Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013
Heilsa og hreyfing
Á
heildina litið er yfir-
skrift helgarnámskeiða
sem nú er boðið upp á
að Sólheimum í Gríms-
nesi. Lögð er rík áhersla á að
sameina heilbrigði líkama og sálar
með ljúffengum og hollum mat,
hreyfingu, hugleiðslu og jóga
ásamt fjölbreyttum fyrirlestrum
um heilbrigði og næringu.
Það eru þau Margrét Alice
Birgisdóttir, NLP heilsumarkþjálfi,
Gyða Dröfn Tryggvadóttir, lýð-
heilsufræðingur og jógakennari, og
Albert Eiríksson, matreiðslumaður
og ástríðukokkur, sem standa að
námskeiðunum. Þau koma úr ólík-
um áttum en eiga það sameig-
inlegt að hafa brennandi áhuga á
heilbrigði í sinni stærstu mynd
ásamt þeirri trú að hvert og eitt
okkar geti lagt heilmargt af mörk-
um til góðrar eða bættrar heilsu.
Berum ábyrgð
á eigin heilsu
„Við teljum að þetta sé frábært
tækifæri fyrir fólk til að staldra
við og skoða með opnum huga
stöðu þeirra þátta sem líf okkar
allra byggir á. Með því að varpa
ljósi á heildarmyndina og gildin í
lífinu er auðveldara að horfa fram
á veginn og láta drauma sína ræt-
ast,“ segja þau og Margrét bætir
við: „Þarna nýtist ólík menntun
okkar, þekking og reynsla vel en
við höfum öll öflug verkfæri í
kistu okkar sem mynda sterka
heild.“ „Við viljum horfa á heild-
armyndina en með því skapast
tækifæri til að ná sem mestu og
bestu jafnvægi í lífinu. Sveiflurnar
í lífsstíl okkar eru nefnilega oft og
tíðum óþægilega miklar og alls
ekki nóg að sinna bara einum
þætti,“ segir Gyða. „Við þurfum að
ná jafnvægi á milli þessara grunn-
þátta og leiðin til þess er að vera
besta útgáfan af okkur sjálfum.
Þegar öllu er á botninn hvolft ber
hvert og eitt okkar nefnilega
ábyrgð á eigin heilsu.“
Fleira er matur en feitt kjöt
Á Sólheimum verður boðið upp á
hreint grænmetisfæði og mikið
lagt upp úr að maturinn sé jafn
fallegur og bragðgóður og hann er
næringarríkur. „Líkamleg næring
er eldsneytið sem drífur okkur
áfram en matur hefur líka mikil
áhrif á svo marga aðra þætti lífs
okkar,“ segir Albert og heldur
áfram: „Okkur er það hjartans
mál að sannfæra þátttakendur um
að matur getur verið einstaklega
ljúffengur á sama tíma og hann er
fullkomin næring í dagsins önn.
Fleira er matur en feitt kjöt eins
og sagt var,“ segir Albert og kím-
ir.
Setja sér markmið
„Hver þátttakandi fer heim með
tólf mánaða markmið,“ segir Mar-
grét og bætir við: „Við erum
markvisst að vinna að því á helg-
unum góðu með því að draga
styrkleikana fram í dagsljósið sem
svo styðja við þær hliðar sem
þurfa þess frekar með. Markmiðin
eru mörg og misjöfn en eiga það
oftast sameiginlegt að hafa verið
lengi á teikniborðinu hjá hverjum
og einum. Það sem þau áttu
kannski sameiginlegt var að þau
voru svo stór,“ segir Margrét.
Fjárfesta í heilbrigði
„Okkar markmið er að þátttak-
endur fari heim endurnærðir á lík-
ama og sál og tilbúnir til að halda
áfram ferðalagi sínu á vit heilsu-
samlegri hátta. Það er nefnilega
ekki til betri fjárfesting en í eigin
heilbrigði,“ segir Gyða og það seg-
ir kannski allt sem segja þarf.
„Stóri draumurinn okkar er að
fá þjóðina með, hér á Íslandi er
frábært grænmeti og ódýr orka til
að rækta, hreint loft og hreint
vatn,“ segja þau. Næstu námskeið
verða í september og má fræðast
meir um þau á fésbókarsíðunni „Á
heildina litið“.
SYNDSAMLEGA HOLL HELGI FYRIR LÍKAMA OG SÁL
Líf í
jafnvægi
HEILSUSÉRFRÆÐINGAR AF ÝMSUM TOGA HAFA TEKIÐ
HÖNDUM SAMAN OG HALDA NÚ HELGARNÁMSKEIÐ Á
SÓLHEIMUM Í GRÍMSNESI. ÞAU LEGGJA ÁHERSLU Á
HEILBRIGÐAN LÍFSSTÍL OG VILJA AÐ FÓLK SETJI SÉR
MARKMIÐ Í LÍFINU.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Margrét Alice Birgisdóttir mark-
þjálfi, Albert Eiríksson ástríðu-
kokkur og Gyða Dröfn Tryggva-
dóttir lýðheilsufræðingur,
jógakennari og hugleiðslu-
iðkandi, standa fyrir heilsu-
helgum á Sólheimum.
Gott er að vera úti í
náttúrunni á Sólheimum.
Lögð er áhersla á hollan og
gómsætan mat.
Haustið nálgast óðfluga og fara margir
að huga betur að heilsunni. Grillmatur,
bjór eða hvítvínsglas í sólinni fara að
heyra sögunni til í bili og fríin taka enda.
Margir uppgötva þá að fötin hafa
þrengst örlítið um mittið. Þá er bara að
bretta upp ermarnar og byrja að taka á
sumarvömbinni. Hér eru sex ráð sem
gætu reynst vel.
1Svefn er mjög mikilvægur ef þú ætl-ar að brenna kviðfitu og mælt er
með að minnsta kosti sjö tíma svefni.
Fólk á það til að borða meira ef það
vakir of lengi og hormónin fara úr
skorðum.
2 Farðu í „plankann“ í 30 sekúndur ísenn 3-4 sinnum á dag og vertu
duglegur að standa upp og ganga um.
3 Borðaðu hollt og forðastu sykur.Stráðu smá kanil út í kaffið þitt á
morgnana eða út á grautinn, það hjálp-
ar til að halda blóðsykri réttum og
minnkar hungurtilfinningu.
4 Borðaðu mat sem inniheldur C-vítamín, eins og kiwi, papriku og
appelsínur.
C-vítamín hjálpar líkamanum að breyta
fitu í orku.
5 Borðaðu holla fitu sem finna má ímat eins og laxi, lárperum og val-
hnetum.
6 Reyndu að hægja á önduninni.Dragðu andann djúpt og hugsaðu
um að minnka stress.
SEX GÓÐ RÁÐ
Burt með bumbuna