Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 56
Kápumyndin er af Þóri, móðurbróður höf-
undar, sem drukknaði átta ára gamall.
Sérðu harm minn, sumarnótt? er nýbók eftir Bjarka Bjarnason sem lýsirefni hennar með þessum orðum:
„Sagan gerist á Austurlandi, einkum á
Norðfirði, á fyrri hluta 20. aldar. Afi minn
og amma voru þaðan og móðir mín ólst þar
upp. Þetta er saga þeirra og þess sam-
félags sem þau lifðu og hrærðust í. Það var
gamla bændasamfélagið sem nú er liðið
undir lok. Tækniframfarir urðu örar á
þessu tímaskeiði, til að mynda kom raf-
magn, sími, bílar og dráttarvélar til sög-
unnar og ég tengi þessar breytingar við
sögu ættingja minna.“
Hvar leitaðir þú heimilda?
„Mjög víða; meðal annars komst ég í
dagbækur afa míns. Þær fönguðu athygli
mína, bæði það sem hann skrifaði og það
sem hann skrifaði ekki. Honum verður tíð-
rætt um veðurfar og skepnuhöld en ekki er
mikið talað um svokallað tilfinningalíf. Ég
kynnti mér líka fjölmargar prentaðar heim-
ildir, til dæmis Norðfjarðarsögu eftir Smára
Geirsson; tók einnig viðtöl við marga eldri
Norðfirðinga. Ég byggi allt á sagn-
fræðilegum grunni þannig að bókin verður
blanda af sagnfræði og skáldskap. “
Hvernig kemur skáldskapurinn inn í
verkið?
„Ég breyti engum nöfnum og þarna eru
ljósmyndir af sögupersónunum en oft skapa
ég atburðarás og samtöl. Mér finnst
heillandi að velta fyrir mér hvað sé sagn-
fræði og hvað skáldskapur þegar allt kemur
til alls. Margir hafa spurt mig hvað sé satt
og hvað skáldað í bókinni en ég hef ekki
gefið kost á svörum við slíkum spurn-
ingum.“
Hvaða persónur koma við sögu í bókinni,
auk ættmenna þinna?
„Þær eru býsna margar. Jósep Jósepsson
bóndi í Fannardal í Norðfjarðarsveit og
Ragnhildur Jónasdóttir ráðskona hans eru
þar fremst í flokki. Jósep varð umtalaður á
sinni tíð, meðal annars vegna þess að hann
hafði barist við indíána vestanhafs og Ragn-
hildur varð allþekkt eftir að Jónas Árnason
ritaði endurminningar hennar, Undir Fönn,
árið 1963. Ég segi frá sumardvöl móður
mín í Fannardal, hún var þá á ferming-
araldri og lærði þar að slá með orfi og ljá,
hlustaði á indíánasögur hjá Jósep og drakk
kaffi með kamfórudropum hjá Ragnhildi.“
Bókartitillinn Sérðu harm minn, sum-
arnótt? er sérstakur, hvaðan kemur hann?
„Hann kemur úr kvæði eftir Ragnhildi.
Ljósmyndin framan á bókinni er af Þóri
móðurbróður mínum sem drukknaði sum-
arið 1935, átta ára gamall. Á þessum tíma
voru stundum ort erfiljóð í orðastað að-
standenda og Ragnhildur gerði það í orða-
stað ömmu minnar. Ég birti hluta af kvæð-
inu sem hefst þannig:
Hvort sérðu harm minn, sumarnótt?
Minn sonur dáinn er.
Mér fannst þetta magnaðar andstæður,
annars vegar sumarnóttin ljúfa og hins veg-
ar hinn myrki harmur.“
BÓK SEM ER BLANDA AF SAGNFRÆÐI OG SKÁLDSKAP
Magnaðar andstæður
„Margir hafa spurt mig hvað sé satt og hvað skáldað í bókinni en ég hef ekki gefið kost á svörum við
slíkum spurningum,“ segir Bjarki Bjarnason.
BJARKI BJARNASON ER HÖFUNDUR
BÓKARINNAR SÉRÐU HARM MINN,
SUMARNÓTT?
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013
BÓK VIKUNNAR Aðdáendur Jo Nesbø geta ekki verið
þekktir fyrir annað en að lesa fyrstu bók hans um Harry Hole
sem er afar góð verðlaunaspennusaga.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Ég hef gaman af metsölulistum, er-
lendum jafnt sem innlendum, og skoða
til dæmis alltaf metsölulista Sunday
Times og ef ég sé þar kunnugleg nöfn
kinka ég samþykkjandi kolli. Síðast
þegar ég kíkti var vinur okkar Jo
Nesbø þar ofarlega á lista með bók
sína Leðurblökuna sem einnig gerir
það gott hér á landi. Sérfræðingarnir á
Sunday Times segja að aðalpersónan í
bókum Nesbø, Harry Hole, sé ein af
þekktustu persónum nútímaglæpa-
sagna. Það er sko alveg rétt hjá þeim.
