér, þá megið þið vera upp með ykkur,“ skrifaði Óttar Martin Norðfjörð. Kvikmyndaspekúlantinn Ás- grímur Sverrisson tók það svo að sér að mæla með bíómynd fyrir facebook-vini sína. „Mikið makalaust afbragð er Before Midnight, illa svik- inn ef þetta er ekki ein allra besta mynd ársins og þó víðar væri leitað. Einföld, sterk og grípandi.“ Kvikmyndin er sýnd í Bíó Paradís þessa dagana en Ás- grímur getur þess einnig að gamall kennari hans, tökumaðurinn Wal- ter Lassally, leiki aukahlutverk í kvikmyndinni. Lassaly hlaut Ósk- arsverðlaun fyrir Zorba the Greek frá árinu 1964 og er einn þekktasti tökumaður Breta. AF NETINU Hárgreiðslustofan Carter í Hafnarfirði býður viðskiptavinum „meira“ í stólnum í auglýs- ingu sem birt hefur á vefmiðlum. Eins og sjá má á auglýsingunni sem birt er til hliðar sýn- ir hún mynd af sólbrúnni konu sem liggur út af með buxurnar hnepptar frá og texti við myndina segir: „Þú færð meira í stólnum hjá okkur.“ Róbert Magnússon, eigandi Carter, segir í samtali að hver megi túlka slagorðið á sinn hátt. „Hvað viltu að það sé?“ segir Róbert að- spurður fyrir hvað „meira“ stendur fyrir. „Þessi auglýsing er búin að vera síðan 1994, af hverju ertu ekki búin að hringja fyrr? Þetta er auglýsing sem var sett saman af strákum og ef fólk vill lesa gott eða misjafnt í þetta, þá bara gerir það það. Það er ekkert annað en jákvætt á bak við þetta.“ Róbert segir að í hvert skipti sem auglýsingin sé birt skapist umræður um hana. „Þessi auglýsing kemur og fer en það myndast alltaf ein- hverjar umræður þegar ég set hana upp og það er bara ágætisauglýsing,“ segir Róbert. „En það hefur enginn karlmaður kvartað yfir þessari auglýsingu,“ tekur hann fram í sam- tali við blaðamann. Bara konur þá? „Ja, eða það hefur ein hringt hérna á stof- una yfir þetta 19 ára tímabil.“ Af hverju helduru að það sé? „Ég veit það ekki. Það er allavega enginn að tuða yfir þessu eða argast út í þetta eða neitt.“ Aðspurður hvort viðskiptin aukist eftir birtingu auglýsingarinnar segir hann svo ekki vera. „Ég er ekki að segja að ég hafi fengið meira að klippa, þetta er nú bara hárgreiðslu- stofa. En það eru ýmsar konur sem hafa ákveðnar skoðanir og þær mega alveg hafa þær“. gunnthorunn@mbl.is Djörf auglýsing gefur óljós skilaboð Vettvangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.