Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013 Á ég að vera eins og Beethoven? Hann var alltaf svo alvar- legur á myndum,“ spyr Tryggvi Ólafs- son Ómar Óskarsson ljósmyndara sem smellir af honum í gríð og erg. „Það hefur alltaf þótt fínt að vera í fýlu á Íslandi. Þykir svo gáfulegt. Verst að ég nenni því ekki.“ Tryggvi opnar um helgina sína fyrstu sýningu í sjö ár, Úr gulla- stokknum, en hann er nýbyrjaður að svala sköpunarþörfinni aftur eftir alvarlegt slys sem hann lenti í snemma árs 2007. Hefur verið í hjólastól síðan. „Þetta eru grafíkmyndir unnar á síðustu átta mánuðum. Undir lok síðasta árs komst ég í samband við ágæta menn, prentara og tölvu- mann, og það hleypti mér á skrið. Eftir slysið átti ég ekki von á því að komast af stað aftur. Ég ræð ekki almennilega við að mála en grafíkin hentar ágætlega. Ég er að vísu hálfgerður aumingi og þarf hjálp við þetta, tæknin er orðin flóknari í dag en hún var í gamla daga og leiðin frá teikningu yfir á pappír lengri. Hér áður var það bara krít á stein og þaðan beint á pappír. Eftir að tölvurnar komu til sögunnar er ferlið miklu lengra. Það er mikilvægt að hafa aðgang að mönnum sem maður treystir og það hef ég.“ Eins og með kvensemina Iðjuleysi er böl málarans og Tryggvi er í skýjunum með að vera kominn á skrið að nýju. „Sjáðu til, það er eins með sköp- unarþörfina og kvensemina. Hún fer ekkert. Þörfin verður alltaf til staðar. Þetta er allt af sömu rótum runnið, karlmaðurinn hefur bara þrjá fasta punkta í sinni tilveru: Fæðingu, konu og dauða. Þá er ég ekki bara að tala um málara, þurfi menn að syngja eða spila á fiðlu tengist það líka hormónunum. Það hundskammaði mig einu sinni kona í partíi í Danmörku fyrir að halda þessu fram en ég er enginn dólgur og dóni. Ég meina þetta.“ Margbrotinn líkami Ekki þarf að snúa upp á höndina á hans gamla lærimeistara og vini, Braga Ásgeirssyni, til að fá hann til að samþykkja þessa sýn á til- veruna. Bragi sýnir í næsta sal í Galleríi Fold, líka grafíkmyndir, og þar er konan auðvitað í önd- vegi. Nánar tiltekið kvenlíkaminn. „Allar götur frá tímum Forn- Grikkja hefur konan verið mál- urum hugleikin,“ segir Bragi. „og fyrir 350 árum skapaðist hefð fyr- ir því í Evrópu að mála konur vegna þess hvað þær hafa marg- brotinn líkama. Líkama sem tekið hefur milljónir ára að þróa. Ég er að tala um grannar konur, feitar konur og allt þar á milli.“ – Býr sannleikurinn ef til vill í konulíkamanum? „Hvað er sannleikurinn?“ spyr Bragi á móti og glottir við tönn. „Konan er alltént þyngdarpunkt- urinn í tilverunni. Lífið heldur áfram í líkama hennar.“ Bragi vinnur í gömlu tækninni, það er gerir allt í höndunum. Á sýningunni eru verk frá síðustu þrjátíu árum en fyrra yfirlit skeði árið 1994 og var verk Listasafns Íslands. „Ég byrjaði í grafíkinni í Ósló 1952, vann upp úr skissum sem ég hafði gert á Spáni. Ég þurfti að selja það allt til að geta lifað.“ Fimmtíu eintök á fjórum dögum Síðan hætti hann í grafík. „Ég drukknaði í kennslu, hafði of mik- ið á minni könnu. Það er líka erf- itt að fá aðföng og ég fórnaði þeim til nemenda.“ Hann byrjaði aftur fyrir réttum þrjátíu árum, fyrir hvatningu Knúts Bruun. „Við hittumst úti í Kaupmannahöfn og brölluðum ým- islegt saman. Hann hvatti mig til dáða. Það varð til þess að ég fór aftur að vinna í grafík.