Sá sem veit ekki hver Harry Hole er
getur ekki talist vel upplýstur maður.
Ég fer einstaka sinnum til London í
bókabúðir og í hvert sinn er ég svo
einföld að halda að ég muni ekki sjá
þar bækur sem eru á vinsældalista hér
á landi. Mér er alltaf komið á óvart.
Í fyrra gekk ég inn í bókabúð í
London og þar
blasti við mér rekki
með metsölubók vik-
unnar í þeirri versl-
un, sem var Gaml-
inginn sem skreið
út um gluggann og
hvarf. „Heill og
sæll, gamli vinur,“
sagði ég í huganum
við bókakápurnar
sem blöstu við mér.
Svo greip ég upp myndavél og mynd-
aði þær, rétt eins og ég hefði rekist á
gamlan félaga. Þetta gerði ég í hrifn-
ingarvímu sem lítil skynsemi var í
enda hef ég ekki haft nokkurt not af
myndinni sem ég tók. Ég geri mér
vonir um að næst þegar ég fer til
London sjá ég hinn hornótta Ove. Mér
þykir vænt um Ove og finnst að hann
eigi skilið að verða þýddur á ensku.
Kannski er búið að því.
Áður en ég gleymdi mér út af Gaml-
ingjanum og Ove var ég að skrifa um
Sunday Times, sem reyndar hrósaði
Gamlingjanum á sínum tíma – enn eitt
dæmið um það hvað menn eru smekk-
vísir á Sunday Times. Það er gaman að
lesa þetta góða blað sem fjallar svo vel
um nútímabókmenntir. Menn þar á bæ
eru heldur ekki snobbaðir því þeir
gera spennusögum iðulega hátt undir
höfði.
Þar hef ég oftar en einu sinni rekist
á lofsamlegar umsagnir um Arnald
Indriðason. Nýlega tók svo Sunday
Times Yrsu Sigurðardóttur upp á
arma sína og lofar hana mjög. Mikið
væri gaman að sjá íslenska spennubók
á metsölulista Sunday Times.
Orðanna hljóðan
KUNNUG-
LEG NÖFN
Á LISTA
Arnaldur Indriðason
Gamlinginn vakti
athygli í Bretlandi.
Bækur hreyfa mismikið við mér en Bláa kannan
sem ég las sem barn vekur enn hjá mér sérstaka til-
finningu því endirinn var enginn ævintýraendir, svo-
lítið eins og óvænt endalok. Ég á erfitt með að gera
upp á milli Gerplu og Íslandsklukkunnar eftir
Halldór Laxness en þær eru báðar í sérstöku
uppáhaldi hjá mér. Snilld Laxness liggur ekki hvað
síst í sterkum kvenpersónum, rétt eins og í Íslend-
ingasögunum.
Fimmta barnið eftir Doris Lessing er magnað verk um ódælt
barn og getur bókin komið hverjum sem er í uppnám. Það má túlka
hana með afar ólíkum hætti, eins og kom í ljós í leshringnum mínum.
Bækur Auðar Övu Ólafsdóttur eru heill heimur út af fyrir sig,
enda afburðahöfundur á ferð. Ég naut til dæmis hverrar setningar í
Undantekningunni.
Önnur bók sem hefur skipt mig máli er Fjarri hlýju hjónasæng-
ur eftir Ingu Huld Hákonardóttur. Ekki bara öðru vísi Íslandssaga
heldur opnaði hún augu manns fyrir högum fólks og því hvernig saga
okkar er samofin atburðum og straumum í Evrópu. Stöðu vinnu-
manna er til dæmis lýst þar með ákaflega eftirminnilegum hætti. Svo
verð ég að nefna bókina um Ólöfu eskimóa, eftir Ingu Dóru
Björnsdóttur. Ólöf eskimói var einn merkilegasti Íslendingur sög-
unnar. Hvernig gat fátæk dvergvaxin stúlka frá Íslandi orðið frægur og
ríkur fyrirlesari í Vesturheimi? Það hlýtur að verða gerð stórmynd í
Hollywood byggð á ævi hennar.
Loks eru það bækur snillings spennusagnanna, Yrsu Sigurð-
ardóttur. Fáir standast henni snúning í að búa til góðar fléttur auk
þess sem hún er einstaklega næm á tíðarandann.
Í UPPÁHALDI
RAGNHEIÐUR ELFA
ÞORSTEINSDÓTTIR
LÖGMAÐUR
Ódælt barn og frægur dvergur eru meðal þess sem heillar lestrarhestinn
Ragnheiði Elfu Þorsteinsdóttur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Halldór Laxness