Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 16
*Ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð um Lissabon og myndaði iðandi mannlíf borgarinnar »18Ferðalög og flakk
Íslenski hópurinn vekur þvílíka lukku hér á Evrópumóti KFUM í Prag þar
sem er umtalað hvað við séum hress og skemmtileg. Það er líka mikið talað
um hvað við séum mörg, enda 104 þátttakendur frá Íslandi.
Á fyrsta deginum lentum við í svakalegum stormi rétt eftir að við komum á
mótssvæðið sem orsakaði það að allar samgöngur voru í lamasessi næstu
klukkutímana og það tók okkur fimm ævintýraríka klukkutíma að komast
heim á hostel. Við reyndum að taka þeim raunum létt og sungum og sprell-
uðum eftir götunum sem vakti mismikla ánægju meðal Pragbúa. Mótssvæðið
varð einnig illa úti í storminum og því þurfti að fresta hátíðinni um einn dag
meðan tekið var til. Veðrið er búið að leika við okkur síðan og mótið búið að
vera alveg frábært. Biðjum að heilsa heim, héðan úr 35 stiga hitanum.
Tinna Rós Steinsdóttir. Íslenski hópurinn að syngja og dansa á sporvagnastöð í Prag. Blaut í gegn eftir storminn.
Frá Evrópumóti KFUM
Brot af þátttakendum mótsins.
PÓSTKORT F
RÁ PRAG
K
anada er víðfeðmt og líklega endist fáum ævin til
að skoða það stórbrotna land. En fyrir þá sem
vilja byrja er gott að vita af sérlega aðgengilegu
vefsvæði sem ferðamálayfirvöld í Kanada halda úti
og hægt er að skoða með því að slá inn slóðina www.cana-
da.travel. Á vefnum er að finna gagnlegar upplýsingar sem
nýtast ferðalöngum. Hvort sem ætlunin er að heimsækja
Íslendingaslóðir í Gimli eða fara í borgarferð til Toronto
eða Halifax, en til þeirra borga eru bein flug frá Keflavík,
þá er hægt að kynna sér málið á vefnum.
Þegar vefurinn er heimsóttur er gott að byrja á að
velja „Explore Canada“ á hvítri valslá efst til vinstri á
upphafssíðunni. Þá er notanda stýrt inn á afbragðsgóða
leitarsíðu. Með aðstoð leitarsíðunnar er hægt að þrengja
hringinn og finna út hvaða svæði heillar, hvers konar ferð
á að fara í eða hvað er mest spennandi að gera í Kanada.
Hægt er að leita eftir svæðum og sérstökum áhugasviðum.
Til dæmis er hægt að velja að skoða aðeins hvað er í
gangi í Nova Scotia, sé förinni heitið þangað. Vilji notandi
leggja áherslu á að kynna sér menningarlíf á því svæði er
hægt að velja flokkinn listir og menning, eða „arts and
culture“ af lista vinstra megin á síðunni og fá upp hug-
myndir að stöðum til að heimsækja og ferðum sem tengj-
ast listum og menningu.
Ef staðsetningin skiptir ekki öllu máli og notandinn hef-
ur ákveðnar hugmyndir um hvers kyns upplifun leitað er
eftir, t.d. ævintýraferðum, er hægt að velja þann flokk en
merkja ekki við sérstaka staðsetningu. Þá koma upp hug-
myndir að stöðum til að heimsækja og tillögur að útivist-
ar- og ævintýraferðum í Kanada.
Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun til að
ferðast til Kanada sé dvölin skemmri en 90 dagar.
Flogið er allt árið til Toronto með Icelandair en beint
flug til Halifax er aðeins frá 1. júní til 4. nóvember. Hægt
er að finna flug til Kanada á vefnum dohop.com.
Einn kanadískur dollar jafngildir 115 íslenskum krónum.
UPPLIFÐU KANADA Á VEFNUM ÁÐUR EN HALDIÐ ER AF STAÐ TIL AÐ SKOÐA LANDIÐ
Vafrað um
víðáttur
Kanada
FERÐAMÁLARÁÐ KANADA LEGGUR MIKIÐ UPP
ÚR ÞVÍ AÐ GERA UPPLÝSINGAR UM LAND OG
ÞJÓÐ AÐGENGILEGAR FYRIR MÖGULEGA
FERÐALANGA.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is