“ Nokkrar myndir frá þessum tíma eru á sýningunni en ein- hverjir muna eflaust eftir þeim, þær héngu allt til hinsta dags við barinn á Hótel Valhöll á Þingvöll- um. Komu víst róti á blygð- unarkennd sumra. Þarna eru líka myndir sem af- greiddar voru með hraði fyrir tíu árum. „Þær voru fyrir klefana í Nor- rænu. Ég fékk fjóra daga til að klára upplag upp á fimmtíu myndir og var með hjartað í buxunum. Það slapp til en ég mæli ekki með vinnubrögðunum.“ Einnig eru á sýningu Braga myndir innblásnar af ljóðum Jóns Helgasonar og Matthíasar Johann- essen. Bragi vinnur ekki í grafík í augnablikinu, nýjustu myndirnar gerði hann fyrir tveimur árum í Færeyjum, myndefnið sótt til Jón- asar Hallgrímssonar. Í huga listamannsins snýst graf- ík um gæði en ekki fjölda þrykkja. „Það er alveg sama hversu graf- íkverkstæði er stórt, pressurnar margar, ef hjartað vantar í hús- næðið. Þar verður að vera fagmað- ur sem kann til verka en ekki lista- maður.“ Synti á móti straumnum Bragi og Tryggvi kynntust í Mynd- lista- og handíðaskólanum fyrir meira en fimmtíu árum og með þeim tókst góð vinátta sem haldist hefur fram á þennan dag enda þótt sá síðarnefndi hafi lengst af búið í Danmörku. Hann flutti heim á því herrans ári 2008 – synti gegn straumnum. „Fólk spurði hvort ég væri genginn af göflunum,“ segir Tryggvi og brosir. Þetta er merkilegt nokk í fyrsta skipti sem þeir sýna undir sama þaki á Íslandi. Gerðu það einu sinni, ásamt fleirum, í Árósum. Þá málverk. Það var 1994. Bragi lýsir þeim sem „ástríðu- fullum fagurkerum“. „Í mörg ár var fagurfræðin komin út af borð- inu en nú er hún komin aftur. Mál- verkið lifir góðu lífi og menn eru að endurreisa grafíkina.“ Þeir félagar eru samstiga í list- inni en synd væri að segja að þeir gengju í takt í pólitíkinni. „Hann er kominn af marxistum,“ upplýsir Bragi og glottir. „Og þú ert aft- urhaldspungur,“ svarar Tryggvi fullum hálsi. Þeir hlæja. „Það er engin skömm að vera afturhald, ég er það af húm- anískum hvötum,“ segir Bragi. „Fortíðin er miklu merkilegri en við höldum. Hvers vegna stendur Forum Romanum að hluta til ennþá og Akvadúktarnir í Segovía? Þeir höfðu einfaldlega betur sam- setta sementblöndu en seinna gerð- ist. Í raun megum við þakka fyrir að vera til. Það er þó engin afsök- un til að láta sér leiðast.“ Dagur og nótt Og það gera þeir félagar sann- arlega ekki. Enda þótt Bragi sé kominn á níræðisaldurinn, fellur honum aldrei verk úr hendi. Mætir á vinnustofu sína á hverjum virk- um degi. Tryggvi vinnur mest á nóttunni, í ró og næði. „Nóttin er minn tími, þá kemur andinn yfir mig. Ég geri ennþá mínar vitleysur en þá breyti ég bara og bæti. Það er bara part- ur af ferlinu. Málarinn er heldur ekki að fást við sannleikann, þetta er póesía. Ég er að yrkja og mel- ódían er liturinn.“ Bragi og Tryggvi hafa farið um víðan völl saman. Tryggvi rifjar upp söguna af því þegar siglt var með þá og fleiri málara frá Austur- Þýskalandi út á Eystrasaltið. Sex dátar stóðu heiðursvörð meðan lát- ið var úr höfn. Félagi Castro hafði verið í heimsókn skömmu áður og Ástríðufullir fagurkerar GÖMLU VOPNABRÆÐURNIR BRAGI ÁSGEIRSSON OG TRYGGVI ÓLAFSSON LEGGJA UNDIR SIG HVOR SINN SALINN Í GALLERÍI FOLD FRÁ OG MEÐ HELGINNI. GRAFÍK ER ÞAÐ HEILLIN, EN TRYGGVI SÝNIR NÚ NÝ VERK Í FYRSTA SKIPTI Í SJÖ ÁR. OG UM HVAÐ ER ORT? AUÐVITAÐ KONUR. ÞAÐ ER NEFNILEGA EINS MEÐ SKÖPUNARGÁFUNA OG KVENSEMINA. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Viðtal PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 3 1 5 7 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.