Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 37
stjórnendum Megaupload í Banda- ríkjunum leitaði dómsmálaráðu- neytið í Bandaríkjunum eftir aðstoð lögreglunnar á Nýja- Sjálandi við að handsama höfuð- paura Megaupload. Úr varð um- fangsmikil lögregluaðgerð þar sem 76 þungvopnaðir lögreglumenn réðust með aðstoð tveggja þyrlna til inngöngu í einkavillu Kim Dot- coms, og handsömuðu allt hans lið. Handtakan vakti heimsathygli, bæði fyrir það hve umfangsmikil hún var, og eins hver átti í hlut, og þau áhrif sem það hafði á skráar- skipti, en á því hægði í skamma stund, þótt fljótlega væri fyllt í skarð Megaupload. Kim Dotcom hefur þó enn ekki fengist framseldur til Bandaríkj- anna, og reyndar hefur hallað mjög á yfirvöld á Nýja-Sjálandi í réttar- sölum þar sem hinar ýmsu hliðar málsins hafa verið teknar fyrir. Nú virðist helst sem það endi með því að Dotcom fái að lokum greiddar talsverðar skaðabætur fyrir ólög- lega handtöku og njósnir yfirvalda um starfsemi hans. Það breytir því þó ekki að Megaupload er fyrir bí. Ísland heillar Samhliða því sem Kim Dotcom hef- ur barist fyrir frelsi sínu á Nýja- Sjálandi hefur hann unnið hörðum höndum að því koma á laggirnar nýju vefsvæði sem hann kallar ein- faldlega Mega. Það er um margt líkt Megaupload, að því undan- skildu að öll gögn sem þar eru hýst eru dulkóðuð. Margir telja að með þessu sé Dotcom einfaldlega að skapa sér ákveðna vernd gegn lög- sóknum, þar sem nú geti hann sannarlega haldið því fram að hann hafi enga hugmynd um hvaða efni sé geymt á netþjónum fyrir- tækisins. Og því hefur áhugi hans á Ís- landi kviknað. Í nýlegu viðtali við vefsíðuna Torrentfreak, segir Dotcom að verið sé að vinna að lögum sem myndu neyða fyr- irtæki sem hýsa dulkóðuð gögn til að láta stjórnvöldum í té dulkóð- unarlykla, svo hægt sé að gægjast í pakkann. Slík löggjöf myndi koma sér illa fyrir starfsemi Mega, og hefur Dotcom því verið að horfa í kringum sig eftir álit- legum stað til að reka fyrirtæki sitt, þar sem persónuvernd- arlöggjöf er sterk, og njósna- starfsemi yfirvalda er ekki vanda- mál. Dotcom segir Ísland vera lítið og vinalegt land þar sem lítill áhugi sé á njósnum. Það sé því í kjöraðstöðu til að njóta góðs af gerræðislegum njósnatilburðum bandarískra yfirvalda og ríkjum hliðhollum þeim, en hann telur þess ekki langt að bíða að fjöldi fyrirtækja muni flytja gagnaver sín frá þessum löndum til að forð- ast eftirlit stjórnvalda með gögn- um og gagnaflutningum. Það er vert að hafa í huga að þegar veldi Megaupload var sem mest, störfuðu um 160 manns hjá fyrirtækinu. Mögulega er þetta okkar næsta stóriðja. AFP 18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Verð frá: 189.990.- Smáralind | Sími 512 1330 Opið í dag frá 13.00 - 18.00 Ný MacBook Air Allt að 12klst Rafhlöðuending Stór maður en léttur á bár- unni. Kim Dotcom er mikill umfangs. Hann fyllir tvo metra á hæð og vegur um 160 kíló. Hann er þekktur fyrir ríkt skopskyn. Þegar hann flutti í glæsivillu á Nýja-Sjálandi sendi hann nágrönnum sínum bréf sem í stóð m.a.: „Ég get full- vissað ykkur um að það hefur ákveðna kosti að eiga glæpa- mann eins og mig að ná- granna. Við höfum nýlega opnað peningaþvættistöð sem getur aðstoðað ykkur við skattsvikabestun, og net okk- ar af alþjóðlegum innherjum getur veitt ykkur dýrmætar ábendingar um hlutabréfa- kaup.“ Grínari og góður granni KIM DOTCOM *Megaupload stækkaði hratt, og þegar mest lét er talið að allt að4% af allri netumferð í heiminum hafi verið tengd vefsvæðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.